Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
borgir mætti nefna en segja má að
hraður vöxtur stórborga þróunarland-
anna muni auka þrýstinginn á vatns-
bólin.
Einn fertugasti ferskvatn
Um 97,5 prósent vatns á jörðinni
eru sjór en aðeins 2,5 prósent fersk-
vatn. Þar af eru um tveir þriðju hlutar
óaðgengilegir án orkukrefjandi að-
gerða enda í formi jökla, snjós og íss
þar sem frost fer ekki úr jörðu.
Mikinn meirihluta ferskvatnsins er
að finna í vatnsforðabúrum – eða
hundrað sinnum meira en í yfirborðs-
vatni, ám og vötnum – og eftir því sem
borgir stækka dregur úr því yfirborði
sem regnvatn getur seytlað niður um
og hreinsast í náttúrulegri, endurnýj-
anlegri hringrás.
Aðgengið er sem fyrr segir afar
mismunandi eftir heimshlutum.
Fimmta hvern íbúa þróunarríkjanna
skortir aðgang að hreinu vatni og er
þá lagt til grundvallar að 20 lítra á
mann á dag þurfi til að sinna grunn-
þörfum. Flestir þess 1,1 milljarðs
manna, sem ná ekki þessum lágmörk-
um, nota innan við fimm lítra, tíunda
hluta þess magns sem íbúar ríku þjóð-
anna sturta í klósett dag hvern.
Til samanburðar er notkunin í Evr-
ópu yfir 200 lítrar á mann á dag og
hátt í 400 lítrar í Bandaríkjunum.
Fátækt fólk sem býr í hreysum
stórborga, á borð við Jakarta og Naí-
robí, borgar gjarnan allt að fimm til
tíu sinnum meira fyrir vatnslítrann en
efnaðra fólk í sömu borgum.
Hinir fátæku hafi ekki fjárráð til að
tengjast dreifikerfunum; kostn- að-
urinn við tengingu í Manila jafngildir
þriggja mánaða launum fátækasta
fimmtungs heimilanna, hálfs árs laun-
um heimilis í þessum tekjuflokki í
dreifbýli Kenýa.
Vatnshreinsun orkufrek
Vatnshreinsibúnaður gegnir nú
mikilvægu hlutverki í Kúveit og Ba-
hrein en athygli vekur að aðeins um
hundraðshluti neysluvatns er upp-
runninn í hreinsistöðvum.
Tækni við svokallaða öfuga osmósu,
þar sem saltsameindir eru aðskildar
með himnum, hefur þó lækkað mjög
kostnað við afsöltun.
Árið 2003 var áætlað að til að
hreinsa sjó svo úr yrðu 1.000 lítrar af
fersku vatni með osmósuaðferðinni,
þyrfti sem svarar 6 kílóvattstundir af
raforku. Miklum mun meiri orku þarf
til að vinna sama magn úr sjó með
eimingu eða frá 25 og allt upp í 200
kílóvattstundir.
Ísraelsmenn standa framarlega í
hreinsun vatns með osmósu og er að-
gengi þeirra að vatni klassískt dæmi
um hvernig efnahagslegar og fé-
lagslegar aðstæður hafa áhrif á hvort
slík tækni nýtist; ísraelskir landnemar
á Vesturbakkanum hafa nífalt meira
vatn en Palestínumenn.
Í ljósi áherslunnar á að draga úr
losun gróðurhúsalofttegunda mun
orkufrek vatnshreinsun verða sam-
tengdari vaxandi framleiðslu end-
urnýjanlegrar orku og kann áhugi
fjárfesta að verða til að hraða þeirri
uppbyggingu eins og áður segir.
Milljarðar án hreinlætisaðstöðu
Mannkynið stendur því frammi fyr-
ir mikilli og fjölþættri áskorun. Al-
mennt er litið svo á að verslun með
landbúnaðarvörur sé leið fátækari
ríkja til að brjótast úr fátækt til bjarg-
álna. Mörg Afríkuríkja hafa hins veg-
ar mjög takmarkaðar vatnsbirgðir og
gætu staðið frammi fyrir þeirri erfiðu
spurningu hvort leggja eigi áherslu á
að bæta hreinlætisaðstöðu eða auka
matarframleiðslu, meðal annars til að
auka útflutning.
Skortur á hreinu vatni er önnur al-
gengasta dánarorsök barna, um 1,8
milljónir deyja árlega vegna sjúk-
dóma sem talið er að megi rekja til
skorts á mannsæmandi hreinlæt-
isaðstöðu og aðgengi að öruggu
drykkjarvatni. Þessi fórnarkostnaður
er ígildi þess að tíu júmbóþotur fullar
af farþegum hröpuðu til jarðar dag
hvern, allan ársins hring.
