Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2007 29 gangast undir aðgerð. Við áttum von á, að hann slægist aftur í hópinn, en það átti ekki að verða. Í síðasta sam- tali okkar sagðist hann nokkuð hress og lét þess sérstaklega getið, að enn væri hann framsóknarmaður. Gerði hann sér þá vafalaust fulla grein fyrir ofureflinu, sem hann átti við að etja. Fyrir skömmu tjáði hann öðrum sundfélaga, að hann hefði meiri áhyggjur af Framsóknarflokknum en sér, sem segir nokkuð um manninn. Ég leyfi mér að tala fyrir munn áhafnar Örlygshafnar og annarra sund- og spjallfélaga hans í Vestur- bæjar- og Laugardalslaug, er ég votta aðstandendum hans dýpstu samúð, en samgleðst um leið okkar gamla félaga að hafa ekki þurft að þjást lengi. Requiescat in pace. Vigfús Magnússon. Ég minnist vinar míns og starfs- félaga, Jónasar Jónssonar, með mik- illi virðingu og þakklæti. Við áttum samleið í meira en hálfa öld. Fyrst sem samstarfsmenn í viðamiklum rannsóknum með kornrækt og grasfrærækt um land allt, og síðar sem samherjar í framkvæmd Land- græðsluáætlunarinnar sem Alþingi hrinti af stað með Þjóðargjöfinni á Þingvöllum árið 1974. Þegar ég fór til starfa hjá Sameinuðu Þjóðunum ár- ið1963 tók Jónas alfarið við korn- og fræræktarrannsóknunum sem fram fóru í Gunnarsholti, Korpu og vítt og breitt um landið. Þegar ég leit yfir bréfaskipti okkar frá þessum árum varð mér aftur ljós samviskusemi hans og vísindaleg nákvæmni í öllum þessum rannsóknum. Niðurstöður þeirra voru notaðar í leiðbeiningarit og á kynningarfundum fyrir bændur. Kuldaskeiðið – „litla ísöldin“ sem hófst fyrir miðjan sjöunda áratuginn – tafði því miður um skeið öflugt kornræktarstarf íslenskra bænda, en rannsóknirnar urðu síðar hluti af þeim þekkingarbrunni sem vaxandi kornrækt í landinu nýtur nú góðs af. Hin öfluga frærækt sem nú er stund- uð í Gunnarsholti á líka sínar rætur í þessum rannsóknum. Vinátta okkar Jónasar átti einnig mikinn þátt í því að ég sneri aftur til föðurlandsins til að taka við stjórn RALA 1974. Eftir það unnum við aftur mikið saman á öllum sviðum landbúnaðarins. Jónas var formaður í þeirri stjórn sem leiddi starfið í Landgræðsluáætluninni frá 1974 sem að lokum færði land- græðslu- og skógræktarstarfið í land- inu inn á nýtt skeið framkvæmda og árangurs. Ég met mikils það traust og þá vináttu sem Jónas sýndi mér ávallt og ég kveð hann með hugann fullan af þakklæti. Hugur minn er einnig hjá þeim Sigurveigu, Sigrúnu, Helgu, Jóni Erlingi og Úlfhildi og fjölskyldum þeirra á þessari stundu. Björn Sigurbjörnsson. Jónas Jónsson frá Ystafelli er lát- inn. Vegir okkar Jónasar lágu saman fyrir tæpum fimmtíu árum er ég stundaði nám við búvísindadeild Bændaskólans. Jónas var þá að koma heim frá Noregi, eftir að hafa lokið kandídatsprófi frá Norges Land- brukshögskole. Það var auglýst kenn- arastaða við Bændaskólann á Hvann- eyri og Jónas sótti um stöðuna og var hún veitt honum. Jónas kenndi við bæði við bænda- og búvísindadeild enda með góða menntun, einkum á sviði plöntufræða ýmiss konar. Hann hafði snemma fengið áhuga á plöntum og vakti athygli okkar fyrir þekkingu sína í grasafræði. Hann vakti sér- staka athygli mína fyrir að þekkja öll grös og plöntur, að mér fannst. Sjálf- ur var ég, og er, rati á því sviði. Jónas var ágætur fræðari. Jónas