Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
SKIPULAGSMÁL
eru við vinnu. Fleiri íbúðir ykju aft-
ur á mótu umferðarálag kvölds og
morgna þegar umferð er mest fyr-
ir. Að mati Gunnars þurfa foreldrar
ekki að hafa áhyggjur af börnum
sínum vegna umferðar til og frá at-
vinnusvæðinu þar sem gangbrautir
og umferðarljós eru á Kárs-
nesbrautinni.
Innviðir þoli aukningu
„Ef miðað er við að 300 til 400
íbúðir verði byggðar á þessu kjör-
tímabili má gera ráð fyrir að íbúum
fjölgi um 800, eða þar um bil,“ seg-
ir Gunnar. „Umferð um Kársnes
myndi þá aukast um u.þ.b. 2400
bíla á sólarhring og Kársnesbrautin
getur vel tekið á móti þeirri um-
ferð.“
Hann telur að hægt verði að létta
umferðarálagi af Kársnesbrautinni
ef þörf krefur. Hugsanlegt væri að
leggja Kársnesbrautina að hluta í
stokk. Þá hafi Sjálfstæðisflokkurinn
fyrir kosningar rætt möguleika á
því að gera göng undir Fossvoginn.
Einnig mætti hugleiða að byggja
brú yfir voginn. Hann telur þetta
raunhæfa möguleika, en segir að
þeir hafi þó ekki verið ræddir við
borgaryfirvöld í Reykjavík.
Gunnar segir Kópavogsbæ vera
að festa kaup á tækjum til að mæla
svifryksmengun. „Alls konar full-
yrðingar hafa verið um svif-
ryksmengun á Kársnesinu, en við
vitum ekkert hvað er hæft í þeim,“
segir hann. „Í Hafnarfirði var
kvartað yfir mikilli mengun við ál-
verið, en þegar mælt var kom í ljós
að þar var lítil sem engin mengun.
En það verður fylgst með þessu og
gripið til mótvægisaðgerða ef þarf.“
Gunnar bendir líka á að ferðir með
strætisvögnum bæjarins verði
gjaldfrjálsar og íbúar þar með
hvattir til að nýta sér almennings-
samgöngur fremur en einkabíla.
Gunnar segir mismunandi hvað
gert sé ráð fyrir mörgum íbúum í
hverri íbúð í fyrirhugaðri byggð á
Kársnesinu. Í nýjum hverfum sé al-
mennt miðað við að 3 íbúar séu í
hverri íbúð. Á Kársnesinu sé hins
vegar gert ráð fyrir að íbúar á íbúð
verði á bilinu 1,7 til 2,3, eftir því
hvaða reiti er miðað við. Ástæðuna
segir hann annars vegar að byggð-
ar verði íbúðir fyrir eldri borgara,
þar sem 1 til 2 séu í íbúð, og hins
vegar að í dýrum bryggjuhverfum
séu íbúar að jafnaði 2 á íbúð, flestir
miðaldra fólk sem eigi uppkomin
börn.
Gunnar telur ólíklegt að barna-
fólk sæki í fyrirhugaða byggð og
því séu áhyggjur af álagi á leikskóla
og skóla ástæðulausar. Auk þess
hafi börnum á leikskóla- og grunn-
skólaaldri fækkað í vesturbæ Kópa-
vogs á undanförnum árum og því
séu tiltæk rými í leikskólum og
grunnskólum. Ef nauðsyn krefji
verði auk þess hægt að bæta við
leikskóladeildum, byggja nýjan
leikskóla og byggja við Kárs-
nesskóla.
Veður ekki yfir íbúa
Gunnar segir að endanlegur
kostnaður við landfyllingar út af
Kársnesinu liggi ekki fyrir, en hann
muni hlaupa á hundruðum milljóna
króna. Verði tillögur að breyttu að-
alskipulagi samþykktar verður
landfyllingin öll, bæði gömul og ný,
tæplega 14 hektarar. Nákvæmar
tölur um stærð landfyllinganna nú
hefur Gunnar ekki á reiðum hönd-
um en segir þær vera á bilinu 7 – 8
hektara. Þess sé þó gætt að mæla
þær reglulega til að þær fari ekki
út fyrir leyfileg mörk.