Fátæktin er þar gjarnan fylgikona
og alls draga um 1,4 milljarðar manna
án mannsæmandi hreinlætisaðstöðu
fram lífið á innan við tveimur Banda-
ríkjadölum á dag. Og þrátt fyrir að
þúsaldarmarkmið SÞ náist verða 800
milljónir án hreins vatns og 1,8 millj-
arðar án viðunandi hreinlætisaðstöðu
árið 2015.
Eins og vikið er að í rammanum um
samspil landhnignunar og átaka í
Darfur-héraði í Súdan hefur illa farið
land minni getu til að binda vatn en
gróið. Þar sem vistkerfinu hefur verið
raskað á óábyrgan hátt, m.a. með eyð-
ingu skóga og ofbeit, hefur þetta haft
skelfilegar afleiðingar. Slíkur víta-
hringur getur leitt til flóða, hamfara
sem drógu hátt í hundrað þúsund
manns til dauða á árunum 1992 til
2001.
Augljósari eru tengsl þurrka og
hamfara en á sama tímabili er áætlað
að hátt í 280.000 hafi látist úr þurrkum
og hungursneyð sem tengist þeim.
Gildir hér það sama og um flóðaham-
farir, röskun landkosta og skamm-
tímahugsun er oftar en ekki hin und-
irliggjandi ástæða.
Bandaríski vísindamaðurinn Jared
Diamond hefur skrifað athyglisverða
bók, „Collapse“, um samspil landeyð-
ingar og hnignunar samfélaga, sem
fjallað var um í Lesbókinni 7. október
sl., og mun ljóst vera að hamfarir sam-
fara röskun vistkerfa eru engin ný-
lunda.
Tengist eyðimerkurmyndun
Tímabilið þar sem áhrif mannsins á
vistkerfin hafa verið meiri en nátt-
úruaflanna er þó aðeins um 300 ár –
eða jafnaldri iðnbyltingarinnar – og er
vatnsskorturinn einhver áþreifanleg-
asta afleiðing þessara umsvifa.
Röskun á grunnvatninu hefur
ósjaldan haft skelfilegar afleiðingar
fyrir vistkerfi og er ekki hægt að ræða
þessi mál án þess að geta annars
meinvalds, framrásar eyðimarka, af-
leiðingar ósjálfbærs búskapar, óá-
byrgrar landnotkunar og breytinga í
veðurfari, svo eitthvað sé nefnt.
Eyðimerkurmyndun ógnar afkomu
1,2 milljarða manna. Gróður eyðist af
um 1,2 milljónum hektara lands á ári,
svæði sem jafngildir flatarmáli Ís-
lands. Tugir milljóna eru umhverf-
isflóttamenn í eigin landi, eða hafa
hrakist til annarra landa.
Áhrif mannsins eru óvíða jafn
áþreifanleg og í Kína þar sem stjórn
kommúnista hefur varið þúsundum
milljarða króna í að láta beina vatni til
norðurhluta landsins.
Eyðing gróðurþekjunnar í Kína er
mikið vandamál og geta stormar í
norður- og vesturhluta landsins –
eyðimerkur þekja 27 prósent af flat-
armálinu – borið með sér milljónir
tonna af jarðvegi á dag. Frá sjónarhóli
umhverfisins hefur hagvöxturinn í
Kína því verið afar dýru verði keyptur
og illa farið með landbúnaðarland, líkt
og raunin var í Mið- og Austur-
Evrópu á Sovéttímanum. Hafa Norð-
ur-Kínverjar nú minna vatn til afnota
en íbúar N-Afríkuríkisins Marokkó,
svo dæmi sé tekið, enda hafa þeir að-
eins aðgang að um sjöunda hluta
heildarmagnsins eins og áður var vik-
ið að.
Skortur á vatni og eyðimerkur geta
haft geysilega þýðingu í heims-
framleiðslunni, reiknað hefur verið út
að tvo þriðju hennar megi rekja til
vistkerfa og talið að allt að 99% af
fæðu jarðarbúa komi úr jarðvegi.
