Morgunblaðið - 29.07.2007, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 29.07.2007, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 53 GENGIÐ var frá stofnun hluta- félags um byggingu reiðhallar á Gaddstaðaflötum í síðustu viku. Hlutafélagið heitir Rangárhöllin ehf. og tilgangur þess er að reisa og reka reiðhöllina. Það voru fulltrúar eigenda hallarinnar; Örn Þórðarson, sveitarstjóri Rangár- þings ytra, Unnur Brá Konráðs- dóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, og Eydís Indriðadóttir, oddviti Ásahrepps, ásamt Ómari Diðrikssyni, formanni hestamanna- félagsins Geysis í Rangárvalla- sýslu, og Ingvari P. Guðbjörnssyni og Þresti Sigurðssyni, stjórnar- mönnum í Rangárbökkum, hesta- miðstöð Suðurlands ehf., sem skrif- uðu undir samning þar að lútandi. Stefnt er að því að hlutafé verði um 110 milljónir króna, en það ætti að duga vel fyrir byggingu reið- hallarinnar. Guðmundur Einarsson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri félagsins. Framkvæmdin verður sett í útboð á næstu dögum og er áætlað að undirbúningur geti hafist í haust og miðað við að bygg- ingu verði lokið í maí næsta vor, en Landsmót hestamanna 2008 verður haldið í júlíbyrjun það ár. Sveit- arfélögin þrjú í Rangárvallasýslu hafa komið mjög sterkt að þessu verkefni og sett samtals 30 millj- ónir króna í hlutafé reiðhallarinn- ar. Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Hestamenn Guðmundur Einarsson, Ómar Diðriksson, Örn Þórðarson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ingvar P. Guð- björnsson, Eydís Indriðadóttir og Þröstur Sigurðsson. Svæðið sem reiðhöllin mun rísa á er á flötinni hægra megin. Bygging reiðhallar á Gadd- staðaflötum á leið í útboð BÍLALEIGAN Hertz og Bílaleiga Akureyrar í samstarfi við Sjóvá Forvarnahúsið og N1 festu nýlega kaup á nokkrum tuga Britax barnabílstóla til að bæta öryggis- búnað barna í útleigubílum sínum og mæta aukinni kröfu um notkun öryggisbúnaðar fyrir börn í bílum. Í samstarfi við Sjóvá Forvarna- húsið hafa í vor og sumar verið haldin námskeið meðal starfs- manna Bílaleigu Akureyrar og Hertz bílaleigunnar til að auka öryggi erlendra ökumanna, auk þess sem Sjóvá Forvarnahúsið hefur yfirfarið þá barnabílstóla sem notaðir eru og ráðlagt um val á nýjum stólum. Þá mun For- varnahúsið leiðbeina starfs- mönnum um meðferð barnabíl- stóla á næstunni og gera sérstak- ar notkunarleiðbeiningar fyrir erlenda ferðamenn sem þeir fá afhentar með barnabílstólunum svo tryggja megi að stólarnir séu rétt spenntir í bílinn. Fjöldi barnabílstóla hjá bílaleig- unum hefur verið aukinn enda var ný reglugerð um búnað barna í bílum gefin út en sú reglugerð gerir auknar kröfur um verndar- búnað barna. Aukin áhersla á öryggi barna í bílum UNDANFARIÐ hafa níu sjálf- boðaliðar frá samtökunum SEEDS verið að störfum á Kópaskeri og Raufarhöfn á vegum Norðurþings. Sjálfboðaliðarnir sem voru frá sex ólíkum löndum, unnu aðallega að gróðursetningu og fjöruhreinsun á meðan á dvöl þeirra stóð. Að venju héldu þau alþjóðakvöld á Kópaskeri þar sem íbúum og gest- um gafst kostur á að kynnast heimalöndum sjálfboðaliðanna en hvert þjóðarbrot var þar með sinn bás þar sem hægt var að fræðast um mat og menningu hverrar þjóð- ar en að auki var taílenskur bás og íslenskur bás á vegum heimamanna svo unga fólkið frá SEEDS fékk einnig að smakka þjóðlegan íslensk- an mat. Fjöruhreinsun og gróðursetning Morgunblaðið/Kristbjörg Fjölþjóðlegur hópur Thomas, Tékklandi, Carol, Frakklandi, Dolly, Búlg- aríu, Filippo, Ítalíu, Mathilde, Hollandi, Romain, Frakklandi, Mariangela, Ítalíu, Marvin, Belgíu, og Gunver, Danmörku. FRÉTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.