Morgunblaðið - 01.08.2007, Side 33

Morgunblaðið - 01.08.2007, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2007 33 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað, kl. 13.30-16.30 handa- vinna. Kl. 9-16.30 smíði/útskurður, kl. 9-10.30 sund- ferð. Kl. 10-11.30 heilsugæsla. Kl. 10-16 púttvöllurinn. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðslustofa, almenn handavinna, fótaaðgerðir, morgunkaffi og dagblöð, hádegisverður, spiladagur, brids/vist, kaffi. Upplýs- ingar í s. 535 2760. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan í Gull- smára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10- 11.30, s. 554 1226. Skrifstofa FEBK í Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 12-14, s. 554 3438. Fé- lagsvist er spiluð í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjábakka á miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara í Kópavogi, ferðanefnd | Ferð um Fjallabaksleið nyrðri og Lakagíga 10. og 11. ágúst. Gist á Hótel Klaustri, Geirlandi. Dagur 1: Landmannalaugar, Eldgjá, Skaftártunga að Geir- landi. Dagur 2: Fjaðrárgljúfur, Fagrifoss og Lakagíg- ar. Brottför frá Gullsmára kl. 8, frá Gjábakka kl. 8.15. Listar og nánari upplýsingar í félagsmiðstöðvunum. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-hrólfar ganga frá Grasagarðinum í Laugardal kl. 10. Skrif- Kl. 9-12 aðstoð við böðun. Kl. 10-12 sund. Kl. 11.45- 12.45 hádegisverður. Kl. 12.15-14 verslunarferð í Bónus, Holtagörðum. Kl. 13-14 videó/spurt og spjall- að. Kl. 14.30-15.45 kaffiveitingar. Kirkjustarf Hallgrímskirkja | Morgunmessa alla miðvikudaga kl. 8 árdegis. Íhugun, altarisganga. Einfaldur morg- unverður í safnaðarsal eftir messuna. Háteigskirkja |Sóknarnefnd Háteigskirkju boðar til aukaaðalsafnaðarfundar þriðjudaginn 7. ágúst kl. 20. Sjá nánar á heimasíðu Háteigskirkju, www.kirkja.is/hateigskirkja. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Bænastund er á miðvikudögum kl. 12. Matur í lok stundarinnar. Allir eru velkomnir. Kristniboðssalurinn | Kl. 20. „Fögnuður og gleði skal fylgja þeim“. Ræðumaður er Benedikt Jason- arson. Baldvin Steindórsson með „Mínar hugsanir“. Kaffiveitingar eftir samkomuna. Allir velkomnir. Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Beðið er fyrir sjúkum og bág- stöddum. Messan tekur um 20 mínútur. Hægt er að koma fyrirbænarefnum til prestanna með tölvu- pósti eða símtali. stofa félagsins er lokuð til 7. ágúst vegna sumar- leyfa. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinnustofan opin. Hádegisverður kl. 11.40. Félagsvist kl. 13. Heitt á könnunni og heimabakað til kl. 16. Bobb kl. 17. Félagsheimilið í Gullsmára 13 | Kl. 10 vefnaður og ganga. Kl. 11.40 hádegisverður. Kl. 13 brids, konur. Munið púttmótið kl. 14. Félagsstarfið í Lönguhlíð 3 | Handverks- og bóka- stofa opin. Kl. 10 hjúkrunarfræðingur. Kl. 12 versl- unarferð í Bónus. Kl. 14.30 kaffiveitingar. Hittingur | Hópur fyrir ungmenni á aldrinum 16-30 ára. Hópurinn er fyrir þá sem eiga fáa vini og vilja bæta úr því. Upplýsingar gefur Ingibjörg í síma 694 6281. Heimasíða: www.blog.central.is/ hittingur16-30. Netfang: hittingur@gmail.com. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er opið öllum. Kíktu við í morgunkaffi og kynntu þér sumarstarfsemina. Skráning í hópa, námskeið og frjálst starf hefst um miðjan ágúst. Hugmyndabankinn opinn alla daga kl. 9-16. S. 568 3132, asdis.skuladottir@reykjavik.is. Norðurbrún 1 | Í félagsmiðstöðinni á Norðurbrún 1 er spiluð félagsvist alla miðvikudaga kl. 14. Allir vel- komnir. