Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir,
dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
„HÉR er mikill áhugi á öllum sam-
skiptum við Ísland,“ sagði Geir H.
Haarde forsætisráðherra sem átti í
gær fund með Danny Williams, for-
sætisráðherra Nýfundnalands og
Labradors, í St. John’s. Þar var
ákveðið að hrinda af stað vinnu við
gerð samkomulags um nánari sam-
vinnu fylkisins og Íslands. Hún
gæti t.d. verið á sviði sjávarútvegs-,
samgöngu-, orku- og menningar-
mála. Þá átti Geir einnig fundi í gær
með ríkisstjóra Nýfundnalands,
sjávarútvegsráðherra, auðlindaráð-
herra og ráðherra viðskipta- og
byggðamála.
Nýfundnalendingar stríða við
ýmis vandamál sem fylgja því að
vera afskekkt fylki, t.d. brottflutn-
ing úr fylkinu og mikla fólksflutn-
inga úr dreifbýli í þéttbýli. Atvinnu-
leysi er mikið og heimamenn því
áhugasamir um iðnþróun og at-
vinnusköpun af öllu tagi. Sem kunn-
ugt er hrundi þorskstofninn þar
fyrir 15 árum og hefur ekki rétt við
á ný. Geir sagði að orkumálin væru
mikilvægt viðfangsefni í fylkinu.
Þar er raforkuframleiðsla og einnig
unnin olía og gas undan ströndum.
Olíu- og gasvinnslan hafa haft mikil
áhrif. Rætt er um að reisa nýja olíu-
hreinsunarstöð til viðbótar einni
sem er þegar á Nýfundnalandi.
Geir sagði, að Nýfundnalending-
um þætti ánægjulegt að Icelandair
flygi nú til Halifax en þeir vildu
gjarnan að einnig væri flogið beint
til St. John’s.
Geir þótti athyglisvert hvað fjöl-
miðlar í Nova Scotia og Nýfundna-
landi, og eins þeir sem sjást um allt
Kanada, hafa sýnt heimsókninni frá
Íslandi mikinn áhuga.
Í dag halda íslensku forsætisráð-
herrahjónin til Manitoba þar sem
þau verða m.a. heiðursgestir á Ís-
lendingadeginum í Gimli.
Mikill áhugi er á auknum
samskiptum við Ísland
Ljósmynd/Halldór Árnason
Forsætisráðherrar Geir H. Haarde með Danny Williams á Nýfundnalandi.
Gert verður samkomulag um nánari samvinnu Nýfundnalands og Íslands
Í HNOTSKURN
»Fylkið Nýfundnaland nær yf-ir samnefnda eyju og Labra-
dor á meginlandi Kanada. Höf-
uðborg þess heitir St. John’s.
»Fylkið er 405.722 km², Ný-fundnaland 112.790 km² og
Labrador 292.722 km². Þar búa
um 500.000 manns.
BARNABÍLSÆTI sem hægt er að
smella á grind til að nota sem kerru,
eða bera eins og burðarrúm hafa
notið mikilla vinsælda hér á landi
undanfarin ár. Sumir framleiðendur
sætanna vara foreldra við því að láta
börnin sitja í þeim í langan tíma í
senn, enda sé hlutverk þeirra fyrst
og fremst að tryggja öryggi
barnanna í bílnum.
„Það er að fara fram syrpa af
rannsóknum í nokkrum Evrópu-
löndum til þess að kanna hvaða áhrif
þetta hefur á börnin. Þá er sérstak-
lega verið að rannsaka hvaða áhrif
þetta hefur á öndunarfæri barn-
anna,“ segir Herdís Storgaard hjá
Forvarnarhúsi Sjóvár og á þar við
ungbörn sem halda ekki höfði og
geta átt erfitt með andardrátt í þess-
ari stöðu.
„Þetta kemur til af því að um-
gengnisvenjur við ungbörn hafa
breyst svo mikið, þeim er til dæmis
ekið meira á milli staða,“ segir Her-
dís. Börnin eru líka keyrð í bíl-
stólnum í kerru og hann svo notaður
sem burðarrúm og jafnvel vagga og
þá fara klukkustundirnar sem börn-
in verja í sætinu á hverjum degi að
safnast saman. „Það er alveg skýrt
að fólk á ekki að hafa börnin sín tím-
unum saman í sömu stellingunni,“
segir Herdís.
Hún tekur þó fram að margir for-
eldrar séu meðvitaðir um notkun bíl-
sætanna, sérstaklega þegar lang-
ferðir standa fyrir dyrum. „Það
gildir það sama um þessi pínulitlu
börn og önnur að tíminn líður miklu
hægar hjá þeim en hjá fullorðna
fólkinu. Þess vegna þarf að stoppa
að minnsta kosti á tveggja tíma
fresti og leyfa þeim að hreyfa sig.“
Katrín Davíðsdóttir barnalæknir
tekur undir með Herdísi og segist
vara fólk sem kemur í ungbarna-
eftirlit við því að láta börn vera of
lengi í stólunum. Það sé nauðsynlegt
að leyfa þeim að rétta úr sér inn á
milli og skipta um stellingu.
