Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Íslensk hönnun Taskan er hönnuð með tilliti til allra þeirra þátta sem iðjuþjálfar og heilsugæslur hafa bent á að þurfi að vera til staðar til að álag dreifist jafnt á líkama skólabarnsins. Auk þess er taskan vel búin endurskinsmerkjum, barninu til öryggis í skammdeginu. „ÞAÐ skiptir mjög miklu máli að allra leiða sé leitað til að koma í veg fyrir að breytingarnar skili sér að fullu út í verðlagið,“ segir Gylfi Arn- björnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að fyrirsjáanlegt er að fjöl- margar vörur matvöruverslana sem framleiddar eru úr smjöri og hveiti munu hækka í verði sökum mikilla hækkana erlendis. Fjölmargir birgj- ar hafa tilkynnt um hækkanir og er ljóst að verðbreytingarnar munu hafa mikil áhrif á hag heimilanna. „Okkur hefur fundist styrking krónunnar hingað til ekki hafa skil- að sér að fullu til neytenda og þá er spurningin hvort þar sé ekki svig- rúm til að takast á við eitthvað af þessu og ég vænti þess að heild- verslanirnar nýti sér það,“ segir Gylfi Hann segir að ASÍ hafi gert at- hugasemdir við verðbreytingar síð- ustu misseri en erfitt sé að horfa í gegnum verðþróunina og átta sig á forsendum hennar þar sem krónan hafi verið að styrkjast og veikjast undanfarið. Hann segir félagið hafa haft miklar áhyggjur af verðþróun- inni þar sem verðbólgan hafi gengið hægar yfir en vonir stóðu til um. Erfitt að verjast breytingum „Þegar svona breytingar verða á heimsmarkaði þá er lítið sem við getum gert til að verja okkur fyrir því,“ segir Gylfi og nefnir að það sé klárt að neytendur finni fyrr fyrir hækkunum en lækkunum. Erfitt sé að fylgjast með verðþróun heild- verslana sökum flókinna afslátta- kerfa við erlenda birgja en auðvitað geti orðið breytingar á heimsmark- aðsverði sem heildsalar ráði ekki við. „En ég ítreka að það eigi að liggja eitthvert svigrúm í styrkingu krón- unnar. Við væntum þess að heild- sölur hafi sömu hagsmuni og við hin af því að ná hér niður verðbólgu.“ Styrking krónu ætti að takmarka verðhækkanir Í HNOTSKURN »ASÍ telur styrkingu krón-unnar hingað til ekki hafa skilað sér. Þar ætti að finnast svigrúm til að takast á við fyr- irhugaðar verðhækkanir. »Erfitt er fyrir landið aðverjast hækkunum á heimsmarkaðsverði.Gylfi Arnbjörnsson BYGGINGAFÉLAGIÐ Eykt hefur sent bæjaryfirvöldum á Akranesi bréf þar sem félagið lýsir yfir áhuga á að kaupa 50 hekt- ara land við Mið- vog undir nýbygg- ingar. Gísli S. Einarsson, bæjar- stjóri Akranes- bæjar, segir að málið sé á frum- stigi en um sé að ræða stóran hluta framtíðarbygg- ingarlands bæjar- ins. Hugmyndir fyrirtækisins eru að kaupa landsvæði sunnan og austan við Miðvog af kaupstaðnum. Þar myndi það síðan deiliskipuleggja og reisa íbúðabyggð, verslun og þjón- ustu, annast gatnagerð og mögulega koma að rekstri og byggingu skóla og leikskóla. Allt yrði unnið í samráði við bæjaryfirvöld. Gerir byggingarfyrir- tækið ráð fyrir að uppbygging svæð- isins tæki 10 til 12 ár. Gísli segir að bæjarráð hafi á fundi sl. fimmtudag samþykkt að boða for- ráðamenn Eyktar til nánari viðræðna við bæjarstjórn og skipulags- og byggingarnefnd. „Við bjóðum að sjálfsögðu forráðamönnum Eyktar að kynna málið fyrir öllum þeim sem málið varðar en fyrr er ekkert hægt að segja um málið. Þetta er þó þannig að Akranes á mjög takmarkað bygg- ingarland og það má segja að okkur vanti það tilfinnanlega en þetta eru hugmyndir sem verður að skoða.