„Endanleg ákvörðun um landfyll-
ingar og stækkun hafnarinnar
verður tekin þegar búið verður að
fara yfir athugsemdir við breytingu
á aðalskipulagi,“ segir Gunnar. „Við
vorum búnir að fara gegnum að-
alskipulagið og auglýsa það í vor.
Vegna smáatriða sem Skipulags-
stofnun fann að í umhverfisskýrsl-
um um áætlanirnar þurftum við að
fara gegnum allt ferlið upp á nýtt.
Þetta er fyrsta verkefnið þar sem
mat er gert á umhverfisáhrifum
skipulagsáætlana á grundvelli
nýrrar löggjafar. Við reyndum að
fylgja leiðbeiningum Skipulags-
stofnunar en upplýsingar um
framkvæmd voru ekki mjög skýr-
ar. Þeim þótti þetta ekki nógu gott
hjá okkur vegna einhverra smáat-
riða og því þurfti að senda þetta
allt aftur í auglýsingu. Ef það
hefði ekki gerst væri þetta mál af-
greitt.“
Gunnar segir að bæjaryfirvöld í
Kópavogi og skipulagsstjóri séu
ósammála um heimildir bæjarins
til framkvæmda. Eftir sé að hitt-
ast og ræða út um það mál.Hann
tekur fram að mótmæli íbúa hafi
áhrif á stefnu bæjaryfirvalda og að
ekki komi til greina að farið verði
gegn skýrum vilja íbúa. „Markmið
okkar allra er auðvitað að gera
góðan bæ enn betri,“ segir hann
að lokum.
!"# $"#
%&'(
)***+))**,
- "
$" .***+/***'(
.&**+/***,
0
&1*** '2 ,
" " ' ,
" " ' ,
1 ' ,
Undanfarin ár hefur það viðhorf víðast orðið ofan á aðhafnarstarfsemi eigi ekki heima í eða nærri íbúa-byggð,“ segir Gísli Gíslason, formaður Hafn-
arsambands Íslands og hafnastjóri Faxaflóahafna. „Það er
fyrst og fremst þrennt sem gerir nábýli hafnar og íbúa-
byggðar erfitt-hávaði, umferð og lykt. Hjá Faxaflóahöfnum
höfum við reynt að styrkja hafnarstarfsemi fjarri íbúa-
byggð. Grundartangi og Helguvík í Reykjanesbæ hafa t.d.
þótt ákjósanleg hafnarsvæði því að þar eru samgöngur góð-
ar á landi og ólíklegt að íbúabyggð spretti upp nærri höfn-
unum.“
Gísli bendir á að áður fyrr hafi sjávarútvegur og fisk-
vinnsla verið helstu atvinnugreinar fjölda fólks og því hafi
þótt sjálfsagt að hafnir væru nærri íbúabyggð. Þetta hafi
breyst mjög hratt undanfarin ár. Svipuð þróun hafi átt sér
stað í Færeyjum, Kaupmannahöfn og Árósum, til að nefna
nokkur dæmi.
„Önnur hafnastarfsemi en fiskvinnsla hefur líka verið að
færast frá íbúabyggð. Slippstarfsemi í gömlu Reykjavík-
urhöfninni er t.d. að víkja því hún þykir of hávær. Starf-
semi slippa getur fylgt mikill hávaði á öllum stundum sólar-
hrings og það líkar íbúum skiljanlega illa.“
Gísli segir að sérfræðingum í hafnarmálum frá Dan-
mörku, Svíþjóð og Hollandi sem fluttu fyrirlestra á ráð-
stefnu hér á landi fyrir stuttu hafi öllum borið saman um að
nálægð hafnar við íbúabyggð skapi óumflýjanlega hags-
munaátök.
„Það má ekki gleyma því að hafnir standa að jafnaði
býsna lengi og því þarf að hugsa langt fram í tímann þegar
þær eru byggðar,“ segir hann.
Truflun Gísli Gíslason, formaður hafnarsam-
bands Íslands, segir að lykt, hávaði og umferð
frá höfnum geti gert íbúum lífið leitt.
HAFNIR FJARRI BYGGÐ