Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN U m og eftir næstu helgi fyllast fjölmiðlar af árstíðarbundnum fréttum af ölæði barna og unglinga og öðrum ólifnaði. Sýndar verða mynd- ir af tjaldstæðum sem líta helst út eins og ruslahaugar og rætt verður við misölvaða unga menn sem eru að skemmta sér í haugunum miðjum. Ég er ekki búinn að nefna það versta af öllu: Það verða líka fréttir af nauðgunum, ofsaakstri og öðru ofbeldi. Eiginleg viðbrögð verða eins og venjulega ekki önnur en þau að setja atburði helgarinnar í tölu- legt samhengi og bera saman við fyrri ár. Í kjölfarið fylgja svo viðtöl við skemmtanahaldara sem segja að það hafi verið örfáir sem hafi hagað sér illa, flestir gestir hafi verið sið- samt fjölskyldufólk. Þetta verður með öðrum orðum hefðbundinn verslunarmannahelg- arfréttaflutningur, alveg eins og verið hefur undanfarin ár og verður líklega um komandi ár. Liður í þess- um árvissa fréttaflutningi eru tíð- indi af „óviðunandi barna- og ung- lingadrykkju,“ sem hefur jú tíðkast á Íslandi frá örófi alda og virðist hér teljast nauðsynlegur þáttur í upp- vextinum, rétt eins og það er hefð- bundinn þáttur í umræðunni að óskapast yfir þessu. En þetta mun ekki breytast, hvað sem allri hefðbundinni umræðu líð- ur. Börn og unglingar á Íslandi munu halda áfram óhóflegri áfeng- isneyslu með tilheyrandi fórn- arkostnaði og umönnunarkostnaði. Af einhverjum ástæðum, sem ég hef aldrei skilið hverjar eru, telst þetta eðlilegt. Vænt þætti mér um ef ein- hver gæti útskýrt fyrir mér hvernig þetta getur verið eðlilegt, og hvers vegna þessi (meinti) „fámenni“ hóp- ur fær sífellt að ráða ferðinni. Við hin, þessi furðufyrirbæri sem vita fátt leiðinlegra en fyllirí og ölv- að fólk, munum halda áfram að borga brúsann og verða fyrir barðinu á skemmdarfýsninni sem unglingarnir fá útrás fyrir í ölæð- inu. Og við höldum áfram að láta þetta yfir okkur ganga vegna þess að frekjan í fyllibyttunum er okkur einfaldlega ofviða. Eða vegna þess að við erum svona meðvirk, ég skal ekki segja. Ég held samt að það sé kominn tími til að við hættum þessari með- virkni, hættum að láta í minni pok- ann og skerum upp herör gegn bytt- unum. Í þeim tilgangi legg ég til að fyrir verslunarmannahelgina á næsta ári verði settar upp sérstakar ölbúðir einhvers staðar á hálendinu og öllum börnum og unglingum landsins boðið þangað á mikið fyllirí á kostnað hins opinbera. Svæðið verði girt af og innan þess haft frið- argæslulið og sjúkralið. Þetta svæði þyrfti að hafa svo langt í burtu frá allri mannabyggð að við teprurnar yrðum ekki varar við óeirðirnar og mannfallið innan girðingarinnar. Til að fá smá tekjur af þessu má selja erlendum ferða- mönnum safaríferðir í ramm- byggðum jeppum um svæðið. Einn- ig mætti hleypa þangað ýmsum vísindamönnum, til dæmis fé- lagsfræðingum, mannfræðingum og afbrotafræðingum, sem vísast gætu aflað þarna mikilvægra gagna í rannsóknir. Þeir sem veljast til friðargæslu- og hjúkrunarstarfa á svæðinu þurfa að vera þrautreyndir og fá há laun með mikilli áhættuþóknun. Ég verð að viðurkenna að sjálfur myndi ég ekki vera tilbúinn í starfann, sama hve há laun væru í boði. Ég er ein- faldlega ekki nógu sterkur til þess, hvorki líkamlega né andlega. Þessar búðir myndu ennfremur hafa forvarnargildi, því að þær yrðu einskonar darvinsk skilvinda sem myndi greina þá einstaklinga, sem hafa erfðabundna tilhneigingu til of- neyslu áfengis, frá hinum en kost- urinn væri sá að þarna kæmi