Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „HÉR veiddust um 110 laxar á dag um helgina og bestu morgnarnir hafa gefið um 70 laxa,“ segir Einar Lúðvíksson, umsjónarmaður Eystri- Rangár, en þar veiðast laxar örar og betur en annars staðar á Íslandi þessa dagana. Er veiðin komin yfir 1.100 fiska. Eins og fram kom í töflu sem birtist í Morgunblaðinu um helgina er Eystri-Rangá eina áin af þeim tuttugu aflahæstu, þar sem veiðin í ár er í líkingu við veiðina síð- ustu tvö sumur. Síðustu fimm daga hafa veiðst yfir 500 laxar í ánni. „Öll svæði hafa gefið vel en bestu svæðin eru þau neðstu, eitt, tvö og þrjú, og svo er geysilega mikið af laxi á sjötta svæði,“ segir Einar. Laxinn er mjög vel haldinn Áin á til að skolast eftir mikil vatnsveður en veiðimenn hafa slopp- ið við það í blíðunni í sumar, hvað sem kann að gerast núna í vikunni, fyrst loksins er farið að rigna. „Lítið gekk af laxi milli 10. og 20. júlí en síðan hafa göngurnar verið af- ar öflugar. Það hefur komið inn rosa- legt magn af fiski. Meðalveiðin hjá okkur í júlí síðustu ár er um 1.000 laxar; sá fjöldi hefur nú veiðst í seinni hluta mánaðarins.“ Einar segir laxana sem gengu fyrst í sumar hafa verið frekar smáa og magra, en það hafi gjörbreyst með þessum nýju göngum. „Þetta eru fínir fiskar, smálaxahængar allt að fjögur kíló. Þessir fiskar eru mun betur haldnir en þeir sem gengu fyrst og líka betri en þeir sem veidd- ust í fyrra. Ástandið í hafinu virðist því vera gott núna. Svo er sjóbirt- ingur svolítið byrjaður að veiðast og þeir eru hnöttótir! Þeir eru að veið- ast alveg efst í ánni, grálúsugir, og gefa laxinum ekkert eftir í stærð.“ Einar segir veiðimenn því vera al- sæla þessa dagana. Hann kaupir nokkuð af hrygnum af veiðimönnum í klak og hann segir áberandi að hreistrið á hrygnunum sé fastara en hann eigi að venjast, það sé eins og þær hafi beðið með að ganga í ána, þótt þær hafi verið til- búnar til þess. „Þegar svo er er oft minni tökugleði í honum. Það kæmi mér ekki á óvart að þetta væri raun- in víðar,“ segir Einar. Verður nóg af hrygningarlaxi Einar hefur ekki áhyggjur af lax- veiði á næstu árum þótt veiðin taki einhverja sveiflu niður nú í sumar. „Menn eiga ekki að hafa áhyggjur af lífríkinu í ánum, það verður nóg af laxi í ánum í haust til að hrygna. Svona er lífríkið, það koma í það sveiflur og eftir góð veiðiár verður oft hrun – þótt útkoman sé í raun meðalveiði þegar á reynir.“ Eins og við mátti búast hefur einn- ig verið góð veiði á eystri bakka Hólsár, en lax á leið í Rangárnar og Þverá í Fljótshlíð strikar þar í gegn. Tveir dagar fyrir helgi gáfu 40 fiska, þar af 30 laxa. Samkvæmt upplýs- ingum Ásgeirs Ásmundssonar leigu- taka stefnir í metveiðisumar á eystri bakkanum. Síðustu morgnar í Eystri-Rangá hafa gefið um 70 laxa hver Morgunblaðið/Einar Falur Göngulax Veiðimaður glímir við lax við Laxfoss í Kjósinni. Fiskurinn tók hits í einu af fyrstu köstum morgunsins. Rífandi gangur er í lax- veiðinni í Eystri-Rangá, sem ólíkt flestum öðrum laxveiðisvæðum heldur sínu ef miðað er við veið- ina síðustu tvö sumur. Yfir 500 laxar hafa veiðst síðustu fimm daga. „ÞAÐ komu 11 upp í morgun en það er ekkert að draga úr veiðinni. Fiskurinn gengur á fullu og 1.498 eru farn- ir gegnum teljarann,“ sagði Magnús Sigurðsson, veiði- vörður í Elliðaánum, í gær. Þá höfðu 559 laxar veiðst í ánum, sem eru meðal fárra laxveiðiáa sem vel hefur veiðst í í sumar. Um helgina veiddust 32 laxar hvorn daginn, á sex stangir, eða rúmlega fimm laxar á hverja dagsstöng. Margir hafa tekið kvótann í sumar, en það eru þrír laxar. Þeir sem veiða bara á maðk hafa marg- ir, að sögn Magnúsar, verið komnir með kvótann eftir þrjá tíma og þá ekki getað veitt meira, en aðrir beita þá flugustönginni, veiða og sleppa. Þannig hafa menn náð allt að tíu til tólf fiskum á flugu á hálfum degi. „Það er rosalegt magn af fiski ofar í ánni, sem er gott, en áin er smám saman að rétta úr kútnum. Við þurfum samt að fara varlega áfram. Einhverjir hafa verið að tala um að auka kvótann aftur en það er engin ástæða til þess, tímar kraftaveiðinnar eru liðnir.