stoppaði ekki lengi á Hvanneyri. Hann tók við starfi jarðræktarráðunauts hjá Bún- aðarfélagi Íslands, varð ritstjóri Freys og síðast, en ekki síst, varð hann búnaðarmálastjóri í allmörg ár. Í öllum þessum störfum nýttust fag- legir og mannlegir hæfileikar Jónasar vel. Það er ekki ætlun mín að rekja hér starfsferil Jónasar, en hann vakti at- hygli mína fyrir fleira en kunnáttu sína í grasafræði. Jónas hafði vaxið úr grasi á heimili og í sveit þar sem hug- sjónir samvinnu og jafnaðar voru uppvaxandi æsku í blóð bornar. Jónas var einlægur samvinnumaður og kannski kenndi hann sig oft við fæð- ingarbæ sinn einmitt þess vegna. Jón- as tók virkan þátt í starfi Framsókn- arflokksins og sat um tíma á Alþingi fyrir hann. Örlögin höguðu því þannig að ég kynntist Jónasi og fjölskyldu mjög náið. Fyrst kynntist ég honum sem kennara mínum, seinna bjó ég inni á heimili hans og Sivu og síðar kynntist ég honum sem samstarfsmanni og síðast sem yfirmanni. Í öllum þessum hlutverkum var Jónas sami maður- inn: Hann var ljúfur í viðkynningu, jafningi allra og mjög fróður um menn og málefni. Sögumaður var hann ágætur og beindi á síðustu árum áhuga sínum að sögu lands og þjóðar, enda þjóðmálaáhugi hans ávallt sá sami. Ég tel að Jónas sé einn af þeim mönnum sem miðla visku og mann- gæsku hvar sem þeir ferðast í lífsins ólgusjó. Ég á Jónasi mikið að þakka sem fræðara og samferðamanni! Við sendum eftirlifandi eiginkonu og fjölskyldu okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og þökkum fyrir liðnar samverustundir. Minning um góðan dreng mun ylja samferðamönnum Jónasar. Gerður og Sveinn Hallgrímsson. Í dag er til moldar borinn Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri. Jónas var búfræðingur frá Bænda- skólanum á Hólum í Hjaltadal 1953 og kennari við skólann árin 1952- 1954. Jónas helgaði landbúnaðinum krafta sína alla starfsævina. Fram undir síðasta dag vann hann að gagnaöflun og skriftum um landbún- að, sveitalíf og menningu þjóðarinnar. Sú vinna hans er ómetanleg, bæði okkur sem lifum í dag og ókomnum kynslóðum. Ég kynntist Jónasi fyrst að marki eftir að ég gerðist skólastjóri á Hólum í Hjaltadal vorið 1981. Jónas var mik- ill „Hólamaður“ og lét sér afar annt um staðinn. Hann stóð þétt að baki allri uppbyggingu og eflingu starfs á Hólum. Vorið 1981 hafði skólastarf legið niðri í tvö ár og áhöld um framtíð Hóla sem skólaseturs. Jónas gat ekki hugsað sér, frekar en margir aðrir, að kastað yrði rekum á skólastarf á Hólastað á hundrað ára afmæli skól- ans árið 1982. Jónas var einn öflugasti stuðnings- maður þess að þar hæfist skólastarf að nýju og átti drjúgan hlut að því að svo varð. Undirbúningur fyrir 100 ára afmælishátíð Bændaskólans á Hólum fór á fulla ferð undir gunnfánum nýrr- ar sóknar í þágu mennta og framfara í landbúnaði og menningarlífi til sveita. Nokkrir eldri nemendur og velunn- arar Hóla tóku sig saman og beittu sér fyrir allsherjar söfnun meðal holl- vina Hólaskóla til að gefa honum af- mælisgjöf, sundlaug með tilheyrandi búnaði. Jónas var í forystu fyrir þeirri nefnd ásamt þeim Gísla Pálssyni á Hofi í Vatnsdal og Stefáni Sigfússyni landgræðslufulltrúa. Samtímis var unnið að því að leggja hitaveitu heim á staðinn. Jónas tók skóflustunguna að sund- lauginni á Hólum 21. apríl 1982. Sund- laugin