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Gullbrúðkaup | Hjónin María Ein- arsdóttir og Sölvi Ragnar Sigurðs- son eiga 50 ára brúðkaupsafmæli laugardaginn 4. ágúst nk. Af því til- efni taka þau á móti gestum í sal Þjóðdansafélags Reykjavíkur, Álfabakka 14, föstudaginn 3. ágúst frá kl. 17-20. Allir ættingjar og vin- ir sem vilja gleðjast með þeim og fjölskyldum þeirra af þessu tilefni eru hjartanlega velkomnir. Silfurbrúðkaup | Hinn 1. ágúst 1982 gengu þau Torfi G. Jónsson og Bjarney E. Sigvaldadóttir í hjónaband og nú eru liðin 25 ár og viljum við óska þeim innilega til hamingju með silfurbrúðkaupið. Kveðjur frá börnum ykkar; Ás- laugu, Jóhönnu, Önnu Maríu, Ólöfu og Jóni Halldóri og barna- börnum ykkar Agnesi Rut og Emilíu Rós. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um af- mæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda tilkynn- ingu og mynd á netfangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja lið- inn Senda inn efni". Einn- ig er hægt að senda vél- ritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. dagbók Í dag er miðvikudagur 1. ágúst, 213. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Því að ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, að eigi verði það kunnugt og komi í ljós. (Lk.. 8, 17.) Myndlist Ráðhús Reykjavíkur | Reynir Þorgrímsson opnar sýninguna „Skartgripir fjallkonunnar“ kl. 14. Sýningin stendur til 12. ágúst. Fréttir og tilkynningar GA-fundir (Gamblers Anonymo- us) | Hrjáir spilafíkn eða aðstand- endur þína? Fáðu hjálp. Hringdu í síma 698-3888. JEMENSK stúlka sýnir hefðbundinn búning á tískusýningu í hinni fornu höfuðborg Jem- ens, Sanaa, en borgin sú þykir ein mesta perla Mið-Austurlanda og er talin hafa verið í byggð í ein 2.500 ár. Borgin er í rúmlega 2.000 metra hæð, umlukin fjöllum. Líf og fjör í Sanaa, höfuðborg Jemen Jemensk stúlka klæðir sig upp Reuters FRÉTTIR LANDSBANKINN hefur hleypt af stokkunum nýrri fríð- indasöfnun fyrir viðskiptavini bankans. Markmiðið er að auka ávinning viðskiptavina af notkun kreditkorta og umbuna þeim sem best fyrir viðskiptin, segir í frétt frá bankanum. Nýja fríðindasöfnunin byggist á því að korthöfum er umbunað með peningum eða svokölluðum Aukakrónum. Hver Aukakróna jafngildir krónu og því er einfalt að átta sig á virði hennar. Við- skiptavinir safna Aukakrónum af innlendri veltu kreditkorts, af viðskiptum við stóran hóp sam- starfsaðila auk þess sem þeir fá Aukakrónur fyrir að vera í virk- um viðskiptum við bankann. Hægt er að nota fjármunina hve- nær sem er í viðskiptum við sam- starfsaðila bankans að eigin vali. Sem dæmi um söfnun Auka- króna má nefna að viðskipta- vinur með Gull Vörðuþjónustu sem hefur um 150.000 kr. kred- itkortaveltu á mánuði, þar af þriðjung hjá samstarfsaðilum, og nýtir sér ýmsa þjónustu bankans að auki, safnar um 35.000 Aukakrónum á ári. Hægt er að fylgjast með söfnun Auka- króna í Einkabankanum og á greiðslukortayfirliti hvers mán- aðar. Korthafar Landsbankans sem skrá sig í Aukakrónusöfnun fá sérstakt Aukakrónukort sem virkar eins og rafrænt gjafakort hjá öllum samstarfsaðilum. Aukakrónur eru færðar inn á kortið eftir þörfum með einfaldri aðgerð í Einkabankanum eða með símtali í þjónustuver Landsbankans. Ný fríðindasöfnun hjá Landsbankanum BOÐIÐ verður upp á skipulagða dagskrá á Flúðum um verslunar- mannahelgina. Á laugardag veður traktors- torfæra í Litlu-Laxá kl. 14 og græn- metiskynning og markaður verður við Félagsheimilið. Kl. 21 verða þar tónleikar með Magga Eiríks og KK. Dagskrá laugardags endar á varð- eldi og söng í Torfdal kl. 23.15. Á sunnudag kl. 14 sýnir leik- félagið Lotta leikritið Dýrin í Hálsaskógi á íþróttavellinum. Mið- ar eru seldir á staðnum. Kl. 16 verð- ur furðubátakeppnin í Litlu-Laxá. Kl. 20 verður baðstofustemning í Golfskálanum Snússu í Ásatúni. Bjarni Harðarson, blaðamaður og þingmaður, flytur þjóðlegan fróð- leik og sögur. Kvæðamenn mæta á svæðið og Druslukórinn tekur nokkur lög. Skipulögð dag- skrá á