Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ÓHÆTT er að segja að öll spjót standi á Pervez Musharraf, forseta Pakistans og yfirhershöfðingja. Musharraf er í fyrsta lagi milli steins og sleggju í baráttunni við rót- tæka íslamista, það er múslíma sem berjast fyrir stofnun íslamsks ríkis í Pakistan. Íslamistarnir hafa sótt í sig veðrið að undanförnu og sprengjutilræði þeirra hafa kostað um 200 manns lífið frá því að her- menn réðust inn í Rauðu moskuna, miðstöð íslamista í Íslamabad, eftir vikulangt umsátur 10. júlí. Yfir 100 manns til viðbótar lágu í valnum eftir þann hildarleik. Íslamistum og stuðningsmönnum afganskra talibana vex einnig ás- megin í norðvesturhluta Pakistans, við landamærin að Afganistan. Bandarísk yfirvöld telja að foringjar hryðjuverkanetsins al-Qaeda hafi hreiðrað um sig þar og safnað liði að nýju eftir að hafa flúið frá Afganist- an. Í nýlegri skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar kemur fram að hún telur að liðsmenn al-Qaeda í landamærahéruðunum séu að skipu- leggja árásir á Bandaríkin og að að- gerðir pakistanska hersins þar hafi ekki borið árangur. The Washington Post hafði eftir bandarískum emb- ættismönnum í vikunni sem leið að sérsveitir Bandaríkjahers kynnu að ráðast inn í Pakistan til að afstýra slíkum hryðjuverkum ef allt annað brygðist. Bandaríkjastjórn áréttaði þó stuðning sinn við Musharraf sem ákvað að styðja baráttu hennar gegn hryðjuverkastarfsemi í heiminum eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. sept. 2001. Segja má að þetta hafi verið ákvörðun eins manns því hún naut ekki mikils stuðnings meðal Pakistana. Flestir þeirra eru andvíg- ir bandalaginu við Bush-stjórnina og líta á hernaðinn sem „bandarískt stríð“ á kostnað pakistönsku þjóðar- innar. Um 600 pakistanskir hermenn liggja í valnum í landamærahéruð- unum og mannfallið hefur kynt undir andstöðunni við hernaðinn meðal al- mennings og í pakistanska hernum. Fréttir um að Bandaríkjaher láti ef til vill til skarar skríða gegn al- Qaeda innan landamæra Pakistans hafa því valdið miklu uppnámi þar í landi og óttast er að slík árás hleypi öllu í bál og brand. Stjórnarandstaðan eflist Musharraf á ekki aðeins í höggi við íslamista, heldur einnig lýðræð- issinna sem hafa sótt í sig veðrið frá því að hæstiréttur Pakistans úr- skurðaði 20. júlí að Musharraf hefði brotið lög með því að víkja Iftikhar Mohammed Chaudry úr embætti forseta dómstólsins. Hreyfingar pakistanskra lögfræð- inga höfðu staðið fyrir fjögurra mán- aða götumótmælum vegna brott- vikningarinnar. Hreyfingarnar hafa barist gegn stjórn forsetans og hers- höfðingjans frá því að hann rændi völdunum í október 1999 en brott- vikningin varð til þess að þær tvíefldust og sameinuðust í barátt- unni fyrir réttarríki, sjálfstæði dóm- stóla og lýðræði. Önnur baráttusam- tök og stjórnarandstöðuflokkar tóku höndum saman við lögfræðingana í baráttunni við Musharraf og er talið að hann hafi aldrei staðið eins höllum fæti frá því að hann rændi völdunum fyrir átta árum. Margir telja að Musharraf hafi vikið forseta hæstaréttarins frá til að skipa auðsveipari mann í embættið og tryggja að dómstóllinn hindri ekki áform hans um að sækjast eftir endurkjöri sem forseti á þingi lands- ins og halda jafnframt stöðu sinni sem yfirhershöfðingi. Lögfræðing- arnir og stjórnarandstöðuflokkarnir telja að hvort tveggja stangist á við stjórnarskrána og líklegt er að hæstirétturinn eigi síðasta orðið í deilunni. Herlög sett? Úrskurður dómstólsins er því mikið áfall fyrir Musharraf og gæti orðið til þess að hann lýsti yfir neyð- arástandi eða setti herlög til að leysa upp hæstarétt landsins og aflýsa þingkosningum sem eiga að fara fram í byrjun næsta árs. Hugsanlegt er þó að Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráð- herra Pakistans, komi forsetanum til bjargar. Hermt er að Musharraf og Bhutto hafi komið saman í Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum á föstudaginn var til að ræða „pólitískt samkomu- lag sem geri hófsömu öflunum kleift að taka höndum saman og sigra öfgamennina í komandi þingkosn- ingum“, að því er fréttastofan AFP hafði eftir pakistönskum ráðherra. Bhutto var forsætisráðherra á ár- unum 1988-90 og 1993-96 en er nú í útlegð vegna ásakana um spillingu. Hún hefur varað við því að leiðtogar íslamskra öfgamanna séu að leggja á ráðin um að steypa stjórn Musharr- afs af stóli og kveðst vera tilbúin að styðja hann sem forseta næstu fimm árin að því tilskildu að hann segi af sér sem yfirhershöfðingi. Hún setur einnig það skilyrði að hún geti tekið þátt í þingkosningunum og að af- numið verði stjórnarskrárákvæði um að ekki megi skipa neinn oftar en tvisvar í embætti forsætisráðherra. Musharraf milli steins og sleggju Íslamistar