erfða- gallinn snemma fram og hægt væri að senda viðkomandi einstaklinga strax í meðferð og spara þannig samfélaginu mikinn umönn- unarkostnað í framtíðinni, að ekki sé nú minnst á að samfélaginu yrði hlíft við ónæðinu af þessu fólki og jafnvel misindisverkum þess. Þótt vissulega myndi þetta kosta ríkissjóð eitthvað væri þar einfald- lega um að ræða kostnað við sjálf- sagða þjónustu við stóran, þögulan þjóðfélagshóp sem fram að þessu hefur sætt hálfgerðri kúgun af hálfu minnihlutans sem ekki kann að fara með áfengi og hefur talið sjálfsagt að láta hina borga brúsann. Hvernig stendur til dæmis á því að almennir skattgreiðendur þurfa að borga „hótelkostnaðinn“ fyrir þá sem lögreglan hirðir upp af götunni um helgar og vistar í fanga- geymslum? Af hverju má ekki rukka þessa einstaklinga þegar þeir rakna úr rotinu? Hvers vegna er þeim sem lögreglan þarf að hafa af- skipti af vegna ölvunar ekki sendur reikningur fyrir „umönnunarkostn- aði?“ Ég er afskaplega ósáttur við að það sem ég borga í skatta skuli að einhverju leyti fara í að greiða kostnaðinn af annarra manna fyll- iríum. Hjá þessu mætti að miklu leyti komast með því að sía snemma úr þá sem hafa erfðabundna tilhneig- ingu til stjórnlausrar áfengisneyslu, og hefja þegar í stað viðeigandi meðhöndlun. Áfengissýki er bæði sjúkdómur og samfélagsmein, og því er nauðsynlegt að koma upp einskonar „leitarstöð,“ líkt og starf- ræktar eru í forvarnarskyni gegn öðrum sjúkdómum, eins og til dæm- is krabbameini. Ölbúðir á af- skekktum stað gætu orðið slík leit- arstöð. Til að fyrirbyggja misskilning vil ég að lokum taka fram að ég er ekki bindindismaður. Þvert á móti. Eng- inn dagur án bjórs. En ég verð víst að viðurkenna að ég fell í hóp þess- ara undarlegu einstaklinga sem drekka ofboðslega lítið í einu. Þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir á yngri árum tókst mér ekki að tileinka mér hið hefðbundna íslenska ofdrykkju- mynstur, enda hef ég aldrei náð að falla í neinn hóp. Ég hef hingað til farið með þenn- an ágalla minn eins og mannsmorð, að viðlagðri fyrirlitningu og útskúf- un samfélagsins. En núna er ég kominn út úr skápnum og ætla að berjast fyrir viðurkenningu og rétt- indum hófdrykkjufólks á Íslandi. Mikil ölvun » Þessar búðir myndu ennfremur hafa for-varnagildi, því þær yrðu einskonar darvinsk skilvinda sem myndi greina þá einstaklinga, sem hafa erfðabundna tilhneigingu til ofneyslu áfeng- is, frá hinum. BLOGG: kga.blog.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is Í FJÖLMIÐLUM undanfarnar vikur hefur verið fjallað um langan biðlista í augasteinsaðgerðir á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi (LSH). Um 800 sjúklingar bíða nú eftir að komast í slíka aðgerð, en þetta er algengasta aðgerð sem fram- kvæmd er á Íslandi. Þessir sjúklingar eru margir hverjir komnir með alvarlega skerta sjón af þessum sökum með minnkandi lífs- gæðum, vinnutapi og aukinni slysahættu sem af því hlýst. Biðlistarnir hafa verið gríðarlangir í mörg ár. Þessa aðgerð, sem aðeins tekur um 10-15 mínútur að fram- kvæma, mætti sem best framkvæma utan sjúkrahúss en af ýmsum orsökum hefur sú ekki orðið raunin. Í nágrannalöndum okkar eru allt að 70% þessara aðgerða fram- kvæmd utan spítala, en hingað til hafa allar aðgerðir hér á landi verið framkvæmdar á LSH, St. Jósefsspít- ala og Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri. Augnlæknastöðin Sjónlag hef- ur nú fyrst augnlæknastöðva hér á landi útbúið skurðstofu þar