Flúðum Í VATNASKÓGI verður fjölbreytt dagskrá á Sæludögum um versl- unarmannahelgina. Við vatnið munu bátar af ýmsum gerðum standa öllum til boða og þar fer vatnasportið fram. Kassabílar eru á staðnum ásamt hoppkastala og leiktækjum. Á íþróttavellinum verður leikinn knattspyrna og Sæludagaleikarnir fara fram með ýmsum hefð- bundnum og óhefðbundnum íþróttum. Í íþróttahúsinu fer fram söng- og hæfileikasýning barnanna, fjöl- skylduguðsþjónusta með léttu sniði, unglingadansleikur og tón- leikar með Pétri Ben og hljómsveit, Sigga Ingimars úr X-factor og Góðu fréttunum. Þá verður risabingó í íþróttahúsinu og kvöldvök- ur þar sem Björgvin Franz Gíslason og Jón Víðis töframaður koma fram auk annarra. Að venju verður líka margt í boði til að auðga andann. Bæna- stundir verða í kapellu, lofgjörðarstund á sunnudagskvöldinu, fjöl- skylduguðsþjónusta, gospelnámskeið undir stjórn Keith Reed og fræðsluerindi á kaffihúsinu. Góð tjaldstæði eru í Vatnaskógi og verslun, matsala og kaffihús eru á staðnum. Sæludagar í Vatnaskógi 2007 SKARPHÉÐINN Þórisson mun halda fyrirlestur um lifnaðarhætti íslenskra hreindýra á Minjasafni Austurlands á Egilsstöðum í dag kl. 17. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Fyrirlestur um hreindýr Söfn Reykjavíkurborgar hafa áfimmtudögum í sumar boðiðupp á fræðandi ferðir með leið-sögn um miðborg Reykjavík- ur, undir yfirskriftinni Kvöldgöngur úr Kvosinni. Gangan annað kvöld er í boði Viðeyj- arsafns í samstarfi við Draugagönguna í Reykjavík: Drauga og hamfarasigling. Jónas Fr. Þorsteinsson verður leið- sögumaður í ferðinni: „Margt drauga- legt hefur gerst undan ströndum Reykjavíkur og rifjum við á siglingunni upp þessa sögu Við siglum umhverfis Viðey og rifjum upp frásagnir af kan- adískum draugum sem sést hefur til þar,“ segir Jónas. „Við viljum þó ekki hræða gesti um of og er ferðin hugsuð sem blanda af tónlist, fróðleik og skemmtun.“ Draugagangan í Reykjavík hóf starf- semi síðasta sumar og hefur notið mik- illa vinsælda, en hófst sem tilraun lítils hóps efahyggjumanna: „Við fengum fjóra miðla; tvo erlendis frá og tvo ís- lenska, til að leggja mat á draugagang í borginni hvern í sínu lagi. Vildi þannig til að miðlarnir voru að miklu leyti sam- hljóma um það sem þeir urðu áskynja í borginni, jafnvel niður í ítarleg smá- atriði,“ segir Jónas. „Gönguna höfum við byggt á rannsóknum á uppgötvun- um miðlanna, með aðstoð Óla Kára Ólafssonar sagnfræðings.“ Sigling fimmtudagsins byggist að hluta á þessum rannsóknum: „Það var einkum við fjöruborðið sem vart varð við undarlega strauma, en fjöldinn allur af íslenskum sjómönnum fyrr á tímum fann hinstu hvílu í hinni votu gröf, við höfum meðal annars rakið draugaginn á sundunum til íslenskra, franskra, kanadískra og færeyskra sjómanna,“ segir Jónas. Hópurinn hittist kl. 20 fyrir framan Borgarbókasafnið og verður þaðan gengið út að báti. Áætlað er að siglingin taki um hálfa aðra klukkustund. Ferju- tollur er 1000 kr fyrir fullorðna en 500 fyrir börn. Finna má nánari upplýsingar um Kvosargöngudagskrá sumarsins á heimasíðu Borgarbókasafnsins, www.borgarbokasafn.is. Heimasíða Draugagöngunnar í Reykjavík er www.hauntediceland.com. Saga | Draugasigling um Reykjavíkurhöfn og nágrenni á morgun kl. 20 Draugar á sundunum  Jónas Fr. Þor- steinsson fæddist í Höfnum á Reykja- nesi 1965. Hann lauk sveinsprófi í málaraiðn frá IR, sérmenntun í for- vörslu gamalla húsa í Danmörku og lagði stund á nám í heimspeki við Háskólann í Ottawa. Jónas starfrækti í 13 ár ferða- þjónustu og markaðsfyrirtækið In Travel Scandinavia, og var yfirmaður Travel Marketing Center í Kanada í 5 ár. Hann stofnaði Draugaferðir árið 2005. Eiginkona Jónasar er Helga Bertelsen og eiga þau tvö börn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.