Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „VIÐ umberum ekki vítaverða hegð- un í umferðinni. Við höfum gnægð dæma um hegðun sem leitt hefur af sér dauða og örkuml. Við kærum okkur ekki um slíka áhættu,“ sagði Kristján L. Möller samgönguráð- herra á blaðamannafundi í gær, í til- efni þess að mesta umferðarhelgi ársins er rétt handan við hornið. Ráðherra minnti á að sektir við um- ferðarlagabrotum hafa verið hækk- aðar svo um munar, en 20% leggjast einnig ofan á sektarupphæð ef brotið hefur sérstaka áhættu í för með sér. Sú skylda hvílir á lögreglu að gera ökutæki upptæk ef um ítrekaðan akstur undir áhrifum vímuefna er að ræða, en einnig er heimild til þess að kröfu ákæruvalds vegna stórfelldra eða ítrekaðra brota, svo sem hrað- aksturs. Settir í akstursbann Þá er sérstök ástæða fyrir unga ökumenn að fara varlega. Þeir sem nýlega hafa fengið ökuréttindi og eru enn með bráðabirgðaöku- skírteini verða settir í akstursbann ef þeir fá fjóra punkta í ökuferils- skrá. Þannig nægir til dæmis að aka einu sinni gegn rauðu ljósi til þess að lenda í akstursbanni og leyfi fæst ekki til að aka bíl aftur nema sitja námskeið og taka ökuprófið að nýju. Slíkt þykir hvorki til marks um þroska né ökuhæfni. Vegmerkingar á ensku Á fundinum, sem fram fór í for- varnahúsi Sjóvár, var nýtt umferð- arskilti með skilaboðum til öku- manna á ensku afhjúpað. Skiltið varar við því að malbik endi og mal- arvegur taki við, en mjög hefur borið á því að útlendingar skilji ekki gömlu merkin og hægi ekki á sér við þær aðstæður. Þegar er byrjað að koma skiltunum fyrir, hið fyrsta var sett við Krýsuvíkurveg. Þau eru samstarfsverkefni forvarnarhúss Sjóvár og Vegagerðarinnar. Þá er þess einnig að vænta að hvar sem beygt er út af bundnu slitlagi á mal- arveg verði sett upp hlið með merkj- um um 80 km hámarkshraða á klukkustund svo ökumenn átti sig betur á breyttum aðstæðum. Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, sagði þetta verkefni geta orðið byrjun á miklu meira samstarfi hins opinbera og tryggingafélaga en verið hefur. Tilboði um samstarf tekið Lýsti Þór yfir miklum áhuga á því að innanhússþekking trygginga- félaganna yrði betur nýtt við vega- umbætur. Þar kvað hann liggja fyrir mikla þekkingu um staðsetningu slysa og orsakir þeirra. Samgöngu- ráðherra tók hann á orðinu og þáði boðið þegar í stað. Því má búast við að samstarf Vegamálastjóra við tryggingafélög verði nánara á kom- andi misserum.  Umferðarskilti á ensku sett upp í fyrsta sinn  Mögulegt að reikna sektir og viðurlög út á Netinu Morgunblaðið/Sverrir Á ensku Ökumenn munu sjá mörg svona skilti við þjóðvegi héðan í frá. Þau koma vonandi í veg fyrir alvarleg slys. Hart tekið á ölvunar- og hraðakstri Stærsta ferðahelgi ársins er framundan. Önund- ur Páll Ragnarsson kynnti sér aðgerðir stjórn- valda, sem nú taka af festu á umferðarlagabrot- um, bæta vegmerkingar og vinna í forvörnum. onundur@mbl.is FÉLAGSFUNDUR íþróttafélagsins Þórs ákvað á mánudagskvöldið að veita samninganefnd félagsins fullt og óskorað umboð til þess að ganga til samninga við Akureyrar- bæ um uppbyggingu á íþrótta- aðstöðu á Þórssvæðinu. Sigfús Helgason, formaður félagsins, hef- ur sagt sig úr samninganefndinni af persónulegum ástæðum. Uppbyggingin á Þórssvæðinu hefur verið í óvissu síðan aðal- fundur Þórs felldi samkomulag sem samninganefndin