Morgunblaðið - 01.08.2007, Page 4

Morgunblaðið - 01.08.2007, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is Stífla sem er við útfall Hrauns-fjarðarvatns í Vatnaá hefurvaldið miklum náttúru-spjöllum og meðal annars sett fornar seljarústir undir vatn. Stíflan var byggð í þeim tilgangi að nota Hraunsfjarðarvatn sem vatns- miðlun fyrir Múlavirkjun, en ákveðið var að ráðast í stíflugerðina í kjölfar þess að horfið var frá áformum um að nota Baulárvallavatn sem miðlun fyr- ir Múlavirkjun. Þetta segir Reynir Ingibjartsson, gamall heimamaður sem þekkir Snæfellsnesið betur en flestir, hefur gengið um það hátt og lágt og gefið út heilmikil kort af svæðinu. „Þarna voru menn að búa sér til vatnsforðabúr með því að hækka í vatninu og ég sé engan til- gang í þessu annan en þann að pína meira afl út úr þessu svæði. Afleið- ingin blasir við þeim sem leggja leið sína um svæðið; stórfelld náttúru- spjöll á svæði sem var algjörlega ósnortið áður en framkvæmdir hóf- ust.“ Rústirnar gætu verið ævafornar Reynir gekk á dögunum í kringum Hraunsfjarðarvatn og inn í Seljadal, stóran fjalladal vestast á Vatnaheið- inni. Þar er að finna fornar seltóftir úr torfi og er þeirra getið í Árbók Fornleifafélagsins frá árinu 1961. Þar segir að fyrir hartnær 1.100 árum hafi merk landsnámshjón haft í seli í dalnum og segir Guðbrandur Sig- urðsson á Svelgsá, sem rannsakaði dalinn árið 1959, að það sé sín sann- færing að þar hafi staðið tvö sel, enda er dalurinn einn sá fegursti og frjó- samasti á Snæfellsnesi. „Það hefur orðið stórfelld eyðilegging á þessu svæði. Þessar rústir gætu verið æva- fornar og nú er hluti af þeim farinn undir vatn. Mér skilst að það hafi allt- af staðið til að skoða þessi sel og skrá þau með formlegum hætti og minja- vörðurinn á svæðinu fór fram á forn- leifaskráningu á svæðinu, en fram- kvæmdirnar rúlluðu bara í gegn án þess að talað væri við kóng eða prest.“ Magnús Sigurðsson, minja- vörður Vesturlands, segir að sér hafi borist ábending um að minjar á svæð- inu hefðu farið undir vatn. „Fram- kvæmdaraðili hafði samband við mig og sagði að hann ætlaði að fara með mig um svæðið, en síðan varð bara ekkert úr því,“ segir Magnús. Hann fellst á það að málið sé alvarlegt og segir að enginn virðist bera ábyrgð á því sem miður hefur farið varðandi framkvæmdirnar. Magnús segir að í fyrstu hafi sér verið tjáð að yfirborð Hraunsfjarðarvatns myndi ekki hækka í kjölfar framkvæmda og ekki stæði til að leggja veg að stíflunni við útfall Hraunsfjarðarvatns. Raunin hafi hins vegar orðið sú að yfirborð vatnsins hækkaði talsvert með fyrr- greindum afleiðingum og vegur var lagður að stíflunni, í stað þess að flytja efnið á pramma eða að vetri til, til þess að röskunin yrði sem minnst. „Miðað við þær upplýsingar sem ég fékk, þá tel ég menn hafa gengið á bak orða sinna, já,“ segir Magnús. Að sögn Magnúsar má þann lær- dóm draga af málinu að lítil sveitar- félög séu hreinlega of vanburðug til þess að annast eftirlit og eftirfylgni framkvæmda á borð við þær í Hraunsfjarðarvatni. Vatnið tilheyrir Helgafellssveit en ekki Eyja- og Miklaholtshreppi, líkt og Baulár- vallavatn og Straumfjarðará. Í Helgafellssveit voru 55 íbúar skráðir árið 2005. Þar af eiga 10 sæti í hreppsstjórninni, ýmist sem aðal- eða aukamenn. Ekki náðist í Benedikt Benediktsson, oddvita Helgafells- sveitar, vegna málsins. Fór fram á skoðun á sínum tíma Eggert Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Múlavirkjunar ehf. og oddviti í Eyja- og Miklaholtshreppi, segir að á sínum tíma hafi samband verið haft við fornleifafræðing og hann beðinn að taka stífluna út. Egg- ert segir að alltaf hafi legið fyrir að Hraunsfjarðarvatnið myndi hækka í kjölfarið og sjálfur hafi hann hitt Magnús á skrifstofu hans og sýnt honum hvar stíflan ætti að vera. „Haustið 2005 kemur allt í einu erindi frá honum, til Skipulagsstofnunar að ég held, um að allt sé í voða á svæð- inu. Það er hins