var byggð á mettíma um vorið, hún blessuð og tekin formlega í notk- un á afmælishátíð skólans í júlí það ár. Þetta var einstætt átak og skipti afar miklu máli fyrir Hóla sem stóðu á tví- sýnum tímamótum. Sú stund stendur mér ljóslifandi fyrir sjónum þegar þeir Jónas og Stefán birtust snemma morguns á hlaðinu heima á Hólum með innrammað gjafabréf og nafna- lista þeirra sem að gjöfinni stóðu. Jónas var traustur vinur og hollur ráðgjafi. Hann kappkostaði að setja sig vel inn í mál og lagði sitt af mörk- um á svo einstaklega hvetjandi og ljúfan hátt. Þess nutu bæði ég og fjöl- margir aðrir ótæpilega. Jónas og Sigurveig voru glæsihjón og mjög virk í öllu félagslífi hinna ýmsu samtaka landbúnaðarfólks. Jónas var einatt hrókur alls fagnaðar og sóst eftir nærveru hans. Við hjónin þökkum Jónasi Jónssyni samfylgdina, vináttu og góð kynni í gegnum árin. Íslenskur landbúnaður, íslensk bændamenning sér nú á bak farsælum og traustum leiðtoga um áratugi. Blessuð sé minning Jónasar Jónssonar búnaðarmálastjóra. Við sendum Sigurveigu og fjöl- skyldunni allri innilegar samúðar- kveðjur. Ingibjörg Kolka og Jón Bjarnason. „Það er gott að vera Íslendingur í Wales,“ sagði Jónas við mig þegar fundum okkar bar saman á skrifstofu hans á Rannsóknastofnun landbúnað- arins í gamla Atvinnudeildarhúsinu skammt frá Þjóðminjasafninu um miðjan 7. áratug liðinnar aldar. Hann var annar tveggja íslenskra búvís- indamanna sem höfðu dvalist um skeið við framhaldsnám og rannsókn- ir á Welsh Plant Breeding Station í Gogerddan upp úr 1960 og var þarna að gefa mér, ungum stúdent, upplýs- ingar, því ég stefndi að búvísindanámi við Háskólann í Aberystwyth, skammt frá WPBS, haustið 1966. Þessi fyrstu kynni af Jónasi eru mér mjög minnisstæð; alúðleg framkoma og margvíslegum spurningum svarað greiðlega. Veganestið frá honum reyndist vel, það var virkilega gott að vera Íslendingur í Wales, og þegar ég kom þaðan að loknu doktorsprófi sumarið 1972, og var að leita að starfi, reyndist Jónas mér afar vel, þá að- stoðarmaður Halldórs E. Sigurðsson- ar landbúnaðarráðherra. Á Hvanneyrarárum mínum kynnt- ist ég Jónasi enn betur, m.a. vegna formennsku hans í nefnd sem samdi ný lög um búnaðarfræðslu, og eftir að ég kom til Búnaðarfélags Íslands urð- um við samstarfsmenn og nágrannar á ganginum langa á 3. hæð Bænda- hallarinnar í 30 ár. Hvort sem hann var ritstjóri Freys, búnaðarmálastjóri eða við sagnaritun í þágu landbúnaðarins var hann alltaf sami góði félaginn. Skotist var á milli skrifstofa með allskonar hugmyndir, spurningar, vandamál, fróðleik eða bara gamanmál, hann til mín, ég til hans. Og þá var hann ekki amalegur ferðafélagi; fróður um byggðir og bú, annt um hag bænda og sá vítt um völl. Læt ég nægja að nefna eftirminnilega réttaferð í þrjár af stærstu fjárréttum í Húnavatns- sýslum skömmu eftir að ég kom til BÍ 1977, þ.e. Víðidalstungurétt, Undir- fellsrétt og Auðkúlurétt. Þó get ég ekki látið hjá líða að geta þess hve ég, og Svanfríður kona mín, minnumst oft með ánægju afburðagóðrar leið- sagnar Jónasar í starfsmannaferð í Þingeyjarsýslur, með höfðinglegum móttökum í sumarhúsinu í Yztafells- skógi, fyrir nokkrum árum. Skógrækt, eins og reyndar öll ræktun, var Jónasi kær og naut ég vissulega góðs af samskiptum við hann við mótun leiðbeiningastarfa