Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2007 15 ÚR VERINU Við erum leiðandi í framleiðslu stjórn- og gæslubúnaðar fyrir kæli- og frystikerfi Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf                    <J   '(() '((* '((+ '((, '((- .   &''      () * &''       +"  '      - *       . +        /0 &'' % 1$ $# %2% 34 544 3% 5%5 5 53 +6768+ 70 6(89 +8:/+;<6 +;9=6 688+> '+( '(( /+( /(( +( ( 0 1  /22- /222 '((/ '(() '((+ '((-  "  &'&' /(( +( ( 0 1  /22- /222 '((/ '(() '((+ '((-  () * &'&' /+( /(( +( ( 0 1  /22- /222 '((/ '(() '((+ '((-  +" ' > /+( /(( +( ( 0 1  /22- /222 '((/ '(() '((+ '((- ? - *   )  '(( /+( /(( +( ( 0 1  /22- /222 '((/ '(() '((+ '((-  0 &'&' /(( +( ( 0 1  /22- /222 '((/ '(() '((+ '((- ? +   )  /+( /(( +( ( 0 1  /22- /222 '((/ '(() '((+ '((- 6  "    ! 0,"  "0      )         @A '  1B      C   #$$4D#$$%E F            + "          +            +0         G0             H !             ;           8'           +0         I        +&          G*                    J )          Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is SJÓSÓKN er nú með minnsta móti. Í gær voru innan við 200 skip og bátar á sjó. Ákveðinn fjöldi stærri skipa, tog- arar og uppsjávarveiðiskip, er alltaf á sjó, 50 til 60 skip. Uppsjávarskipin eru núna að veiða norsk-íslenzka síld og ísfisktogarar og frystitogar á hefð- bundnum veiðum. Í góðu veðri er algengt að milli 400 og 500 skip og bátar séu á sjó en með- alsjósókn er í kringum 300 skip og bátar. Mesta sjósókn um 800 skip og bátar Mesta sjósókn undanfarin ár hefur verið um 800 skip og bátar við fisk- veiðar í einu. Það vekur athygli að í gær var nánast engin sjósókn frá Snæfellsnesi og Vestmannaeyjum. Þessi staða er reyndar nokkuð árs- tíðarbundin. Mjög langt er gengið á kvóta og fiskvinnslan nánast alls stað- ar í sumarfríi á þessum tíma. Það, sem dregur í sjósókninni núna um- fram undanfarin ár, er hin mikla kvótaskerðing í þorski á næsta ári. Hún leiðir meðal annars til þess að menn munu flytja eins mikið af þorsk- veiðiheimildum og unnt er af þessu ári yfir á hið næsta til að draga úr hin- um neikvæðu áhrifum skerðingarinn- ar. Heimilt er að færa 20% aflaheim- ilda í þorski yfir á næsta fiskveiðiár. 11% óveidd af þorskinum Sé litið á stöðuna í helztu fiskiteg- undunum eru 11% óveidd af þorsk- kvótanum og um 24% eru eftir af ýs- unni. Enn meira er eftir af ufsakvótanum, en aðeins 13% af karf- anum. Heimildir í löngu, keilu, stein- bít, þykkvalúru, sumargotssíld og humri hafa allar eða nánast allar verið nýttar. Aðeins ríflega helmingur veiðiheimilda í grálúðu hefur verið nýttur og mjög lítið verið veitt af sandkola og skrápflúru. Þótt töluvert sé óveitt af ýsu og ufsa má gera ráð fyrir að engar veiði- heimildir þar falli niður ónýttar um fiskveiðiáramótin fyrsta september vegna heimilda til að færa kvóta milli ára. Hins vegar er líklegt að grálúðu- heimildir falli ónýttar niður. Mjög fáir á sjó og fiskvinnslan í fríi Stykkishólmur | „Það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur í sum- ar við viðhald á skipum,“ segir Sæv- ar Harðarson, framkvæmdastjóri Skipavíkur. Við Skipavíkurbryggju liggja 4 skip og í slipp eru 2 skip til viðbótar sem eru í „klössun“ fyrir komandi fiskveiðiár sem hefst eftir um mánuð. „Við tökum upp 35 skip á ári og flest koma þau í maí, júní og júlí. Þau koma um leið og kvóti þeirra er búinn og áhafnirnar fara í frí. Við sjáum um að mála skipin og einnig fylgir þeim þó nokkur járnavinna,“ segir Sævar. Um 15–20 manns vinna við dráttarbrautina yfir sumartím- ann við málningarstörf og járna- vinnu og hefur mannskapurinn nóg að gera . „Það er sameiginlegt með útgerð- armönnum á Snæfellsnesi að þeir hugsa vel um skip sín. Þeir koma með skip sín til okkar árlega til við- halds. Það er greinilegt metnaðar- mál hjá þeim að skipin líti vel út og að þau fái gott viðhald. Þetta eru öfl- ugar útgerðir á Nesinu sem eru í viðskiptum við okkur, sem gaman er að þjóna. Þeir sem koma til okkar með skipin sín hafa verið velviljaðir í okkar garð alla tíð og leggja með því sitt af mörkum til að við getum hald- ið þessari þjónustu úti,“ segir Sæv- ar. „Stærstu verkefnin hjá slippdeild- inni á þessu ári eru að lengja tvo stálbáta, annar báturinn er búinn og hinn er í breytingum og það verk klárast fljótlega. Þá byggðum við mikinn andveltitank í ferjuna Bald- ur sem mér er sagt að hafi reynst vel í siglingum ferjunnar yfir Breiðafjörðinn,“ segir Sævar Harð- arson að lokum. Þeir hugsa vel um skipin Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Viðhald Nóg að gera í slippnum. Við bryggju liggja 4 skip sem verið er að gera fín fyrir veiðar á næsta kvótaári: Helgi SH-135 úr Grundarfirði, Egill SH-195 úr Ólafsvík, Sveinbjörn Jakobsson SH 10 úr Ólafsvík og fjær er Sóley SH-124 úr Grundarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.