Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 36
Ef hann er saxaður koma tárin; sann- leikurinn birtist því aðeins að hann sé flysjaður … 41 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is EIN besta hljómsveit íslenskrar popp- og rokk- sögu, Hinn íslenski Þursaflokkur, undirbýr nú endurkomu sína. Sveitin ætlar að halda stórtón- leika í Laugardalshöllinni í febrúar á næsta ári og mun þar njóta fulltingis CAPUT-hópsins. „Undir- búningur fyrir tónleikana er rétt að hefjast,“ segir Egill Ólafsson, forsprakki sveitarinnar. Rekja má upphaf Þursaflokksins til ársins 1977 þegar Egill sagði skilið við Spilverk þjóðanna og kallaði til liðs við sig þá Tómas Tómasson bassa- leikara, Þórð Árnason gítarleikara, Ásgeir Óskarsson trommuleikara og Rúnar Vilbergsson fagottleikara. Síðar slóst Karl J. Sighvatsson hljómborðsleikari í hópinn og Hinn íslenski Þursaflokkur hélt sína fyrstu tónleika í febrúar árið 1978. Tónleikarnir í Laugardalshöll munu því marka 30 ára afmæli sveitarinnar. Þursaflokkur- inn sendi frá sér þrjár hljóðversplötur og eina tón- leikaplötu en lagði svo upp laupana árið 1983. Þursarnir hafa lítið komið saman síðan þá en spiluðu þó á frægum minningartónleikum um Karl J. Sighvatsson, sem haldnir voru í Þjóðleik- húsinu 4. júlí árið 1991, en Karl lést í bílslysi á Hellisheiði 2. júní það sama ár. Á tónleikunum í febrúar verður Þursaflokkur- inn skipaður þeim Agli, Þórði, Ásgeiri, Tómasi og Rúnari, en ekki er komið á hreint hver leikur á hljómborðið í stað Karls. „Við erum enn að spá í þann mann,“ segir Egill. Vilja nota fleiri liti „Þessi hugmynd, að setja þessi lög í þennan búning, hefur verið lengi í deiglunni og kom raun- ar upp löngu áður en það varð vinsælt að popp- hljómsveitir færu að vinna með sinfóníuhljóm- sveitum. Þessi hugmynd kom eiginlega strax upp árið 1985, og þá að vinna með sinfóníuhljómsveit. Það varð hins vegar ekki, en svo kom þetta aftur upp núna,“ útskýrir Egill. „Eftir að hafa hugsað málið og rætt þetta okkar á milli fannst okkur snjallt að gera þetta með aðeins öðrum hætti og vera ekki með sinfóníska hljómsveit heldur aðeins minna batterí. Við viljum freista þess að nota fleiri liti og þá kom CAPUT-hópurinn strax upp,“ segir Egill, en Guðni Franzson verður stjórnandi á tón- leikunum. „Svo höfum við fengið til samstarfs við okkur nokkur af höfuðtónskáldum þjóðarinnar til að vinna að útsetningum. Eitthvað gerum við sjálfir en það er fengur af mönnum eins og Hauki Tómassyni og Hróðmari Inga Sigurbjörnsyni til að útsetja,“ segir Egill og bætir við að fleiri muni líklega bætast í þann hóp. Hvað lagaval á tónleikunum varðar segir Egill að farið verði yfir sögu sveitarinnar. „Við ætlum að fara yfir ferilinn og þetta verða tveir tímar af músík,“ segir hann, en á lagalistanum verða lög á borð við „Grafskrift“, „Vera mátt góður“, „Stóð- um tvö í túni“, „Gegnum holt og hæðir“ og „Bún- aðarbálkur“. „Svo mun Ríkarður Örn Pálsson einnig skrifa litla svítu sem CAPUT mun flytja í upphafi tónleikanna,“ segir Egill. Tónleikarnir verða teknir upp og ekki er úti- lokað að Þursaflokkurinn fari einnig í hljóðver af þessu tilefni. Aðspurður segir Egill þá félaga til í slaginn. „Við erum búnir að koma saman einu sinni, ekki til æfinga heldur til að ræða saman. Stemningin í hópnum er mjög fín, þetta eru allt menn sem eru vel á sig komnir og það þarf því ekkert að örvænta hvað það varðar. En við þurfum auðvitað að taka til hendinni því sumt af þessu höfum við ekki spil- að síðan 1982.