sem hægt er að gera slíkar aðgerðir utan spít- ala. Ekkert var til sparað við hönnun skurðstofunnar og þar er að finna fullkomna augnskurðsmásjá, eitt besta augasteinsaðgerðartæki sem völ er á auk þeirrar þekkingar sem nauðsynleg er til að framkvæma þessar einstöku aðgerðir, þar sem nýr gerviaugasteinn er settur í stað hins matta augasteins. Þessi skurð- stofa hefur nú staðið nánast ónotuð í nær tvö ár á meðan ársbiðlisti er í slíka aðgerð á sjúkrahúsunum. Við augnlæknarnir í Sjónlagi, sem auk undirritaðs eru Óskar Jónsson og Ólafur Már Björnsson, auk meðeig- anda Sjónlags og tækni- stjóra, Stefáns Guð- johnsen, áttum nokkra fundi með þáverandi heilbrigðisráðherrum, Jóni Kristjánssyni og Siv Friðleifsdóttur. Við bentum ráðherrunum á að með því að ríkið gerði samning við Sjón- lag mætti leysa biðlist- avandamál í auga- steinsaðgerðir á einu ári. Því miður sáu þau sér ekki fært að fara þessa leið til að leysa vanda þeirra sjúklinga sem bíða aðgerðar. Andstaða augndeildar LSH og yfirstjórnar LSH hefur verið mikil í þessu máli og er einkennilegt að ráðamenn innan LSH vilji ekki stuðla að því að fólk komist fyrr í slíka aðgerð heldur halda fast í einokunar- aðstöðu sína. Við bendum á eftirfar- andi: 1. Líkt og fyrr hefur verið nefnt er meirihluti slíkra aðgerða fram- kvæmdur utan spítala í öllum ná- grannalöndum okkar. Ástæða þessa er einföld: Tækninni hefur fleygt svo mikið fram að engin ástæða er til að framkvæma aðgerðina í svo dýru húsnæði sem spítalarnir halda úti. 2. Fjöldi fólks sem þarf slíkar að- gerðir fer vaxandi með batnandi að- gerðum og auknum fjölda aldraðra einstaklinga hér á landi. 3. Ekki er um að ræða einkavæð- ingu, heldur einungis að einkafyr- irtæki geri samning við ríkið um að framkvæma slíkar aðgerðir utan sjúkrahúss eins og tíðkast í ná- grannalöndum. Greiðsluþátttaka sjúklinga yrði því sú sama og innan spítala. 4. Staðan í þessum málum er álíka alvarleg og í bæklunarskurðlækn- ingum, áður en farið var að fram- kvæma allstóran hluta þeirra aðgerða utan spítala. Í kjölfarið styttust bið- listar gríðarlega í ýmsar bæklunar- aðgerðir. Við í Sjónlagi hlökkum til að eiga fund með nýjum ráðherra heilbrigð- ismála. Við erum bjartsýnir á að Guð- laugur Þór muni færa augnlækningar inn í 21. öldina með glæsibrag. Þarf að bíða í heilt ár eftir 10 mínútna aðgerð? Jóhannes Kári Kristinsson skrifar um augasteins- aðgerðir og biðlista »Dr. Jóhannes KáriKristinsson augn- læknir spyr hvort nú sé ekki vilji fyrir hendi til að útrýma biðlistum í augasteinsaðgerðir – á aðeins einu ári. Jóhannes Kári Kristinsson Höfundur er doktor í læknis- fræði og augnlæknir á augnlækna- stöðinni Sjónlagi. FYRIR skömmu opnaði ég heima- síðu í þeim tilgangi að hjálpa Íslend- ingum að kaupa ódýr lyf frá sænska Apótekinu. Hugmyndin að þjónust- unni byggist á þeirri grein lyfjalaga, sem heimilar einstaklingum að flytja inn lyf til eigin nota frá Evrópusam- bandslöndum og fá þau send til Íslands með pósti. