Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 64
64 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AUÐLESIÐ EFNI
Lítil tveggja sæta
Cessna-152-flug-vél með 2
mönnum innan-borðs hrapaði
í hrauninu suður af ál-verinu í
Straums-vík um sjö-leytið á
fimmtudags-kvöld.
Lögreglu-bíll frá Hafnar-firði
kom strax á vett-vang og svo
þyrla sem flutti mennina á
slysa- og bráðadeild
Land-spítala –
háskóla-sjúkrahúss. Það var
erfitt að komast að vélinni
þar sem hún lenti í Kapellu-
eða Sel-hrauni um 6 km frá
veginum.
Rann-sókn á til-drögum
slyssins hófst strax á
fimmtudags-kvöld og mun
standa yfir næstu daga.
„Þetta lítur frekar illa
út,“sagði Þorkell Ágústsson,
rannsóknar-stjóri
Rannsóknar-nefndar
flug-slysa. Þorkell segir að
ekki sé vitað hvað vélin féll úr
mikilli hæð en hann sagði
ótrú-legt hvað mennirnir
hefðu sloppið vel miðað við
hve illa flug-vélin væri farin.
Flug-vélin lá á bakinu, og
mestu skemmdirnar voru á
skrokknum.
Flug-vél brot-lenti við Straums-vík
Ljósmynd/Gísli Jökull Gíslason
Tveir menn voru í flug-vélinni sem hrapaði.
Gin- og
klaufa-veiki
hefur fundist á
3 kúa-búum í
Bret-landi. Það
eru bara 6 ár
síðan bændur
þar urðu fyrir
miklum skaða
af völdum
veikinnar.
Slátra þurfti 7 milljónum
naut-gripa og sauð-fjár áður
en tókst að hefta út-breiðslu
sjúk-dómsins.
Talið er að veiran hafi komið
frá rannsóknar-stofu í
ná-grenni búanna. Af-brigði
veirunnar er sagt það sama
og rannsóknar-stofan notar,
en flest bendir til þess að
af-brigðið sé hið sama og var
ein-angrað árið 1967 er gin-
og klaufaveiki-faraldur gekk
yfir Bret-land.
Rannsóknar-stofan segist
hafa farið eftir ströngustu
öryggis-kröfum
Gin- og
klaufa-veiki
í Bret-landi
Dauð kýr
færð á
vöru-bíl.
Hlaut Ginen
hönnunar-verðlaunin
Steinunn Sigurðardóttir
fata-hönnuður hlaut á
miðviku-daginn norrænu
hönnunar-verðlaunin Ginen í
ár. Hún fékk þau fyrir sumar-
og vetrar-línur fyrir-tækis
hennar sem ber nafnið
STEiNUNN. Hún er fyrsti
íslenski fata-hönnuðurinn
sem hlýtur þessi verð-laun,
sem veitt voru á
opnunar-hátíð tísku-vikunnar
í Kaupmannahöfn.
Steinunn hannar bara
kven-fatnað og eru fata-línur
hennar seldar til ýmissa
landa, m.a. Banda-ríkjanna,
Bret-lands og
Norður-landanna.
Héðinn er stór-meistari
Héðinn Steingrímsson
hlaut um seinustu helgi
titilinn stór-meistari í skák
eftir sigur á móti í Mladá
Boleslav í Tékk-landi. Með
sigrinum tryggði hann sér
þriðja og síðasta áfangann
að titlinum. Hinum
áföngunum náði hann í
sumar á móti í Sardiníu á
Ítalíu og á Kaupþings-móti í
Lúxemborg. Þá var hann
búinn að ná þeim 2.500
skák-stigum sem til þarf.
Héðinn er 13. í hópi íslenskra
stór-meistara í skák, ef með
eru taldir er-lendir
stór-meistarar karla og
kvenna sem gerst hafa
ís-lenskir ríkis-borgarar.
Fólk
Vísinda-menn Ís-lenskrar
erfða-greiningar og
samstarfs-aðilar þeirra á
Land-spítala –
háskóla-sjúkrahúsi,
lækna-deild Háskóla Íslands
og há-skólanum í Uppsölum í
Sví-þjóð hafa fundið
stökk-breytingu sem veldur í
öllum til-fellum
flögnunar-gláku, sem er
ill-vígt af-brigði gláku.
Rann-sóknirnar hafa staðið
yfir síðustu tvö árin og leitt til
tímamóta-uppgötvana á
erfða-fræði sjúk-dómsins
sem er ein af al-gengustu
or-sökum blindu.
Fram að þessu var lítið
sem ekkert vitað um það
hvaða erfða-þættir kæmu við
sögu í sjúk-dóminum.
Tímamóta-
uppgötvun
Regn-tímabilið hefur staðið í 2 vikur í
Suður-Asíu og valdið þar miklum flóðum. Um
40% af Bangladess hefur horfið undir vatn og
í Indlandi er 1,1 milljón hektara af
ræktar-landi á kafi.
Um 1.900 manns hafa látist í flóðunum og
28 milljónir manna hafa þurft að flýja heimili
sín í Indlandi, Bangladess og Nepal.
Nú hafa flóðin minnkað, en íbúarnir búa
ennþá við mikla neyð. Eitt fá-tækasta hérað
Indlands, Bihar, hefur beðið stjórn-völd um 2
tonn af mat til neyðar-aðstoðar, en 2 milljónir
manna þar sofa enn undir berum himni.
Flest vatns-ból á flóða-svæðunum eru
ýmist menguð eða hefur flætt í kaf.
Alþjóða-heilbrigðis-stofnunin (WHO) og
Unicef vara við því að kyrr-stætt flóða-vatnið
sé gróðrar-stía fyrir fjölda ban-vænna sýkla.
Neyðar-ástand er því yfir-vofandi. Börn eru
sérstak-lega við-kvæm fyrir slíkum sýkingum,
en þau erum um 40% íbúa á svæðunum.
Mikil neyð í
Asíu
REUTERS
Fjöl-skylda nær í vatn í Bangladess.
Hinsegin dagar hófust á fimmtu-daginn þegar Drag-keppni
Íslands var haldin í Loft-kastalanum í 10. sinn.
Steini díva sigraði keppnina með glæsi-brag, en hann lenti í
2. sæti í keppninni bæði í fyrra og árið þar áður.
Sigraði Drag-
keppni Íslands
Alfreð Gíslason mun halda
áfram að þjálfa karla-landslið
Íslands í hand-knattleik.
Hann stjórnar liðinu fram yfir
úrslita-keppni
Evrópu-mótsins í Noregi í
janúar á næsta ári.
Alfreð tók við þjálfun
lands-liðsins snemma árs
2006 og undir hans stjórn
komst það í 8-liða úrslit á HM
í ár. Samningur Alfreðs rann
út í lok júní og þá leit út fyrir
að hann myndi hætta með
lands-liðið, því hann er líka
þjálfari þýska stór-liðsins
Gummersbach.
„Ég hugsaði málið í
róleg-heitum í sumar. Síðan
var dregið í riðla fyrir
keppnina og þá kom í ljós að
liðið á mjög erfitt verk-efni
fyrir höndum í Noregi,“ sagði
Alfreð sem finnst spennandi
að takast á við það.
Alfreð þjálfar
áfram
Morgunblaðið/ÞÖK
Alfreð Gíslason
Netfang: auefni@mbl.is