Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Axel SvanKortsson fædd- ist á Garðskaga í Garði 7. desember 1917. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 17. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðný Gísladóttir, húsmóðir frá Hlað- gerðarkoti í Mos- fellssveit, f. 14. okt. 1884, d. 21. jan. 1972, og Kort Elís- son, sjómaður og bóndi frá Fit undan Eyjafjöllum, f. 8. ágúst 1883, d. 4. ágúst 1945. Axel átti fjögur systkini. Alsystir hans er Laufey Svala, fyrrverandi verslunarkona hjá Kaupfélaginu í Sandgerði, f. 20. nóv. 1920. Hálf- bróðir hans í móðurætt var Aðal- steinn Ingimundarson, f. 20. sept. 1907, d. 20. des. 2001. Hálfsyst- kyni hans í föðurætt voru Óskar þar til hann lést. 14 ára fór Axel til sjós frá Sandgerði og þar var hann á ýmsum bátum. Um tvítugt fór hann í vélskólann og útskrif- aðist hann þaðan sem vélstjóri. Hann vann síðan sem vélstjóri á ýmsum bátum, bæði sunnan- og norðanlands. Um þrítugt hætti Axel til sjós og hóf hann þá störf sem vélstjóri í lifrarbræðslu Garðs hf. í Sandgerði og einnig var hann vélstjóri í frystihúsi Garðs hf. Árið 1959 hóf Axel störf sem verksmiðjustjóri í fiskimjöls- verksmiðju Guðmundar Jónsson- ar í Sandgerði og starfaði hann þar í nokkur ár. Þegar verk- smiðjan var seld hóf hann störf hjá Miðneshreppi (Sandgerðisbæ) og vann hann hjá bænum þar til hann fór á eftirlaun. Axel var fé- lagi í björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði og var hann um tíma vélstjóri á björgunarbát sveitar- innar. Þá starfaði hann um all- langt skeið í slökkviliði Sand- gerðis sem dælustjóri. Axel verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. og Elín, þau eru bæði látin. Axel fæddist í vitavarð- arhúsinu á Garð- skaga, en móðir hans var þar ráðskona, og faðir hans var til sjós. Fjögurra ára fluttist Axel með for- eldrum sínum og systur sinni Svölu að Melabergi í Miðnes- hreppi þar sem for- eldrar hans hófu bú- skap og þar ólst Axel upp. 1938 fluttist Axel ásamt foreldrum sínum til Sandgerðis, fyrst í húsið Sigtún, en þar lést faðir hans. Árið 1946 festi Axel kaup á húsinu Akri í Sandgerði og þangað flutti hann ásamt móður sinni og systur. Axel bjó alla tíð á Akri, þar til hann lagðist inn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrir tæpum fjórum árum síðan og þar dvaldi hann Mig langar til að minnast frænda míns og vinar, Axels Svans Korts- sonar, í nokkrum orðum. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að alast upp á heimili Axels að Akri í Sandgerði, en þar bjó hann ásamt móður minni og ömmu. Axel var mjög dagfarsprúður maður, ekki mjög málgefinn, en að sama skapi mjög traustur maður. Aldrei sá ég hann skipta skapi. Hann var sér- staklega handlaginn og gott var að leita til hans ef kassabíllinn eða hjól- ið bilaði, ég tala nú ekki um þegar ég eignaðist fyrsta bílinn minn, öllu gat hann kippt í lag á svipstundu. Strax í æsku bar ég óblendna virðingu fyrir honum og hélst sú virðing alla tíð. Axel var mjög söngelskur maður. Hann var þó óspar á sönginn þegar hann var búinn að fá sér aðeins í glas. Axel átti harmonikku og spilaði hann mikið á hana í herbergi sínu og oft fékk ég að sitja þar inni og hlusta. Ómuðu harmonikkulögin um allt hús, þá var sko gaman. Síðan hafa harmonikkulög verið mín uppá- haldstónlist. Axel var einstakt snyrtimenni og varð allt að vera í röð og reglu hjá honum, öll verkfæri á