Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 13 E ins og notendur fjölmiðla eru öðru hvoru minntir á getur vatnsskortur aukið á óstöðugleikann á átakasvæð- um og beinlínis verið orsök vopna- skaks í sumum tilfellum. Þetta samspil var nýlega gert að umtalsefni í fréttaflutningi af fundi vísindamanna við Boston-háskóla á risastóru vatnsforðabúri undir Darfur-héraði í Súdan. Batt hópurinn, undir forystu Egyptans El-Baz, sem starfað hefur hjá NASA, vonir við að fundurinn myndi verða til að hjálpa til við að koma á langþráðum stöðugleika á svæðinu, ásamt því að stuðla að efnahagsuppbyggingu. Leita þeir nú eftir fé til að grafa „þúsund brunna“ á svæðinu. Umræddur El-Baz fann mikið vatnsforð- abúr í suðvesturhluta Egyptalands í upphafi níunda áratugarins, þar sem 500 brunnar hafa síðan verið grafnir. Fregnunum var því tekið sem stórtíðindum og voru efasemdir franska jarðfræðingsins Alain Gachet, sem hann viðraði í samtali við BBC, þess efnis að slíkt forðabúr væri ólíklegt í ljósi berggrunns svæðisins. Undir þessar efasemdir var tekið í vísinda- tímaritinu Nature á miðvikudaginn, þar sem jarðfræðingurinn Neil Sturchio við Illinois- háskóla sagði slíkt vatn afar ólíklegt. Viðurkenndi El-Baz að vatnið væri þegar þekkt en að gögn frá gervihnetti gerðu hópi hans kleift að kortleggja það nákvæmlega. Hvort sem risavatnið er til eða ekki er vert að staldra við kenningar um þátt vatnsskorts í átökunum í Súdan, sem sumir telja kennslu- bókardæmi um áhrif landhnignunar á stöð- ugleika, því deilur um þær sýna í hnotskurn hversu flókið orsakasamhengið getur verið. Þau orð Gachets að nægt vatn væri fyrir í héraðinu til að binda enda á átök og end- urreisa hagkerfið ber hins vegar að sama brunni og málflutningur Boston-hópsins, þess efnis að vatnsskortur ætti þátt í ólgunni. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, tók undir kenningar um áhrif vatnsskorts nýverið, er hann sagði enga til- viljun að ofbeldið í Darfur hefði hafist á þurrkatímanum. Voru orð framkvæmdastjór- ans þar samhljóma niðurstöðu höfunda ný- legrar skýrslu Umhverfisstofnunar SÞ, UNEP, að röskun vistkerfisins væri ein frum- orsaka átakanna í héraðinu. Jarðvegs- og gróðureyðing og framrás eyðimarka í norðurhéruðum landsins um 100 kílómetra í suðvesturátt á síðustu fjórum ára- tugum voru nefnd sem dæmi um alvarlega landhnignun. Á sama tíma hafi búfénaði fjölg- að úr 27 í 135 milljónir og skógarþekjan minnkað um 11,6% síðan 1990, eða um 8,8 milljón hektara. Eyðingin sé enn meiri í Darf- ur, þar hafi þriðjungur skóga eyðst 1973- 2006. Dregið hefur úr úrkomu í norðurhluta Darfur um allt að þriðjung á síðustu 80 árum, þróun sem kann að halda áfram samfara hlýn- un andrúmsloftsins með þeim afleiðingum að draga mun úr uppskeru um allt að sjötíu pró- sent á viðkvæmustu svæðunum. Áætlað er að fimm milljónir manna séu flóttamenn í eigin í landi í Súdan og hnignun landkosta sé þar veigamikill þáttur. Til að auka á ógæfu fólks- ins eru sum svæði svo illa farin að ekki er raunhæft að það geti snúi þangað aftur að mati skýrsluhöfunda. Fyrir utan afleiðingar þess að ganga á trjágróður, mikilvæga upp- sprettu eldiviðar, muni norðurhéruð landsins verða háð suðurhéruðunum og Darfur um kol. Fleiri áhrifaþættir að verki Eyðing gróðurs og jarðvegs dregur úr getu lands til að binda vatn og miðla því frá sér. Sennar-stíflan hefur verið nefnd sem dæmi um áhrif eyðingarinnar sem og minni end- urnýjun vatnsforðabúra neðanjarðar, en þangað berst nú 60% minna vatn en áður. Vatnssamtökin NETWAS í Naíróbí taka undir þessa greiningu SÞ og telja að átök um vatn hafi aukist á síðustu tveimur áratugum vegna minni úrkomu á svæðinu. Regntímabil- ið hafi verið frá maí til september en nái nú aðeins frá júní til ágúst. Wangari Maathai, dýralæknir frá Kenía sem hlaut friðarverðlaun Nóbels 2004, hefur bent á spennuna milli afrískra bænda og fólks af arabaættum sem byggir afkomu sína á beit- arbúskap í Darfur. „Fyrir utanaðkomandi aðila sýnast átökin vera hernaður á milli ættflokka. Rætur þeirra eru hins vegar glíman við að stjórna umhverfi sem getur ekki lengur framfleytt öllu því fólki sem lifir á landinu,“ sagði hún um átökin í við- tali við Washington Post. Talið er að yfir 200.000 manns hafi fallið í valinn í Darfur og á þriðju milljón flúið heimili sín frá því átök brutust út fyrir fjórum árum. Það var því að vonum að fregnir um vatns- fundinn vöktu vonir og athygli. Rætur átaka eru hins vegar oftar en ekki djúpar og það skal tekið fram að ofangreind greining á orsökum átakanna er umdeild. Rithöfundurinn Alex de Waal er meðal efa- semdamanna og í viðtali við New York Times segir hann að umhverfisþættir einir og sér séu ekki bein orsök bardaga. Eric Reeves, sér- fræðingur við Smith College, er sama sinnis í viðtali við Nature, túlkun SÞ sé einföldun, rætur átakanna séu valdarán íslamista 1989. Aðgerðasinninn John Prendergast segir í grein í NYT að landnotkun stjórnvalda, sem stutt hafi verið af Alþjóðabankanum og Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum, hafi valdið meiri skaða en hlýnun og skortur á úrkomu. Ein- blínt hafi verið á að auka framleiðslu í land- búnaði með þeim afleiðingum að jarðvegurinn varð þurrausinn næringarefnum. Landið hafi verið skilið eftir ónothæft og að samanlögðu sé þetta líklega helsta orsök flóttamanna- vandans í Darfur. ORSÖK BLÓÐSÚTHELLINGA Í DARFUR? Á vergangi Súdanskar konur sem hafa þurft að flýja heimili sín safna vatni í Abu Shouk flótta- mannabúðunum í Darfur fyrr á árinu. Deilt er um hvort vatnsforðabúr hafi fundist í héraðinu. AUÐLINDIN VATN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.