“ Þursarnir snúa aftur Þursaflokkurinn Frá vinstri: Ásgeir Óskarsson, Þórður Árnason, Karl J. Sighvatsson, Tómas Tómasson, Egill Ólafsson og Rúnar Vilbergsson. Þursaflokkurinn og CAPUT halda stórtónleika í Laugardalshöllinni í febrúar kvikmyndarétt- inn að Sjálfstæðu fólki fyrir nokkru. „Það var ekki bara til að geyma hann, heldur til að gera mynd,“ segir Snorri, og bætir við að myndin hafi ver- ið nokkuð lengi í bígerð. „Það er þó ekkert sem ég vil ræða um núna.“ Snorri segist lengi hafa vitað af til- vist handritsins sem Bergman skrifaði, en myndin verði þó ekki byggð á því handriti. „Það er til annað handrit að bókinni. Það er á ensku og var skrifað af Ruth Pra- wer Jhabvala,“ segir Snorri, en Jhabvala er tvöfaldur Óskars- verðlaunahafi sem skrifaði meðal annars handrit að myndum á borð við Howards End, A Room With A View, The Remains of the Day og Surviving Picasso. Sex kvikmyndir hafa verið gerð- ar eftir sögum Halldórs Laxness: Salka Valka, Paradísarheimt, Kristnihald undir jökli, Ungfrúin góða og húsið, Brekkukotsannáll og Atómstöðin. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is EINS og fram kom í Morgunblað- inu í gær hafði sænski kvikmynda- gerðarmaðurinn Ingmar Bergman skrifað handrit að kvikmynd sem byggt er á Sjálfstæðu fólki, bók Halldórs Laxness. Guðný Halldórs- dóttir, kvikmyndagerðarmaður og dóttir skáldsins, segist alltaf hafa vitað af tilvist þessa handrits en sér hafi þó aldrei dottið í hug að gera mynd eftir handritinu. Öðru máli gegnir um Snorra Þórisson kvik- myndaframleiðanda sem leigði Sjálfstætt fólk í bígerð Ungfrúin góða og húsið Ghita Nørby og Ragnhildur Gísladóttir í hlutverkum sínum í kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur sem gerð var árið 1999. Snorri Þórisson  Heyrst hefur að þessa dagana séu í undirbúningi heljarinnar Tom Waits „tribute“-tónleikar sem reiknað er með að halda í Ís- lensku óperunni í lok ágúst. Nokkur nöfn hafa þegar verið nefnd í þessu sambandi en líklegt þykir að Pétur Ben, Daníel Ágúst, Krummi úr Mínus, Sig- tryggur Baldursson, Ólafur Darri Ólafsson leikari og Björn Hlynur Haraldsson leikari muni koma fram og túlka þennan mikla meistara. Búast má við því að enn bætist í þennan hóp tónlistar- manna og því greinilega til ein- hvers að hlakka eftir Verslunar- mannahelgi. Tom Waits í Íslensku óperunni í lok ágúst  Skemmtistaðurinn Café Oliver verður um næstu helgi undir stjórn nýs eiganda, Ragnars Ólafs Magn- ússonar. Töluverður titringur var meðal starfsfólks staðarins í síðustu viku en flestir starfsmannanna lásu um eigendaskiptin í fjölmiðlum og bjuggust þá eðlilega við því að eitt- hvað yrði hrist upp í starfsliðinu. Almenn þjónustulund starfsmanna hefur þó ekki staðið Oliver fyrir þrifum hingað til og því ólíklegt að miklar breytingar verði þar á. Hins vegar mætti alveg hugsa dansgólfið upp á nýtt og aðgengi að snyrtingu sem er með allra undarlegasta móti, þótt víða væri leitað. Með nýjum mönnum koma nýjar áherslur  Hljómsveitin Pornopop hyggur á endurkomu með þrennum tónleik- um í Reykjavík; á morgun á Babalú, fimmtudag í Kaffi Hljómalind og föstudag á Organ ásamt Esju og The Way Down. Tilefnið er endur- útgáfa plötunnar … and the slow songs about the dead calm in your arms í Bandaríkjunum og Evrópu. Pornopop kemur aftur saman í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.