Hafna heimsendatúlkun
Þótt þannig sé meira en nóg í pensl-
inum til að mála skrattann á vegginn
eru sérfræðingar SÞ í hópi þeirra sem
hafna yfirborðskenndum heimsend-
aspám í anda breska tölfræðingsins
Thomas Malthus, sem vakti athygli á
tengslum landrýmis og vaxandi íbúa-
fjölda í frægri ritgerð á 19. öld, þess
efnis að vatnsforðabúrin hljóti að klár-
ast. Þeir andmæla einnig alhæfingum
um að skorturinn verði sem olía á eld
á átakasvæðum, ójöfn valddreifing, fá-
tækt og ójöfnuður séu raunverulegar
orsakir, ekki eiginlegur skortur.
Líkt og olían er ferskvatnið tak-
mörkuð auðlind og mun stöðugleiki á
svæðum sem búa við vatnsskort eiga
undir því að ekki verði til frjór jarð-
vegur fyrir öfl sem sækja til þeirra
sem hafa engu að tapa.
Flestar tölur í þessum pistli eru
sóttar til skýrslu Þróunaráætlunar
Sameinuðu þjóðanna frá 2006,
„Beyond scarcity: Power, poverty and
the global water crisis“, og til „The
Atlas of Water“, bókar Robin Clarke
og Jannet King frá 2004.
AUÐLINDIN VATN
M
örg stríðanna á þessari
öld snerust um olíu, stríð
næstu aldar munu verða
háð út af vatni.“
Svo komst Ismail Serageldin, sér-
fræðingur hjá Alþjóðabankanum,
að orði í viðtali við New York Tim-
es í ágústmánuði 1995, ummæli sem
margir hafa síðar vitnað til.
Varaði Serageldin við afleið-
ingum vatnsskorts en í skýrslu
bankans um líkt leyti var bent á að
80 ríki, heimkynni um 40% jarð-
arbúa, byggju við skort á vatni sem
ógnaði landbúnaði og iðnaði. Voru
ástæðurnar taldar iðnvæðing án
mengunarvarna, niðurgreiðslur
sem leiddu til ofnotkunar í land-
búnaði og stöðug fjölgun jarð-
arbúa.
Michael T. Klare, sérfræðingur
við Hampshire College í Massachu-
setts, dregur einnig upp dökka
mynd af vatnsvandanum í bók sinni
„Resource Wars“, sem er þó öðrum
þræði um samspil olíu og stríða.
Þar segir: „Mörg ríkja N-Afríku
og Mið-Austurlanda skortir full-
nægjandi birgðir af ferskvatni og
líta því á ógn við núverandi birgða-
stöðu sem brýnt öryggismál.“
Átök vegna vatns við Jórdaná,
Tígris og Efrat séu tíð og sameig-
inleg nýting margra ríkja á vatns-
uppsprettum, þar sem getan til að
stjórna aðgenginu sé misjöfn, kunni
síðar að leiða til togstreitu.
Í þessu sambandi er talið að á
tímabilinu 1948 til 1998 hafi mátt
rekja minnst 37 vopnuð átök til
deilna um vatnslindir. Það sem get-
ur sundrað getur einnig sameinað
og á sama tíma var skrifað undir
margfalt fleiri vatnssamninga.
Hágæða drykkjarvatn á aðeins
eftir að hækka í verði á öldinni sem
nú er að hefjast og má því segja að
Íslendingar sitji á gullkistu með
sinn mikla vatnsforða. Fáar þjóðir
sóa hins vegar jafn miklu magni af
vatni. Hvaða önnur þjóð lætur vatn
renna í margar mínútur þangað til
það er orðið nógu kalt í stað þess að
kæla það niður í ísskápnum?
Þessu hugarfari þarf að breyta
enda má færa rök fyrir því að með
því að leggja til þekkingu á sviði
jarðvegseyðingar – orsakavalds
vatnsskorts á ýmsum svæðum –
myndu íslensk stjórnvöld óbeint
leggja meira af mörkum til upp-
byggingar og friðar á þróun-
arsvæðum en gefinn hefur verið
gaumur að í umræðum um varn-
armál hér.
VATNIÐ UNDIRRÓT
STRÍÐA Á 21. ÖLDINNI?
Innviðir Olíuiðnaðurinn hefur haft
áhrif á uppbyggingu samfélaga.
Þ
að er með vatnið eins og
aðrar auðlindir að gjarnan
er farið illa með það sem
er niðurgreitt eða ódýrt.
Þessi einföldu sannindi skýra
hvers vegna vatninu hefur svo
víða verið sóað í landbúnaði og
hafa niðurgreiðslur oftar en ekki
gegnt þar stóru hlutverki.
Nefna má Mexíkó sem dæmi.