vegar alveg kristal- tært að ég bað hann í upphafi að skoða þessi mál og ef hann man eitt- hvað annað þá er eitthvað skrautlegt í gangi,“ segir Eggert. Spurður um hvað hann hyggist gera ef í ljós komi að í Seljadalnum séu merkar forn- leifar, segir Eggert ómögulegt að svara slíkum spurningum fyrr en fornleifafræðingur hafi komið á stað- inn og metið leifarnar. „Það eru ein- hverjir aðilar sem fullyrða að þarna séu fornleifar. Ég veit ekkert hvort þær fullyrðingar eiga við rök að styðjast og þess vegna vil ég fá forn- leifafræðing til að fara yfir stöðuna,“ segir Eggert. „Það hefur orðið stórfelld eyðilegging á þessu svæði“ Ljósmynd/Reynir Ingibjartsson Fyrir og eftir Myndirnar, sem teknar eru með nokkurra ára millibili, sýna hvernig grónir bakkar hafa vikið fyrir grýttri fjöru. Yfirborð vatnsins hefur hækkað talsvert og valdið miklum spjöllum að mati Reynis Ingibjartssonar. Menjar Ekki er vitað frá hvaða tíma seltóftirnar eru en heimildir herma að merk landnámshjón hafi haft í seli í dalnum fyrir 1100 árum. Í HNOTSKURN »Hækkandi yfirborðHraunsfjarðarvatns hefur valdið því að fornar seltóftir hafa farið undir vatn. »Minjavörður Vesturlandssegir að sér hafi ekki verið tilkynnt að hugsanlegar forn- leifar í Seljadal færu undir vatn. »Framkvæmdastjóri Múla-virkjunar fullyrðir að haft hafi verið samband við forn- leifafræðing og hann beðinn að taka stífluna og áhrif henn- ar út en hann hafi ekki komið á staðinn.  Yfirborð Hraunsfjarðarvatns hefur hækkað eftir að Múlavirkjun var sett á laggirnar  Stað- kunnugur segir að fagurri náttúru og merkum fornminjum hafi verið fórnað fyrir aukið vatnsafl Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is STEFNT er að því að prófun véla í stöðv- arhúsinu í Fljótsdalsstöð hefjist um eða upp úr næstu helgi og verður grunnvatn notað til að snúa vélunum, að sögn Sigurðar Arn- alds, talsmanns Kárahnjúkavirkjunar. Um nýliðna helgi var lokið við frágang 15 km aðrennslisganganna frá aðgöngum 2 og Axará niður að greiningum ofan við stöðv- arhúsið í Fljótsdal og byrjað að safna grunnvatni í þennan neðri hluta ganganna. Sigurður Arnalds segir að þessi hluti að- rennslisganganna fyllist um helgina og þá geti prófanir á vélunum hafist. Samfara því verði áfram unnið að frágangsvinnu í efri hluta aðrennslisganganna, þ.e. frá aðgöng- um 2 upp að Hálslóni, en alls eru göngin frá lóninu að stöðvarhúsinu 40 km löng. Fljótsdalsstöð er við norðurenda frá- rennslisganganna, í um 20 m hæð yfir sjó og um einn km inni í Valþjófsstaðarfjalli. Frá göngunum að stöðinni liggja tvö 420 m lóð- rétt rör eða fallgöng. Vatnið fer um þessi fallgöng að stöðvarhúsinu, rennur í gegnum sex aflvélar og áfram um göng og skurð út í farveg Jökulsár í Fljótsdal austur undan Valþjófsstað. Fyrsta vatnsknúna vélin Vél númer 1 var tekin í gagnið í apríl og er notuð til að styðja við flutning raforku af landsnetinu til Alcoa í Reyðarfirði. Vél núm- er 2 verður því fyrsta vélin til að snúast fyr- ir vatnsafli og síðan verða hinar vélarnar prófaðar kol af kolli. Sigurður segir að þess- ar aðgerðir standi fram í september. Þá sé gert ráð fyrir að lokið verði við að fylla frá- rennslisgöngin inn að Hálslóni og því megi gera því skóna að hægt verði að veita vatni af fullum krafti á vélarnar í október sem þýði að Alcoa geti þá ræst fleiri ker í verk- smiðjunni á Reyðarfirði. Nokkrar tafir hafa verið á frágangsvinn- unni en Sigurður bendir á að með þessum aðgerðum nú vinnist um mánuður til baka. Grunnvatn notað til að snúa vélunum í Fljótsdalsstöð Í HNOTSKURN » Undirbúningsframkvæmdir vegnaKárahnjúkavirkjunar hófust af fullum krafti vorið 2003 en skrifað var undir samninga um álver 15. mars 2003. Fallgöngin Vatnið fer um 420 metra löng fallgöng að stöðvarhúsinu, rennur í gegnum sex afl- vélar og áfram um göng og skurð út í farveg Jökulsár í Fljótsdal austur undan Valþjófsstað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.