Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG get alveg hugsað mér að sitja í tónleikasal með heimsins flottustu hljómtæki og úrval af bestu tónlistar- upptökum heims. Ég get ekki kvart- að yfir að ekki sé rétt spilað, að tón- hæð og öll tæknileg framfærsla sé tipp topp eins og sagt var þegar ég var yngri. Ég get endurtekið þá hluta tón- verkanna sem ég vil heyra aftur og aftur … Þá skeður eitthvað, á mig fellur efi hvort þetta sé bezti vegurinn að njóta tónlistar! Ég sakna lífsins, ég sakna breyti- leikans sem á sér stað þegar lifandi tónlistarfólk leikur. Ég sakna blæbrigðanna, spenn- unnar, það sem kemur mér að óvör- um þegar ég hlusta á tónlist. Eru Íslendingar menningarþjóð? Fáir myndu draga það í efa. Þjóðin, með sína 300 þúsund þegna, er sam- anbær við meðalstóra borg á meg- inlandi Evrópu en þarf að halda uppi allri þjónustu sem hvaða ríki sem er þarf að bjóða upp á. Allir skilja að þetta er ekki ókeypis, enda verða margir útlendingar vægast sagt hissa á að til er menning á Íslandi, sem er á margan hátt á heimsmælikvarða. Af hverju er þörf á sinfón- íuhljómsveit? Þegar ég er spurður um menning- arlíf á Íslandi þá er oft spurt fyrst hvort til sé sinfóníuhljómsveit. Þegar Spurull Spyrjandi fær að hlýða á upp- tökur með Sinfóníuhljómsveit Íslands verður hann oft hvumsa og segir sig ekki hafa búizt við slíkum gæðum. Margir hérlendis hafa heyrt ís- lenzka nútímatónlist á „popp“sviðinu, sem er álitin á háu stigi og lifir við góðan orðstír. Það er þörf á háþróuðum og vel skóluðum listamönnum bæði á klass- íska sviðinu og hinu, sem og á öllum sviðum menningar. Hvernig færi fyrir íþróttahreyfing- unni ef engar stjörnur væru til á þeim himni? Fyrirmyndir eru þær eimreiðir sem draga lestirnar. Ekki skal orða sérstaklega um hvort nokkurt menningarsvið er æðra öðru, það gildir um allt sem gera skal að stóri fiskaflinn verður ekki sóttur í flæðarmál heldur þarf að halda á dýpið til betri árangurs. Ef ætlazt er til að sá hluti þjóð- arinnar, sem telst virkur aðdáandi sí- gildrar tónlistar, beri einsamall allan kostnað þess hluta menningarlífsins væri það að bera saman við að ein- ungis þeir sem vænta má að verði fyr- ir óhöppum eða sjúkdómum beri þann kostnað sjálfir. Að sjálfsögðu verða allir skatt- greiðendur að bera sameiginlegar byrðir þjóðfélagsins. Maður er nefndur Haukur. Engin deili kann ég á honum og ætla mér ekki þá dul að gagnrýna hann eða hans persónu. Eitt er þó nokkuð víst að við erum á gersamlega andstæðu máli í þessu efni. BJÖRN JÓNSSON, starfandi tónlistarmaður í Svíþjóð. Um Sinfóníu- hljómsveit Íslands Frá Birni Jónssyni GUÐMUNDUR Gunnarsson skrif- ar í Mbl. 27/7 að ég haldi mig vera að flengja verkalýðshreyfinguna. Ekki var meiningin að flengja einn eða neinn með þessum skrif- um mínum, þó svo verkalýðsfor- inginn hafi tekið það þannig til sín. Þetta átti að vera vinsamleg ábending til þeirra, sem stjórna þessum sameiginlegu sjóðum laun- þega. Það er nefnilega þannig að finnist mér eitthvað óréttlátt eða rangt get ég ekki stillt mig um að vekja athygli á því og reyna að benda á lausn til úrbóta, þó svo ég eigi ekki von á að það hafi nokkur áhrif. Sérstaklega allt er varðar lífeyrissjóði. Ég er því þakklátur að