Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2007 41 / AKUREYRI / KEFLAVÍK NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is WWW.SAMBIO.IS HLJÓÐ OG MYNDVIPSALURINNER BARA LÚXUSER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA NANCY DREW kl. 6 - 8 B.i. 7 ára THE SIMPSONS kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ HARRY POTTER Kl. 10 B.i. 10 ára NANCY DREW kl. 8 - 10 B.i. 7 ára GEORGIA RULE kl. 9 B.i. 7 ára HARRY POTTER 5 kl. 6 B.i. 10 ára SHREK 3 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ eeee FGG - Fréttablaðið eeee ÓHT - Rás2 eeee Morgunblaðið eeee RUV eeee DV eeee Tommi - Kvikmyndir.is Frá leikstjóra „Pretty Woman“ og „Princess Diaries“ FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS STEFNUMÓTAMYND SUMARSINS HEFURÐU UPPLIFAÐ HIÐ FULLKOMNA STEFNUMÓT? ÁSTIN ER BLIND THREE Bags Full hefst í Glennkill á Írlandi þar sem fjár- hirðirinn Geroge Glenn liggur á eng- inu með reku í gegnum sig miðjan. Fjárhópurinn hans er órólegur, sem vonlegt er, enda blasir við að hann hafi verið myrt- ur og eftir nokkrar vangaveltur ákveða þær að komast til botns í málinu og upplýsa morðið. Af ofangreindu má ráða að kind- urnar hans George eru engar venjulegar kindur, enda stígur sauðfé ekki í vitið alla jafna. Þess- ar kindur eru þó bráðskarpar, sér- staklega ein þeirra, Miss Maple, og aðrar leyna á sér. Það gengur þó á ýmsu áður en yfir lýkur, fleiri lík eru í spilinu, eiturlyf, millj- ónaarfur, sviknar ástir og tilheyr- andi. Það hljómar ekki svo vel að lesa glæpareyfara þar sem kindur eru í aðalhlutverki, en það má segja Swann til hróss að henni tekst merkilega vel að halda spennunni í gegnum alla bókina og lausnin kemur óneitanlega nokkuð á óvart. Stjörnur bókarinnar eru þó kindurnar og sagan af þeim, ólíkir persónuleikar sem lenda í átak- anlegum og um leið bráð- hlægilegum ævintýrum. Á köflum flækist glæpafléttan fyrir í sögunni og hefði gjarnan mátt gera minna úr henni til að koma fénu betur á framfæri, þá sérstaklega sögunni af hrútunum sérlunduðu, Ótelló, Mopple og tví- burabróður hans, hinum dularfulla Melmoth. Three Bags Full eftir Leonie Swann. Doubleday gefur út. 352 bls. innb. Árni Matthíasson Engar venjulegar kindur BÆKUR» METSÖLULISTAR» 1. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 2. The Quickie – James Patterson 3. High Noon – Nora Roberts 4. The Tin Roof Blowdown – James Lee Burke 5. Lean Mean Thirteen – Janet Ev- anovich 6. Up Close and Dangerous – Linda Howard 7. The First Commandment – Brad Thor 8. Someone To Love – Jude Deve- raux 9. The Judas Strain – James Roll- ins 10. Bungalow 2 – Danielle Steel New York Times 1. The Memory Keeper’s Daug- hter – Kim Edwards 2. Relentless – Simon Kernick 3. The House at Riverton – Kate Morton 4. A Spot of Bother – Mark Had- don 5. One Good Turn – Kate Atkinson 6. Getting Rid of Matthew – Jane Fallon 7. Half of a Yellow Sun – Chimam- anda Ngozi Adichie 8. Imperium – Robert Harris 9. The Inheritance of Loss – Kiran Desai 10. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini Waterstone’s 1. Harry Potter & the Deathly Hallows – J.K. Rowling 2. The Secret – Rhonda Byrne 3. The Water’s Lovely – Ruth Ren- dell 4. A Mission Song – John le Carré 5. Harry Potter & the Half-Blood Prince – J.K. Rowling 6. A Place Called Here – Cecelia Ahern 7. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 8. Icepick – Þórdís Claessen 9. Lisey’s Story – Stephen King 10. Harry Potter & the Philosop- her’s Stone – J.K. Rowling Eymundsson Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is SJÁLFSÆVISAGA Günters Grass, Laukurinn flysjaður, eða Peeling the Onion upp á ensku, Beim Häuten der Zwiebel á frum- málinu, vakti deilur þegar hún kom út á síðasta ári, enda skýrir hann frá því í bókinni að hann hafi verið liðs- maður í Waffen-SS, úrvalssveitum þýska hersins sem höfðu mikil tengsl við nasistaflokkinn. Þetta þótti hneyksli enda Grass þekktur fyrir gagnrýni sína á auðvalds- og hernaðarhyggju alla tíð og hafði fram að því gert lítið úr her- mennsku sinni, eiginlega gefið í skyn að hann hefði verið þvingaður í herinn, en í bókinni segir hann frá því að hann hafi verið sjálfboðaliði. Fyrirmyndir fjölda persóna Grass-áhugamönnum finnst ef- laust einna mest um vert að í ævi- sögunni segir Grass frá fyr- irmyndum fjölda persóna sem við þekkjum úr verkum hans, Aðallega úr Danzig-þríleiknum, Blikktromm- unni, Ketti og mús og Hundaárum, sem er reyndar orðin fjórleikur eftir að Krabbagangur slóst í hópinn 2002, en hann kynnir líka til sög- unnar ýmsar persónur sem hann nýtti síðar, aukinheldur sem ýmsar uppákomur í bókum hans eiga sér stoð í raunveruleikanum. Forvitnilegt er líka að lesa um brennandi myndlistaráhuga Grass og tilraunir hans til að verða mynd- listamaður sem urðu nánast að engu þegar hann tók að skrifa skáldsög- ur, þó hann hafi haldið áfram að vinna myndlist samhliða skrifunum. Þessi ævisaga Grass er af- skaplega vel skrifuð, eins og hans er von og vísa, og stílsnilldin engu minni en í skáldverkum hans. Í ljósi deilnanna sem spruttu af útkom- unni, sem getið er að framan, verð- ur þó að segja að minningar hans frá árunum í Waffen-SS eru býsna þokukenndar og alloft ber Grass við minnisleysi eða skautar yfir hluti. Það er til að mynda erfitt að trúa því að hann hafi aldrei hleypt af skoti, þó hersveit hans hafi ekki komist á vígstöðvarnar fyrr en stríðinu var eiginlega lokið. Glannalegar yfirlýsingar ýmissa menningarpáfa, þýskra og annarra, um að Grass hafi glatað ærunni með þessari uppljóstrun eru þó kjánaleg- ar og beinlínis heimskulegt þegar menn ætla að dæma ævistarf eins helsta rithöfundar Þjóðverja okkar tíma fyrir glappaskot hans sem ung- lings. Þessari gagnrýni svaraði Grass þó að nokkru í ljóðabókinni Heimski Ágúst (Dummer August), sem vísar bæði í mánuð írafársins sem og nafn þýsks trúðs. Saxaður laukur Heiti bókarinnar vísar til þess að Grass líkir minni sínu við lauk; þeg- ar flett er utan af lauknum ysta lag- inu, þurru og sprungnu, kemur í ljós annað lag safaríkt og þar fyrir innan enn annað og svo enn eitt til. „Lauk- urinn hefur mörg lög. Fjölda laga. Ef hann er flysjaður endurnýjar hann sig; ef hann er saxaður koma tárin; sannleikurinn birtist því að- eins að hann sé flysjaður.“ Þessa snjöllu samlíkingu má kannski lesa sem skýringu á því hvers vegna hann fer svo mjúkum höndum um unglinginn Günter Grass, hann fær sig ekki til að saxa hann. Forvitnilegar bækur: Laukurinn flysjaður Gal(g)opinn Günter Umdeildur Rithöfundurinn Günter Grass hefur þurft að sæta mikilli gagn- rýni í heimalandi sínu eftir að hann viðurkenndi að hafa verið í Waffen SS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.