Morgunblaðið - 29.07.2007, Page 37

Morgunblaðið - 29.07.2007, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 37 UMRÆÐAN Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Sumarhúsalóð í Öndverðarnesi Til sölu leiguréttur í nýja Múraraland- inu, 6.000 fm leigulóð til 50 ára. Lóð- in er innst í botnlanga og liggur að bökkum Hvítár. Stutt í 9 holu golfvöll, (sem stækkar í 18 holur á næsta ári) og sundlaug með fríu afnoti á svæð- inu. Frábært útsýni. V. 5,5 millj. Sumarhús Berjabraut - Kjalarnesi Glæsilegt 83 fm 4ra herb heilsárshús á 2 hæðum við Berjabraut í landi Háls í Kjós við hlið Hvammsvíkur. Húsið er fullbúið að utan sem innan. Mjög stutt frá Reykjavík eða ca 35 mín. í akstri. Lóðin er leigulóð 2.255 fm að stærð. Mikil náttúrufegurð. V. 19,9 millj. Sumarhús Álfahraun - Grímsnesi Glæsilega vönduð hús við Álfahraun í landi Miðengis. Húsin eru 60 fm auk 25 fm gestahús samtals 85 fm Vega- lengd frá Rvík. ca 70 km. Húsin af- hendast fullbúin að innan sem utan Heilsárseignir á frábærum stað. Hiti í gólfi (hitaveita) Svæðið skipulagt með þjónustumiðstöð o.fl. Kjarrivax- nar 7.400–9.400 fm eignalóðir. Ca 150 fm verönd m/ heitum potti. Myndir á Mbl.is. Verð tilboð. Sumarhús Eyrar - Hvalfjarðarsveit Sérlega fallegt sumarhús á 2 hæðum, 53,5 fm auk svefnlofts ca 20 fm Raf- magnskynding (hitakútur). Húsið er byggt á staðnum á steyptum súlum. 0,7 hektara leiguland, kjarri vaxið, í landi Eyrarskógar, hús nr. 13. Góð staðsetning, stutt frá Rvík. Eign í góðu ástandi. (allt innbú getur fylgt, nema persónulegir munir) Teikningar á skrifstofu. Myndir á mbl.is Sumarhús Suðurland (Mörk) 6 Vandað 106 fm sumarhús á 4.190 fm eignarlóð í landi Markar í Flóahreppi, ca 17 km frá Selfossi. Lýsing eignar. Forstofa, eldhús, borðstofa/stofa, 2 rúmgóð herb. á neðri hæð, baðherb. Gólfefni neðri hæðar er steinteppi. Til efri hæðar er vandaður stigi. Lýsing efri hæðar. Svefnherb, opið rými sem nýtt er sem sjónvarpshol í dag, með útgengi á yfirbyggðar svalir. Úti- geymsla ca 12 fm sem verið er að leggja lokahönd á . Stutt í sund og aðra áhugaverða staði. V. 29,5 millj. Sumarhús Bjarnastaðir Sérlega fallegt og vel umgengið sum- arhús á þessu vinsæla svæði í upp- sveitum Borgarfjarðar, nánar tiltekið á Bjarnarstöðum í Hvítársíðu, ör- skammt frá Húsafelli. Húsið er skráð 57 fm með 3 svefnherbergjum og svefnlofti yfir hluta hússins. Pallur meðfram húsinu á þrjá vegu. Selst með innbúi eftir nánara samkomulagi. Rafmagnskynding, en rætt hefur verið um hitaveitu sem auðvelt er að nálgast að sögn eiganda. Frábær staðsetning. JARÐIR - LANDSPILDUR - SUMARHÚS YFIR 100 BÚJARÐIR OG LANDSPILDUR OG UM 60 SUMARHÚS Á SÖLUSKRÁ FM EINNIG Á SÖLUSKRÁ MIKILL FJÖLDI EIGNA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU. Sjá nánar á www.fmeignir.is - www.fasteignamidstodin.is LAUGARDAGINN 21. júlí birt- ist í lesbók Morgunblaðsins athygl- isverð grein eftir Bryndísi Björg- vinsdóttur, meistaranema í þjóðfræði við HÍ, um „Tyrkjarán- in“ svokölluðu frá 1627 en þeir at- burðir hafa verið mjög til umræðu í gegnum aldirnar og nú síðast er Vestmannaeyingar minntust þess- ara atburða með alls konar uppá- komum. Bar greinin fyrirsögnina „Hvers er verið að minnast? – Til varnar „Tyrkjum““. Bryndís skoðar þessa atburði í ljósi þess hvernig frásagn- ir af þessum atburð- um hafa verið notaðar í tímans rás, ekki hvað síst til að skapa ímynd hins illa, móta skil milli okkar, „hins réttláta kristna fólks“, og hinna, „hundtyrkjanna, ímyndar hins illa, heiðingjanna“. Hún bendir jafnframt á að þetta standist engan veginn nánari skoðun, t.d. með til- vísun til reisubókar séra Ólafs Eg- ilssonar, sem var einn af fórn- arlömbum þessara mannrána. Grein Bryndísar er vel skrifuð og fræðileg, með ítarlegri tilvísun í heimildir. Ég varð því ekki lítið hlessa þegar ég las grein eftir Einar Karl Haraldsson undir fyrirsögninni „Til varnar Vestmannaeyingum“. Einar kemst að því að grein Bryn- dísar sé túlkunarfræði