Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
HJÓN í Víðikeri og Svartárkoti í
Bárðardal og Tunguhálsi II í Skaga-
firði hafa fengið Landgræðsluverð-
laun ársins 2007 fyrir framúrskar-
andi landgræðslustörf. Einnig var
Landgræðslufélagi Öxfirðinga og
Skógræktarfélagi Skagfirðinga veitt
landgræðsluverðlaun við hátíðlega
athöfn sl. fimmtudagskvöld.
Það er Landgræðsla ríkisins sem
veitir viðurkenningarnar á svoköll-
uðum landgræðsludegi landgræðslu-
félaganna. Að þessu sinni var land-
græðsludagurinn í boði Land-
græðslufélags Öxarfjarðarhrepps
haldinn í Skúlagarði í Kelduhverfi að
viðstöddum um 140 gestum. Einnig
var farið í rútum með leiðsögn
heimamanna um uppgræðslusvæði í
Öxarfirði.
Um kvöldið fór svo afhending
landgræðsluverðlauna fram.
Hafa unnið sannkallað stórvirki
Hjónin Páll Kjartansson og Sigríð-
ur Baldursdóttir í Víðikeri og
Tryggvi Harðarson og Elín Bald-
vinsdóttir í Svartárkoti eru meðal
verðlaunahafa þetta árið. Þau hafa
búið á jörðum sínum í áratugi á
ágætum fjárbúum. Uppblástur hefur
í aldanna rás herjað á jarðir fram-
arlega í Bárðardal og eytt skógi og
öðru gróðurlendi. Uppblástur hefur
ekki hvað síst herjað á þessar tvær
heiðarjarðir sem eru syðst í Bárð-
ardal í um og yfir 400 metra hæð yfir
sjávarmáli.
Í rökstuðningi dómnefndar segir
m.a.: „Þessir bændur hafa lengi verið
ötulir við landbætur og uppgræðslu á
jörðum sínum – og unnið þar sann-
kallað stórvirki. Stöðvað gróðureyð-
ingu og grætt upp mela og rofabörð
og notað til þess búfjáráburð, moð og
hey. Auk þess hafa þeir sáð fræi og
dreift tilbúnum áburði og unnið í
nánu samstarfi við Landgræðsluna í
rúman áratug.
„Í Víðikeri og Svartárkoti hafa
ábúendur stórbætt landkosti og
gróðurfar og sýnt með fordæmi sínu
að búrekstur og landbætur fara vel
saman þegar landlæsi og tillitssemi
við jörð og gróður eru höfð að leið-
arljósi. Vegna uppgræðslu hefur
ásýnd landsins og nytjagildi þess,
með tilliti til landbúnaðar, stóraukist
með tilkomu þeirrar vinnu og metn-
aðar sem ábúendur hafa lagt í upp-
græðsluverkefnin.
Þau eru landgræðslubændur í
orðsins bestu merkingu og verðugir
fulltrúar þess stóra hóps bænda sem
leggja rækt við uppgræðslu landsins
og eru vel að þeirri viðurkenningu
komin sem hér er veitt.“
Breyttu uppblásnum melum
og rofabörðum í nytjaland
Hjónin á Tunguhálsi II í Skaga-
firði, Þórey Helgadóttir og Hjálmar
Guðjónsson, sem lést á síðasta ári,
fengu landgræðsluverðlaun fyrir frá-
bæra búmennsku og landgræðslu-
störf. Þórey veitti viðurkenningunni
viðtöku við athöfnina í Skúlagarði.
Hjálmar og Þórey stofnuðu til bú-
skapar á Tunguhálsi II árið 1968.
Þegar þau hófu þar búskap var
hvorki ræktun né húsakostur til
staðar á jörðinni og úthagi að mikl-
um hluta gróðurvana melar, rofa-
börð og klapparholt. Í búskapartíð
þeirra hjóna hefur Tunguháls II orð-
ið að stórbýli. Þar er nú eitt af-
urðamesta kúabú landsins auk um-
fangsmikillar hrossaræktar. Um
tíma var þar einnig sauðfjárbú.
„Þegar á fyrstu búskaparárum sín-
um hófu þau Hjálmar og Þórey land-
græðslustörf á jörðinni og hafa nú
um nokkurra ára skeið verið þátttak-
endur í verkefninu „Bændur græða
landið“. Uppgræðslustörfunum
sinnti Hjálmar af einstökum áhuga
og natni, studdur dyggilega af Þór-
eyju. Úthagi á Tunguhálsi hefur
breyst úr uppblásnum melum og
rofabörðum í uppskerumikið, beit-
arþolið gróðurlendi. Landbótastarf-
inu fylgdi Hjálmar eftir með mark-
vissri beitarstýringu, sem hefur
skilað sér í árvissri uppskeru og hóf-
legu beitarálagi. Ómetanlegur er
þáttur Hjálmars í friðun Hofsafrétt-
ar fyrir hrossabeit en hann brást vel
við tilmælum Landgræðslunnar um
að hætta upprekstri hrossa á afrétt-
ina og fann hrossum sínum aðra
sumarhaga. Hjálmar og Þórey eru í
fremstu röð þeirra bænda, sem hafa
með frábærri búmennsku breytt
uppblásnum melum og rofabörðum í
samfellt nytjaland og gert jörð sína
að góðbýli. Hjálmar Guðjónsson lést
langt fyrir aldur fram þann 20. júní
sl. en minning hans og störf lifa
áfram,“ segir í rökstuðningi dóm-
nefndar.
