Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 51
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | Ferð um Fjalla-
baksleið nyrðri og Lakagíga 10. og 11. ágúst. Gist á Hótel
Klaustri, Geirlandi. Dagur 1: Landmannalaugar-Eldgjá-
Skaftártunga að Geirlandi. Dagur 2: Fjaðrárgljúfur-Fagrifoss
og Lakagígar. Brottför Gullsmára kl. 8, Gjábakka kl. 8.15. List-
ar og nánari upplýsingar í félagsmiðstöðvunum.
Hæðargarður 31 | Komdu við í morgunkaffi einhvern daginn
kl. 9, kíktu í blöðin, kynntu þér dagskrána og skelltu þér í
morgungöngu. Gönguferðir alla daga nema sunnudaga. Uppl. í
s. 568-3132 asdis.skuladottir@reykjavik.is.
Kirkjustarf
Fríkirkjan Kefas | Almenn samkoma kl. 20. Helga R. Ár-
mannsdóttir prédikar. Lofgjörð og fyrirbænir í lok samkomu
fyrir þá sem vilja. Kaffi og samvera eftir samkomu. Allir vel-
komnir.
Laugarneskirkja | kl. 20. Samtalsguðsþjónusta. Sr. Bjarni
Karlsson leiðir stundina. Tvær stuttar hugleiðingar verða
fluttar, þar sem sr. Bjarni og Ólöf Davíðsdóttir guðfræðinemi
taka til máls og bjóða svo til samtals um efnið. Aðalheiður
Þorsteinsdóttir leikur á píanó.
95ára afmæli. Í dag, 29.júlí, verður frú Mar-
grét Scheving níutíu og fimm
ára. Að því tilefni tekur hún á
móti vinum og vandamönn-
unum á heimili sínu, Hring-
braut 45, milli klukkan 16-18.
90ára afmæli. Í dag,sunnudaginn 29. júlí,
er níræð Dóra Ottesen Jós-
afatsdóttir, Ljósheimum 6 í
Reykjavík. Hún heldur upp á
daginn með fjölskyldu sinni.
dagbók
Í dag er sunnudagur 29. júlí, 210. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.)
FSS er félag STK stúdenta semstendur fyrir fjölbreyttustarfi allan ársins hring.Auður Halldórsdóttir er for-
maður félagsins, og segir frá: „STK er
skammstöfun fyrir samkynhneigða, tví-
kynhneigða og kynskipta (transgender)
stúdenta. Félagið hefur starfað frá
árinu 1999 og er opið ungu fólki 18 til 30
ára, stúdentum og fólki sem nýlega hef-
ur lokið námi,“ segir Auður. „Markmið
félagsins er að skapa félagslegan vett-
vang fyrir ungt STK fólk, til að gera
skemmtilega hluti saman og takast á
við spennandi verkefni. Við reynum
einnig eftir fremsta megni að beita okk-
ur í mannréttindabaráttu STK fólks,
jafnt innanlands sem utan og tökum
virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi.“
FSS verður að vanda með vagn í
gleðigöngu samkynhneigðra í ágúst, og
notar Auður tækifærið til að auglýsa
eftir áhugasömu fólki sem tilbúið er að
leggja hönd á plóg: „Það þarf að vinna
mörg handtök til að gera skemmtilegt
gönguatriði og er öll hjálp vel þegin,“
segir Auður. „Í ár mun FSS ganga und-
ir yfirskriftinni „Hvað er að vera ég?“
þar sem við vörpum ljósi á og leikum
okkur með hvernig við skilgreinum
okkur sjálf. Fæst okkar skilgreina sig
eingöngu út frá kynhneigð, heldur er-
um við svo mikið meira en það: synir og
dætur, vinir og vinkonur, feður og
mæður, samstarfélagar og þar fram
eftir götunum. Við tengjumst svo mörg-
um, út um allt, og má þannig með sanni
segja að samkynhneigð komi öllum
við.“
Starfsemi FSS er hvað virkust yfir
vetrartímann, enda stúdentafélag: „Við
vinnum nú að skipulagningu á starfi fé-
lagsins á komandi vetri, leggjum drög
að margskonar uppákomum og kynn-
ingu,“ segir Auður. „Í haust ætlum við
m.a. að kynna félagið vandlega í háskól-
um landsins. Við stefnum líka á að
halda málþing á haustönn, þar sem
samkynhneigð málefni verða krufin til
mergjar.“
Einn af föstum liðum í starfi félags-
ins eru gleðikvöldin Gay day. „Í vetur
munum við halda Gay day á tveggja
vikna fresti, og verður fyrsta kvöldið
haldið í ágústlok, þegar skólar byrja á
ný.“
Þeir sem hafa áhuga á að aðstoða við
eða taka þátt í atriði FSS í Gay pride
göngunni geta sent línu í tölvupósti á
gay@hi.is. Sjá einnig www.gaystudent-
.is.