sínum stað og allt niður í smæstu skrúfur og nagla. Allt sem hann gerði var unnið af mikilli vandvirkni. Við urðum strax miklir vinir og ent- ist sú vinátta alla tíð og hefur sá vin- skapur verið mér mikils virði. Betri vin er vart hægt að hugsa sér. Þegar ég var 16 ára hóf ég störf í fiski- mjölsverksmiðjunni í Sandgerði undir hans stjórn. Þar kynntist ég enn betur snyrtimennskunni hjá honum, allt varð að vera fágað og pússað. Gólfin voru sópuð nokkrum sinnum á dag og öll óhreinindi voru tekin þegar þau komu í ljós. Axel var mjög barngóður og strax hændust dætur mínar þrjár að honum og síð- an þeirra börn og alltaf var gaman að koma til Svansa, eins og hann var kallaður af vinum og vandamönnum. Axel las mikið og alla tíð var sjórinn honum hugleikinn og það sem hann aðallega las snerist um sjómenn og sjósókn. Ég held að hann hafi átt all- flestar bækur um sjómenn, útgerð og útgerðarmenn sem komu út í hans tíð. Uppáhaldslesefnið hans var bókaflokkurinn Íslensk skip og las hann þær bækur aftur og aftur. Þeg- ar ég kom í heimsókn til hans á sjúkrahúsið snerist umræðan, eftir að hann var búinn að spyrjast fyrir um börnin og barnabörnin, um báta, sjósókn og fiskirí. Ég er nokkuð viss um að hann þekkti alla báta með nafni í íslenska flotanum, hver var útgerðarmaður þeirra og hvaða vél var í hverjum bát. Alltaf spurði hann mig hvort sjómannabl. Ægir væri ekki komið og svo kom glampi í aug- un á honum þegar ég kom með Ægi til hans á sjúkrahúsið. Axel fékk frá- bæra umönnun og umhyggju í D- álmu Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja. Eins og hann sagði eitt sinn við mig, „þær eiga mig,“ og átti hann þá við starfsstúlkurnar í D-álmunni. Innileg þökk til starfsfólks D-álm- unnar. Kæri vinur og frændi, ég kveð þig með miklum söknuði. John Earl Kort Hill. Elsku Svan, er við systurnar hugsum til þín sjáum við þig fyrir okkur sitjandi í stólnum þínum í horninu við gluggann að lesa bók og auðvitað var bókin tengd sjónum. Af og til lítur þú upp úr bókinni og horf- ir út um gluggann. Við látum hug- ann reika aftur til bernsku. Þú varst okkur meira en frændi. Þar sem þú bjóst hjá ömmu og við systurnar sem heimalingar þar varst þú ein- faldlega órjúfanlegur hluti af okkar lífi. Við minnumst þess þegar þú vannst í bræðslunni í Sandgerði hvað það var spennandi að heim- sækja þig þangað. Þú tókst á móti okkur þolinmóður og sýndir okkur öll tæki og tól og útskýrðir fyrir okk- ur hvernig þið breyttuð fiskslori í fiskmjöl. Þú varst glettinn á hljóð- látan og rólegan hátt og þreyttist aldrei á að svara spurningum sem krökkkum einum er lagið að spyrja. Aldrei sáum við þig skipta skapi, þú bjóst yfir einstakri hugarró og hjartagæsku. Yndi þitt var að keyra um á bílnum þínum sem þú hugsaðir um eins og barnið þitt. Þú misstir svo mikið þegar þú vegna aldurs gast ekki lengur ekið um, en þú tókst því með þeirri hugarró sem einkenndi þig. Þegar þú varst veikur og þurftir að fara á sjúkrahúsið í Keflavík og áttir ekki afturkvæmt heim misstir þú alla lífslöngun. Þú vildir kveðja þennan heim en vegir drottins eru órannsakanlegir og þú lást á sjúkrahúsinu í fjögur ár áður en þú fékkst hina langþráðu hvíld. Andlát þitt bar að eins hægt og ró- lega og þegar þú sast í stólnum þín- um og last. Við efumst ekki um orð Jesú „sælir eru hjartahreinir því þeir munu Guð sjá“. Elsku Svansi, við kverðjum þig með blendnum til- finningum, söknuði