Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2007 31
Atvinnuauglýsingar
VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR!
Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um
Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitar-
félagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500
eða skoðaðu heimasíðuna, www.hafnarfjordur.is.
Skólaskrifstofa
Hafnarfjarðar
Matreiðslumeistari
Staða matreiðslumeistara við Hraunvallaskóla
í Hafnarfirði er laus til umsóknar.
Í Hraunvallaskóla eru nemendur á leik- og
grunnskólaaldri og felst starf matreiðslumeistara í
því að elda góðan og næringarríkan mat fyrir
nemendur og starfsfólk skólans.
Umsækjandi þarf að vera góður fagmaður og hafa
til að bera jákvæðni og aðlaðandi framkomu.
Allar upplýsingar um starfið veitir skrifstofu- og
rekstrarstjóri skólans Ágústa Bárðardóttir í síma
664 5874 netfang agusta@hraunvallaskoli.is
Umsóknarfrestur er til og með 12. ágúst.
Laun og kjör samkvæmt samningum Hafnarfjarðar
við viðkomandi stéttarfélag.
Fræðslustjórinn í Hafnarfirði.
Lagerstarf
Heildsala á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir
ábyggilegum og duglegum starfsmanni á lag-
er. Starfið felst í umsjón lagers, útkeyrslu o.fl.
Áhugasamir sendi umsókn á innbu@simnet.is.
Fundir/Mannfagnaðir
Fund
Fundarboð
Boðað er til aðalfundar Sparisjóðs Skagafjarðar, sem haldinn verður mánudaginn 13. ágúst 2007
á Mælifelli, Aðalgötu 7, Sauðárkróki og hefst fundurinn kl. 14:00.
Á dagskrá eru aðalfundarstörf, skv. 18. gr. samþykkta sparisjóðsins. Tekið skal fram að ákvæði
3. mgr. 86. gr. laga nr. 161/2002 eiga við um málefni hans: Verður af því tilefni eigin fjárstaða
Sparisjóðsins rædd sérstaklega.
a) Skýrsla stjórnar um starfsemi sparisjóðsins sl. starfsár
b) Endurskoðaðir reikningar sparisjóðsins fyrir síðastliðið reikningsár lagðir fram til staðfestingar.
c) Ákvörðun um greiðslu arðs.
d) Tillögur um breytingar á samþykktum sparisjóðsins.
e) Kosning sparisjóðsstjórnar.
f) Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarstofu.
g) Ákvörðun um þóknun til stjórnar og endurskoðanda, að fengnum tillögum sparisjóðsstjórnar.
h) Önnur mál.
Þrjár tillögur liggja fyrir undir d) lið.
Tillaga Gísla Árnasonar svohljóðandi:
Tillaga 1 um stofnfjáraukningu Sparisjóðs Skagafjarðar og tillaga um breytingar á
samþykktum sparisjóðsins í tengslum við þá stofnfjáraukningu.
Lagt er til að stjórn Sparisjóðs Skagafjarðar verði heimilað að auka stofnfé hans um allt að 200
milljónir að nafnverði fram að næsta aðalfundi Sparisjóðsins.
Þessari aukningu verði skipt í tvo jafna áfanga, 100 milljónir hvorn. Í fyrri áfanganum verði nýjum
aðilum, fyrst og fremst íbúum Skagafjarðar, gefinn kostur á að gerast stofnfjáreigendur í Spari-
sjóði Skagafjarðar, þó þannig að hver nýr stofnfjáreigandi getur mest keypt tíu stofnfjárbréf.
Stofnfjáraukningin fari fram með þeim hætti að allir núverandi stofnfjáreigendur falli frá for-
kaupsrétti sínum til nýs stofnfjár skv. 12. gr. samþykkta Sparisjóðs Skagafjarðar.
Fari svo að loknu útboði, að sala stofnfjár til nýrra stofnfjáreigenda nemi lægri upphæð en 100
milljónum geta núverandi stofnfjáreigendur skráð sig fyrir nýjum stofnfjárbréfum í réttu hlutfalli
við eignarhlut sinn í sparisjóðnum eins og hann er við upphaf útboðsins.
Seinni hluti stofnfjáraukningarinnar verði framkvæmdur með sama hætti og stofnfjáraukningar
liðinna starfsára.
Greinargerð:
Tillaga þessi er hugsuð sem fyrsti/fyrri áfangi til þess að treysta rekstrargrundvöll
sparisjóðsins
Mikilvægt er að almenn samstaða sé í héraði um starfsemi fjármálastofnunar, sem Sparisjóður
Skagafjarðar er.
Markmiðið með þessari tillögu er að efla Sparisjóð Skagafjarðar, sem öfluga fjármálastofnun.
Ljóst er að tilkoma nýrra stofnfjáreigenda eflir verulega hefðbundna bankastarfsemi Sparisjóðs-
ins þar sem gera má ráð fyrir að nýir stofnfjáreigendur beini bankaviðskiptum sínum í auknu
mæli til Sparisjóðsins.