gerði við bæjaryfirvöld. Þar var meðal ann- ars gert ráð fyrir að Ungmenna- félag Akureyrar fengi aðstöðu til frjálsíþróttaiðkunar á svæðinu. Sumum Þórsurum fannst þrengt að starfsemi félagsins með því að taka frjálsíþróttaaðstöðuna inn á svæðið. Árni Óðinsson varaformaður og meðlimur í samninganefnd Þórs segir Þórsara tilbúna til nýrra við- ræðna við Akureyrarbæ og að frjálsar íþróttir fái sinn stað á svæðinu. „Við viljum láta reyna á það enn frekar að svæðið verði uppbyggt með frjálsíþrótta- aðstöðu. Það er okkar markmið í dag. En ég veit ekki hvort bærinn hefur áhuga á að tala við okkur um það miðað við það sem á undan er gengið.“ Árni segir að samkomulagið sem aðalfundurinn felldi sé ekki til frekari umræðu og sú niðurstaða verði virt. Það sé þó svigrúm til málamiðlana. „Sumir höfnuðu samningnum á þeim forsendum að þeir vildu ekki deila svæðinu með Ungmenna- félaginu, aðrir felldu hann vegna þess að þeim fannst fjárhags- ramminn ekki nógu góður,“ segir Árni og segir að menn vilji betri tryggingar fyrir uppbyggingu gegn því að láta hluta af svæðinu undir aðra starfsemi. Það þurfi ekki að hafa mikinn aukakostnað í för með sér fyrir bæinn. Hann seg- ir nefndina taka undir það með mörgum félagsmönnum að í fyrri samningi hafi verið „of mörg ef og kannski.“ Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri á Akureyri segir að fundað verði með forsvarsmönnum Þórs, en að bæjaryfirvöld einbeiti sér nú að mögulegri byggingu frjálsíþróttavallar í Naustahverfi. „Það hentar mjög vel til þessa verkefnis og gæti orðið framtíðar- leikvangur landsbyggðarinnar.“ Þórsarar tilbúnir til samninga Í HNOTSKURN »Stefnt er að því að haldaLandsmót Ungmennafélags Íslands á Akureyri árið 2009 og miðast uppbygging íþróttamann- virkja í bænum við það. Bæjaryf- irvöld hyggjast verja 500 millj- ónum kr. til framkvæmdanna. FAÐERNISMÁL Lúðvíks Gizurar- sonar hæstaréttarlögmanns hefur enn ekki verið til lykta leitt og bíður hann niðurstöðu Lífsýnasafns Rann- sóknarstofu Háskólans í meinafræði. Lúðvík hefur lengi barist fyrir því að fá úr því skorið hvort Her- mann heitinn Jónasson, fyrrum forsætisráðherra, hafi verið faðir hans. Stjórn Lífsýna- safnsins fékk úr- skurð þess efnis að gera ætti mannerfðafræðilega rannsókn á lífs- ýni um miðjan júní í sl. og sagðist Jó- hannes Björnsson, formaður stjórn- ar Lífsýnasafns RH, gera ráð fyrir, að rannsókn tæki tvær til fjórar vik- ur. Nokkuð er um liðið en Jóhannes sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að enginn óeðlilegur dráttur hefði orðið á rannsókninni. Málið hefði farið í visst ferli en þar sem ekki væri um hefðbundið faðernis- mál að ræða gæti það tekið lengri tíma en önnur. Jóhannes segir vinnslu málsins standa yfir en ekki sé hægt að greina frá því hvenær henni ljúki. Faðernismál Lúðvíks var fyrst þingfest haustið 2004 og hefur síðan ýmist verið rekið fyrir héraðsdómi eða Hæstarétti. Í mars sl. staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að DNA-rannsókn mætti fara fram til sönnunarfærslu. Óvíst hve- nær niður- staða fæst Einn og hálfur mán- uður í rannsóknina Lúðvík Gizurarson LÁTIN er í Minnesota dr. Carol Pazandak, prófessor við sálfræði- deild Háskólans í Minnesota, 84 ára að aldri. Carol var frum- kvöðull og ötull talsmað- ur nemenda- og kenn- araskipta milli Háskóla Íslands og Háskólans