Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Enski boltinn JÆJA, nú fer sá enski að rúlla og nú er hann kominn á fornar slóðir eða á Sýn. Ég verð að segja alveg eins og er að Skjárinn skilaði enska boltanum næstum fullkomlega síðustu árin og það verður vandséð hvort Sýn getur gert betur í þessum efnum. En ef svo verður verð ég auðvitað mjög þakk- látur fyrir það. Eitt er það sem Skjár- inn gerði svo vel, var það að birta stöðu úr öðrum leikjum um leið og meira að segja stöðu í leikjum neðri deildanna. Þetta var mjög gott hjá þeim því það gerir leikinn spennandi að fá birta á skjánum stöðu mála í leikjum sem eru á Lengjunni. Ég ætla að biðja Sýn að hafa sama hátt- inn á og birta stöðu mála í öðrum leikjum, ekki segja stöðuna í leikj- unum því fólk nær ekki alltaf öllu sem er sagt, sérstaklega þegar nokkrir eru komnir saman í spjall yfir bolt- anum. Það væri líka mjög gott ef Sýn myndi líka gera það sama með ís- lenska boltann en því miður eru þeir mjög tregir til þess, allavega hingað til. Það eru til dæmis nokkrir leikir í gangi þegar Sýn sýnir frá Landsbankadeildinni en afar sjaldan birtast tölur úr öðrum leikjum og ef það er gert eru það yfirleitt lokatölur. Sýnarmenn, takið Skjáinn til fyrir- myndar í þessum efnum. Og Skjár- inn, kærar þakkir fyrir frábæra þjón- ustu undanfarin ár. Þetta var frábært hjá ykkur. Fótboltaunnandi. Spurning ER VERIÐ að spila með lögregluna? Er verið að spila með fréttamenn? Eða er verið að spila með almenning? Er nema von að spurt sé eftir það fréttagildi sem „meint“ kynferðis- áreitni í öllum myndum virðist hafa. Daglega dynja á landslýð fréttir af einhverju slíku og virðast hafa for- gang umfram aðrar fréttir. Þó tók steininn úr í dag þegar fréttist að karlmaður hefði fækkað fötum fyrir framan tvær 16 ára stelpur. Hvað er svona voðalegt við það? Vita þær ekki hvernig karlmaður lítur út, eða á kannski, sem eðlilegast væri, að vor- kenna manninum? Ég spyr bara aft- ur í fullri alvöru, hvern er verið að spila með? Lesandi. Myndavél í Laugardalnum SONY digital-myndavél tapaðist á eða við bílastæðið við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn síðastliðinn föstu- dag. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn um að hafa samband, hvort heldur sem vélin er heil, ástigin eða yfirkeyrð, í s. 868-3695. Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG ER EKKI MORGUNHANI EN GOTT FYRIR MORGUNINN HAM- INGJA ER MJÚKUR HVOLPUR HIN MIKLA ÓGN UNDIRDJÚPANNA, RISAKOLKRABBINN, SYNDIR UM HAFSBOTNINN UM LEIÐ OG HANN SÉR ÓVININN NÁLGAST SPÝR HANN ÚT BLEKI OG FORÐAR SÉR SÍÐAN KENNARI! VEISTU HVAÐ ER AÐ ÞÉR?!? ÉG DREKK OF MIKIÐ, BORÐA OF MIKIÐ, SLÆST OF MIKIÐ OG KEM ALLTAF OF SEINT HEIM RÉTT! ÉG SPARA TÍMA EF ÉG SÉ BARA UM ÞETTA SJÁLFUR JÆJA, ÉG ER FARIN. REYNIÐ AÐ VERA GÓÐIR NÚNA „NÚNA“ VAR AÐ KLÁRAST VAR MIKIÐ AF REGL- UM Á ÞÍNU HEIMILI? JÁ! FORELDARAR MÍNIR ELSKUÐU AÐ SETJA REGLUR UM ALLT MÖGULEGT ÉG VISSI EKKI AÐ ÞÚ HEFÐIR BÚIÐ Á SVONA STRÖNGU HEIMILI ÉG GERÐI ÞAÐ EKKI VARSTU EKKI AÐ SEGJA AÐ ÞAÐ HEFÐU VERIÐ SVO MARGAR REGLUR? JÚ, EN ÞAU SKÖMMUÐU MIG ALDREI EF ÉG BRAUT ÞÆR FRÁBÆRT! ÉG ER AÐ ELTAST VIÐ MANNINN SEM ER MEÐ BÚNINGINN MINN... OG KONAN MÍN ER ÚTI AÐ BORÐA MEÐ KVIKMYNDA- STJÖRNU HVAÐ Í... ER ÞETTA... JARÐSKJÁLFTI?!? dagbók|velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÞESSA skemmtilegu mynd tók ljósmyndari af dreng í Grundarfjarðarhöfn. Kannski var hann að athuga hvort sjórinn væri kaldur. Morgunblaðið/G.Rúnar Hitastigið athugað Fréttir á SMS Vorum að fá í sölu um 400 fm einbýlishús við Rauðagerði í Reykjavík. Hús- ið sem er á pöllum skiptist m.a. í stofu, borðstofu, eldhús, 5 herbergi, tvö baðherbergi og fleira. Í kjallara er stórt rými (ófrágengið að hluta til) sem bíð- ur uppá mikla möguleika. Glæsilegar stofur með mikilli lofthæð. Arinn. Gengið út í garð úr stofum. Mjög falleg gróin lóð. Verönd til suðurs. Eftirsótt staðsetning. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Rauðagerði - glæsileg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.