Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 28
gestir
28 SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Háskóli Íslands slæmur
Gross ber náminu í Háskóla Íslands heldur ekki vel
söguna. „Það var eins og enginn vissi hvað ætti að
gera við okkur skiptinemana. Okkur fannst við ekki
velkomin og enginn virtist hafa áhuga á okkur.“
Íslenskutímar fyrir útlendinga fannst henni auk
þess mjög illa skipulagðir. Aðrir
tímar, sem hún sótti með íslenskum
nemum, voru hins vegar betri en hún
á að venjast í Þýskalandi.
Gross hefur mikinn áhuga á Íslend-
ingasögum og lærði íslensku í Þýska-
landi. Þegar hingað var komið nýttist
tungumálanámið henni þó verr en vonir stóðu til.
„Um leið og fólk heyrði að ég talaði með hreim
hætti það að hlusta. Mér fannst það mjög skrýtið.
Þetta er enn verra fyrir þá sem bera það með sér að
vera ekki íslenskir,“ segir hún.
Vinur Gross, sem er af indónesísku bergi brotinn,
talar lýtalausa íslensku.
„Fólk ávarpar hann iðulega á ensku, og heldur
áfram að tala ensku þótt hann svari á íslensku. Það er
eins og það heyri bara ekki hvað hann segir,“ útskýrir
hún. „Ég held að það hljóti að vera mjög særandi.“
Skrýtnast finnst henni að fólki virðist heldur ekki
líka að útlendingar tali ensku.
„Þegar ég hitti vini mína á kaffihúsi og við spjöllum
á ensku erum við litin hornauga. Þetta dregur mjög
úr ánægjunni af því að fara út að hitta kunningja.“
Norðmenn vinalegri
en Íslendingar
Gross bjó um skeið í Noregi. Reynsla hennar af
Norðmönnum var allt önnur og betri en af Íslend-
ingum.
„Þegar ég var í Noregi hlustaði fólk ef ég reyndi að
tala norsku. Það fyrtist enginn við þegar ég talaði
ensku, og almennt var fólk vingjarnlegra. Ég eign-
aðist fljótt norska vini og kunningja. Hér hef ég eign-
ast nokkra kunningja, en það tók langan tíma. Íslend-
ingar eru ekki aðgengilegir,“ fullyrðir hún. „Þetta er
sorglegt af því að þið eruð að missa af svo miklu,“
segir hún að lokum og hlær. „Hingað kemur fullt af
skemmtilegu fólki frá öllum heimshornum. Þetta er
spennandi fólk með alls konar reynslu og þekkingu.
Íslendingar ættu ekki að láta tækifærið til kynnast
því ganga sér úr greipum.“
Katharina Lena Gross virðist á heimavelli þarsem hún situr með hönd undir kinn á kaffi-húsi í miðbæ Reykjavíkur. Þannig hefurhenni þó ekki alltaf liðið.
„Líklega er of langt gengið að tala um útlend-
ingahatur. Útlendingaóvild er sennilega nær lagi,“
segir Gross um reynslu sína af Íslendingum.
Hún er frá Nürnberg í Þýskalandi og
hefur verið við skiptinám í mannfræði í
Háskóla Íslands í vetur.
„Ég hef hitt margt gott fólk og mér
líður orðið mjög vel hérna. Það kom
mér þó á óvart hversu algengt er að Ís-
lendingar komi illa fram við útlend-
inga,“ segir hún.
„Í Þýskalandi er nokkuð um útlendingahatur, en yf-
irleitt er það bundið við ákveðna hópa sem bera það
með sér, t.d. í klæðaburði. Hérna upplifði ég það að
alls konar fólk, gamlar konur, unglingar og allt þar á
milli, hreytti í mig ónotum. Ég lenti ekki í neinu
reglulega slæmu en ég fann samt sterkt fyrir óvild,“
segir hún lágt en ákveðið.
Gross telur að verr sé komið fram við fólk frá Aust-
ur-Evrópu og Asíu en fólk annars staðar frá.
