Morgunblaðið - 01.08.2007, Page 25

Morgunblaðið - 01.08.2007, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2007 25 -hágæðaheimilistæki Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Stórt hurðarop 20 ára ending Eirvík kynnir sportlínuna frá Miele vi lb or ga @ ce nt ru m .is Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is AFSLÁTTUR 30% Miele gæði ÞVOTTAVÉL frá kr. 99.900 Verið velkomin í glæsilegar verslanir Eirvíkur á Akureyri og í Reykjavík og kynnið ykkur Miele þvottavélar. Gerð Listaverð TILBOÐ Þvottavél W1514 142.714 99.900 1400sn/mín/5 kg Þurrkari T7644C 135.571 94.900 rakaþéttir/6 kg VIÐ Íslendingar lifum á ótrú- legum tímum. Við höfum sam- skipti á hraða ljóssins, samskipti milli heimsálfa fara sömuleiðis á hraða ljóssins. Efna- hagur landsmanna hefur sjaldan verið betri. Íslensk fyr- irtæki hafa farið mik- inn í útrás, keypt gömul gróin fyrirtæki í Englandi og í Dan- mörku. Mörg fyr- irtækja okkar eru orðin alþjóðleg og í raun er íslenski markaðurinn orðinn of lítill. Á þessum nýju tímum hafa fyr- irtæki okkar aðlagast mjög vel, stærstu fyr- irtækin herja á erlenda markaði og eru hætt að þurfa að treysta á hinn litla íslenska markað. En þrátt fyrir að fyrirtæki hafi á und- anförnum árum gerst alþjóðleg hafa sumir stjórnmálamenn ekki náð að fylgja fordæmi fyrirtækj- anna að hugsa alþjóðlega. Þrátt fyrir breyttar aðstæður hafa sum- ir stjórnmálamenn ekki fylgt sam- tímanum. Smæðin getur hjálpað Utanríkisráðherra okkar var á ferðalagi um Mið- Austurlönd vegna framboðs okkar til ör- yggisráðsins. Þar fór hún í mikilvæga heim- sókn til Ísraels og Palestínu. Þar taldi utanríkisráðherra að ef sá möguleiki opn- aðist að við gætum orðið málamiðlarar í friðarviðræðum milli Ísraels og Palestínu væri það skylda okkar að taka það hlutverk. En þingflokks- formanni VG fannst það óraunhæft og taldi að utanrík- isráðherra byggi í fílabeinsturni. En af hverju ættum við ekki að geta tekið að okkur hlutverk í friðarviðræðum milli Ísraels og Palestínu? Málið er að Banda- ríkjamenn munu aldrei geta tekið að sér hlutverk sáttasemjara í deilu Palestínu og Ísraels og þrátt fyrir að Bill Clinton hafi reynt það á sínum tíma hefur sá möguleiki orðið að engu með George W. Bush sem forseta. Því tel ég að Ís- land geti tekið að sér hlutverk í friðarviðræðum Ísraels og Palest- ínu á þeim forsendum að Ísland sé herlaus, vopnlaus og friðelskandi þjóð. En til þess að við getum tek- ið hlutverk að okkur í þessum málum verðum við að sýna að mál- efni þessara þjóða skipti okkur máli svo að báðar þjóðir geti tekið okkur alvarlega. Ísland er auðvit- að ekki mikið afl í alþjóðlegum stjórnmálum, en við getum gert okkur gildandi á því sviði á næstu árum. Ísland mun líklega ekki spila stærsta hluverkið í tilvonandi viðræðum en sérstaða Íslands gæti verið okkar styrkur, þ.e.a.s. hversu fá við erum. Við verðum því að muna að margt smátt gerir eitt stórt, og okkur ber skylda til að hjálpa eins mikið og hægt er við tilvonandi friðarviðræður þó að við verðum ekki leiðandi í þeim viðræðum. Ekki lengur litla Ísland Heimurinn er ávallt að minnka, samskipti eru ekki lengur vanda- mál fyrir okkur heldur er að- gerðaleysi okkar stærsta vanda- málið. Mörg mál eru ekki lengur einungis innanríkismál, þó svo að margir íslenskir stjórnmálamenn vilji halda því fram. Umhverfismál eru alþjóðleg mál, sem koma okk- ur öllum við. Hvort sem við búum á Íslandi eða í Kína. Mansal sem og önnur lögreglumál eru mál okkar allra sem þurfa að vinnast með samstarfi þjóða. Ísland hefur undantekningalítið verið þiggjandi í öllu alþjóðasamstarfi, en það verður að breytast viljum við gera okkur gildandi í alþjóðlegum stjórnmálum. Ekki einungis deilur fyrir botni Miðjarðarhafs eiga að koma okkur við, heldur verðum við að taka málefni Afríku upp á okkar arma. Ég tel það skyldu okkar sem vel stæðrar þjóðar að stuðla að upp- byggingu Afríku, við þurfum t.a.m. að hækka framlög okkar enn frekar í þróunaraðstoð, hjálpa þeim að fá ódýrari lyf og stuðla að frekari fríverslun. Rétt eins og ís- lensk fyrirtæki á alþjóðavísu bera þau tiltekna samfélagslega ábyrgð og þar sem þau eru orðin svona stór tel ég að skylda