á sviði landnýtingar. Með dugnaði og góðri eftirfylgni hafði hann með ýms- um hætti áhrif á gang mála. Má nefna að Jónas beitti sér fyrir útgáfu vegg- spjalda með myndum af íslenska bú- fénu og var mikill áhugamaður um verndun þess, þar með íslensku mjólkurkýrinnar. Nú, þegar lífrænn landbúnaður er í sókn víða um lönd, tel ég sérstaklega við hæfi að geta þess að Jónas lagði í raun grunn að leiðbeiningastarfi á því sviði vorið 1993 með því að biðja mig að kynna mér slíka búskaparhætti og liðsinna bændum sem vildu hlúa að þessum vaxtarbroddi til nýsköpunar í búvöru- framleiðslu. Samskiptin við búnaðarmálastjór- ann Jónas voru ekki alltaf átakalaus þegar ég sat í fyrstu samninganefnd landsráðunauta BÍ um kaup og kjör og sem trúnaðarmaður þeirra hjá Fé- lagi íslenskra náttúrufræðina. Ætíð fengust þó sanngjarnar og farsælar niðurstöður því að félagshyggjumað- urinn Jónas var drengur góður sem vildi leysa málin þannig að sem flestir mættu vel við una. Það er því margs að minnast þegar litið er um farinn veg en þó er mér nú efst í huga hve góður samstarfsmaður og félagi Jónas var alla tíð. Hann kveð ég með söknuði. Eiginkonu, börnum og öðrum að- standendum sendum við kona mín innilegar samúðarkveðjur. Ólafur R. Dýrmundsson. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Okkar ástkæri eiginmaður, faðir og tengdafaðir, KÁRI STEINSSON frá Neðra Ási, Hjaltadal, Hólavegi 23, Sauðárkróki, lést þriðjudaginn 24. júlí. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju, laugar- daginn 4. ágúst kl. 14:00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartaheill, landssamtök hjarta- sjúklinga. Dagmar Kristjánsdóttir, Valgeir Steinn Kárason, Guðbjörg S. Pálmadóttir, Kristján Már Kárason, Steinn Kárason, Kristín Arnardóttir, Soffía Káradóttir, Hafsteinn Guðmundsson, Jóna Guðný Káradóttir, Gunnar Á. Bjarnason, barnabörn og langafabörn. ✝ SOFFÍA KRISTÍN ÞORKELSDÓTTIR verslunarmaður, áður til heimilis á Ásabraut 10, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Keflavík fimmtudaginn 26. júlí 2007. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 3. ágúst kl. 14.00. Ása Ólafsdóttir, Trausti Eiríksson, Tinna Manswell Stefánsdóttir, Ingimar Jóhannesson, Hrafnhildur Ása, Stefán Ólafur, Dagur og Freyr. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, HANNES HAFSTEINSSON matvælaverkfræðingur, Ph.D., Hraunbæ 162, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans, laugardaginn 28. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Soffía Jóhannsdóttir, Nína Nilsdóttir, Magnús Már Nilsson, Ásta Björg Reynisdóttir, Kristín Hannesdóttir, Kári Kristinsson, Hafsteinn Ormar Hannesson, Sigríður Jóna Hannesdóttir, barnabörn, Kristín Bárðardóttir, Bárður Hafsteinsson, Guðrún Kristjana Hafsteinsdóttir. LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is ✝ Faðir minn, afi okkar og langafi, RÓBERT BJARNASON, sem lést mánudaginn 23. júlí á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, Árskógum 2 í Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu, föstudaginn 3. ágúst kl. 11. Ragna Róbertsdóttir, Kjartan Ari Pétursson, Ingibjörg Finnbogadóttir, María Finnbogadóttir, Berta Finnbogadóttir, Harpa Finnbogadóttir, Orri Finnbogason, makar og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.