Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2007 17 MENNING ER FYRIRTÆKIÐ ÞITT VAKTAÐ? ER FYRIRTÆKIÐ ÞITT VAKTAÐ? FIRMAVÖRN SECURITAS DAGNÝ Guðmundsdóttir opn- ar á morgun kl. 17 myndlist- arsýninguna Maður með mönnum II í START ART á Laugavegi 12b. Sýningin er systursýning Maður með mönnum í Edin- borgarhúsinu á Ísafirði og sýn- ir Dagný ljósmyndir og púða með stæltum karlmönnum sem takast á. Í frétt um sýninguna spyr Dagný: „Hvað er að vera maður með mönnum? Er það að hafa völd, áhrif og kraft, vera fyrirferðarmikill og setja leikregl- urnar? Og hvað gerir maður í því?“ Sýningin stendur til 30. ágúst. Myndlist Hvað er svona merkilegt við það... Maður með mönnum ÚT er komin hjá Bjarti bókin Móðurlaus Brooklyn eftir Jonathan Lethem. Eiríkur Örn Norðdahl þýddi bókina sem gefin er út í Neon-bókaflokkn- um. Bókin er tilbrigði við hinn klassíska reyfara og fékk afar jákvæðar móttökur ytra, var valin skáldsaga ársins af Esquire, og unnið verðlaun bandarískra bókmennta- gagnrýnenda, Salon-bókmenntaverðlaunin og Gold Dagger-verðlaunin. Edward Norton leik- stýrir og fer með aðalhlutverk í kvikmynd byggðri á sögunni, sem segir frá einkaspæjaranum Lionel Essrog sem er með Tourette-heilkenni. Bókmenntir Lionel Essrog spæjar á íslensku Kápa bókarinnar MARTEINN H. Friðriksson hefur fengið söngkonuna Önnu Siggu til liðs við sig á Hádeg- istónleikum í Hallgrímskirkju á morgun og flytja þau tvö org- elverk og fimm sönglög. Tón- leikarnir hefjast með „Toccata Jubiloso“ eftir Tryggva M. Baldursson sem Marteinn leik- ur. Þá koma 5 sönglög. Það fyrsta er „Festingin víða“ eftir Alta Heimi Sveinsson, þá „Nú legg ég augun aftur“ eftir Jón Þórarinsson, „Schalfendes Jesuskind“ og „Gebet“ eftir Hugo Wolf og svo „The Birds“ eftir Britten. Í lokin spil- ar Marteinn „Kóral“ eftir César Franck. Tónlist Anna Sigga syngur með Marteini Anna Sigríður Helgadóttir BORGARSTJÓRN New York íhug- ar nú að setja reglur um það að leyfi þurfi fyrir því að ljósmynda eða kvikmynda á götum borgarinnar. Baráttuhópur kvikmyndagerðar- manna og ljósmyndara, Picture New York, hefur nú hrint af stað herferð gegn þessum áformum borgaryfir- valda, í formi stuttra kvikmynda og ljósmynda, sem teknar voru í borg- inni. Mótmælaspjöld hafa verið útbúin sem eru nokkuð óvenjuleg í útliti, eftirgerð af 16 mm Bolex- kvikmyndavél, en Andy Warhol not- aði meðal annars slíka vél við gerð sinna kvikmynda. Laura Hanna, sjálfstætt starfandi heimildarmyndasmiður í New York, segir í samtali við dagblaðið New York Times að tíminn sé að renna út hvað varðar mótmæli gegn þessari fyrirhuguðu reglugerð. Enginn hafi vitað af þessum áformum þar til fyr- ir skömmu. Reglugerðin kveður á um að vilji tveir eða fleiri í einu kvikmynda á götum borgarinnar, í hálftíma eða lengur, verða þeir að fá leyfi frá borginni og tryggingu upp á milljón dollara. Það sama á við um hóp manna, fimm eða fleiri, sem ætla að nota þrífót á almenningssvæði í meira en 10 mínútur. Þá er sá tími talinn með sem tekur að stilla upp þrífætinum og myndavélinni sem á hann fer. Þessi leyfi yrðu mönnum að kostnaðarlausu. Embættismenn hjá borginni segj- ast ætla að taka ákvörðun um hvað skuli gera á föstudaginn, hvort taka eigi upp reglurnar eins og þeim var lýst hér að ofan eða íhuga betur hvernig þessu skuli háttað. Frekari upplýsingar um mótmæli Picture New York er að finna á vef- slóðinni www.pictureny.org. Morgunblaðið/Einar Falur Stóra eplið Horft austur yfir Man- hattan og hluta Central Park. Mótmæla myndatöku- reglum Leyfi gæti þurft til að mynda New York TÖKUR standa nú yfir á næstu kvikmynd banda- ríska leikstjórans Woody Allen í katalónsku borg- inni Barcelona og þykir Allen hafa fengið fullhöfð- inglegar mót- tökur þar í borg. Borgarstjórnin veitti verkefni Allen milljón evrur í styrk. Katalónsk dagblöð gagnrýna þennan fjár- austur og spyrja hvers vegna borg- arstjóri kjósi að verja almannafé í kvikmynd Allen. Upphæðin nemur um 10% framleiðslukostnaðar myndarinnar. Við það bætist styrk- ur frá Katalóníustjórn upp á um hálfa milljón evra. Hluti göngugöt- unnar frægu, Las Ramblas, hefur verið stúkaður af fyrir tökuliðið, leikstjórann og kvikmyndastjörn- urnar Penélope Cruz, Javier Bar- dem og Scarlett Johansson, á þeim tíma árs þegar hvað flestir heim- sækja borgina. Borgarstjóri Barce- lona, segir myndina góða auglýs- ingu. Allen fær 1,5 milljón evra Woody