2. Tillaga stjórnar um staðfestingu samrunaáætlunar við Sparisjóð Siglufjarðar útg.
25. apríl 2007.
Samrunaáætlunin gerir ráð fyrir samruna við Sparisjóð Siglufjarðar sem gildi frá 1. janúar 2007
og að stofnfjáreigendur í Sparisjóði Skagafjarðar fái stofnfé í sameinuðum sjóði í skiptum fyrir
stofnfé sitt í Sparisjóði Skagafjarðar, krónu fyrir krónu. Að samrunanum samþykktum verði
stofnfjárhlutföllin þau að stofnfjáreigendur í Sparisjóði Skagafjarðar eigi 12% stofnfjárins en eini
stofnfjáreigandinn í Sparisjóði Siglufjarðar fyrir samrunann, Sparisjóður Mýrasýslu eigi 88%
stofnfjárins. Framreiknað heildarnafnverð í sameinuðum sparisjóði verði kr. 904.090.442 á
verðlagi 1/1 2007, þar af eigi stofnfjáreigendur í Sparisjóði Skagafjarðar kr. 108.490.853. Samruni
sparisjóðanna er háður samþykki Fjármálaeftirlitsins og staðfesting samrunaáætlunarinnar
verður því með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins.
Samrunaáætlunin ásamt fylgiskjölum liggur frammi í afgreiðslu sparisjóðsins á Skagfirðinga-
braut 9a á Sauðárkróki.
Verði samrunaáætlunin samþykkt, en sem fyrr segir er samruninn háður samþykki Fjármálaeftir-
litsins, verður í beinu framhaldi aðalfundarins haldinn aukafundur í Sparisjóði Siglufjarðar sem
sameinuðum sjóði og sparisjóðnum kosin stjórn til eins árs. Í því sambandi er athygli vakin á
ákvæðum 23. gr. samþykkta hans, þar sem greinir að kosning skuli vera hlutbundin, ef þess er
óskað, enda hafi skrifleg ósk þar um borist stjórn eigin síðar en fimm dögum fyrir fundinn.
Framboðslistum skulu fylgja meðmæli minnst fimm stofnfjáreigenda og samþykki frambjóðenda.
Framboðslistum skal skilað í hendur stjórnar fimm virkum dögum fyrir aðalfund.
3.
Tillaga 2 frá Gísla Árnasyni
Varatillaga fyrir aðalfund Sparisjóðs Skagafjarðar 13. ágúst 2007 um
stofnfjáraukningu
Fari svo að tillaga 1 um almenna stofnfjáraukningu verði felld, svo og samruni sparisjóðanna, er
lagt er til að stofnfé Sparisjóðs Skagafjarðar verði aukið um allt að 200 milljónir að nafnverði á
næsta starfsári stjórnar. Stofnfjáraukningin fari fram með þeim hætti að núverandi stofnfjáreig-
endur geti skráð sig fyrir nýjum stofnfjárbréfum í réttu hlutfalli við eignarhlut sinn í sparisjóðnum
eins og hann er við upphaf útboðsins. Stofnfjáreigendur geti framselt hlut sinn. Ekki verði endur-
úthlutað til núverandi stofnfjáreigenda gangi eitthvað stofnfé af og verði því úthlutað á starfs-
svæði sparisjóðsins eftir reglum sem stjórn setur.
Sparisjóðsstjórnir.
Uppboð
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Fossalda 10, Rangárþing ytra, fnr. 219-5898, þingl. eig. Guðmundur
Hólm Bjarnason, gerðarbeiðendur Bu.is ehf og Leifur Árnason,
þriðjudaginn 7. ágúst 2007 kl. 14:00.
Hólavangur 18, Rangárþing ytra, fnr. 225-6800., þingl. eig. Jóna Lilja
Marteinsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Rangárþing ytra,
þriðjudaginn 7. ágúst 2007 kl. 13:00.
Þrúðvangur 36, eh.gþ., fnr. 226-8822, Rangárþingi ytra., þingl. eig.
Magnús Heimisson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Rangárþing
ytra, þriðjudaginn 7. ágúst 2007 kl. 13:30.
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli,
31. júlí 2007.
Kjartan Þorkelsson, sýslumaður.
Félagslíf
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Raðauglýsingar 569 1100
Atvinnuauglýsingar
sími 569 1100
Raðauglýsingar sími 569 1100
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Austurvegi 6,
Hvolsvelli, miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl.10:30 á eftir-
farandi eignum:
Gilsbakki 6, Rangárþing eystra, fnr. 222-8841, þingl. eig. Hlynur
Víðisson, gerðarbeiðandi Rangárþing eystra.
Hesthús að Eystri Kirkjubæ, Rangárþing ytra, fnr. 219-5488, þingl. eig.
Guðjón Sigurðsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Hvolsvelli.
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli,
31. júlí 2007.
Kjartan Þorkelsson sýslumaður.