sem ástund- uð séu í „eftirlegukimum marxism- ans í Háskóla Íslands“ og felist í því „að réttlæta alla þá er gera árás á kristna menningu og vest- ræna lífshætti“, og sé einhvers konar vulger marxismi til að „af- byggja merkingu sem flestra fyr- irbæra og stofnana samfélagsins vegna þess að þau séu tæki í hönd- um stéttaróvinarins“. Hvernig Ein- ar Karl kemst að þessari nið- urstöðu er mér hulin ráðgáta og reynir hann heldur ekki að rökstyðja hana, enda tómt bull. Að líta á fræðilega umfjöllun Bryndísar sem ein- hverskonar árás á Vestmannaeyinga er svo fullkomlega út úr kú að tekur engu tali. Sögulega atburði er oft erfitt að túlka, og það er rétt hjá Bryn- dísi að menn hafa til- hneigingu til að skoða þá í ljósi sinnar sam- tíðar sem eðlilegt er og þarf enga hugljómun til þess. Það er hins vegar sjálfsagt að líta til þess hvernig menn í tímans rás hafa notað sögulega atburði og túlkun á þeim til að þjóna pólitískum mark- miðum hvers tíma. Það er t.d. deg- inum ljósara að áhangendur þjóð- ernisstefnu 19. og 20. aldar túlkuðu eða mistúlkuðu ýmsa sögulega atburði til að kalla fram tilfinningar er þjónuðu mark- miðum þjóðernisstefnunnar. Ég held t.d. að sagnfræðingar framtíð- arinnar eigi margt ógert í að laga söguskoðun okkar er snertir sam- skipti okkar við Dani í gegnum aldirnar. Þar hefur margt verið ýkt og misfært til að kalla fram til- finningar í sjálfstæðisbaráttu Ís- lendinga. Ég vona svo sannarlega að sem flestir atburðir í sögu okk- ar verði „dregnir niður í túlk- unarsvamlið“ án þess að það þurfi að skoðast sem móðgun við bæj- arsamfélög eða einstaklinga. Það á líka við um blóðuga sögu kirkju og kristni í Evrópu og víðar. Slíkt á ekki heldur að þurfa að framkalla ómálefnalegt skítkast í fjölmiðlum. Séu menn ósammála fræðilegri túlkun á að svara henni efnislega og málefnalega. Ég hvet alla eindregið til að lesa athyglisverða grein Bryndísar Björgvinsdóttur í Lesbók Morg- unblaðsins. Til varnar rökrænni umræðu Kristján E. Guðmundss. skrifar um grein Bryndísar Björgvins- dóttur í Lesbók og svargrein Einars Karls Haraldssonar » Séu menn ósammálafræðilegri túlkun á að svara henni efnislega og málefnalega. Kristján E. Guðmundsson Höfundur er félagsfræðingur og framhaldsskólakennari. HVORT það sé rétt aðferð að festa sig upp í krana eða hlekkja sig saman og hindra umferð til að vekja athygli á mál- stað sínum eins og Saving Iceland hefur gert – eru skiptar skoðanir um. Hins vegar fannst mér fréttatilkynning þeirra áhugaverð sem send var út í gær, hinn 18. júlí, þar sem vakin er athygli á að umhverfismat á væntanlegu álveri í Helguvík sé unnið af aðilum sem eiga mikilla hagsmuna að gæta – og er verkfræðisamsteypan HRV nefnd í því samhengi. Kemur fram m.a. í matinu að mengun af verksmiðj- unni verði ekkert vandamál þar sem öll mengun mun hverfa með vindinum! Í Fréttablaðinu 28. mars sl. er HRV kynnt sem eitt fremsta ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki í heiminum á sviði ál- og orkuiðnaðar. Jafn- framt kemur fram að áhersla fyrirtækisins verði að stórum hluta á álversiðnaðinn þar sem það hefur á mikilli þekkingu að byggja, en einnig sé horft til annars orkufreks iðnaðar. Einnig segir í sömu frétt „Fyrir utan að stýra með verkfræðingum Norðuráls uppbyggingu þar, erum við í samstarfi við Bechtel fyrir austan við byggingu Fjarðaráls, við vinnum að uppbyggingu álvers á Húsavík, við tökum þátt í und- irbúningi stækkunar í Straumsvík og sömuleiðis að undirbúningi ál- vers í Helguvík.“ Er einhver furða þó svo menn leyfi sér að draga í efa hlutleysi matsaðila? valgerdurhalldorsdottir.blog.is Siðleysi í umhverf- ismati á stóriðju? Er umhverfismat álvera unnið af hagsmunaaðilum spyr Val- gerður Halldórsdóttir » Bent er á að sömuaðilar og sinna um- hverfismati eigi beinna hagsmuna að gæta að af framkvæmd verði. Valgerður Halldórsdóttir Höfundur er formaður Sólar í Straumi. ókeypis smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.