Allen Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Gallerí Ágúst, nýtt faglegtmyndlistagallerí í miðbæReykjavíkur, verður opn-að 11. ágúst næstkom- andi. Það er Sigrún Sandra Ólafs- dóttir sem stendur að rekstri gallerísins sem mun leggja áherslu á samtímamyndlist. „Sýningarnar eiga að vera metn- aðarfullar og fókusinn verður á það sem er nýtt og ferskt. Aldur lista- mannsins skiptir ekki máli en það sem skiptir mig máli er að það sem hann er að gera sé nýtt og maður finni ástríðuna fyrir sköpuninni. Ég mun ekki halda mig við ákveðinn stíl enda finnst mér hættulegt að ramma mig of þröngt inn til að byrja með,“ segir Sigrún sem sér pláss fyrir fleiri fagleg gallerí á Ís- landi. „I8 ruddi brautina í þessum efn- um hér á landi og hefur unnið gott og mikilvægt starf, en það þarf fleiri slík gallerí á fleiri sviðum. Ég trúi ekki öðru en að markaðurinn hérna, þó hann sé lítill, þoli nokkur gallerí sem eru pínulítið sérhæfð.“ Ekki búð Sigrún fékk áhuga á galleríis- rekstri þegar hún stundaði innan- hússhönnunarnám á Ítalíu. „Á Ítalíu bjó ég með stelpu sem á frænda sem rekur mikilvægt gallerí í Mexíkóborg, Galeria Enrique Guerrero. Ég fór á listamessu í Tór- ínó með henni og kynntist fleiri galleríeigendum og þarna sá ég hvernig þessi alþjóðlegi gallerí- heimur virkar og fannst það mjög áhugavert. Síðan þá hef ég haldið tengslum við galleríið í Mexíkó og verið dugleg við að fara út á stóru listamessurnar og meðal annars fengið að vinna við galleríið á þeim. Ég hef sogað í mig þennan heim og fyrir tveimur árum hóf ég síðan nám í listfræði við Háskóla Ís- lands.“ Fyrir ári fann Sigrún húsnæði undir galleríið á horni Baldursgötu og Nönnugötu sem hún hefur síðan verið að gera upp. „Staðsetning slíks gallerís þarf að vera góð en ég hef hins vegar enga þörf fyrir að vera á Laugaveginum því mínir við- skiptavinir munu ekki mikið koma inn af götunni, þetta er ekki búð.“ Með listrænt frelsi Sigrún stefnir að því að hafa um fimm til tíu listamenn á sínum snærum til að byrja með. „Ég ætla að vera með minn hóp af listamönnum, lítinn en sterkan. Sýningartímabilið hjá mér verður sex vikur, það gerir ekki nema sjö sýningar á ári, sem er mjög mátu- legt fyrir svona gallerí,“ segir Sig- rún sem stendur ein að galleríis- rekstrinum. „Ég er ekki með fjár- festa á bak við mig og mér finnst gríðarlega mikilvægt að vera með algjört listrænt frelsi.“ Stefna Sigrúnar er að vinna bæði með innlendum og erlendum lista- mönnum. „Ég ætla að vinna alþjóð- lega. Ég verð ekki í því að flytja út íslenska list, heldur er ég að byggja brú þannig að það verði flæði í báð- ar áttir. Ég á líka í umræðum við erlend gallerí um samstarf og er þegar komin í samband við gallerí í Mexíkó, Kanada og Bretlandi og er meðal annars að skipuleggja sam- sýningu með einu þeirra og skipt- isýningar með öðrum. Svo stefni ég tvímælalaust að því að komast á listamessur erlendis. Þetta gerist samt ekki á einni nóttu.“ Spurð út í listræna stjórn gall- erísins segir Sigrún að hún komi til með að fara eftir sýningum. „Ég vel listamennina, annars verður sam- komulag í hvert skipti hvort sýning- arstjóri komi hingað inn og setji upp sýningu.“ Fyrsta sýningin í Galleríi Ágúst nefnist Fenómena. Þar sýna lista- konurnar Ásdís Sif Gunnarsdóttir og Rakel Bernie. „Á eftir opnunar- sýningunni verður Hulda Stefáns- dóttir með ný verk sem hafa ekki verið sýnd hér á landi áður. Sýning- ardagskráin er bókuð fram á vor og þar koma við sögu erlendir sem inn- lendir listamenn. Gallerí Ágúst verður síðan með dagskrá með myndbandsverkum á Sequences- listahátíðinni í október.“ Sigrún Sandra Ólafsdóttir opnar Gallerí Ágúst hinn 11. ágúst Áhersla á samtímamyndlist Morgunblaðið/ÞÖK Í rýminu Sigrún Sandra Ólafsdóttir galleríseigandi fékk arkitekt til að hanna innviði Gallerís Ágústs og segist vera einkar stolt af lýsingunni sem bjóði upp á marga möguleika. Galleríið er á horni Baldursgötu og Nönnugötu. Faglegt mynd- listargallerí Í HNOTSKURN » Gallerí Ágúst er nýtt mynd-listargallerí með áherslu á samtímamyndlist. » Fyrsta sýningin í GalleríiÁgúst verður opnuð 11. ágúst. Þar sýna tvær listakonur teikningar, ljósmyndir, mynd- bandsverk og þrívíð verk. » Afi Sigrúnar var KristjánFriðriksson í klæðagerðinni Últímu, hann var mikill listunn- andi og gaf meðal annars út fyrstu listasögubókina á Íslandi, Íslenzk myndlist, árið 1943. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.