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Mjög margir höfðu samband en það er kunnara en frá þurfi að segja að Lyfjastofnun úrskurð- aði þessa starfsemi ólöglega. Sigurbjörn Gunn- arsson, fram- kvæmdastjóri Lyfju hf., sá ástæðu til að skrifa grein í Mbl. 23.7. um verðdæmi sem ég birti á heima- síðunni (www.minlyf.net) þar sem hann vill sýna fram á hagkvæmni lyfja á Íslandi í samanburði við helstu samanburðarlönd okkar. Eitt helsta haldreipi hans er ein röng tala á heimasíðunni – en niðurstaðan er enn hin sama. Ákveðin lyf eru afar dýr á Íslandi. Sigurbjörn heldur því fram að til- tekið lyf hjá MínLyf sé 79% dýrara en sambærilegt lyf úr ákveðnu apó- teki á Íslandi. Sigurbjörn hefur vondan málstað að verja og hann tekur þann pólinn í hæðina að best sé að rangtúlka og misskilja. Misnotk- un talna er þekkt vopn en bitlítið. Sigurbirni verður það á að taka sem dæmi samheitalyfið Simvastatin Portfarma sem kostar 4.239 íslensk- ar krónur (skv. lyfjaverðskrá), en apótek geta veitt einhvern afslátt við afgreiðslu lyfsins. Ódýrasta sam- bærilega lyf (og jafnmargar töflur) kostar 550 íslenskar krónur í sænska Apótekinu (hér er sanngjarnt að nefna að lyf í Svíþjóð eru und- anþegin virðisaukaskatti). Ef þetta lyf er keypt hjá MínLyf bætast við umboðslaun sem eru 500 íslenskar krónur og flutningskostnaður sem er á bilinu 500-1000 íslenskar krónur (upphæðin fer eftir stærð og þyngd pakkningar og í þessu dæmi er flutn- ingskostnaðurinn 500 krónur). Heildarverðið frá MínLyf er því 1.550 íslenskar krónur að viðbættum íslenskum virðisaukaskatti sem er 380 krónur (24,5%). Verðið sem neytandinn greiðir er því 1.930 krón- ur. Uppgefið verð á heimasíðu MínLyf er 2.330 krónur, það verð sem var í gildi þegar heimasíðan var opnuð. Sú niðurstaða Sig- urbjörns að tiltekið lyf sé 79% dýrara sé það keypt frá Svíþjóð vekur athygli – einkum vegna þess að hún fær ekki staðist. Tilfellið er að það er 30% ódýrara en lægsta verð sem Sig- urbjörn nefnir í grein sinni og segir hann að þá sé auk þess búið að niðurgreiða lyfið á Íslandi og samanburðurinn því ósanngjarn. Miðað við uppgefið verð í lyfja- verðskrá (4.239 kr.) er lyfið 54% ódýrara ef það er keypt hjá MínLyf (þrátt fyrir hlutfallslega háan auka- kostnað) og 87% ódýrara ef notandi lyfsins er svo heppinn að geta keypt það sjálfur í sænska Apótekinu á ferð sinni til Svíþjóðar. Ekki er enn ljóst hvernig stjórn- völd ætla að bregðast við þeirri þjón- ustu sem ég hef kynnt á heimasíð- unni minlyf.net. Hvað sem öðru líður þá verður að endurskoða verðmynd- un lyfja á Íslandi og skapa raunveru- legar samkeppnisaðstæður og mark- að fyrir samheitalyf á Íslandi. Ég vil að lokum taka dæmi sem æði margir þekkja. Sveppasýkingar í húð eða nöglum eru algengar og þekktur fylgikvilli sundferða Íslend- inga. Algengur skammtur af lyfi gegn sveppasýkingum kostar tæp- lega 30 þúsund íslenskar krónur. Sambærilegt lyf kostar 1.575 ís- lenskar krónur í sænska Apótekinu. Í þessu sambandi vil ég benda á heimasíðuna www.lfn.se, þar sem hægt er að skrá inn heiti lyfs og fá uppgefið verð í sænska Apótekinu. Lyf eru of dýr á Íslandi Framkvæmdastjóri Lyfju hefur vondan málstað að verja, segir Aðalsteinn Arnarson » Algengur skammturaf lyfi gegn sveppa- sýkingum kostar tæp- lega 30 þúsund íslensk- ar krónur. Sambærilegt lyf kostar 1.575 íslensk- ar krónur í sænska Apó- tekinu. Aðalsteinn Arnarson Höfundur er læknir. MORGUNBLAÐIÐ er með í notkun móttökukerfi fyrir aðsendar greinar. Formið er að finna ofarlega á forsíðu fréttavefjarins mbl.is undir liðnum „Senda inn efni“. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvu- pósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerfið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerða reiti. Næst þeg- ar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minning- argreinar, eru vinsamlegast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttökukerfi aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.