Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 208. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is LE RENDEZ VOUS DREYMDI UM AÐ OPNA FRANSKAN VEITINGASTAÐ Í LITLU LANDI OG NÚ HEFUR ÞAÐ RÆST >> 19 ÓSKASTUND MEÐ GÓÐUM SÖNGVARA KRISTINN AF LISTUM >> 37 FRÉTTASKÝRING Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is „VEÐRIÐ hefur mikil áhrif á ferðalög Íslendinga og hefur alltaf haft,“ segir Sig- urður Helgason, verkefnastjóri á umferð- aröryggissviði Umferðarstofu, en veð- urspáin fyrir verslunarmannahelgina lofar ferðamönnum ekki góðu. Spáð er töluverðri rigningu og roki og ekki gert ráð fyrir að stytti upp og lægi fyrr en á mánudag. Þrátt fyrir undirbúning og mikinn vilja til að leggja land undir fót um helgina telur Sig- urður, að veðrið muni setja áætlanir margra úr skorðum, þessa mestu ferðahelgi ársins. Hann segir erfitt að áætla hve margir muni halda að heiman og út á land næstu helgi en sé litið til síðustu ára megi áætla, að 40–50 þúsund bílar haldi úr höf- uðborginni eða u.þ.b. 40% af bílaflotanum. Egill Bjarnason, yfirlögregluþjónn í um- ferðardeild, segir erfitt að segja til um áhrif veðurs á umferðina en reynslan sýni að fólk sem hafi ákveðið að ferðast þessa helgi geri það. Fólk breyti þá helst um áfangastað og fari þangað sem spáin sýni besta veðrið. Veður hefur lítil áhrif á Þjóðhátíð Að sögn Sigurðar hefur sú breyting orðið undanfarin ár að fólk dreifist meira um landið en áður. Minna er um stórar hátíðir og meira um minni viðburði víðs vegar um landið. Mikið og markvisst eftirlit verður um helgina, segir Sigurður, og áhersla lögð á hraðamælingar á þeim stöðum þar sem flest slys hafa átt sér stað undanfarin ár. Samt sé það ávallt þannig að hver og einn ökumaður beri ábyrgð á sjálfum sér og flestir viti hvaða afleiðingar það hefur að aka of hratt og tefla á tvær hættur. Sig- urður segist hafa fulla trú á því að hækkun sekta hafi áhrif á ökumenn. „Það virðist sem hraði hafi heldur minnkað en það eru alltaf sveiflur í því. Það er engin spurning að fólk getur ekki keyrt úti á vegum án þess að eiga von á því að með því sé fylgst og það sé í gangi eftirlit til þess að auka öryggi.“ Þeir sem selja miða á Þjóðhátíð í Eyjum telja slæma veðurspá ekki hafa mikil áhrif á aðsókn. Reynslan sýni að fólk bíði yfirleitt lengur með að kaupa miða meðan fylgst er með veðurspánni en endi síðan yfirleitt með að skella sér, þá bara með auka hlífðarföt og ullarsokka. Morgunblaðið/Kristinn Blíðan farin Útlit er fyrir rigningu og rok þessa annasömustu ferðahelgi ársins. Rigning og rok í kortunum Hefur slæm veðurspá áhrif á ferðaáætlanir? STÓRFELLD minja- og náttúru- spjöll hafa orðið á Snæfellsnesi að mati staðkunnugra, vegna stíflu við Hraunsfjarðarvatn sem reist var fyrir Múlavirkjun. Á svæðinu er meðal annars að finna fornar seljarústir úr torfi sem nú eru að hluta til farnar undir vatn. Fram- kvæmdastjóra virkjunarinnar og minjavörð greinir á um aðdrag- anda að byggingu stíflunnar, sem Skipulagsstofnun veitti heimild fyrir árið 2004 eftir að ályktað hafði verið að stíflan skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Ekki er vitað með vissu frá hvaða tíma tóftirnar eru en í Árbók Fornleifafélagsins frá árinu 1961 segir að merk landnámshjón hafi fyrir um 1.100 árum síðan dvalið í dalnum. Guðbrandur Sigurðsson, sem rannsakaði dalinn árið 1959, segist halda að þar hafi staðið tvö sel. „Mér skilst að það hafi alltaf staðið til að skoða þessi sel og skrá þau með formlegum hætti,“ segir Guðbrandur. Fornleifaskráning hafi hins vegar aldrei farið fram á svæðinu því framkvæmdir hafi haf- ist án samráðs við minjavörð. Lá fyrir að yfirborð hækkaði Eggert Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Múlavirkjunar, seg- ir