Guðmundur hefur séð og svar- að grein minni. Það hefur ekki gerst áður. Annars finnst mér lítilmannlegt af foringjanum að reyna að flengja stjórnmálamenn fyrir að ekkert hafi verið gert til að leiðrétta þessi vitlausu lög. Ég verð að segja það. Hvað hafi stjórnir sjóðanna gert til að fá þessu breytt eða leiðrétt? Voru það stjórnmálamenn sem réðu óhæfan forstjóra fyrir lífeyr- issjóð og leystu svo út með tug milljóna starfslokasamningi, áður en hann gerði meir af sér? Voru það stjórnmálamennirnir, sem sömdu lög um skiptingu elli- lífeyrisréttinda milli hjóna? Ég hefi áður bent á skilyrði um aldur, en þar stendur líka. „Það skilyrði er sett í lögunum að heilsa sjóð- félagans dragi ekki úr lífslíkum hans.“ Þetta skil ég sem svo að maður, sem t.d. greinist með krabbamein um fimmtugt, getur ekki gengið þannig frá inneign sinni í lífeyr- issjóði að hún sé að hálfu eign maka. Samt segir Guðmundur ný- lega í Morgunblaðinu að slíkt sé minnsta mál í heimi. Í þessu dæmi gæti staðan verið þannig að þau ættu 5 börn, sem öll eru upp- komin. Konan verið heima á með- an hann vann úti og borgaði í sinn lífeyrissjóð. Guðmundur, hvað fengi kona þessa manns frá lífeyrissjóðnum að honum látnum? Ég veit svarið og það er þetta, sem ég hefi kallað lífeyrisþjófnað. Væri lífeyr- issjóðslán á húsnæði þeirra þá fengi hún að greiða af því. Hægt er að nefna mörg svona dæmi og hefi ég reyndar gert það, en lítið verið um svör. Eitt er víst að stjórnendur líf- eyrissjóða vilja sitja sem fastast og litlu breyta. Nýlega var fróðlegur Kast- ljósþáttur um örlæti ráðherra á fé til ýmissa málefna. Það væri verð- ugt verkefni að skoða kostnað líf- eyrissjóðanna, t.d. laun yfirmanna og stjórnarmanna? Hvað er greitt í ferðalög, dagpeninga og risnu? Hvað eru margir með starfsloka- samning og hversu háa? Bera meðallaun starfsmanna saman við meðallaun sjóðsfélaganna. Mikið af þessum upplýsingum má eflaust lesa úr ársreikningum. SIGURÐUR ODDSSON, Maríubaugi 21, Reykjavík Flengingar Frá Sigurði Oddssyni MEGINORSÖK þess hvernig komið er fyrir fiskistofnum við Ís- landsstrendur er notkun togveið- arfæra, botntrolls, snurvoðar og ann- arra togveiðarfæra. Þessi veiðarfæri eru búin að eyðileggja stóran hluta landgrunnsins, með því að draga eftir botninum fleiri tonna veiðarfæri, járnhlera, bobbinga (kúlur sem eru neðst á veiðarfærinu, til að halda því við botninn), víra, keðjur og net, sem geta verið allt að 20 tonn að þyngd. Þessi veiðarfæri hafa ekki aðeins eyði- lagt allan gróður á hafsbotninum, þara, þörunga, kóralla og annan botnsjáv- argróður, heldur drepa þau einnig öll smádýr, t.d. marflær og önnur liðdýr, hrogn og egg skötunnar (péturs- skip), sem eru hluti af lífkeðju sjávarins. Síð- ast en ekki síst drepa þessi veiðarfæri ótölu- legan fjölda smáfiska og seiða á fyrstu árum ævi þeirra. Þessi veið- arfæri þyrla upp miklu magni af leir og leðju á leið sinni yfir botninn, sem sest í tálkn fiskanna (fiskarnir anda, taka súrefni úr sjónum í gegnum tálknin) og stórskaða þá og jafnvel drepur fjölda þeirra. Til viðmiðunnar fyrir þá, sem ekk- ert þekkja til þessara stórvirku veið- arfæra, má líkja eyðileggingarmætti þeirra á hafsbotninum við það, að flugdreki færi yfir land, móa, mela, kjarr