Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Kynni okkar Jónas- ar Jónssonar voru fyrst og fremst fyrir aðkomu okkar beggja að skógræktarmálefni Íslands. Þau urðu mikil og óhætt að segja náin á löngum tímabilum. Fyrir því ætla ég í þessum minningarorðum að skýra í stórum dráttum frá því, hvar hann kom þar að. Hann var raunar alinn upp við skóg, því að austan í Kinnarfelli í Köldukinn vex einn fegursti birki- skógur á Íslandi, Fellsskógur, sem Ystafell á hlut í. Hann sýndi fé- lagsmálum skógræktarmanna snemma áhuga. Árið 1969 var hann kjörinn aðalmaður í stjórn Skógrækt- arfélags Íslands og sat þar óslitið til 1990. Formaður félagsins var hann 1972-1981. Við vorum saman 1971- 1974 í svonefndri landgræðsluáætlun- arnefnd sem skilaði frá sér Land- græðsluáætlun 1974-1978 og hátíðar- fundur Alþingis á Lögbergi 1974 samþykkti. Enn fremur sátum við saman í Náttúruverndarráði í 6 ár. Nú verður að rifja upp, að það var Íslandsdeild Norræna búvísinda- félagsins, sem hafði frumkvæði í því að stofna Skógræktarfélag Íslands 1930. Þarna voru í undirbúningsnefnd Sigurður Sigurðsson búnaðarmála- stjóri og ráðunautarnir Ásgeir L. Jónsson og Pálmi Einarsson. Þeir voru allir í fyrstu stjórn Skógrækt- arfélags Íslands. Sigurður fyrsti for- maður. Þegar þessir búnaðarfrömuð- ir hættu í stjórn Skógræktarfélags Íslands um miðjan fjórða áratuginn, leið langur tími án þess að tengsl væru milli forystumanna í búnaðar- málum og Skógræktarfélagsins. Þegar Jónas verður formaður Skógræktarfélags Íslands 1971 vill svo til, að hann verður um leið aðstoð- armaður landbúnaðarráðherra. Við starfandi skógræktarmenn fögnuðum því mjög, að fá slíkan liðsmann í okk- ar raðir. Og enn frekar, er hann varð búnaðarmálastjóri. Þar með var þráð- urinn í raun tekinn upp aftur frá því, er Sigurður Sigurðsson og félagar Jónas Jónsson ✝ Jónas Jónssonfæddist í Yzta- felli í Köldukinn 9. mars 1930. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi 24. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Digranes- kirkju í Kópavogi 31. júlí. hans hjá Búnaðar- félaginu voru í forystu Skógræktarfélagsins fyrstu ár þess. Einmitt um og eftir 1980 fóru forystumenn nokkurra búnaðarsam- banda í samstarfi við héraðsskógræktar- félögin að fá áhuga á sams konar tilrauna- verkefni með nytja- skógrækt á bújörðum, eins og fór á stað í Fljótsdal 1970 og hafði tekist mjög vel. Þá var nú gott að hafa búnaðarmálastjórann hvetjandi og með í ráðum. Til að gera langa sögu stutta hafa mál snúist þannig, að hátt í eitt þúsund bændur eru orðnir stærstu skógræktendur á Íslandi. Ég fann það, eftir að ég tók við starfi skógræktarstjóra, hvernig samskiptin við alla aðilja landbúnað- arins bötnuðu ár frá ári. Afstaða bún- aðarmálastjórans skipti þar miklu. Eitt af því, sem gladdi Jónas mjög hin síðustu ár, var friðun Kinnarfells- ins alls til skógræktar. Þetta er með stærstu friðlöndum til skógræktar ef frá eru talin lönd innan sumra lands- hlutaverkefna skógræktar. Hlutur Friðgeirs, bróður Jónasar, vóg þar þyngst. Ég gleymi ekki, með hverju stolti Jónas lýsti þessari aðgerð fyrir mér. Kynnin við Jónas og samstarfið við hann eru meðal þess, sem ég er for- sjóninni afar þakklátur fyrir. Við Guðrún sendum Sigurveigu, börnum þeirra og barnabörnum hug- heilustu samúðarkveðjur. Sigurður Blöndal. Jónasi Jónssyni kynntist ég fyrst 1963 þegar hann kom til starfa hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Ég var þá framkvæmdastjóri Rann- sóknaráðs. Skömmu síðar lágu leiðir okkar saman í stjórnmálum innan Framsóknarflokksins. Ég fann í Jón- asi ekki aðeins frábæran sérfræðing í málefnum landbúnaðarins