Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 31
sjónspegill MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 31 Kr. 1100 fyrir fullorðna Ferjugjald, vaffla og kaffi/kakó Kr. 600 fyrir börn Ferjugjald, vaffla og safi Nánari upplýsingar www.videy.com 533 5055 Vöfflur og Viðey Uppgötvaðu Viðey Kaffisala kl. 13 – 17 Sérferðir sumarsins Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Allra síðustu sætin Perlur Katalóníu 31. ágúst - 2 vikur með Hörpu Hallgrímdóttur Frábær blanda af menningarreisu og hvíld á Norður-Spáni. Stórborg, sveit og strönd. 3 nætur í Barcelona, 4 nætur víðsvegar í Katalóníu héraði og vika á Costa Brava ströndinni. M.a. er farið til Girona, Figures þar sem Museo Teatro Dali er heimsótt, til Castellfoillit de la Roca sem er einn minnsti bærinn í hérðinu og húsin allt að því hanga utan í klettunum. Farið til smáríkisins Andorra, til Solsona og Tarragona. Seinni vikuna er slakað á í hinum skemmtilega strandbæ Lloret de Mar á Costa Brava ströndinni um 70 km norður af Barcelona. Þar er góð strönd, skemmtilegar þröngar götur í miðbænum, úrval veitingastaða og verslana og mikið líf fyrir alla aldurshópa. Frábær ferð á besta tíma. 26. ágúst - 5 landa sýn á Balkanskaga með Ólafi Gíslasyni Fræðandi og skemmtileg 14 daga ferð um Króatíu, Slóveníu, Serbíu, Bosníu-Herzegóvínu og Svartfjallaland. Ný menning, saga og náttúra á hverjum degi. Gönguferðir: 2. sept. - Slóvenía - Júlíönsku alparnir 9. sept. - Slóvenía - Júlíönsku alparnir Örfá sæti laus í frábærar gönguferðir í Slóveníu með Bróa (Guðmundi Sigurðssyni). Vikuferðir sem henta flestum sem eru í þokkalegu formi. Gist í 4 nætur við Bohinj vatn og 3 nætur í Bovec. Dagsgöngur frá hóteli um hið undurfagra land. Síðustu forvöð að bóka eru 8. ágúst Uppselt er í allar aðrar sérferðir sumarsins. 50% afsláttur af allri útsöluvöru v/Laugalæk • sími 553 3755 Það eru miklir viðburðir í gangi í Evrópu, ekkiaðeins í Feneyjum, Kassel og Münster heldurvítt og breitt um álfuna, og myndlistin sjaldangagnsærri. Á dögunum fékk ég upp í hend- urnar alþjóðlegu útgáfu enska listtímaritsins „The Art- Newspaper“, júníhefti, sem er í dagblaðaformi svipað og Kunstavisen hið danska og áður hefur endurtekið verið vikið að, en stærra, alþjóðlegra og yfirgripsmeira. Þar kemur ásamt fleiru hið óvænta og ótrúlega fram, að furstadæmið Liechtenstein, fámennasta þjóðríki í Evr- ópu, ásamt Mónakó, og San Marino, íbúar 34.000, mun um þessar mundir viðmesti kaupandi listaverka í álf- unni. Festir sér fágæt myndverk, listiðnað og önnur gersemi í stríðum straumum til þjóðarsafnsins, er hér í samkeppni við bæði Louvre og Ríkislistasafnið í Amst- erdam og stendur höfuð dvergríkisins prins Hans- Adam II að baki kaupunum. Hins vegar er safnið ekki staðsett í heimahögunum í Ölpunum, heldur nágranna- landinu Austurríki, nánar tiltekið gamalli barrokkhöll í Vínarborg. Þetta var aðalfrétt á forsíðu blaðsins, upp- lýsir enn fremur að prinsinn kaupi meira en aðalsöfn breska heimsveldisins, Þjóðlistasafnið og Tate, að auki þær 21 listastofnanir sem heyra undir Berlín! Ennfremur hermir blaðið; „gerir framtakið merki-legra að þegar um miðja 20. öld var safnið taliðmikilsháttar en samt var málverk Leonardos; „Gínerva de’ Benci“, selt þjóðlistasafninu í Washington. Skeði 1967 og selt fyrir hæstu upphæð sem gefið hafði verið fyrir málverk til þess tíma, en kaupverðið aldrei upplýst“ (nú sagt 5 milljónir dollara). Segir sig sjálft, að safn sem bjó að slíku gersemi í listasögunni hljóti að eiga nokkuð undir sér, en trúlega verið í tímabundnum erfiðleikum og viljað komast yfir þá með sölu perlunnar. Um þessar mundir stendur yfir mikil uppbygging þess í kjölfar velgengni fjölskyldubankans og varði prinsinn af því tilefni 75 milljónum evra til endurbyggingar sum- arhallarinnar í Vínarborg, hvar úrval eignarinnar er til sýnis og spannar tímabilið frá 17. öld til nútímans. Safn- ið er í eigu stofnunar sem ber nafn fjölskyldunnar og staðsetningin valin vegna þess að alþjóðlegu tengslin eru einfaldlega stórum nánari í hinni miklu listaborg. Er alveg sér á báti, og helst fyrir ákveðinn hóp áhuga- fólks og fagurkera um fágæti í handverki og aðra ger- semi, auk myndlistarinnar. Auðvitað mikill skaði að hin undursamlega mynd Leonardos skuli í burtu, svo komið myndi hún ein draga gríðarlegan fjölda gesta að safninu og vera botnlaus tekjulind. En frægð listaverka byggist nú líka mikið til á því hvar þau eru í húsi og hvernig