Ungmenni | Félagið FSS stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum í vetur
Líf í tuskunum hjá FSS
Auður Halldórs-
dóttir fæddist á
Akureyri 1982.
Hún lauk stúdents-
prófi frá MH 2002
og BA-námi í bók-
menntafræði og
frönsku frá HÍ
2007. Auður var
kosin ritari FSS –
félags STK-stúdenta 2006 og formað-
ur 2007. Foreldrar Auðar eru Margrét
Snorradóttir og Halldór Baldursson.
Tónlist
Akureyrarkirkja | Björg Þórhallsdóttir, sópran-
söngkona og Elísabet Waage, hörpuleikari flytja
íslensk og erlend sönglög, aríur og skemmti-
legar útsetningar af negrasálmum. Ókeypis að-
gangur.
Akureyrarkirkja | Sumartónleikar. Björg Þór-
hallsdóttir, sópran og Elísabet Waage, harpa.
Aðgangur ókeypis.
Hallgrímskirkja | Philip Crozier, organisti frá
Montreal í Kanada, leikur á kvöldtónleikum, 29.
júlí kl. 20. Á efnisskránni eru verk eftir William
Boyce, Zoltan Kodály, Jean Langlais, Piet Post,
Buxtehude, Denis Bédard og Joseph Jongen.
Langholtskirkja | Skeppsholmens fredkör (Frið-
arkór Skipahólma) frá Stokkólmi heldur tónleika
í Langholtskirkju kl. 20.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Þóra Einars-
dóttir sópran, Björn Jónsson tenór og Anna Ás-
laug Ragnarsdóttir píanóleikari flytja tónverk
eftir Robert Schumann, Richard Strauss og
Edward Grieg.
Skálholtskirkja | Sumartónleikar í Skálholts-
kirkju kl. 15: Tónleikar með verkum eftir J.C.
Bach, J.S. Bach, W.F. Bach og C.P.E. Bach. Flytj-
endur: Bachsveitin í Skálholti, Guðrún Hrund
Harðardóttir víóla, Marta Hrafnsdóttir, alt.
Skútustaðakirkja | Laufey Sigurðardóttir, fiðla
og Elísabet Waage, harpa, flytja franska og
rússneska tónlist ásamt útsetningum á íslensk-
um sönglögum. Aðgangur ókeypis.
Myndlist
Malarrif | Ljósmyndir tengdar lífi Þórðar Hall-
dórssonar frá Dagverðará. M.a. myndir sem
komu út á heimsalmanaki KODAK árið 1973. Ás-
dís Arnardóttir sýnir vatnslitamyndir málaðar á
hríspappír og sækir hún myndefnið í rýr gæði
ljósmynda frá 8. áratugnum. Helgina 28.–29. júlí
mun Ásdís spjalla við gesti vitans.
Ráðhús Reykjavíkur | Reynir Þorgrímsson opn-
ar sýninguna „Skartgripir fjallkonunnar“ kl. 14.
Hún stendur til 12. ágúst.
Útivist og íþróttir
Viðey | Felix Bergsson leikari stýrir ævintýra-
legri barnaleiðsögn í Viðey. Viðey er mikið ævin-
týraland fyrir börn og er siglingin á milli lands
og eyjar mikil upplifun fyrir þau. Eins er fjara
Viðeyjar fjársjóður leiks og skemmtunar. Eftir
leiðsögn verður barnamessa í Viðeyjarkirkju.
TÍBETSKAR konur sýna hefðbundna tíbetska búninga á menningarhátíð í
Júsjú í Qinghæ-héraði sem er í vesturhluta Kína. Um er að ræða fimm daga
hátíð þar sem þjóðlagahópar skemmta, fólk sprangar um í þjóðbúningum
sem og héraðsbúningum og stundar kappreiðar.