Landgræðslufélag Öxfirðinga var
einnig verðlaunað. Bent er á að á
stuttum tíma hafi félagið staðið fyrir
stórfelldum uppgræðslufram-
kvæmdum á félagssvæðinu. Bændur
í Öxarfirði hafi verið í fremstu röð í
uppgræðslu heimalanda í verkefninu
„Bændur græða landið“. Í ár bera
þeir á 230 tonn af áburði á um 1000
ha lands og dreifa um 5 tonnum af
grasfræi.
Ræktun útivistarskógar
Einnig fékk Skógræktarfélag
Skagfirðinga landgræðsluverðlaun
ársins. „Stærstu áfangar sem félagið
hefur tekist á við er ræktun útivist-
arskógarins á Hólum í Hjaltadal en
þar hefur tekist að koma upp fjöl-
breyttum og einstökum útivist-
arskógi sem hefur gætt staðinn
miklu lífi sem ferðamenn njóta og
heimamenn sækja reglulega. Þá hef-
ur félagið unnið að ræktun í Varma-
hlíð og hefur umráð yfir fallegum og
vöxtulegum eldri skógarsvæðum
sem markvisst hefur verið unnið að
því að bæta auk þess sem stór svæði
voru tekin til nýræktunar upp úr
1990.
Árið 2000 tóku svo Skagfirðingar
að sér að rækta Aldamótaskóg á
Steinsstöðum sem er eitt af þeim
fimm svæðum á landinu sem ráðist
var í að rækta í tilefni aldamótanna.
Ræktunin á Steinsstöðum var og er
mikið og stórt verkefni,“ segir m.a.
um landgræðslustarf félagsins.
Hafa stórbætt landkosti og gróð-
urfar með landgræðslustörfum
Viðurkenning Verðlaunahafarnir, hjónin Páll Kjartansson (annar f.v.) og Sigríður Baldursdóttir í Víðikeri, hjónin Tryggvi Harðarson og Elín Baldvins-
dóttir í Svartárkoti, Þórey Helgadóttir, Tunguhálsi II, Ragnheiður Guðmundsdóttir sem tók við verðlaunum f.h. Landgræðslufélags Skagfirðinga, Gunn-
ar Björnsson, formaður Landgræðslufélags Öxarfjarðarhrepps, ásamt Sveini Runólfssyni landgræðslustjóra (lengst t.h.) og Níels Árna Lund (lengst t.v.)
sem afhenti landgræðsluverðlaunin í fjarveru landbúnaðarráðherra. Um 140 gestir voru viðstaddir verðlaunaafhendinguna í Skúlagarði í síðustu viku.
Í HNOTSKURN
»Landgræðsla ríkisins veit-ir árlega landgræðslu-
verðlaun til einstaklinga og/
eða félaga fyrir störf þeirra að
landgræðslumálum.
»Verðlaunin eru afhent álandgræðsludegi land-
græðslufélaganna 12.
»Um 140 manns tóku þátt ídagskrá landgræðsludags-
ins og voru viðstaddir afhend-
ingu landgræðsluverð-
launanna 2007.
Landgræðsla Gestir á landgræðsludeginum fóru í hópferð undir leiðsögn
heimamanna yfir Öxarfjarðarheiði þar sem unnið er að uppgræðslu lands.
LÖGREGLU höfuðborgarsvæðisins
barst á þriðja tímanum í fyrri nótt til-
kynning um að tveir ungir menn væru
að vinna skemmdir á bíl á plani bens-
ínstöðvar vestur í bæ. Þegar að var
komið áttaði lögregla sig á að dreng-
irnir, sem eru á sautjánda og átjánda
aldursári, væru þeir sömu og tilkynnt
hafði verið um að hefðu árangurslaust
reynt að brjótast inn í efnalaug á Eið-
istorgi. Höfðu þeir flúið af vettvangi
þar ásamt öðrum dreng á bíl hins
sama. Í ljós kom að eitthvað hafði
slest upp á vinskapinn á flóttanum því
sá síðastnefndi sá ástæðu til að láta
sig hverfa úr hópnum með þeim af-
leiðingum að þeim sem eftir voru
fannst eðlilegt að vinna skemmdir á
bílnum. Voru þeir í óða önn við að
hoppa ofan á bílnum og lemja í hann
með kúbeini þegar lögreglan ákvað að
stöðva skemmdarverkið.
Skemmdu
bíl félaga
ÞEGAR Reykjavíkurmaraþon Glitn-
is fer fram 18. ágúst nk. verður sam-
tímis efnt til svokallaðs Lata-
bæjarhlaups en það er ætlað börnum
9 ára og yngri. Þetta er í annað
skipti sem hlaupið er haldið en í
fyrra sprettu um 4.200 börn úr
spori. Í ár verður svo einnig settur
upp heill Latabæjarþáttur á sviði
fyrir framan aðalbyggingu HÍ, þar
sem hlaupið fer fram.
Hlaupið hefst klukkan 14 á keppn-
isdegi en skipt er í fjóra aldurs-
flokka. Þátttökugjald keppenda
rennur óskipt til UNICEF - Barna-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þátt-
tökugjald er 800 krónur en skráning
fer fram á heimasíðu Glitnis,
www.glitnir.is.
Íþróttaálfurinn og hressir krakk-
ar tóku í gær smá forskot á fjörið og
hittust fyrir utan Háskóla Íslands.
Börn hlaupa
fyrir börn
Ljósmynd/Hreinn Magnússon