og lýðræðissinnar í Pakistan sækja í sig veðrið og þjarma að forsetanum en hugsanlegt er að Benazir Bhutto komi honum til bjargar gegn því að hún fái að verða forsætisráðherra aftur Reuters Ólga og blóðsúthellingar Konur í íslömsku hreyfingunni MMA mótmæltu í gær mannskæðri árás pakistanska hersins á Rauðu moskuna í Íslamabad. » Fréttir um að Bandaríkjaher láti ef til vill til skarar skríða gegn al-Qaeda innan landamæra Pakistans hafa valdið miklu upp- námi þar í landi og ótt- ast er að slík árás hleypi öllu í bál og brand. NÝLEGA fæddust þrír kóalabjarnarhúnar í dýragarði í Sydney. Á myndinni má sjá einn þeirra ásamt móður sinni, Töru. Kóalabirnir eða pokabirnir lifa rólegu lífi en þeir sofa í um 19 stundir á sólarhring. Líkt og ná- grannar þeirra, kengúrurnar, bera þeir afkvæmi sín í poka á maganum fyrstu vikurnar. AP Pokabjarnarmæðgin hafa það náðugt MIKLIR skógareldar geisa nú á tveimur eyjum í Kanaríeyjaklasan- um, Tenerife og Gran Canaria. Um 11.000 manns hafa verið fluttar á brott vegna eldanna, sem eru þeir stærstu í tíu ár. Aðstæður til slökkvi- starfa hafa verið mjög erfiðar, eyjarn- ar eru þannig að besta leiðin til að slökkva eldinn er úr lofti. Veðurskil- yrði hafa verið mjög erfið, bæði mikill lofthiti og mikill vindur, þannig að einungis tvær þyrlur hafa verið þess megnugar að taka þátt í slökkvistarf- inu. Alls brennur á fjórum stöðum en slökkvistarfi er beint að tveimur stærstu eldunum. Eldarnir hafa breiðst yfir um 24.000 hektara. Í gær hafði eldurinn skemmt um 65% af Palmitos-garðinum, griðastað um 150 fuglategunda og fjölda pálmatrjáa. Skógareld- ar á Kan- aríeyjum Yfir 11.000 manns fluttir á brott CONDOLEEZZA Rice, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hélt í gær til Mið-Austurlanda ásamt Robert Gates varnarmálaráðherra. Bandaríkjamenn vilja með heim- sókninni fullvissa bandamenn sína á svæðinu um vilja sinn til þess að ró komist þar á. Til að það megi verða telja Bandaríkin sig verða að fá bandamenn sína til þess að taka höndum saman gegn Íran, Sýrlandi og Hezbollah-samtökunum. Í fyrra- dag tilkynnti Rice að 63 milljörðum bandaríkjadala yrði varið í að vopna ríki hliðholl Bandaríkjunum á svæðinu. Fyrsti fundurinn var í Egypta- landi í gær þar sem Rice og Gates ræddu við fulltrúa Egyptalands, Jórdaníu og ríki í Samstarfsráði ríkja við Persaflóa. Nokkur þessara ríkja hafa verið sökuð um að eiga að- ild að óöldinni í Írak, t.d. hefur Sádi- Arabía legið undir grun um að hleypa súnnískum vígamönnum inn í landið. Eftir fundinn undirrituðu rík- in samkomulag þar sem þau sóru að hætta öllum afskiptum af Írak. Í dag hyggst Rice halda til Sádi-Arabíu og því næst til Ísraels og Palestínu. Vopna bandamenn sína í Mið-Austurlöndum Bandarískir ráðherrar heimsækja Mið-Austurlönd ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í gær að senda 26.000 manna friðargæslulið til Darfur-héraðs í Súdan, þar sem rúmlega 200.000 manns hafa fallið í valinn í blóðugum bardögum síðast- liðin fjögur ár. Herliðið verður hið fyrsta sem Sameinuðu þjóðirnar og Afríkusambandið mynda í samein- ingu og gert er ráð fyrir að það verði komið til Darfur eigi síðar en um áramót og taki þar við störfum mun minni hóps friðargæslumanna á vegum Afríkusambandsins. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, sagði þetta „sögulega og fordæmislausa lausn“. Friðargæslulið til Darfur KANG Kek Ieu, einnig þekktur sem Duch, var ákærður fyrir glæpi gegn mann- kyninu af kam- bódískum dóm- stól í gær. Duch var yfirmaður hins alræmda Tu- ol Sleng fangelsis á valdatíma Rauðu khmeranna á ár- unum 1975-1979. Talið er að 16.000 manns hafi verið pyntaðir í fangels- inu áður en þeir voru myrtir. Duch verður fyrsti valdamikli maðurinn úr röðum Rauðu khmeranna sem dreginn er fyrir dómstóla, en Pol Pot einræðisherra lést áður en rétt- arhöld yfir honum hófust. Réttað í Kambódíu Kaing Kek Ieu, líka þekktur sem Duch. GRUNNSKÓLI í Sydney hefur nú ákveðið að sólgleraugu skuli vera hluti af skólabúningi barnanna. Sól- gleraugun verja augun gegn út- fjólubláum geislum sólarinnar. Sólgleraugu skylda í skólum YFIRVÖLD í Washington-ríki hafa ákveðið að setja upp hátalara við al- ræmda strætisvagnastoppistöð og spila þar úrval af klassískri tónlist. Ungir fíkniefnaneytendur og klíku- meðlimir hafa vanið komur sínar á stoppistöðina undanfarið og stunda þar jafnvel vafasöm viðskipti. Yfirvöld segja klassísku tónlistina munu trufla glæpamennina við iðju sína. Jacqueline Helfgott, sál- fræðingur við Seattle-háskóla, segir áætlunina byggjast á hefðbundnum kenningum um fyrirbyggingu glæpa. Í Kaupmannahöfn hefur þessi aðferð verið notuð á lestar- stöðvum með góðum árangri. Klassísk glæpavörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.