og gróið land og drægi á eftir sér, yfir landið, 20 tonn af járni, vírum og netum, sem væri yfir 50 m á breidd og 50 m á lengd. Hvernig ætli það land liti út eftir slíka með- ferð? Þetta er full- komlega raunhæf sam- líking, þó svo einhverjir vilji meina að hlutir séu léttari í vatni, en á landi, þá er ljóst að botngróður er viðkvæmari en gróður á landi. Bandaríkin, Chile, Noregur og fleiri strand- ríki hafa stóraukið bann sitt við togveiðum í lög- sögu sinni, vitandi hvað þessi veiðarfæri eru skaðleg lífríki land- grunnsins og eru þau þó engan veg- inn eins háð fiskiveiðum og við. Heil- brigð dómgreind og reynsla segja mér að þetta sé megin orsök hvernig komið er fyrir þorskstofninum og reyndar öllum fiskistofnum við Ís- landsstrendur. Það vekur mér furðu að hvorki Hafró né náttúrvernd- arsamtök hafa einu orði minnst á þessi augljósu sannindi. Skaðsemi togveiða Togveiðarfæri eyðileggja gróð- ur og drepa öll smádýr segir Hafsteinn Sigurbjörnsson » Veiðarfærin þyrlaupp miklu magni af leir og leðju á leið sinni yfir botninn sem sest í tálkn fiskanna, stór- skaðar þá og jafnvel drepur fjölda þeirra. Hafsteinn Sigurbjörnsson Höfundur er fyrrverandi sjómaður en núverandi ellilífeyrisþegi. Fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín Nóttlaus voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín. ÞETTA eru línur úr kvæði Kletta- fjallaskáldsins, sem ólst upp í Skagafirði, þeirri glæsilegu sveit, en flutti ungur til Kanada. Ætli Steph- an G. hafi ekki sakn- að víðsýnisins inni í skógi Klettafjalla? Ekki get ég láð hon- um það. Svona erum við landar hans enn í dag. Að ferðast um lönd, þar sem lítið sést útúr augum fyrir trjám, er ekki við okkar hæfi. Var það minnimáttarkennd, samviskubit og gróðasjónarmið sem fékk okkur til að taka erlendar trjátegundir fram yfir þær íslensku, og lét birkið okkar víkja fyrir barrtrjám og núna síðast fyrir öspinni? Mörg umhverfisslys hafa orðið, það sér stór hluti almennings nú þegar. Mörgum er ljóst, að einn dýr- asti auður Íslendinga og allra jarðarbúa er ósnortið land. Það er orðið lítið um það í Evrópu í dag. Við höfum farið of geyst í mörgu, síðan við komumst út úr mold- arkofunum. Kapp er best með forsjá. Nú er mál að linni, og að þjóðin nái sáttum, því að öll erum við tengd móðurmoldinni. Hekluskógar eru fallegt dæmi og mín von. Þar er horfið til upp- runans og birki og víði sáð og plantað í sandinn. Það er sönn uppgræðsla, en ekki landbreyting. Landgræðslan stendur vel undir nafni, og ég óska henni velferðar. Skógrækt erlends trjágróðurs er hvorki landgræðsla né land- vernd, heldur land- breyting. Ísland á að njóta sinna sérkenna, og gleymum ekki, að undir okkur er „und- arlegt sambland af frosti og funa“. Þjóð- garðurinn á Þingvöll- um er þar ekkert und- anskilinn. Það var danskur maður, sem var þjóðgarðsvörður, sem gróðursetti barrtrén kringum Þingvallabæinn. Auðvitað á að halda í upprunalega mynd Þing- valla. Kolviðaráætlun mun skila mun meiri árangri í regnskóg- unum en á Íslandi. Öspin (stóri njóli) er bönnuð í borgum erlendis. Hvergi á ég þó erfiðara með að horfa á hana en úti í náttúrunni. Og nú eru komin í hana óþrif, einhver „bjalla“. Í Noregi og víðar er löngu bannað að