yfir að fá ekki aftur að sjá þig, en gleði yfir að þú sért loksins kominn heim. Hafdís og Sigrún Hill. Nú ertu farinn, kæri frændi, á góðan stað sem þú svo lengi þráðir að fara á og verður þín sárt saknað. En ég á svo margar góðar minn- ingar um þig. Þú varst mér sem afi og tók það mig mörg ár að hætta að kalla þig afa, því ég leit alltaf á þig sem afa minn, eins og synir mínir sem töluðu lengi vel um langafa á sjúkrahúsinu. Þegar ég hugsa um þig, elsku besti Svansi minn, þá koma upp minningar um þig t.d. þegar ég kom til ykkar ömmu og sat hjá þér inni í herbergi og spurði þig spjörunum úr, enda var ég mjög spurult barn og alltaf gafst þú þér tíma til að svara öllum mínum spurn- ingum. Þegar ég var orðin of spurul sagðir þú alltaf „ó jújú“ eða „ó nei- nei“ og eftir spjall okkar var ég farin að svara „ójújú“ eða „óneinei“ eins og þú. Ég man daginn sem ég kom til þín og spurði þig hvort frumburð- ur minn mætti heita seinna nafni þínu og hversu stoltur þú varst og hvað þú varst ánægður, en sagðir samt „já með því skilyrði að hann verði ekki kallaður Svansi“. Ég verð þó að viðurkenna að ég hef stolist til að kalla hann það, því mér finnst þú eiga svo mikið í honum og er hann mjög stoltur af að heita Svan eins og þú. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku besti frændi, guð geymi þig Laufey Svala Hill. Axel Svan Kortsson Elsku Binna systir. Það er svo margs að minnast að því verður aldrei komið öllu á blað. Það varð mikið myrkur og sorg þeg- ar Svandís hringdi í mig og sagði mér að mamma sín væri dáin. Ég varð alveg máttlaus og sagði að það gæti ekki verið, því hún talaði við mig tveimur dögum áður og sagðist hlakka svo til að koma í brúðkaup dóttur okkar, og talaði um hvað hún ætti að kaupa handa henni. Ég og dóttir mín vorum að fara þennan dag að skoða sal sem veislan átti að vera í en ekkert varð úr því, við fór- um heim og grétum. Elsku Binna mín, þú sem varst svo falleg og dugleg í því sem þú varst að gera, þó þú værir hætt að vinna. Ég man þegar við vorum að fara með dætur okkar Unni og Gerði í útilegu og þú varst alltaf með gítarinn og í systrapartíum varst þú að spila og syngja og það var alltaf svo gaman hjá okkur. Á gamlárs- kvöld komuð þið Rikki alltaf til okk- ar í Grundarásinn og það var mikið spilað og mikið sungið fram á nótt. Brynhildur Þorsteinsdóttir ✝ Brynhildur Þor-steinsdóttir fæddist á Jafna- skarði í Stafholt- stungum í Borgar- firði 21. apríl 1944. Hún varð bráð- kvödd á Arnarstapa aðfaranótt föstu- dagsins 20. júlí síð- astliðins og var út- för hennar gerð frá Bústaðakirkju 31. júlí. Mér er mjög minnis- stætt þegar við fórum í ferðalag fjögur sam- an ásamt Írisi Hrund, yngstu dóttur okkar. Við keyrðum á jepp- um um Sprengisand og Gæsavatnaleið og áttum ógleymanlega daga á fjöllum og vor- um oft lúin eftir langa og skemmtilega daga. Haukur og Rikki voru mjög góðir vinir og brölluðu oft mikið saman hér áður fyrr. Elsku Rikki, Gerður, Svandís, Óskar, Valdimar og barnabörn, megi góður guð styrkja ykkur og leiða í gegnum ykkar miklu sorg. Hvíl í friði elsku systir og mág- kona. Guðbjörg og Haukur. Í örfáum orðum, sem gætu verið heil bók, langar mig til þess að minnast góðrar vinkonu minnar, Brynhildar, með þakklæti, virðingu og söknuði. Þessari glæsilegu konu kynntist ég þegar hún tók við starfi mínu hjá Snyrtivörum hf. 1979, þegar ég hafði eignast eldri son