heldur einnig mann með heilbrigðar skoðan- ir á þjóðmálum. Jónas var sannur fé- lagshyggjumaður en öfgalaus. Hann var fyrst og fremst maður velferðar og jafnræðis. Það var gott að ræða við Jónas. Hann hafði ákveðnar skoðanir á flestu en var þó ætíð reiðubúinn að ræða önnur sjónarmið. Bein afskipti Jónasar af stjórnmál- um voru ekki löng. Hann sat um skeið á þingi, fyrst sem varamaður og síðan sem aðalmaður og var aðstoðarmaður Halldórs E. Sigurðssonar landbúnað- arráðherra 1971-1974. Eftir það hvarf Jónas aftur að störfum fyrir íslenskan landbúnað, fyrst sem ráðunautur Búnaðarfélags Íslands og síðan sem búnaðarmálastjóri í 15 ár. Jónas var þó eftir sem áður traustur ráðgjafi flokksins í öllu sem laut að íslenskum landbúnaði. Jónas var mikill unnandi íslenskrar náttúru. Hann vildi nýta náttúruauð- lindirnar af varúð og skynsemi. Upp- græðsla landsins og ræktun skóga var honum mikið áhugamál, sem hann sinnti eins og hann mátti, m.a. sem formaður Skógræktarfélags Ís- lands í níu ár. Síðasta ferð Jónasar, fáum dögum fyrir andlát hans, var norður að Ystafelli þar sem hann fagnaði góðum vexti trjánna, sem hann hafði ungur gróðursett í hlíð- inni. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Jónasi okkar góðu kynni sem aldrei bar á skugga. Við Edda vottum eiginkonu Jónasar, Sigur- veigu Erlingsdóttur, og afkomendum þeirra okkar dýpstu samúð. Steingrímur Hermannsson. Fallinn er frá Jónas Jónsson eða Jónas búnaðarmálastjóri eins og við nefndum hann gjarnan. Jónasi kynnt- ist ég í flokksstarfi Framsóknar- flokksins, bæði á landsvísu en ekki síst á kjördæmavísu. Hann var traustur framfarasinni sem gaman var að hitta og þiggja ráðleggingar hjá. Ráð hans reyndust vel því Jónas var framsýnn, sanngjarn, varkár og traustur maður sem fylgdist afar vel með þjóðmálum. Jónas lagði alltaf gott til málanna. Hann flanaði ekki að hlutunum og kastaði engu fram að óhugsuðu máli. Skoðanir hans og ráð voru manni því dýrmæt. Með fasi sínu og framgöngu ávann hann sér virð- ingu okkar samferðamannanna. Gaman var að hitta þau hjónin, Jónas og Sigurveigu, í flokksstarfi okkar. Ekki fór fram hjá neinum að þar voru á ferð góðir félagar, samhent og glæsileg hjón. Við framsóknar- menn munum sakna Jónasar, eins af okkar traustustu félögum, í flokks- starfi okkar í Suðvesturkjördæmi. Þakka ég honum allar samverustund- irnar, stuðning og ráð á liðnum árum. Sigurveigu, Sigrúnu, Helgu, Jóni Er- lingi, Úlfhildi og öðrum aðstandend- um votta ég mína dýpstu samúð vegna fráfalls Jónasar. Megi Guð blessa minningu hans. Siv Friðleifsdóttir. Kær vinur og félagi er látinn. Stór er sá hópur vina og kunningja sem nú drúpir höfði með söknuði vegna frá- falls Jónasar frá Ystafelli. Hans verð- ur minnst af hlýhug og virðingu allra þeirra er til hans þekktu. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg samskipta okkar hjóna og Jónasar og Sigurveigar í nærri hálfa öld. Oddný mætti þeirra glaða viðmóti á Hvanneyri og Sveinn kynntist Jónasi fyrst í Gunnarsholti er hann vann þar af eldmóði að rann- sóknum á grösum og korni. Jónas var okkur síðar ómetanlegur ráðgjafi og vinur þegar við ung öxluðum ábyrgð í Gunnarsholti og forsvar landgræðslu- mála. Þá var Jónas aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra. Æ síðan hefur vegferð okkar hjónanna farið saman í lífsins ólgusjó, en aldrei bar nokkurn skugga á vináttu og tryggð. Þegar við hugsum til Jónasar kemur fyrst í hug- ann glaðværð og óbilandi áhugi hans á öllum þeim málefnum sem horfðu landsbyggðinni til heilla. Jónasi var falin forysta íslensku bændastéttar- innar um langt árabil og gegndi hann einnig fjölmörgum öðrum