að þeim er búið og vissulega er gert vel að málverkinu af hinni yndisfögru hástéttarhofróðu Gínervu de’ Benci í höfuðborg Bandaríkjanna. Þá segir einnig á forsíðu blaðsins, að hið fræga safnAlbertina í Vín hafi fengið hið svonefnda Batl-iner-einkasafn að láni til tíu ára. Samanstendur af listaverkum frá impressjónistunum fram á daginn í dag, og metið á 500 milljónir evra. Talið merkilegasta samsafn myndverka sem ratað hefur til Austurríkis frá stríðslokum. Hér á ferð hinn 78 ára doktor í lögum, Herbert Batliner frá Liechtenstein (!), sem hefur ásamt með Ritu konu sinni verið ástríðufullur kaupandi lista- verka frá árinu 1960 og kemur safnið frá stofnun R&H Batliner í Vaduz og munu 170 verkanna verða til sýnis frá 14. september til 6. janúar 2008. Framkvæmdin nefnist: Frá Monet til Picasso, þar á eftir fylgja „Rúss- nesk framúrstefna“ og „Frá Warhol til Kiefer“. Þessar fréttir eru eins og að fá svala vatnsgusu yfir sig og eins gott að hafa augun opin fyrir viðburðum í Vínarborg og nágrenni. Þá er í meira lagi athyglisvert að dr. Gerald Matt, forstöðumaður Listhallar Vín- arborgar, sem mun vera núlistasafn, gagnrýnir hin söfnin fyrir íhaldssemi og að stíla of mikið á stór nöfn sem hafi mesta aðdráttaraflið en síður virk á samtím- ann. En einhverjar verða söfnin að hafa tekjurnar og doktorinn viðurkennir að orðstír Vínarborgar sem mið- stöð heimslista hafi vaxið til muna á síðustu árum og nálgist í þeim efnum París og Lundúnir og undir það má taka. Þriggja daga heimsókn fyrir nokkrum árum situr enn kirfilega í mér og krefst meira. Doktorinn gleymir einhverra hluta vegna að nefna Berlín, sem leggur allt undir við að hrifsa til sín for- ustuna og helst standa jafnfætis New York, hefur raun- ar þegar vinninginn um mikla uppbyggingu og dýrleg söfn. Íbúarnir með á nótunum eins og straumurinn á söfnin ber með sér, skemmst að minnast sýningarinnar frá Guggenheim-safninu í New York í Nýja þjóð- listasafninu, sem 5.500 sóttu að meðaltali dag hvern, og við lok hennar var hátt í sólarhrings bið eftir að komast inn. Um þessar mundir og fram til 7. október er önnur sýning á staðnum og nú á úrvali franskrar listar frá of- anverðri 19. öld, kemur frá Metropolitan-safninu í N.Y. en gisti áður Houston í Texas. Þetta þýðir að einnig er hægt að festa sér enska útgáfu af hinum veglega kata- lóg (sýningarskrá í bókarformi), sem prýddur er fjölda litmynda. Að sjálfsögðu er aðstreymi fólks naumast minna en á þá fyrri, og strax í upphafi var nokkurra klukkustunda bið efir að komast inn. En nú hafa menn dregið vitrænan lærdóm af reynslunni í ljósi biðraðanna og matarlítilla þolenda og reist nokkur meðalstór tjöld á flötinni bak við bygginguna hvar mögulegt er að kaupa eitt og annað um sýninguna auk hressingar. Að auki eitt stórt veitingatjald hvar inni eru meðal annars stórar ljósmyndir af verkum á sýningunni og ungar stúlkur, líkast til námsmeyjar í listasögu, ganga um í treyjum hvar á er letrað „Ask me“. Reiðubúnar til að svara spurningum forvitinna og útskýra myndirnar og kven- blóminn að sjálfsögðu líka inni á sjálfri sýningunni svo ekki væsir um þjónustuna. Nei, nei, ekki virðist það til- takanleg kvöð, skylduverk og sýndarmennska að njóta viðburða á myndlistarsviði á meginlandinu, því síður er upphaf þeirra mál málanna, frekar heila tímabilið með- an á þeim stendur, hámarkast svo í lokin. Að endingu má nefna að aðgangseyririnn er 17 evrur og katalóg- urinn kostar 29 evrur á sjálfri sýningunni, en 39,90 í bókabúðum. Hef sankað að mér upplýsingum víða að umDokumenta og Tvíæringinn í Feneyjum, enþað verður að bíða betri tíma að herma af þeim, gagnrýni líka ókomin, en á leiðinni. Eitt virðist þó öðru frekar hafa vakið óskipta athygli kunnugra og inn- vígðra á Tvíæringnum, opnunarvikuna. Nefnilega, að í stað skeggræðna fram og til baka um sjálf listaverkin að venju, ásamt frammistöðu einstakra þjóða og lista- manna, voru partý gærdagsins í fyrsta skipti aðal- umræðuefnið! Svo, Tobias Timm, einn af höfundum ít- arlegrar krufningar viðburðanna í „Feuilleton“, neðanmálskálfi Die Zeit, virtasta menningarblaði Þýskalands. Fyrirsögnin „Kunst kommt von Knallen“, orðrétt: List kemur með hvelli… Enn og gnótt af vettvangi Tímalaus fegurð Hin íðilfagra hofróða Ginerva de’ Benci, ein og sér, er gild ástæða heimsóknar til Wash- ington,og innlits í Þjóðlistasafnið. Málverkið eldist að vísu, en ásýnd róðunnar ekki… SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.