í Minnesota, sem staðið hafa í 25 ár. Hún var hvatamaður að stofnun og mótun náms í náms- og starfsráðgjöf við Há- skóla Íslands. Í desember 2006 var Carol gerð að heiðursfélaga Félags náms- og starfsráðgjafa. Áður hafði hún verið sæmd hinni íslensku fálka- orðu auk heiðursverðlauna sem kennd eru við Charles E. Cobb Jr., fyrrverandi sendiherra, fyrir fram- lag sitt til samskipta Íslands og Bandaríkjanna á sviði menntamála. Carol lagði mikið af mörkum til að halda samningi skól- anna virkum og lét sig mjög varða þá þjón- ustu sem skiptinemum frá Minnesota stæði til boða við komu sína hingað. Hún vann einnig frumkvöðuls- starf hér á landi hvað varðaði gögn til notk- unar við náms- og starfsráðgjöf, m.a. með þýðingu áhuga- sviðsprófa og hvatn- ingu til gerðar starfs- lýsinga. Um árabil hélt hún sumarnám- skeið fyrir íslenska námsráðgjafa og veitti félagi þeirra margvíslegan stuðning. Carol var af norskum ætt- um. Hún átti sitt annað heimili á Ís- landi til fjölda ára, setti sig vel inn í íslensk þjóðmál, lærði íslensku, eign- aðist hér stóran vina- og samstarfs- hóp og ferðaðist um landið. Hún var tvígift og eignaðist 6 börn. Dr. Carol Pazandak Andlát OPNUÐ hefur verið reiknivél á heimasíðu Umferðarstofu undir hlekknum „Sektir og viðurlög“. Þar geta áhugasamir flett upp hvers konar viðurlög liggja við hrað- og ölvunarakstri en reiknivélin sýnir með einföldum hætti hve háa upphæð ökuníðingar þurfa að greiða þegar til þeirra næst. Til dæmis eru viðurlög við því að keyra á 150 km/klst, þar sem leyfilegur há- markshraði er 90 km, 90.000 króna sekt og þrír refsipunktar í ökuferils- skrá. Þeir sem eru nýkomnir með bílpróf ættu því að hugsa sig tvisvar um því handhafar bráðabirgðaskírteinis fara í akstursbann eftir fjóra punkta og fá ekki að aka bíl aftur fyrr en þeir hafa setið námskeið og tekið öku- prófið að nýju. Eftir slíkt brot er því veskið tómt og þar að auki þarf aðeins litla yfirsjón við aksturinn til þess að lenda í akstursbanni. Þá fær ökumaður sem mælist með 0,25-0,30 prómill áfengis í útöndunar- lofti 70.000 króna sekt og tveggja mánaða sviptingu ökuleyfis. Ökumenn með bráðabirgðaskírteini lenda í ótímabundnu akstursbanni sem fyrr segir og fá ökuleyfið ekki fyrr en þeir hafa tekið bílprófið upp á nýtt. Hversu mikið vilt þú greiða í sektir? HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur dæmt þrítugan karlmann í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Honum var einnig gert að greiða um 230 þúsund krónur í sakarkostnað. Maðurinn var sakfelldur fyrir að ráðast að fertugum karlmanni um borð í skipi þar sem þeir störfuðu báðir. Samkvæmt ákæruskjali sló maðurinn fórnarlamb sitt nokkur hnefahögg í höfuð og skrokk og beit hann margoft í vinstri handlegg, bak, og í kinn með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut af bitför og djúpan flipaskurð á hægri vanga. Ákærði bar fyrir sig neyðarvörn. Dómurinn tók skýringar ákærða ekki trúanlegar og leit til þess við ákvörðun refsingar að árásin var að tilefnislausu. Þar að auki er refsingin hegningarauki við tvær sáttir gerðar fyrir sýslumanninum í Vestmanna- eyjum og tvo dóma Héraðsdóms Austurlands og Héraðsdóms Reykjavíkur. Hjörtur O. Aðalsteinsson dóm- stjóri kvað upp dóminn. Sló fórnarlamb sitt og beit svo margoft

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.