“ Skoðað vandlega Gísli segir að málið sé ekki komið á það stig að rætt hafi verið um hversu margir íbúar myndu búa á svæðinu. Hann segir að þó megi áætla að koma megi fyrir helmingi íbúafjölda bæj- arins í dag fyrir á þessu svæði, ásamt allri þjónustustarfsemi og verslun- um. „Þetta er ákveðin framtíðarsýn. Hér á sér stað mikil fjölgun íbúa enda mikið af atvinnutækifærum sem bjóðast í og við Akranes. Íbúum hef- ur fjölgað um 3,6% það sem af er árinu.“ Hann segir að ekki hafi verið tekin nein efnislega afstaða til máls- ins en það verði skoðað vandlega. Eykt vill byggja við Akranes Gísli S. Einarsson Svæðið gæti hýst helming bæjarbúa GUNNAR Þór Ólafsson, formaður Félags kaþ- ólskra leikmanna hér á landi, var í gær vígður til riddara í reglu Mölturiddaranna. Fór vígslan fram við hátíðlega athöfn í Landakotskirkju í gærmorgun að viðstöddum 30 riddurum úr regl- unni en aðalfundur Norðurlandadeildar regl- unnar fer fram um þessar mundir. Mölturiddarareglan var stofnuð árið 1048 í þeim tilgangi að annast og hjúkra pílagrímum í Jerúsalem. Tóku riddarar reglunnar upp vopn þegar borginni var ógnað af herjum múslima og var lengi vel hernaðarlegt afl í Suður-Evrópu. Síðan þá hefur reglan flutt bækistöðvar sínar á milli ýmissa staða en hún heldur enn fram full- veldi sínu og hefur t.d. stöðu áheyrnaraðila hjá Sameinuðu þjóðunum, gefur út vegabréf í eigin nafni og hefur stjórnmálatengsl við 97 ríki. Ólíkt Vatíkaninu hefur riddarareglan hins vegar ekk- ert landssvæði sem hún nýtur fullveldis yfir. Eftir að Napóleon hrakti regluna frá Möltu ár- ið 1798 var hún endurreist í Róm og hefur síðan þá einbeitt sér að mannúðarstörfum og rekstri heilbrigðisstofnana líkt og í upphafi. Sér reglan um verkefni í um 120 löndum en þau helstu hafa verið starfrækt í Kosovo, Makedóníu, Mósambík, El Salvador, Indlandi, Angóla, Zimbabwe, Perú, Afganistan og Írak. Í samtali við Morgunblaðið fyrir athöfnina sagði Gunnar Þór að það væri mikill heiður að fá að tilheyra svo virtri og göfugri reglu en enginn getur gerst meðlimur nema annar riddari bjóði það og mæli með viðkomandi en biskup Íslands þurfti jafnframt að mæla með Gunnari. Eru ridd- arar reglunnar um 12.500 í dag, þar af þrír Ís- lendingar en einn þeirra tilheyrir bandaríska hluta reglunnar. Gunnar segist lengi hafa velt því fyrir sér hvort hann ætti að sækjast eftir inngöngu en hann hefur verið meðlimur í kaþólska söfn- uðinum hér á landi síðan 1994. Aðspurður um hvað taki við þegar hann er kominn í regluna segir Gunnar að uppbyggingarstarf hér á landi liggi beinast við. „Við verðum bara þrír hér á landi þannig að við verðum að skipuleggja okkur og sjá hvað við getum gert gott.“ Morgunblaðið/Ómar Riddari Gunnar Þór Ólafsson varð í gær riddari Mölturiddarareglunnar en aðalfundur Norðurlandadeildar reglunnar fer fram hér á landi nú um helgina. Riddarar reglunnar klæðast við tækifæri sem þessi svörtum skikkjum líkt og forverar þeirra hafa klæðst síðan í bardögum á miðöldum. Íslendingur sleginn til ridd- ara í reglu Mölturiddaranna Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.