Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 41
hæstaréttardómarans, sem að öðru leyti hefur
skynsamlega afstöðu til þeirra mála sem hér eru til
umræðu, ekki hyggileg.
Stóra spurningin hlýtur að vera sú, hvort Alþingi
sjálft eigi að koma hér við sögu eða sú þingnefnd,
sem fjallar um málefni dómstólanna.
Bandaríska fyrirkomulagið, þar sem tilnefndur
dómari verður að svara spurningum þingnefndar er
að mörgu leyti æskilegt.
Á Alþingi Íslendinga sitja kjörnir fulltrúar þjóð-
arinnar. Eitt af þeirra hlutverkum er að veita fram-
kvæmdavaldinu aðhald enda sækir framkvæmda-
valdið umboð sitt til Alþingis. Í þessu tilviki er um
það að tefla að framkvæmdavaldið, í þessu tilviki
dómsmálaráðherra, fái aðhald við skipan manna í
æðsta dómstól landsins. Í okkar kerfi yrði tæpast
um það að ræða, að dómsmálaráðherra skipaði einn
umsækjanda, sem síðan yrði að fá staðfestingu
þingnefndar. Líklegra er að umsækjendur allir
mundu koma fyrir þingnefnd, sem síðan veitti um-
sögn um þá. Með því fyrirkomulagi er umsagn-
arhefðin til staðar en það eru ekki þeir, sem sjálfir
eiga beinna hagsmuna að gæta, sem hafa umsagn-
arréttinn.
Ókosturinn við þetta kerfi er hins vegar sá, að
það er hugsanlegt að meiri pólitík kæmist í spilið en
ella. En á móti kemur að það er meira en hæpið, að
ráðherra kæmist upp með beina misnotkun á skip-
unarvaldi sínu. Það er t.d. erfitt að sjá fyrir sér að
fulltrúar núverandi stjórnarflokka í viðkomandi
þingnefnd mundu ná saman um einhverja þá um-
sögn, sem mundi auðvelda ráðherra að fara að geð-
þótta sínum.
Breytinga er þörf
Þ
að er engin ein leið sem er augljós-
lega bezta leiðin í þessum efnum en
það er nokkuð ljóst að núverandi
kerfi verður að breyta. Það gengur
ekki lengur upp og Hæstiréttur
sjálfur á sennilega mestan þátt í að
opna augu manna fyrir því.
Það gengur einfaldlega ekki að þeir dómarar sem
fyrir eru hafi mikið um það að segja hver tekur við
af þeim, í þeirra hópi, sem er að láta af störfum. Það
má segja, að slíkt fyrirkomulagi tryggi ákveðna
einsleitni í réttinum en er það æskilegt fyrir æðsta
dómstól landsins? Við munum aldrei finna upp kerfi
sem allir verða sáttir við. Við munum aldrei finna
upp kerfi sem útilokar að deilur verði um skipan
hæstaréttardómara. En við hljótum að leita að kerfi
sem er heilbrigðara en það sem nú er til staðar.
Nú er tímabært að taka þessi mál upp til umræðu
að fenginni reynslu. Og væntanleg skipan dómara
við Hæstarétt nú gefur tilefni til þess. Hið æskilega
er að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra beiti sér
fyrir lagabreytingu á þinginu í haust. Tillögur af
hans hálfu mundu leiða til víðtækra umræðna á Al-
þingi um þessi mál og þá kemur í ljós hvaða skoð-
anir eru uppi á Alþingi og t.d. hvort þingmönnum
hugnist það, að þingið sjálft verði það aðhald sem
allir hljóta að vera sammála um að ráðherra verði
að hafa í sambandi við skipan dómara í Hæstarétt.
Eitt af því sem þingnefnd, sem kallaði umsækj-
endur um stöðu dómara við Hæstarétt á sinn fund,
mundi áreiðanlega spyrja um er grundvallaraf-
staða umsækjanda til starfa dómarans. Túlkun
meirihluta Hæstaréttar á núverandi ákvæði um
umsagnarrétt dómaranna um nýja umsækjendur
kallar á slíkar spurningar. Í lögunum frá 1998 segir
að það eigi að leita umsagnar Hæstaréttar um hæfi
og hæfni umsækjenda. Það stendur ekki að Hæsti-
réttur eigi að segja hver sé hæfastur og af hverju.
Þannig hefur meirihluti Hæstaréttar túlkað lög-
in og augljóst, að það er ómögulegt að túlka þau á
þann veg vegna þess að það stendur ekki í lögunum
að þannig eigi Hæstiréttur að fara með umsagn-
arvald sitt.
Þingmenn mundu áreiðanlega spyrja umsækj-
endur þessarar spurningar og margra fleiri, sem
varða grundvallaratriði í störfum dómara við
Hæstarétt Íslands.
Það er kominn tími á þessar umræður og vonandi
taka sem flestir þátt í þeim, bæði lögfræðingar og
leikmenn.
»En eftir stendur spurningin um það hvort Hæstiréttur eigiyfirleitt að hafa slíkan umsagnarrétt eða hvort það laga-
ákvæði sé úrelt í þjóðfélagi samtímans. Morgunblaðið hallast að
því að svo sé. Það er erfitt að finna nokkur rök fyrir því að
Hæstiréttur hafi þennan umsagnarrétt. En rökin gegn þessu
ákvæði blasa við. Hvaða vit er í því að einhver hópur manna geti
ráðið miklu um það hvaða nýr aðili kemur inn í þann hópi?
rbréf
Morgunblaðið/Ómar
Faxaflóasundið Fjórir sundmenn í boðsundinu frá Reykjavík til Akraness stinga sér til sunds frá Miðbakka í Reykjavíkurhöfn í blíðviðrinu í gærmorgun alls óhræddir við kaldan sjóinn.