að alltaf hafi legið fyrir að Hraunsfjarðarvatn myndi hækka og að kallaður hafi verið til forn- leifafræðingur til að taka stífluna út. Honum hafi mátt vera fullkunn- ugt um hvar stíflan ætti að vera. Magnús Sigurðsson, minjavörð- ur Vesturlands, segir hins vegar að framkvæmdaraðilar hafi haft sam- band við hann til að fara með hon- um um svæðið en af því hafi aldrei orðið. Ekki hafi verið skýrt frá því að yfirborð myndi hækka, né að vegur yrði lagður um svæðið. Óskráðar fornminj- ar fóru undir vatn Mikil eyðilegging hefur orðið umhverfis Hraunsfjarð- arvatn vegna stíflu sem reist var fyrir Múlavirkjun Ljósmynd/Reynir Ingibjartsson Umbreytingar Yfirborð Hraunsfjarðarvatns hefur hækkað umtalsvert síðan stíflan var tekin í notkun Í HNOTSKURN »Mikið hefur verið deilt umréttmæti framkvæmda Múlavirkjunar undanfarið. »Ráðist var í stíflugerðinavið útfall Hraunsfjarðar- vatns eftir að hætt var við að nota Baulárvallarvatn sem miðlun fyrir virkjunina. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is STÓRTÓNLEIKAR verða haldnir í Laugardalshöll í febrúar nk. þegar Hinn íslenski þursaflokkur og CAPUT-hópurinn leiða saman hesta sína. Tónleikarnir marka 30 ára afmæli Þursaflokksins sem hélt sína fyrstu tónleika í febrúar árið 1978, en hætti svo fimm árum síðar. Mörg af bestu lögum sveitarinnar verða útsett sérstaklega fyrir tónleikana. Egill Ólafsson, söngvari og forsprakki Þursaflokksins, segir að árið 1985 hafi sú hugmynd komið upp að vinna með sinfóníuhljómsveit. „Það varð hins vegar ekki, en svo kom þetta aftur upp núna. Eftir að hafa hugsað málið og rætt þetta okkar á milli fannst okkur snjallt að gera þetta með aðeins öðrum hætti og vera ekki með sinfóníska hljóm- sveit heldur aðeins minna batterí. Við vildum freista þess að nota fleiri liti og þá kom CAPUT-hópurinn strax upp,“ segir Egill. „Stemningin í hópnum er mjög fín, þetta eru allt menn sem eru vel á sig komnir og það þarf því ekkert að örvænta hvað það varðar,“ bætir hann við. | 36 Þursaflokkurinn og CAPUT í Laugardalshöll Hinn íslenski þursaflokkur Hljómsveitin er af mörgum talin ein sú besta sem komið hefur fram í íslenskri popp- og rokksögu. SEKTIR við umferðarlagabrotum hafa verið stórhækkaðar og viður- lög hert. Samfara þessu hefur um- ferðarlagabrotum fjölgað hér á landi það sem af er árinu. Samkvæmt bráðabirgðatölum á heimasíðu ríkislögreglustjóra eru umferðarlagabrot 11,7% fleiri á fyrri hluta þessa árs en á sama tíma á síðasta ári. Þá er aukningin 43,7% frá því á fyrri hluta árs 2005. Einar og sér segja tölur sem þessar lítið um þróun á aksturslagi fólks en þeim mun meira um virkni lögreglunnar við umferðareftirlit. Sé hver mánuður ársins borinn saman við sama mánuð á síðasta ári sést tæplega 11% fjölgun á sektum vegna ölvunaraksturs að jafnaði og um 16% fjölgun sekta vegna hraðaksturs. Nú geta öku- menn sjálfir reiknað út sektarupp- hæðina vegna brota og þannig komist að því hvað þau kosta. | 8 Æ fleiri brjóta af sér í um- ferðinni Í ÞESSARI viku birtust þrjár greinar í The New England Journ- al of Medicine og Nature Genetics sem allar segja vísindamennina sem að þeim standa hafa fundið erfðafræðilegar skýringar á MS- sjúkdómnum. Þar sem allar rann- sóknirnar bentu á sama genið eru allnokkrar líkur á að niðurstöð- urnar séu þýðingarmiklar. International Herald Tribune spurði Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, álits á rannsóknunum. Hann sagði nið- urstöðurnar „geirneglda uppgötv- un“ og „mjög góða byrjun“ á rann- sóknum. Haft er eftir Kára að í krafti þessara niðurstaðna væri nú réttlætanlegt að leggja í kostnað sem fylgdi tímafrekum vísinda- legum prófunum. Bylting í MS- rannsóknum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.