Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
/ KRINGLUNNI
VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
NANCY DREW kl. 3:40 - 5:50 - 8 -10:10 B.i.7.ára
GEORGIA RULE kl. 5:30 - 8 -10:30 B.i.7.ára
HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 - 8 - 10:10 B.i.10.ára
HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 - 8 B.i.10.ára DIGITAL
HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 - 8 LÚXUS VIP
EVAN ALMIGHTY kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ
BLIND DATING kl. 8 B.i.10.ára
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ
SHREK 3 m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ
OCEAN'S 13 kl. 10:10 B.i.7.ára
/ ÁLFABAKKA
NANCY DREW kl. 6 - 8:10 - 10:20 B.i. 7 ára
GEORGIA RULE kl. 8 - 10:30 B.i. 7 ára
HARRY POTTER 5 kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 10 ára DIGITAL
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
Evan hjálpi
okkur
WWW.SAMBIO.IS
NANCY
DREW
YNGSTI OG KLÁRASTI EINKASPÆJARI HEIMS
ER NÚ MÆTT Á HVÍTA TJALDIÐ
BYGGT Á HINUM FRÁBÆRU
NANCY DREW BÓKUM
ÓVÆNTASTA
STELPUMYND ÁRSINS!
LITLIKRIKI 33 -
MOSFELLSBÆ - 2 ÍBÚÐIR
Opið hús í dag kl. 17-19
Stórglæsilegt og vandað, samtals 341,9 fm, tvílyft einbýlishús með tveimur
samþykktum íbúðum í nýjast hverfi Mosfellsbæjar. Kjörið fyrir stórfjölskylduna.
Tvær íbúðir - tvö veð - meiri fjármögnunarmöguleikar. Stórar svalir, mikið
útsýni. Fullbúð að utan og vel rúmlega fokhelt að innan.
Stærri íbúð: 247 fm. Minni íbúð: 60 fm. Bílskúr: 60 fm.
Afhending: 15. ágúst. Sölumaður: Þórhallur, sími 896 8232.
Verð 54,8 millj. Verið velkomin.
ÞAÐ ER skammt stórra högga á
milli í kvikmyndaheiminum. Eitt af
stórmennum kvikmyndasögunnar,
Ingmar Bergman, lést í fyrradag
og tæpum sólarhring síðar lést ann-
ar og ekki minni spámaður, Ítalinn
Michaelangelo Antonioni. Antonioni
lést á heimili sínu í Róm í hárri elli,
94 ára gamall.
Antonioni fæddist í Ferrara á
Ítalíu 1912 og gerði sína fyrstu
kvikmynd í fullri lengd 38 ára,
Sögu af ástarsambandi(Cronaca di
un amore). Hann hlaut þó ekki al-
þjóðlega viðurkenningu fyrir verk
sín fyrr en 1960, með kvikmyndinni
L’Avventura, eða Ævintýrið.
Antonioni var einn þeirra ítölsku
leikstjóra sem sögðu skilið við ný-
raunsæið sem einkennt hafði
ítalska kvikmyndalist eftir lok
seinni heimsstyrjaldar. Kvikmyndir
hans þóttu „svalar“ og stílfærðar,
sögupersónur oft utanveltu í sam-
félaginu eða firrtar. Meðal þess
sem einkenndi þær voru langar
tökur og hægar, oft endurteknar,
gjarnan með stuttum og hnitmið-
uðum samræðum.
Þekktasta, eða í það minnsta vin-
sælasta, verk Antonioni, er líklega
Blow-Up, spennumynd sem hann
tók í Lundúnum árið 1966. Sú
mynd var jafnframt hans fyrsta á
ensku, en hann hafði fram að því
aðeins gert ítalskar myndir. Í
Blow-Up fóru Vanessa Redgrave
og David Hemmings með aðal-
hlutverk og segir sagan af ungum
og kærulausum ljósmyndara sem
uppgötvar einn daginn að hann
virðist óafvitandi hafa tekið ljós-
myndir af morði í almenningsgarði.