“ Hann sagði langa biðlista eftir leyfum á skrifstofu SVFR. „Ég er mjög ánægður með þetta fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefur sett mikla peninga í ána; þessar ár eru mikið borgarstolt,“ sagði Magnús. „Þessar ár eru mikið borgarstolt“ Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ÚTLENDINGAR sem aka hér á landi verða héðan í frá fræddir betur um löglegan hámarkshraða á vegum og aðrar umferðarreglur en verið hefur. Einblöðungi sem lögreglan á Hvolsvelli hefur látið framleiða í samvinnu við Vegagerðina og helstu bílaleigur verður dreift til útlend- inga en mjög hefur borið á hrað- akstri þeirra undanfarið. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögreglu- þjónn á Hvolsvelli, hafði umsjón með verkefninu sem var hluti af frum- kvöðlastarfi innan embættis ríkis- lögreglustjóra síðastliðinn vetur, sem miðaði að því að rannsaka or- sakir afbrota. Valdi lögreglan á Hvolsvelli þetta rannsóknarefni því umdæmið er víðfeðmt, stór hluti af þjóðvegi eitt er innan þess og margir malarvegir. Útlendingar með 45% sektanna Sveinn Kristján segir að undan- farinn einn og hálfan mánuð hafi 740 ökumenn verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur af lögreglunni á Hvolsvelli. Þar af voru 330 útlend- ingar eða um 45%. Þetta segir hann 11% aukningu á hraðabrotum út- lendinga frá sama tíma á síðasta ári, sem bendir til þess að vandamálið sé að aukast. Stefnt var að því við hönnun ein- blöðungsins að hann væri auðlesinn, fljótlesinn og skiljanlegur. Vonast Sveinn til að hraðakstri útlendinga linni í kjölfarið enda sektirnar mörg- um þeirra þungur baggi. Ferðamenn fræddir um hraðasektirnar MIKILL meirihluti þjóðarinnar er óánægður með kvótakerfið, að því er segir í Þjóðarpúlsi Gallups sem birt- ist í gær. Einungis 15% þjóðarinnar eru ánægð með fiskveiðistjórnunar- kerfið í núverandi mynd, en 72% eru óánægð og er það svipað hlutfall og mælst hefur í fyrri könnunum Gall- up, frá árinu 1998 og 2004. Hæst er hlutfall óánægðra meðal eldri kynslóðarinnar, en um 79-80% fólks á aldrinum 45-75 ára fólks eru óánægð með kerfið. Yngri kynslóðin virðist hinsvegar ekki hafa eins sterkar skoðanir á kvótakerfinu því rétt um 55% fólks á aldrinum 18-24 ára lýstu óánægju sinni, en 20% þeirra tóku ekki afstöðu. Fleiri vilja afnema en áður Samkvæmt mælingu Gallup vilja um 60% þjóðarinnar breytingu á kvótakerfinu. Þetta er nokkuð lægra hlutfall en hefur mælst í fyrri könn- unum, en hinsvegar ber á það að líta að þeim sem vilja leggja kerfið niður hefur fjölgað um 6 prósentustig og eru nú 25%. Fjöldi þeirra sem vill halda kvótakerfinu óbreyttu stendur hinsvegar nokkurn veginn í stað, eða í um 15%. Þegar þeir sem vildu breytingar á kerfinu voru spurðir með hvaða hætti rétt væri að breyta því sögðust rúm 10% vilja byggðakvóta og tæp 9% vilja afnema frjálst framsal veiði- heimilda, að því er segir í Þjóðar- púlsinum. Um 42% gerðu ekki frek- ari grein fyrir óskum sínum um breytingar. Þau 25% sem vildu leggja kvótakerfið niður voru í fram- haldinu spurð álits á því hvað ætti að Meirihluti þjóðarinnar vill breytingar á kerfinu Morgunblaðið/Kristinn Óánægja Viðhorf þjóðarinnar er almennt neikvætt gagnvart kvótakerfinu koma í staðinn. Flestir þeirra vilja sóknardagakerfi, en næstflestir telja að gefa ætti veiði frjálsa. Þeir sem kjósa Sjálfstæðisflokk- inn eru mun ánægðari með kerfið en fylgismenn annarra flokka, eða um 23%, samanborið við 11% kjósenda Samfylkingar, 18% kjósenda Fram- sóknar, 12% kjósenda Frjálslyndra og 10% kjósenda Vinstri grænna. Styðja sjávarútvegsráðherra Hvað varðar ákvörðun sjávarút- vegsráðherra um skerðingu þorsk- kvótans kemur fram að rúmur helm- ingur, eða um 55%, styðja ákvörðunina, en um 37% eru henni ósammála. Mestan stuðning er að finna meðal kjósenda Vinstri grænna, eða 61%, en minnstan með- al stuðningsmanna Frjálslyndra, um 33%. Traust almennings á Hafrann- sóknastofnun mælist í meðallagi, um 53%, en í samanburði má geta þess að um 85% þjóðarinnar ber traust til Háskóla Íslands, 52% til þjóðkirkj- unnar og 29% til Alþingis. Í HNOTSKURN »Könnunin var gerð meðal18-75 ára fólks af öllu landinu og var svarhlutfall um 62%. »Ekki var marktækur mun-ur á viðhorfi til kvótakerf- isins eftir búsetu eða menntun, en karlar eru ánægðari með kerfið en konur, því 21% segist ánægt á móti 9% kvenna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.