stjórnmála- manna á Íslandi sem og íslenska ríkisins sé að feta í sömu fótspor og íslenskir kaupsýslumenn og gera okkur gildandi í alþjóða- samstarfi. Nú vil ég að allir stjórnmálamenn á Íslandi fari að hugsa út fyrir eyjuna okkar og horfast í augu við vandamál heimsins, hvort sem þeir eru stjórnarliðar eða í stjórnarand- stöðu. Því þegar allir stjórn- málamenn okkar fara að hugsa fram á við högnumst við öll á því. Aftur á móti ef við lokum okkur af eins og sumir stjórnmálaflokkar vilja töpum við öll. Að fylgja samtíðinni Sölmundur Karl Pálsson vill að Íslendingar taki þátt í frið- arviðræðum fyrir botni Mið- jarðarhafs » Ísland hefur und-antekningalítið verið þiggjandi í alþjóða- samstarfi, það verður að breytast viljum við gera okkur gildandi í alþjóð- legum stjórnmálum. Sölmundur Karl Pálsson Höfundur er nemi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Ak- ureyri og situr í stjórn Ungra jafn- aðarmanna á Akureyri. ALLT frá því bruninn á horni Austurstrætis og Lækjargötu varð hafa borgaryfirvöld unnið að því að uppbygging þar hefjist sem fyrst og að sú uppbygging taki mið af fortíð og sögu svæðisins, en ekki síður af tækifærum og fram- tíð þess. Vonir standa til að hægt verði að hefja vinnu við nýtt deiliskipulag fyrir svæðið strax í haust, en undirstaða þess skipulags mun byggja á hugmyndaleit um uppbyggingu og fegr- un svæðisins sem nú stendur yfir og lýkur 9. ágúst nk. Í forvali voru valdir sex hópar arkitekta, erlendir og innlendir, en til- gangur hugmyndaleit- arinnar er að fá fleiri fagaðila og sem flesta íbúa til að senda inn hugmyndir eða tillögur. Allir geta tekið þátt Hugmyndaleitin byggir á sam- þykkt borgarráðs og er í sam- vinnu við Landsbanka Íslands hf. og eigendur Hótels Borgar, auk samstarfs við Arkitektafélag Ís- lands. Hugmyndaleitin er ólík hefðbundinni skipulagssamkeppni að því leyti að hún er öllum opin og hægt er að senda inn hugmynd eða tillögu með hverjum þeim hætti sem þátttakendur vilja. Svo víðtæk og almenn hugmyndaleit vegna þessa verkefnis er algjört lykilatriði, enda er um að ræða svæði og uppbyggingu sem öllum íbúum er annt um og margir hafa sterkar skoðanir á. Þessi áhugi hefur verið mjög greinilegur í al- mennri umræðu, auk þess sem hann endurspeglaðist í afar fjöl- mennu og vel heppnuðu málþingi sem borgaryfirvöld stóðu fyrir í Hafnarhúsinu sl. vor til að fá fram sem flest sjónarmið um hvernig best yrði staðið að þessu stóra máli. Markmiðið er heildarlausn Þegar ákvörðun var tekin um að efna til almennrar hugmyndaleitar vegna skipulags á þessu svæði skapaðist strax víð- tæk samstaða um að nauðsynlegt væri að sú vinna tæki ekki að- eins til svæðisins þar sem bruninn varð, heldur einnig til ná- lægra lykilsvæða. Lækjartorg er í þessu sambandi sérstaklega mikilvægt, en einnig sú þróun sem verður við Pósthússtræti, Hafnarstræti, Tryggvagötu, Skóla- stræti og í nágrenni við Stjórnarráðið. Þess vegna tek- ur hugmyndaleitin til alls þessa svæðis, en þátttakendum er frjálst að skila inn tillögum eða hug- myndum sem taka til skipulags- svæðisins alls eða aðeins lítils hluta þess. Niðurstaðan verður vonandi öflug heildarlausn, sem byggir á ferskum og fjölbreyttum hugmyndum. Góðar hugmyndir og ný tækifæri Miðborg Reykjavíkur er í sókn á mörgum sviðum. Tækifærin til að gera hana enn betri eru fjöl- mörg, en byggja öll á hug- myndum, vilja og verkgleði þeirra sem borgina byggja og í henni búa. Sú hugmyndaleit sem nú stendur yfir er eitt slíkra tæki- færa og ég vil því hvetja alla til að nýta sér það og gefa miðborginni stóra eða smáa hugmynd um hvernig hægt er að byggja upp og fegra þetta mikilvæga svæði. Sam- eiginlega munu þær hugmyndir án efa tryggja enn fleiri tækifæri fyr- ir miðborgina og mannlífið í Reykjavík. Gefum miðborg- inni góða hugmynd Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar um skipulagsmálin í miðborginni »Hugmyndaleit vegnaþessa verkefnis er algjört lykilatriði, enda er um að ræða uppbygg- ingu sem öllum íbúum er annt um og margir hafa sterkar skoðanir á. Hanna Birna Kristjánsdóttir Höfundur er forseti borgarstjórnar og formaður skipulagsráðs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.