„Þegar ég fer út með pólskum eða rússneskum vin-
um mínum hefur fólk enn minni áhuga á að tala við
mig en venjulega,“ segir hún og brosir feimnislega.
Ömurlegar íbúðir fyrir skiptinema
Þegar Gross var að leita sér að leiguíbúð hnaut hún
um að í sumum auglýsingum var tekið fram að íbúðir
yrðu ekki leigðar Pólverjum.
„Ég þyki fýsilegri kostur en ýmsir aðrir útlend-
ingar, en samt var mikil þrautaganga að finna íbúð,“
útskýrir hún.
Starfsfólk Háskólans benti henni á tvær íbúðir til
leigu. Önnur var án baðherbergis og eldhúss, undir
súð og þar að auki fokdýr. Hin var ókláruð, glugga-
laus og deila þurfti baðherbergi og eldhúsi með fleiri
en tíu öðrum leigjendum.
„Sem betur fer losnaði óvænt herbergi hjá kunn-
ingjakonu minni og ég fékk að leigja það,“ segir
Gross.
Hún þekkir skiptinema sem voru ekki svona heppn-
ir. Spænsk stúlka þurfti að gista hjá öðrum skipti-
nemum í margar vikur áður en hún fann íbúð, og ann-
ar skiptinemi neyddist til að flytja átta sinnum á
nokkrum mánuðum.
… koma illa fram
við útlendinga
Morgunblaðið/Eyþór
Þjóðverjinn Katharina Lena Gross lenti ekki í neinu reglulega slæmu en
fann samt sterkt fyrir óvild.
Í sumum auglýs-
ingum var tekið fram
að íbúðir yrðu ekki
leigðar Pólverjum.
Á hverju ári kemur fjöldi erlendra skiptinema til Íslands, hver og einn með vonir og væntingar til dval-
arinnar. Oddný Helgadóttir spurði nokkra skiptinema í Háskóla Íslands hvernig það er að vera gestur
hér á landi og hvað finnst þeim um Ísland og Íslendinga.
Íslendingar
Ég kom fyrst til Íslandsfyrir tilviljun. Mig lang-aði að komast aðeinsburt frá Finnlandi,
þannig að ég sótti um starf í gegn-
um Nordjobb og fékk vinnu á Ís-
landi,“ segir Ella Kolliokoski, sem
er frá bænum Parikkala í austur-
hluta Finnlands. Starfið sem hún
fékk var á gistiheimili á Höfn í
Hornafirði. Það rigndi allt sumarið
en samt fannst Ellu svo gaman að
hún ákvað að koma aftur hingað.
Í vetur var hún við skiptinám í
íslensku í Háskóla Íslands og í
sumar vinnur hún við aðhlynningu
á Seltjarnarnesi. Hún kaus starfið
með það í huga að vinna með Ís-
lendingum og æfa sig í íslensku.
Hún talar íslensku nánast hreim-
laust, en segist samt ekki hafa ver-
ið nógu dugleg í íslenskutímunum í
háskólanum. „Ég nota ekki mál-
fræði,“ segir hún. „Ég tala bara.“
Vildi kynnast Íslendingum
Ella hefur ekki eignast íslenska
vini þótt hún hefði gjarnan viljað
það.
„Mér finnst Íslendingar mjög
vingjarnlegir, en samt svolítið lok-
aðir,“ segir hún. „Ég hef eiginlega
bara kynnst öðrum skiptinemum.
Íslendingum finnst líka svo gaman
að tala ensku að það er mjög erfitt
að æfa sig í íslensku,“ segir hún og
brosir.
Þrátt fyrir þetta lætur Ella mjög
vel af dvöl sinni á Íslandi. „Mér
finnst mjög gott að vera hérna.
Þetta er eins og langt frí, rólegt og
þægilegt.“
… hafa litla um
Morgunblaðið/Frikki
Finninn Ella Kalliokoski fer í sund á hverjum degi.