Morgunblaðið - 01.08.2007, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 01.08.2007, Qupperneq 19
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is K arl faðir minn hefur starfað sem verkfræð- ingur alla sína starfs- ævi en hann hefur alla tíð haft mikinn áhuga á matargerð og alið með sér þann draum að opna franskan veit- ingastað í litlu landi og nú hefur það loks orðið að raunveruleika,“ segir Frakkinn Roman Guy sem tekur fullan þátt í að láta draum föður síns, Jean Francois, rætast og starfar á veitingastaðnum ásamt honum, móð- ur sinni og systur. Fjölskyldan opnaði nýlega veitingahúsið Le rendez vous við Klapparstíg í Reykjavík í húsnæði sem veitingastaðurinn Pasta basta var eitt sinn í. Þar er frönsk mat- argerð í hávegum höfð og þau fluttu með sér tvo franska kokka til lands- ins sem sjá um að reiða fram fransk- ar krásir. „Íslenskt hráefni er frá- bært og ein af ástæðunum fyrir því að við völdum Reykjavík er sú að borgin liggur við sjó og hér er því hægt að fá fyrsta flokks ferskt sjávarfang, en við leggjum mikið upp úr ferskleika og gæðum hráefnis. Við bjóðum til dæmis upp á villtan lax og íslenskan ferskan hákarl.“ Ástfangin af Íslandi „Önnur ástæða þess að við völd- um Reykjavík er sú að hér er fá- mennt og öll samskipti fólks eru persónuleg, við kunnum vel að meta það. Þetta er ólíkt því sem við þekkjum úr stórborginni París þar sem við bjuggum áður. Þar yrðir fólk ekki á ókunnuga og andrúms- loftið er allt annað enda er París tíu milljón manna borg og þar eru margir einmana. Okkur finnst Reykjavík líka falleg borg og erum mjög hrifin af Íslandi. Við höfðum farið víða um heim til að leita að rétta staðnum en ekki fundið hann. Við kynntumst Íslandi í gegnum bróður minn, sem er ljósmyndari og hafði komið nokkrum sinnum hing- að og tekið myndir. Hann var alltaf að dásama þetta land í norðrinu, fólkið og villta náttúruna. Hann sýndi okkur myndir héðan og við ákváðum að prófa að koma hingað í frí fyrir einu og hálfu ári og þá varð ekki aftur snúið. Við urðum ást- fangin af landinu. Okkur finnst lífs- gæði felast í að búa á litlum stað eins og Reykjavík með sjó og fjöll nálægt okkur.“ Roman segist ekki vita betur en að veitingastaðurinn þeirra sé eini stað- urinn sem er algjörlega franskur hér í borg eða jafnvel á öllu landinu. „Við búum allt til hér á staðnum í eldhús- inu, líka súkkulaði, bökudeig og kök- ur. Öll húsgögn, myndir á veggjum og borðbúnað fluttum við með okkur frá Frakklandi til að skapa franska stemningu og hafa þetta alvöru franskt veitingahús. Sumt er antík, eins og barborðið, sem er frá 1927 og hefur upplifað ýmislegt úti í París þar sem það hefur staðið og þjónað allan þennan tíma.“ Frönsk eplabaka Tarte Alsacienne Deig: 250 g hveiti 25 g púðursykur 5 g salt 125 g smjör 1 eggjarauða 5 cl vatn Blandið hveitinu og smjörinu hratt saman með höndunum, setjið vatn, eggjarauðu, salt og sykur sam- an við. Búið til kúlu úr deiginu og setjið í ísskáp í 1 klst. Fylling: 600 g epli ½ sítróna Takið börkinn af eplunum, skerið þau í sneiðar og kreistið sítrónu- safann yfir. Stráið hveiti á borðið, fletjið deigið út og leggið í eitt eld- fast mót sem hefur verið smurt að innan með smjöri (eða í 8 lítil form) og stingið nokkur göt á deigið. Dreif- ið eplasneiðunum yfir. Kremið: 1 eggjarauða 2 egg 50 g púðursykur 20 cl mjólk 20 cl rjómi 2 dropar fljótandi vanilla Þeytið þessu öllu saman og hellið yfir eplin og deigið í forminu. Setjið í 240° C heitan ofn í nokkrar mínútur en lækkið síðan hitann í 200° C og bakið í um 40 mínútur (25-30 mín- útur ef notuð voru 8 lítil form). Morgunblaðið/Ómar Fjölskyldufyrirtæki Jean François Guy ásamt konu sinni Véronique, dótturinni Claire og syninum Roman við hið forna barborð frá 1927 sem kemur frá París. Franskt eldhús Franski kokkurinn Cedric einbeittur við matseldina. Í matsalnum Sonurinn Roman spjallar við gesti. Létu drauminn rætast |miðvikudagur|1. 8. 2007| mbl.is daglegtlíf Fyrir rúmum hálfummánuði voru Lellurnar á ferð um Vestfirði og buðu mönnum sínum að vera með. Sumar gistu í Bjarkarlundi og var boðið í Kollabúðir, sumarbústað Arnbjargar Björgvinsdóttur og Jóhanns Bergþórssonar. Nýveidd bleikja var meðal þeirra krása, sem fram voru reiddar. Kollabúðir eru fyrir botni Þorskafjarðar og Skógar utar á ströndinni. Þar fæddist Matthías Jochumsson. Halldór Blöndal þakkaði fyrir sig með þessari vísu: Ilm af jörðu bleikjan ber. Bjart er vín og tært í glasi. Skógar eru utar hér og mín sál hjá Matthíasi. Í ágætri bók Þórunnar Erlu Valdimarsdóttur, Upp á Sigurhæðir, rifjar hún upp, að 13 ára hafi Matthías verið í heimsókn í Skógum, meðan vorþingið á Kollabúðum stóð yfir, og átt erfitt með að kveðja móður sína. Að því víkur hann í erfiljóði um hana: Ég gekk svo erfiðan æsku-stig, því ellefu vetra kvaddi ég þig, og lítill var kjarkur og kraftur. Ég man þau ár og ég man þau tár, ég man þau brennandi hjarta-sár, er kom ég og – kvaddi þig aftur. Hér er vísað til þess, að í kringum fermingaraldur var Matthías í tvö ár á Kvennabrekku hjá Guðmundi presti Einarssyni móðurbróður sínum. Séra Árni Þórarinsson rifjar upp í endurminningum sínum að þar hafi hann ort um sjálfan sig: Matthías á merunum mikill þykist vera. Fáránlega fer honum fæturna að bera. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Á Kolla- búðum og í Skógum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.