Tíbetar hafa lengi reynt að fá sjálfstæði frá Kína með litlum árangri.
Tenzin Gyatso, fjórtándi maðurinn sem ber titilinn Dalai Lama, hefur verið
í útlegð frá árinu 1959 en hefur þó borið hróður Tíbets víða um Vesturlönd
og fékk meðal annars friðarverðlaun Nóbels árið 1989.
Konur frá Tíbet sýna Kínverjum þjóðbúninginn sinn
Litríkir þjóðbúningar þjóðarinnar frá þaki heimsins
Reuters
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Lands-
sambandi slökkviliðs- og sjúkra-
flutningamanna:
„Vegna yfirlýsingar stjórnar
Brunavarna á Austurlandi (BA) frá
25. þessa mánaðar um kjör slökkvi-
liðsmanna á Egilsstöðum þykir
Landssambandi slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna (LSS) nauð-
synlegt að eftirfarandi komi fram:
Slökkviliðsmenn á Egilsstöðum
eiga ekki í kjaradeilu við stjórn
BA.
Deilan er um bakvaktir skipu-
lagðar af stjórnendum slökkvilið-
anna þar sem slökkviliðsmenn á
Egilsstöðum eru bundnir á bak-
vöktum tvær vikur í mánuði án
greiðslu bakvaktarlauna.
LSS og slökkviliðsmenn á Aust-
urlandi hafa fagnað fram komnum
hugmyndum um stofnun atvinnu-
slökkviliðs og telja slíkt mikið
framfaraskref. Til að flýta þeirri
þróun sem verið hefur í mörgum
sveitarfélögum undanfarin ár þar
sem einn eða fleiri hafa verið ráðn-
ir í fullt starf í slökkviliðunum voru
slökkviliðsmenn á Egilsstöðum til-
búnir að taka að sér bakvaktir fyr-
ir brot af þeim bakvaktarlaunum
sem þeim bæri og yrði það þá kall-
að þóknun fyrir að vera ávallt til
taks.
Það er ekki rétt sem kemur fram
í máli formanns stjórnar að hvergi
tíðkist að greiða slökkviliðsmönn-
um í hlutastarfi fyrir bakvaktir eða
þóknun fyrir að vera ávallt til taks.
Mörg sveitarfélög skipuleggja bak-
vaktir yfir sumartímann til að
tryggja viðbragðsgetu og er greitt
fyrir samkvæmt samningum.
Það er hins vegar rétt hjá for-
manni stjórnar að BA er eini að-
ilinn sem skipuleggur bakvaktir
sinna slökkviliðsmanna með kröfu
um fasta viðveru í mánuði án þess
að greiða fyrir það nema að mjög
litlu leyti. Hægt er að lesa um
skipulag þessara vakta á Egilsstöð-
um á heimasíðu Fljótsdalshéraðs
þar sem skýrt kemur fram að 14
slökkviliðsmenn í hlutastarfi á Eg-
ilsstöðum gangi bakvaktir.
LSS fyrir hönd slökkviliðsmanna
á Egilsstöðum var tilbúið að miðla
málum með mikilli eftirgjöf frá
ákvæðum kjarasamnings til að
stíga mikilvægt skref í þróun
brunamála á svæðinu. Stjórn BA
hafnaði því hins vegar og fullyrð-
ing um að slökkviliðsmenn hafi
gengið gegn ráðleggingum for-
manns LSS á ekki við rök að styðj-
ast,“ segir í yfirlýsingunni.
Slökkviliðs-
menn mót-
mæla full-
yrðingum
Bikarinn önnur umferð
Dregið hefur verið í aðra umferð í
bikarkeppni BSÍ og spila eftirtaldar
sveitir saman:
Gylfi Baldursson – Norðvestan
Anton Hartmannsson – Skeljungur
Klofningur – Eykt
undirfot.is – Breki jarðverk ehf.
Sigfús Ö. Árnason/Birkir Jónss. – Málning
Ríkharður Jónasson – Malarvinnslan
Grant Thornton – Sparisjóður Keflavíkur
Úlfurinn – Villi jr.
Frestur til að ljúka 2. umferð er til
18. ágúst.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
♦♦♦