ábyrgðar- störfum sem hér verða ekki talin, en öllum þeim skilaði hann af einstakri alúð og hugsjón. Jónas var einstaklega ráðvandur og setti hag landsmála og landbún- aðar framar eigin hag. Einstök sam- viskusemi og elja einkenndi öll störf Jónasar og það var heiður að fá að starfa með honum. Hann hafði ríka réttlætiskennd og sagði skoðanir sín- ar umbúðalaust. Hann var samur við háa sem lága og var hafsjór af fróðleik um sögu landbúnaðar. Að leiðarlok- um er okkur efst í huga söknuður og þakklæti fyrir áratuga vináttu, drengskap og samskipti sem aldrei bar skugga á. Það var mikill heiður að fá að starfa með honum. Öll voru þau samskipti á einn veg, hann var traust- ur félagi, hreinn og beinn og frá hon- um stafaði mikilli innri hlýju. Hann var gæddur miklum mannkostum, góðum gáfum, velviljaður og vinfast- ur, sannur Íslendingur og afar heil- steypt manneskja. Hann kom til dyr- anna nákvæmlega eins og hann var klæddur og tjáði skoðanir sínar um- búðalaust. Það voru forréttindi að kynnast honum og minningin um góð- an dreng lifir. Sigurveig, börn þeirra, fjölskyldur, ættingjar og vinir kveðja nú mikilhæfan mann með söknuði. Við biðjum þeim guðs blessunar og vottum þeim okkar dýpstu samúð. Oddný og Sveinn í Gunnarsholti. Óhætt er að segja að Jónas Jóns- son hafi viljað bæta hag byggðanna með hverjum þeim hætti sem völ var á. Árið 1985 sat hann stofnfund nor- rænna samtaka sem kalla sig „Hela Norden ska leva, HNSL“, sem hafa það markmið að örva og efla lands- byggðina. Hann átti þátt í að mér var boðið að sitja stjórnarfund samtak- anna í Gautaborg árið 1986 og upp frá því hóf ég með hans hjálp undirbún- ing að stofnun velferðarfélaga á landsbyggðinni og heildarsamtaka til að þjóna þeim og sameina. Eftir markvissa vinnu okkar í fimm ár og með aðstoð frá HNSL tókst þetta og voru heildarsamtökin, Landsbyggin lifi, LBL, stofnuð 2001. Jónasi bauðst að verða fyrsti formaður LBL en hann þáði það ekki og mæltist til þess að ég tæki það að mér. Framkoma Jónasar í þessu máli bar vott um víðsýni hans og góða trú á konum til ábyrgðarstarfa, þ.á m. til stjórnunarstarfa í byggðamálum, jafnvel þótt þær ættu heima í Reykja- vík, sem var harla óvenjulegt. En að hans mati voru Íslendingar 15-30 ár- um á eftir frændum okkar á Norð- urlöndum í byggðaþróun. Jónas skynjaði að með opnu hug- arfari, góðri menntun og góðum upp- lýsingaskilyrðum gætu ólíklegir hlut- ir gerst til góðs fyrir íslenska byggð. Að hans mati gat fólkið í sveitum landsins haft miklu meiri áhrif á sín mál, ef það legði fram vinnu og vilja til verksins. Aðstoð frá Reykvíkingum gæti verið ómetanleg, ef vel tækist að stilla saman strengi. Hið góða traust, sem Jónas sýndi, stappaði í mig stálinu og ég var stað- ráðin í að láta verkin tala í formi góðra verkefna. Hugmyndir mínar varðandi byggðaþróun voru yfirleitt fyrst bornar undir Jónas. Eins mátti ég koma til hans í Bændahöllina, þegar ég þurfti á hjálp að halda, t.d. varð- andi greinar og ræður, því að Jónas var alltaf boðinn og búinn til að lesa yfir. Sem yfirlesari var hann sérlega vandvirkur, enda mikill unnandi ís- lenskrar tungu. Jónas átti það til að skamma mig en það gerði hann aðeins af því að hann vildi mér svo vel. Þegar grannt er skoðað hafa samskipti okk- ar, sem staðið hafa yfir í um 20 ár, ætíð verið á uppbyggilegu nótunum og mér þótti afar vænt um hann sem góðan mann. Í samskiptum okkar var Jónas alltaf hinn raunsæi gefandi en ég þiggjandi. Fyrsta byggðaþing LBL, sem jafn- framt var samnorrænt, var haldið í Hrísey árið 2002. Af því tilefni var Jónas fararstjóri í rútuferðalagi með frændum okkar á Norðurlöndum frá flugvellinum í Keflavík yfir Kjöl til Akureyrar. Framlag Jónasar gerði þá ferð sérstaklega eftirminnilega. Þegar stórbreytingar, sem við Jón- as vorum hvorug sátt við, urðu á stjórn LBL vorið 2003, sagði Jónas við mig ákveðið: „Fríða, eitt ætla ég að biðja þig um að gera. Haltu áfram með verkefnið Unglingurinn á lands- byggðinni.