flytja inn erl. trjátegundir. Nú eru tímamót. Það eru 100 ár síðan skógrækt hófst hér á landi. Allir vaxa við að viðurkenna mistök. Nú eigum við að læra af reynslunni. Snúa okkur að upprunanum og virða hann. Ekki taka fram fyrir hendur skaparans. Náttúran er ein okkar dýrasta auðlind. Skyldu ekki fleiri landar vilja láta skoðun sína í ljós, ég vona það. Kannski er þörf á nýjum landvernd- arsamtökum. Kapp er best með forsjá Snúum okkur að upprunanum í skógræktinni segir Vigdís Ágústsdóttir Vigdís Ágústsdóttir »Hekluskógar eru fal-legt dæmi og mín von. Þar er horfið til upprunans og birki og víði sáð og plantað í sandinn. Höfundur er náttúrubarn. ÞAÐ er rétt að óska aðstandendum Vatnajökulsþjóðgarðs til hamingju með góðan árangur í því að hamla aðgengi að Dettifossi. Allar leiðir að fossinum og þar með þjóðgarðinum eru ófærar að kalla. Þvottabrettið hennar ömmu gömlu virðist slétt og fellt miðað við þau ósköp sem ganga á á vegarspottum þeim er liggja að Dettifossi, mesta aðdráttarafli ferðaþjónustunnar á Norðurlandi. Hamingjuóskir til umhverfisráðherra Umhverfisráðherra ætti að kætast sérstaklega þar sem einn fulltrúi hans í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs- ins hefur nú kært það að almenni- legur uppbyggður vegur skuli lagð- ur að Dettifossi og þjóðgarðinum sem tilheyrir honum. Draumar hinna vel menntuðu, yfirgangssömu og auðugu umhvefissnobbara eru um malarvegi sem ná ekki upp úr grasi, með hámarkshraða 60 km/ klst. og helst einbreiða og alls ekki greiðfæra. Þeirra draumar eru okk- ar martröð. Réttast væri að sveit- arfélög á svæðinu slitu nú þegar öllu samstarfi við þetta lið og hugs- uðu framtíð svæðisins út frá raun- verulegum hagsmunum, hags- munum og áherslum heimamanna og þörfum svæðisins í heild. Umhvefissnobbið sigrar Þó það sé erfitt að játa sig sigraðan þá er það svo að þegar stjórn- armenn í þjóðgarðsbullinu, rík- isreknir og á styrkjum og launum hjá hinu opinbera, standa að því að stöðva fyrirhugaðar framkvæmdir í þjóðgörðum þá er fátt til ráða. Um- hverfismatsferli nothæfs vegar að Dettifossi hefur tekið fimm ár. Um- hverfissnobbið hefur hreiðrað það vel um sig í stjórnkerfinu að það ræður för. Sérstaklega þegar ráð- herra umhverfismála fer þar fremstur í flokki. Ástfóstur umhverfissnobbsins Ekki er nóg með að minkur og tófa og öll illfygli landsins njóti grið- lands í þjóðgörðum heldur er á sama tíma reynt að hamla aðgengi almennings að fallegum stöðum. Allt er einnig gert til að stækka beitarlönd rollunnar enda er hvergi minnst á að vernda og hamla að- gengi þeirrar skepnu. Enda eru „hin ósnortnu víðerni“, ástfóstur umhverfissnobbsins, ekkert annað en eyðimerkur sem eru afleiðing of- beitar og landeyðingar. Fuglar finnast vart lengur á þessum svæðum. Endur skulu skotnar allt árið, rjúpan í jólamat- inn, hrossagaukur til hátíðabrigða. Í eyrum umhvefissnobbaranna eru „raddir vorsins“ aðeins byssu- hvellir, tófugarg, drunur tvinnjepp- anna, sveifluhljóð flugnastanganna, mal hinna umhverfissnobbaranna og svo auðvitað fréttir úr Kauphöll- inni. SIGURJÓN BENEDIKTSSON, tannlæknir á Húsavík. Ófært í þjóðgarðinn og að Dettifossi Frá Sigurjóni Benediktssyni Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.