Nauðsynlegt að leyfa börnunum að hreyfa sig að minnsta kosti á tveggja
tíma fresti Bílstólarnir eru fyrst og fremst hannaðir sem öryggisbúnaður
Bílstólar ekki fyrir langsetur
RÍKISSTJÓRNIN nýtur enn svip-
aðs stuðning og hún gerði að nýlokn-
um kosningum eða um 83% ef marka
má niðurstöður Þjóðarpúls Gallups.
Fylgi Sjálfstæðisflokks hefur auk-
ist um rúm fjögur prósentustig frá
síðustu tveimur könnunum og
mælist nú um 45% sem er mesta fylgi
flokksins síðan árið 2000 samkvæmt
mælingum. Hins vegar hefur fylgi
Samfylkingarinnar lækkað um eitt
prósentustig niður í tæplega 28%.
Sömu sögu er að segja um fylgi
Vinstri hreyfingarinnar, græns
framboðs sem mældist um 13% í júlí
en það er lækkun um tvö prósentu-
stig frá fyrra mánuði. Eins hefur
fylgi Framsóknarflokksins minnkað
um eitt prósentustig niður í 8%.
Fylgi Íslandshreyfingarinnar – lif-
andi lands og Frjálslynda flokksins
stendur nánast í stað, sá fyrrnefndi
er með 2% stuðning og sá síðari um
5%.
Næstum 5% svarenda sögðust
mundu skila auðu eða kjósa ekki ef
kosningar færu fram nú en um 14%
tóku ekki afstöðu.
Fylgi Sjálf-
stæðis-
flokks eykst
VEIST var að
Eiði Smára Guð-
johnsen, lands-
liðsfyrirliða í
knattspyrnu og
leikmanni Barce-
lona, þar sem
hann var á gangi í
miðborg Reykja-
víkur aðfaranótt
síðastliðins
sunnudags.
Ókunnugur maður hrinti Eiði
Smára í jörðina og í kjölfarið sló
annar maður til hans.
Að sögn Eggerts Skúlasonar,
talsmanns Eiðs Smára, varð lands-
liðsfyrirliðanum ekki meint af og
engin eftirmál verða af atvikinu af
hans hálfu. Honum þykir hins vegar
afar leiðinlegt að það hafi komið
upp.
Eiður Smári hélt aftur út til
Barcelona snemma á mánudags-
morgun þar sem við tók endurhæf-
ing vegna meiðsla á hné.
Eiði Smára
hrint í
jörðina
Eiður Smári
Guðjohnsen
Veist var að lands-
liðsfyrirliðanum
TVEIR erlendir ferðamenn sluppu
með skrekkinn þegar jeppabifreið
sem þeir voru í valt heila veltu í
Skaftártungu í Skaftárhreppi síð-
degis í gær. Skv. upplýsingum lög-
reglu missti ökumaður bifreið-
arinnar stjórn á henni í lausamöl
með fyrrgreindum afleiðingum.
Ferðamennirnir, ítalskur karl-
maður og kona, sluppu ómeidd.
Valt heila veltu
í Skaftártungu
NÝTT hringtorg sem tengir saman Vesturlands-
veg og Þingvallaveg í Mosfellsbæ verður fullbúið
í byrjun septembermánaðar næstkomandi, sam-
kvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hring-
torgið mun greiða mjög fyrir umferð um þessi
fjölförnu gatnamót, ekki síst þeirra sem leið eiga
af Þingvallavegi inn á Vesturlandsveg.
Nú er umferðinni beint inn á bráðabirgðaleiðir
þar sem framkvæmdirnar standa yfir.
Verktakafyrirtækið Ístak hf. annast gerð hring-
torgsins.
Vinna mun liggja niðri við hringtorgið yfir
verslunarmannahelgina. Vegagerðin beinir þeim
tilmælum til vegfarenda að þeir gefi sér góðan
tíma og fari varlega um framkvæmdasvæðið.
Morgunblaðið/Ómar
Hringtorgið fullbúið í september
Tímabundnir krákustígar á Vesturlandsvegi við Þingvallaafleggjara
VARÐSKIPSMENN voru kallaðir
út á léttbáti við Ísafjörð í gær vegna
lítillar skútu sem valt laust fyrir
klukkan ellefu í gærkvöld. Tveir
menn voru um borð og sakaði ekki,
en voru orðnir kaldir og blautir, að
sögn Landhelgisgæslunnar.
Skúta valt á
hliðina í Ísafirði