minn. Það ber vott um samviskusemi og ná- kvæmni Brynhildar, að hún fékk mig til þess að segja allt er starfinu var viðkomandi inn á segulband. Við töluðum oft um að það væri gaman að hlusta á þessar upptökur, en svo varð ekki, en minningin er skemmti- leg. Þá strax öðlaðist ég mikla virð- ingu fyrir þessari konu sem bar með sér mikinn kærleik og útgeislun. Seinna störfuðum við saman í stjórn Félags íslenskra snyrtifræðinga, það var skemmtilegur tími, við ásamt mörgum öðrum stóðum fyrir margskonar uppákomum, svo sem sýningum á Hótel Sögu, í nafni fé- lagsins, svo ekki sé talað um „snyrti- pinnaferðirnar“ til Parísar, þar sem öll helstu tísku- og snyrtihús Par- ísar voru heimsótt. Brynhildur var alltaf hrókur alls fagnaðar, og þegar hún tók upp gítarinn fékk hún alla til þess að taka undir og syngja með, meira að segja undirritaða. Eftir- minnilegar stundir áttum við á Arn- arstapa. Brynhildur og Rikki buðu mér nokkrum sinnum þangað, og stundum kom ég óboðin, þetta var þeirra annað heimili, fallegt rautt hús í miðju kríuvarpinu á Arnar- stapa. Þar, sem og í Tungubakkan- um, naut ég þeirra einstöku gest- risni og hlýju. Brynhildur fylgdist alltaf með drengjunum mínum og spurði alltaf um þá og lét sér annt um velferð þeirra, sem þeir á þessari stundu minnast. Það var gott að heimsækja Brynhildi og Rikka, það er gott að vera gestur og skynja kærleik og hlýju á milli og hjá gestgjöfum sín- um. Þannig var upplifunin fyrir mig og kenndi mér margt. Elsku Rikki minn, sem hún var svo skotin í, ég veit það, hún var vinkona mín. Gerð- ur, Svandís, tengdasynir og barna- börn, sem hún talaði alltaf um og var svo innilega stolt af, Guð gefi ykkur styrk og æðruleysi til þess að takast á við það stóra skarð sem hef- ur myndast í tilveru ykkar. Nú hef- ur bæst við enn ein falleg stjarna í himinhvolfið. Hún sagði alltaf við mig, þegar við kvöddumst: „Guð veri með þér og þínum, Maja mín.“ Ég tek mér hennar orð í munn, Guð veri með þér og þínum, Brynhildur mín. María Kristmanns. ✝ Innilegar þakkir færum við þeim fjölmörgu sem hafa sýnt okkur samúð, hlýhug og stuðning við fráfall og jarðarför okkar hjartkæra, EINARS ODDS KRISTJÁNSSONAR alþingismanns, Sólbakka, Flateyri, og heiðrað minningu hans á margvíslegan hátt. Sigrún Gerða Gísladóttir, Brynhildur Einarsdóttir, Illugi Gunnarsson, Kristján Torfi Einarsson, Dagný Arnalds, Einar Arnalds Kristjánsson, Teitur Björn Einarsson, Jóhanna G. Kristjánsdóttir, Kristján Erlingsson, Vigdís Erlingsdóttir og fjölskyldur. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, EDDU GUÐJÓNSDÓTTUR, Sléttuvegi 17, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deildum A-7 og B-7 á Landspítalanum í Fossvogi og á líknardeildinni í Kópavogi fyrir góða umönnun. Guðjón Sigurðsson, Jóhannes Sigurðsson og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ELÍSABET GUÐMUNDSDÓTTIR, Skógarbæ, Árskógum 2, Reykjavík, áður Grýtubakka 4, sem lést sunnudaginn 29. júlí á Skógarbæ, verður jarðsungin frá Seljakirkju, fimmtudaginn 2. ágúst kl. 15.00. Ómar Heiðberg Ólafsson, Kristín Þórarinsdóttir, Bragi Hjörtur Ólafsson, Guðmundur Kristinn Ólafsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, S. Stefán Ólafsson, Jóhanna J. Guðbrandsdóttir, Olga Ólafsdóttir, Sigurður Jónsson, Sólveig Ólafsdóttir, Trausti Hermannsson, Sigurlín Ólafsdóttir, Ólafur Valur Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.