Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2007 9 LAGERSÖLU LÝKUR 3. ÁGÚST MEIRI AFSLÁTTUR Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Algjört verðhrun Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 www.stilling.is // stilling@stilling.is sýnum stillingu í umferðinni Laugavegi 54 Sími 552 5201 * Allir sumarkjólar 1.000 kr. * Öll sumarpils 1.000 kr. * Allir sumartoppar 1.000 kr. * Allir jakkar 1.000 kr. og margt fleira 1.000 kr. dagar miðvikudag og fimmtudag Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „ÞAÐ var svolítil upplifun að verða vitni að þessu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra um opna hjartaaðgerð sem hann fylgdist með á Landspítala – háskólasjúkra- húsi í fyrradag. „Ekki það að ég hafi verið óöruggur með íslenska heil- brigðisþjónustu en að sjá þetta með eigin augum gerir það að verkum að maður fyllist enn meiri öryggistil- finningu þegar um svona flókna hluti er að ræða. Þarna er augljóslega mjög hæft fólk á ferðinni sem kann sitt fag.“ Guðlaugur Þór Þórðarson fór í kynnisferð á deildir Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi, á Grensási og við Hringbraut. Hann segir að heimsóknin hafi verið mjög ánægjuleg og gaman hafi verið að hitta starfsfólk og sjúklinga. Heilbrigðisráðherra segir að þeg- ar komi að þjónustu sé það eilífðar- verkefni að bæta hana og sjá til þess að framboðið mæti eftirspurninni. Verið sé að skoða heilbrigðismálin heildstætt í þeim tilgangi að sjá hvernig best verði að málum staðið. Mikil eftirspurn sé eftir heilbrigðis- þjónustu, hún muni aukast og sé í raun endalaus. „Sem betur fer höf- um við náð mjög góðum árangri á mörgum sviðum en við eigum alltaf að setja markið hærra,“ segir Guð- laugur Þór Þórðarson. „Við höfum sett okkur það markmið að vera með heilbrigðisþjónustu eins og hún ger- ist best í heiminum og það er raun- hæft markmið en einstaka hluti verður að skoða í stærra samhengi.“ Mörg tækifæri Guðlaugur Þór Þórðarson bendir á að meðal annars vegna tæknifram- fara og framfara í lyfjum verði úr- ræði stöðugt fjölbreyttari og miklu máli skipti að fá sem mest fyrir þá fjármuni sem lagðir séu í málaflokk- inn. Hafa beri í huga að LSH sé ekki aðeins spítali, heldur líka háskóla- stofnun sem að stórum hluta sé ábyrg fyrir því að mennta fólk til að sinna þessari þjónustu í landinu í framtíðinni. Auk þess hafi hún merkilegu rannsóknarhlutverki að gegna og mörg tækifæri séu fyrir Ís- lendinga á sviði rannsókna. Eilífðarverkefni að bæta þjónustuna Aðgerð Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra fyrir miðri mynd er hann fylgdist með opinni hjartaað- gerð, sem gerð var á skurðstofu Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra, hefur skipað fimm manna stjórn Tryggingastofn- unar ríkisins. Í stjórninni eru Benedikt Jóhann- esson, formaður, Karl V. Matthíasson, varaformaður, Margrét S. Einarsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir og Sigursteinn Más- son. Varamenn eru Bryndís Frið- geirsdóttir, Svala Árnadóttir, Elsa Ingjaldsdóttir, Signý Jóhannesdóttir og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir. Hlutverk stjórnarinnar er að hafa eftirlit með starfsemi TR og gæta þess að rekstur hennar sé innan ramma fjárlaga. Stjórnin staðfestir sömuleiðis skipulag stofnunarinnar, starfs- og fjárhagsáætlun hvers árs og markar henni stefnu. Stjórn TR tilnefnir sömuleiðis fulltrúa Trygg- ingastofnunar í samninganefnd sam- kvæmt lögum um heilbrigðisþjón- ustu. Benedikt Jóhannesson Benedikt formaður TR FORMAÐUR Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, sem einnig er fulltrúi VG í utanrík- ismálanefnd, hefur sent formanni nefndarinnar bréf þar sem hann fer fram á fund í henni svo fljótt sem auðið er. Í bréfinu er þess krafist að utanríkisráðherra og helstu sérfræðingar utanríkisráðu- neytisins verði á fundinum. Steingrímur óskar þess að á fundinum verði tekin fyrir staða öryggismála á Íslandi og þá sér- staklega nýtt hlutverk NATO í loftvörnum landsins. Auk þess verði ræddur framtíðarrekstur ratsjárstöðvakerfisins, skuldbind- ingar Íslands og líklegur kostn- aður þeim tengdur. Á fundinum verði einnig rædd tilhögun fyrir- hugaðra heræfinga nú í ágúst, þ.m.t. umsókn um lágflugsheimild- ir, auk þess sem gerð verði grein fyrir þeim kostnaði sem stjórnvöld hafi gengist undir fyrir Íslands hönd vegna heræfinganna. Í bréfinu óskar Steingrímur þess ennfremur, að þær fjárheim- ildir, sem til stendur að nýta vegna ofangreindra útgjalda, verði útlistaðar og skýrt frá því hvernig öllu undirbúnings- og ákvarðana- tökuferli verði háttað í utanrík- ismálanefnd. Framtíð ör- yggismála verði rædd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.