“ Ég jánkaði þessu og hef reynt að standa við orð mín. Jónas var sérstaklega ánægður með þetta verk- efni. Að hans mati var þarna eitthvað á ferðinni þar sem borgin og byggðin gátu bætt upp hvort annað, miðlað hvort öðru. Ég flyt eiginkonu Jónasar og börn- um innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Jónasar Jónssonar. Fríða Vala Ásbjörnsdóttir. Fallinn er frá einn af húnverjum Vesturbæjarlaugar, Jónas Jónsson, fyrrverandi búnaðarmálastjóri. Í sundlaugaranddyrinu höfum við hist nær hvern virkan dag síðastliðinn ald- arfjórðung, en hin síðustu ár í Laug- ardalslaug um helgar. Í maíbyrjun tjáði Jónas okkur, að hann þyrfti að gangast undir nýrnabrottnám vegna hnúts í nýranu. Sá reyndist illkynja og hefur nú dregið hann til dauða, 77 ára gamlan, langt um aldur fram að okkur finnst. Hann hafði að vísu oft vantað í sund í vetur og eftir á að hyggja hefur þar valdið nýrnamein- semdin, því enda þótt vitað væri, að ýmsir sjúkdómar aðrir herjuðu á fé- laga vorn hafði hann lítt látið þá hindra sig. Ævi og störf Jónasar munu aðrir rekja. Hér verður aðeins minnst góðs sundfélaga. Meðan beðið var morgunopnunar í anddyri Vest- urbæjarlaugar voru málefni dagsins reifuð, brotin betur til mergjar í pott- inum Örlygshöfn og loks staðan tekin á ný yfir kaffi- eða tebolla í forstof- unni. Langt er í frá, að öllum hafi sýnst hið sama um menn og málefni, en ganga mátti að því vísu, að Jónas héldi uppi harðri vörn fyrir allar at- hafnir framsóknarmanna og ekki síð- ur varði hann málstað bænda gegn því sem hann kallaði árásir krata á þá stétt. Já, dreifbýlið átti í honum óbil- andi málsvara og máttum við Kvos- arlýður oft sitja undir hörðum ákúr- um hans, þegar honum fannst keyra úr hófi barnaskapur okkar og fáviska um landsins gagn og nauðsynjar. Eins og fyrr er getið tjáði Jónas okkur í byrjun maí, að hann þyrfti að ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TRYGGVI BENEDIKTSSON, lést á elliheimilinu Grund, föstudaginn 27. júlí. Jarðarförin fer fram frá Digraneskirkju, fimmtu- daginn 2. ágúst kl. 13.00. Þórunn Björk Tryggvadóttir, Reynir Þór Ragnarsson, Kjartan Tryggvason, Þórunn Tómasdóttir, Gyða Dröfn Tryggvadóttir, Ástvaldur Traustason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær sonur okkar, bróðir og vinur, GUNNLAUGUR BJÖRNSSON, Bjarkarheiði 13, Hveragerði, lést af slysförum, laugardaginn 28. júlí. Útförin auglýst síðar. Ásta Gunnlaugsdóttir, Björn Guðjónsson, Guðjón Hugberg Björnsson, Hafþór Vilberg Björnsson, Valdís Ösp Árnadóttir. ✝ Okkar ástkæri, SIGURGEIR PÉTURSSON frá Ófeigsfirði, sem lést aðfaranótt mánudagsins 23. júlí, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju á morgun, fimmtudaginn 2. ágúst kl. 15.00. Jenný Haraldsdóttir, Arndís B. Sigurgeirsdóttir, Bára K. Kristinsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR ÁLFSDÓTTIR, áður til heimilis í Hamraborg 30, Kópavogi, sem lést fimmtudaginn 26. júlí á dvalarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi, verður jarðsett, fimmtu- daginn 2. ágúst kl. 15.00. Athöfnin fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartavernd. Fyrir hönd aðstandenda, Eygló Jónasdóttir, Kristján Gunnarsson, Álfheiður Jónasdóttir, Absalon Poulsen, Guðmundur Jónasson, Magnús Jónasson, Rannveig Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.