Árið 1974 leikstýrði Antonioni Jack
Nicholson í kvikmyndinni The Pas-
senger, sem hét á ítölsku Profess-
ione: Reporter, sem þykir einnig
eitt af hans bestu verkum.
Antonioni fékk heilablóðfall 1985
og leikstýrði sinni seinustu kvik-
mynd úr hjólastól árið 1995. Sú hét
Beyond the Clouds og naut hann
aðstoðar leikstjórans Wim Wenders
við gerð hennar. Ári síðar hlaut
Antonioni viðurkenningu við af-
hendingu Óskarsverðlaunanna fyrir
framúrskarandi framlag til kvik-
myndalistarinnar. Antonioni hlaut
fjölda kvikmyndaverðlauna um æv-
ina. Má þar nefna Gullpálmann í
Cannes 1967 fyrir Blow-Up, Gull-
björninn á kvikmyndahátíðinni í
Berlín 1961 fyrir La Notte. Listinn
yfir verðlaunin er of langur til að
hægt sé að birta hann hér en þess
má geta að Antonioni var til-
nefndur fimm sinnum til verðlauna
á Cannes-hátíðinni á árunum 1960
til 1982.
Breski kvikmyndagagnrýnandinn
Kim Newman sagði í samtali við
breska ríkisútvarpið BBC í gær að
bestu verk Antonioni hefðu fjallað
um „hversu skelfilegt ítalskt sam-
félag varð eftir seinni heimsstyrj-
öldina,“ yfirborðsmennsku og
ómerkilegheit nútímamannsins.
Kvikmyndir hans væru afar fal-
legar líkt og fólkið í þeim, leik-
ararnir svo fagrir að áhorfendur
vildu gjarnan hafa það jafnskítt og
sögupersónurnar.
Antonioni látinn
Meistari Michelangelo Antonioni með Jack Nicholson í Los Angeles 1975.
Nicholson lék í kvikmynd Antonioni, The Passenger.
AP
ÁSGRÍMUR Sverrisson kvik-
myndagerðarmaður telur Anton-
ioni hafa haft beinni áhrif á
marga þekktustu kvikmyndagerð-
armenn heims en Ingmar Berg-
man, þótt báðir séu þeir risar evr-
ópskrar kvikmyndagerðar. Áhrifa
Antonioni gæti greinilega í verk-
um bandarískra leikstjóra upp úr
1970, t.d. Francis Ford Coppola,
Brian De Palma, Bob Rafaelson og
á yngri leikstjóra á borð við Ste-
ven Soderbergh.
Ásgrímur segir stíl Antonioni
hafa verið kaldhamraðan, fágaðan
og seiðandi, og áhersla lögð á
órætt andrúmsloft umfram skýra
frásögn. Firring, tengslaleysi fólks
og tómleiki hafi verið viðfangsefni
mynda hans. „Fólk féll alveg í
stafi yfir þessum stíl hans á sínum
tíma,“ segir Ásgrímur. Hans uppá-
halds Antonioni-mynd sé The Pas-
senger frá 1975.
Tómleiki og
tengslaleysi
UPP úr og í kringum heimstyrjöldina
síðari kom upp ein merkilegasta kyn-
slóð kvikmyndasögunnar á Ítalíu.
Auk Antonioni má nefna Federico
Fellini, guðföðurinn sjálfan, Vittorio
de Sica sem gerði hina víðfrægu
mynd um Reiðhjólaþjófinn (Ladri di
biciclette), Roberto Rosselini (sem
var öfundaður af flestum karl-
mönnum þegar hann krækti í Ingrid
Bergman), Luchino Visconti, Pier
Paolo Pasolini og Sergio Leone, spa-
gettíleikstjórann góða sem kom Clint
Eastwood á kortið. Antonioni var síð-
astur eftir af þessari merku kynslóð,
en í kjölfarið voru líklega þeir Bern-
ardo Bertolucci og Franco Zefirelli
þekktastir ítalskra leikstjóra.
Langlífasti leikstjórinn