Morgunblaðið - 01.08.2007, Page 10

Morgunblaðið - 01.08.2007, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Je minn, nú hafa þeir dottið í það einu sinni enn, Engla mín. VEÐUR Óánægja með kvótakerfið er vax-andi skv. nýrri skoðanakönnun Gallup. Um 72% þjóðarinnar eru óánægð með kerfið en einungis 15% lýsa ánægju með það. Hinum óánægðu hefur fjölgað verulega á síðustu árum.     Hvað veldur?     Að hluta til máleita skýring- arinnar í þeim umræðum, sem fram hafa farið undanfarnar vik- ur um meint brot á lögum og reglum um kvótakerfið.     Bæði Morgunblaðið og aðrir fjöl-miðlar hafa fjallað um þau mál. Viðbrögð, sem ritstjórn Morgun- blaðsins hefur fengið vegna greina Agnesar Bragadóttur, blaðamanns Morgunblaðsins, um þennan þátt málsins hafa verið mjög sterk, svo vægt sé til orða tekið og komið frá grasrótinni um allt land.     Þótt forystumenn í sjávarútvegihafi mótmælt þessum ásök- unum er upplifun hins almenna borgara við sjávarsíðuna sú, að rétt sé með farið í öllum megindráttum.     Meginástæðan er þó sú, að al-menningi ofbýður, þegar handhafar kvóta í einstökum byggðarlögum selja kvótann, fara með peningana og skilja byggð- arlögin eftir í sárum og fólkið at- vinnulaust.     Reiðin meðal almennings er vax-andi.     Kvótakerfið er komið í öngstrætiá nýjan leik.     Stjórnmálamennirnir geta ekkisetið þegjandi hjá. STAKSTEINAR Vaxandi óánægja SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                        *(!  + ,- .  & / 0    + -                      12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                   !" "   :  *$;< """"                       ! "  # $ %         *! $$ ; *! #$ %"!  "$ "!  & '! (' =2 =! =2 =! =2 #&!% ")  *"+ ',  ; >         /    #'%" " "$% ' ! - " !' "  . /!"!  "$ '. =7  0$( "'  "! "  $    '-" " % " "1' "2   "!"" $(."+  " "$  . =   +   "  -" "$3 #45 "#65 "' " $(."#  "74 -" "$ ", $  " '5"  $  ."0 "" ""  2-" "" "" "2 " . 82 ""'99 '!""6 ' '")  3'45 ?4 ?*=5@ AB *C./B=5@ AB ,5D0C ).B . - - . . .  . . . . . .  . .  . . .  . - - - - - - - - - - - - - -            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ María Kristjánsdóttir | 31. júlí Hvað hefur orðið um þjóðarkökuna? Það er nefnilega ekki langt síðan að hvorki stjórnmálamenn ís- lenskir eða verkalýðs- leiðtogar opnuðu ekki munninn án þess að tala um „réttláta skiptingu þjóð- arkökunnar“ og urðu alveg sér- staklega hátíðlegir í fasi þegar það orð kom fram á varirnar. En hvar geyma þeir „þjóðarkökuna“ núna? Myglar hún inn í skáp eða gáfu þeir hana í neyðarhjálp til Afríku? Meira: mariakr.blog.is Gestur Guðjónsson | 31. júlí Hátt áfengisverð hefur áhrif á lýðheilsu Í Noregi og Svíþjóð er farin sama leið og hér á Fróni, aðgengi að áfengi er takmarkað og verðið er hátt. Því er ekki til að dreifa í Dan- mörku. Í því sambandi er afar áhugavert að benda á að meðalaldur Dana, einna Vestur-Evrópuþjóða, fer lækkandi. Er talið að áfengisneysla, reyk- ingar og óhollt mataræði skýri þessa óheillaþróun. Meira: gesturgudjonsson.blog.is Atli Fannar Bjarkason | 31. júlí Ég borga 24 þúsund kall Ég skulda skattinum rúman 24 þúsund kall. (...) Pælí köllum eins og Hreiðari Má Sigurðssyni hjá Kaupþingi. Hann borgar 400.165.920 krónur í op- inber gjöld. Það er ógeðslega mik- ið af peningum. En iss piss, hon- um munar ekkert um þetta. Hann borgar einhverjar skitnar 80.033.184 krónur á mánuði þang- að til í desember. Meira: atlifannar.blog.is Þorleifur Ágústsson | 31. júlí Veit ekki vandinn að lausnin er löngu fundin? Mér finnst áhugavert að búa á litlum stað fyrir vestan. Ekki vegna þess að stutt er í allar áttir. Nei, af því að þar kemst maður í kynni við kalla sem kunna sko að leysa vandann. Ef ég til dæmis fæ mér göngutúr niður á bryggju og er svo heppinn að hitta kall eða tvo sem eru að landa eða gera sig klára í róður – nú þá er ekki að spyrja að því – þeir eru með lausn- ina á vandanum sem steðjar að í sjáv- arútveginum. Með þetta alveg á hreinu og eru bit á þekkingarleysi vitringanna með diplómun á Hafró – svo ég tali nú ekki um ekkisens vit- leysuna í ráðherranum að hlusta á slíkt bull sem prentað er í metravís og kallast veiðiráðgjöf. Ja svei mér þá segja þeir og slá sér á lær. Nú, svo þegar ég er búinn að fá lausn vandans í hafinu og held áfram göngunni uppi á yfirborðinu þá getur vel verið að ég fái mér kaffisopa í vél- smiðju einni hér í bæ – og þar er ekki bara verið að leysa fiskveiðivandann – nei þar er allt leyst – yfir heitum kaffi- bolla og meððí. Já – vegleysurnar og kílómetrarnir suður styttast svo skiptir tugum kílómetra – fjöll eru boruð – firðir þveraðir – nýjasta tækni og tól hönnuð til verksins og ég varla kominn niður í hálfan bolla. Og ekki þarf maður að óttast að kaffið kólni því hitinn er slíkur í mann- skapnum að það liggur við að allt sjóði uppúr. […] Nú auðvitað held ég göngunni áfram – dagurinn vart hálfnaður og ég orðinn verulega spenntur – hafði ekki hugmynd um hve auðvelt og aug- ljóst þetta væri allt – nú, maður hefur jú aldrei mígið í saltan sjó eða fjöruna sopið – hvað þá að hafa fest bílinn uppi á alvöru vestfirskri heiði um miðjan vetur – svona maður eins og ég „aungra manna að norðan“ eins og einn kallinn benti mér á þegar ég sagði honum að ég ætti engar ættir að rekja vestur. […] Já, maður lærir margt á því að búa í litlu samfélagi – eitthvað svo langt frá orsök vandans en svo nálægt lausninni. Kannski er það bara svo að vandinn og lausnin eiga ekki heima á sama stað – vandinn fyrir sunnan og lausnin fyrir vestan – og samskiptin föst á heiðinni? Meira: tolliagustar.blog.is BLOG.IS Í KJÖLFAR þess að reykingabann tók gildi á veitingastöðum hefur lög- reglan orðið þess vör í auknum mæli að fólk taki með sér veigar þær sem veittar eru á öldurhúsum bæjarins út undir bert loft. Þetta er bagalegt því samkvæmt 3. mgr. 19. gr. áfengislaga er með öllu bannað að áfengi sem selt er á veitingastað sé borið þaðan út af gestum staðarins eða öðrum. Undantekningar geta þó verið á þessu á sérstaklega afmörkuðum svæðum fyrir utan skemmtistaði hafi staðurinn fengið leyfi þar um. Þau eru þó takmörkuð við ákveðin svæði fyrir utan veitingastaði og eru jafnan ekki í gildi eftir kl. 22 á kvöld- in. Lögreglan vekur athygli á því að skv. lögum um veitingastaði, gisti- staði og skemmtanahald skal lög- reglustjóri án fyrirvara eða aðvör- unar stöðva leyfisskylda starfsemi þegar hún fer út fyrir mörk og skil- mála leyfis eða brýtur gegn ákvæð- um laga. Þá er ennfremur kveðið á um að misbeiti leyfishafi, sem hefur leyfi til að veita áfengi, leyfi sínu, t.d. með því að virða ekki tímamörk þess, varði það refsingu samkvæmt áfengislögum. Morgunblaðið/Ómar Öl Ötull starfsmaður knæpu ber inn bjórkútana handa þyrstum lýðnum. Áfengislög víða brotin eftir reykingabann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.