Þar fá 20% af stærstu býlum
landsins sem svarar þremur
fjórðu hlutum af niðurgreiðslum
til vatns í áveitur. Á sama tíma er
áætlað að 40% vatns sem er dælt í
dreifikerfið í Mexíkóborg leki úr
ónýtum rörum sem ekki er haldið
við eða séu seld ólöglega.
Líkt og Mexíkóar hafa Indverj-
ar sopið seyðið af niðurgreiðslum
og stuðlað að ofnotkun á grunn-
vatninu með því að greiða með
orku til bænda sem nýtt er til að
knýja vatnsdælur. Öllu skyn-
samlegra væri að hvetja til betri
vatnsnýtingar með fullkomnari
úða- og dreifikerfum og ræktunar
minna vatnsfrekra plantna.
Slík niðurgreiðsla er ekki óal-
geng og mun óumdeilt að margar
vatnsveitur í ríkiseigu hafa
brugðist hinum fátæku og eiga
þar ókostir markaðseinokunar
hlut að máli. Einkavæðing vatns-
veita er hins vegar víða afar um-
deild ráðstöfun sem hefur t.a.m.
nýlega verið bönnuð í Úrúgvæ.
Landbúnaðurinn drjúgur
Hlutur landbúnaðarins í vatns-
notkuninni er stór og talið að allt
að 70% af vatnsnotkun heimsins
fari til akuryrkju. Hlutfallið er
jafnvel hærra í þróunarlöndunum,
þar fara allt að 80% vatnsins til
áveitna í landbúnaði.
Ekki er hægt að ræða um
vatnsframboð á heimsvísu án þess
að geta þess að jarðvegur á hvern
jarðarbúa hefur minnkað að með-
altali um 30% frá 1980.
Það mun auka enn frekar
þrýstinginn á vistkerfin að fram-
leiða þarf meiri mat næstu fimm-
tíu ár en mannkynið hefur gert
samanlagt síðustu 10.000 ár. Því
væri hyggilegt að grípa í taum-
ana og sporna gegn niðurgreiddri
sóun.
Framfarir við áveitukerfi og
aukin umhverfisvitund gefa hins
vegar tilefni til bjartsýni. Lítum
vestur um haf til skýringar.
Framfarir minnka vatnsþörf
Talið er að með því að nota
hreinsað vatn við vökvun skrúð-
garða vestanhafs megi á hverju
ári spara vatn sem jafngildir því
að hver New York-búi fari í tíu
mínútna sturtu á dag í 4 til 5 ár.
Slík skref eru einkar mikilvæg
vestanhafs, þar sem t.d. magn
endurnýjanlegs ferskvatns á
hvern íbúa minnkaði úr tæpum
15.000 rúmmetrum árið 1955 í
tæpa 10.000 árið 1990. Alls fara
nú 49% ferskvatnsnotkunarinnar
þar til landbúnaðar, þar af 80%
til áveitna og með því að innleiða
nýja dropatækni er hægt að
draga verulega úr vatnsbruðli.
Með dropatækni er átt við þá
aðferð að dreypa vatnið niður að
rótum jurta og plantna, ýmist
beint eða með rörakerfi sem bein-
ir vökvanum þangað sem hans er
þörf. Vatni er því ekki beint í
jarðveg að óþörfu og dregið úr
uppgufun frá yfirborðinu, talið er
að aðeins helmingur vatns sem
nýtt er í áveitur endurnýtist. Til
sbr. áætla bandarísku jarð-
fræðistofnunin USGS að 90%
vatns sem er notað á heimilum og
í iðnaði nýtist aftur við að end-
urnýja vatnsauðlindirnar, að því
gefnu að það sé ómengað.
Að sögn Thomas E. Reilly, sér-
fræðings hjá USGS, er framboð á
vatni mismunandi eftir svæðum í
Bandaríkjunum. Sérhvert ríki
hafi sín eigin lög um vatnsnotkun
og spurður hvort skortur á vatni
sé vandamál bendir hann á „high
plains aquifier“, vatnsforðabúr
sem átta ríki deili með sér. Staða
þess sé þeim áhyggjuefni sem og
aðilum í landbúnaði.
NIÐURGREIÐSLUR
LEIÐA TIL SÓUNAR
Matarkista Bandaríkjamenn glímdu við mikinn uppblástur snemma á 20.
öld en sneru vörn í sókn. Þeir hafa nú svigrúm til að spara mikið vatn.
Dropatækni bætir nýtingu áveitna verulega Miklu sóað í skrúð-
garða vestanhafs Gríðarlegt svigrúm til sparnaðar í landbúnaði