Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 38
Ferð á Route 66 í október 16 daga ævintýraferð með Einari Kárasyni 19. október – 4. nóvember 2007 Allar upplýsingar á vefnum: www.isafoldtravel.is • Sími 544 88 66 Úti á ökrum West-Beemster í NorðurHollandi heyrast radd-ir íslenskra barna sem með eftirvæntingu bíða þess að fara á bak á íslenskum gæðingum. Á hestabúgarðinum Fra Spor eru staddir nemendur Íslenskuskól- ans í Hollandi sem, ásamt for- eldrum og systkinum, halda síð- asta kennsludag vetrarins hátíðlegan. Með reiðhjálma á höfði fara þau hvert af öðru á bak og standa sig með prýði. Einn nemandi skólans, Íva Marín, sem er að flytja heim til Íslands, nýtur þess að vera á baki en hún hefur með einstökum krafti og kímni gefið öðrum nemendum skólans innsýn inn í heim blindra barna og sett mark sitt á starfsemi skól- ans þetta skólaárið. Það er eftir- sjá eftir henni og öðrum nem- endum skólans sem flytjast búferlum til Íslands í sumar en breytingar af þessu tagi er hluti af því sem gerir Íslenskuskólann í Hollandi frábrugðinn öðrum skól- um. Styrkt af ráðuneyti og fyrirtækjum Skólinn hefur verið starfræktur í 12 ár, lengstum í Utrecht, og hefur breiður hópur nemenda numið þar á aldrinum 4-12 ára. Hann hefur ávallt verið rekinn af foreldrum en notið styrkja frá menntamálaráðuneytinu og ís- lenskum fyrirtækjum í Hollandi eins og Eimskipum, Samskipum, Landsteinum og Össuri. Markmið skólans er að gefa börnum Íslend- inga búsettum í Hollandi kost á að viðhalda og bæta þekkingu þeirra á íslenskri tungu, menn- ingu og þjóðháttum. Börnin fá kennslu annan hvern sunnudag yfir veturinn og er nemendum skipt í tvo hópa eftir aldri og ís- lenskukunnáttu. Kennslan byggir á uppbyggilegu og fræðandi námsefni þar sem gleðin er ávallt höfð í fyrirrúmi og reynt er að mæta þörfum hvers og eins barns. Síðastliðið haust varð talsverð endurnýjun í skólanum þar sem stór hópur eldri nemenda hætti og yngri börn bættust í hópinn. Nemendahópurinn byggist nú á um tuttugu ungum krökkum frá fjögurra ára aldri og eftir vet- urinn er óhætt að segja að hóp- urinn sé orðinn samhentur og skemmtilegur. Foreldrar barnanna hafa einnig náð vel saman og fyrir marga í þeirra röðum er Íslenskuskólinn fastur punktur í tilverunni og þjónar sem mikilvægur vett- vangur til þess að hitta aðra Ís- lendinga búsetta í Hollandi. Ullarþæfing og jólaleikrit Samhliða hefðbundinni kennslu í vetur hefur farið fram mjög fjöl- breytt og skemmtilegt starf í Ís- lenskuskólanum. Ásamt hesta- ferðinni norður í land stóðu nokkrir foreldrar fyrir vinnudegi um borgarskipulag svo og fyrir þæfingu íslenskrar ullar og upp- setningu jólaleikrits sem flutt var á hinu árlega jólaballi skólans og Vinafélags Íslands og Niðurlanda. Tónlistin hefur einnig leikið stórt hlutverk í skólanum. Í vetur var skólinn svo heppinn að fá Herdísi Önnu Jónsdóttur víólu- leikara til liðs við sig þar sem hún hefur dvalið í Hollandi í ársleyfi frá Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt sonum og manni sínum, Steef van Oosterhout slagverk- Grillveisla Tveir nemendur skólans, Hlynur Karl Viðarsson og Jakob van Oosterhout, gæða sér á kræsingum í grillveislu við skólaslitin í vor. Tónlist Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steen van Oosterhout slag- verksleikari fluttu tónlistargjörning fyrir nemendur Íslenskuskólans. Markmið skólans er að gefa börnum Íslendinga búsettum í Hollandi kost á að viðhalda og bæta þekk- ingu þeirra á íslenskri tungu, menningu og þjóð- háttum. Hestbak Sara Lind van der Weck á hestbaki á búgarðinum Fra Spor. Íslenskunni hald Foreldrar íslenskra barna í Hollandi hafa síðustu tólf ár rekið þar Íslenskuskólann. Tvær mæður úr þeim hópi, Hanna Lára Pálsdóttir og Björg Hjartardóttir, segja hér frá fjölbreyttu og lifandi starfi skólans. menntun 38 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum vegna ársins 2008 Þjóðhátíðarsjóður minnir á að frestur til að senda inn umsóknir um styrki úr sjóðnum vegna ársins 2008 rennur út 31. ágúst n.k. Nán- ari upplýsingar veitir ritari sjóðsins í síma 569 9622 eða netfanginu: thjodhatidarsjodur@sedlabanki.is. Að öðru leyti er vísað í ítarlegri auglýsingu sem birtist í dagblöðunum 1. júlí sl., og finna má einnig m.a. á eftirfarandi vefslóð, http://www.sedlabanki.is/?PageID=28. Stjórn Þjóðhátíðarsjóðs Gríptu augnablikið og lifðu núna Og1 fyrir blandaðar fjölskyldur Viltu geta talað við GSM vin í klukkustund á dag, án mínútugjalds? Vertu með Heimasíma, GSM og Internet fjölskyldunnar í Og1 – og sparaðu bæði tíma og peninga. Farðu á www.vodafone.is, komdu við í verslun okkar eða hringdu í 1414 og skráðu þína fjölskyldu í Og1. Heimasími, GSM, og Internet – allt á einum stað F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.