Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
SKIPULAGSMÁL
Þ
essar skipulagstillögur
eiga sér langa forsögu
og eru vel undirbúnar.
Það var ekki hlaupið í
þetta,“ segir Gunnar
Ingi Birgisson, bæjarstjóri Kópa-
vogs. „Hugmyndir um breytt skipu-
lag á Kársnesi komu fyrst upp árið
2000. Við stöldruðum við og hugs-
uðum málið og fórum svo aftur í
þetta árið 2004. Á íbúaþingi árið
2005 kom svo í ljós að flestir íbúar
vesturbæjar Kópavogs voru hlynnt-
ir því að Kársnesinu yrði breytt.
Þeir vildu að dregið yrði úr at-
vinnustarfsemi á svæðinu og að í
staðinn kæmi íbúabyggð. Það var
auðvitað ekki hægt að henda fyr-
irtækjunum burt og þess vegna var
ákveðið að búa til landfyllingar og
flytja fyrirtækin þangað.“
Hvað mótmæli íbúa gegn fyr-
irhuguðu skipulagi áhrærir segist
Gunnar ánægður með að Kópa-
vogsbúar séu vakandi fyrir um-
hverfi sínu og hafi áhuga á skipu-
lagsmálum. Hann telur mótmælin
þó ekki öll á rökum reist. „Það
verður að gæta þess að upplýsingar
sem fram koma séu réttar. Íbúa-
samtökin hafa fullyrt ýmislegt sem
ekki er í dúr og moll við raunveru-
leikann. Ég er sjálfur vest-
urbæingur og hef búið rétt við
Kársnesbrautina í fjölmörg ár og
gjörþekki aðstæður,“ segir hann.
Gunnar segir hugmyndir að
rammaskipulagi sem kynntar voru í
desember ekki bindandi. „Þetta á
heldur ekki að framkvæma á næst-
unni, þetta eru framtíðarhug-
myndir,“ segir hann. „Það var nátt-
úrulega mjög heiðarlegt af okkur að
kynna hugmyndir okkar á þennan
hátt, en ef til vill voru það mistök.
Fólk virðist ekki átta sig á því að
þetta er hugsað til langs tíma og
bregst við eins og þetta eigi allt að
gerast á morgun. Kannski hefðum
við bara átt að kynna skipulag fyrir
lítið svæði og láta það duga, en við
vildum koma hreint fram,“ segir
hann.
„Þetta verður gert í áföngum og
það verður undir bæjarstjórn á
hverjum tíma komið hversu margar
íbúðir verða byggðar. Við ætlum
bara að hleypa ákveðnum reitum í
gang. Líklega verða ekki byggðar
fleiri en 300-400 íbúðir á þessu
kjörtímabili. Ég vil alls ekki að það
verði háhýsabyggð. Ýmsir reyna, í
krafti græðgisvæðingarinnar, að
knýja á um sem flestar íbúðir, en
það er bæjarstjórnar að ákveða
hversu þétt byggðin verður. Ef
þetta gengur allt saman vel og
menn vilja halda uppbyggingu
áfram, þá geta þeir svo gert það.
Þetta verður ekki gert með látum
eins og fólk hefur verið að halda
fram og við eigum öll að geta lifað
við þetta í sátt og samlyndi.“
Kópavogshöfn góð höfn
Gunnar telur náttúruskilyrði fyr-
ir höfn góð í Kópavogi. „Hér liggur
mjög djúp renna alveg inn að landi,
sums staðar á milli 20 og 30 metra
djúp,“ segir hann. „Hingað komast
þó ekki nema lítil skip, mest 3000
tonn, enda er aðsiglingin nokkuð
þröng og viðlegukanturinn ekki
nema 125 metrar. Verði af stækkun
getum við tekið á móti 4000 tonna
skipum, sem þó teljast ekki mjög
stór. Þess vegna er ekki rétt að tala
um að hér sé fyrirhuguð stórskipa-
höfn.“
Gunnar segir stækkun hafn-
arinnar fyrst og fremst vera til að
skapa atvinnu. „Þegar þessar hug-
myndir komu upp var atvinnuleysi
og við töldum að hér gætu verið
vélsmiðjur og viðgerðarþjónusta og
svo væri hægt að landa hérna.
Þetta var aldrei hugsað sem neitt
stórapparat. Atvinnutækifæri, það
var hugsunin hjá okkur. Núna er
náttúrulega komin þensla í þjóðfé-
lagið. Fólk er blindað af vexti og
segist ekki þurfa fleiri atvinnutæki-
færi. Að mínu mati er þó best að
þetta sé allt í bland, og ég tel fyrir
mína parta ekki gott að útiloka þá
atvinnumöguleika sem höfnin færir
okkur.“
Gunnar telur þó ekki lengur vera
þörf fyrir viðgerða- og þjónustu-
höfn í Kópavogi. Í nýlegum
skýrslum Kópavogsbæjar segir að
hlutverk hafnarinnar verði fyrst og
fremst á sviði þjónustu og viðgerða.
Gunnar segir þetta úreltar upplýs-
ingar, líklega leifar af gömlum hug-
myndum sem láðst hafi að taka
burt. Nú sé höfninni fyrst og fremst
ætlað að skapa atvinnu og vista
hafnsækna starfsemi.
Heildarkostnað við gerð hafn-
arinnar hingað til segir Gunnar
hafa verið um 350 milljónir króna.
„Fyrst gerðum við smábátahöfnina
og síðan þurfti að fylla upp heil-
mikið land áður en við gátum farið
að gera viðlegukantinn.“ Um áætl-
aðan kostnað við stækkun segir
hann: „Nú er verið að auglýsa
breytingu á hafnarkantinum, en þar
sem ekki liggur fyrir samþykkt
skipulag höfum við ekki áætlað
kostnað við framkvæmdirnar.“
Gunnar segir að afkoma hafn-
arinnar virðist samkvæmt ársreikn-
ingi lakari en hún sé í raun og veru.
Tekjur af lóðaúthlutunum á hafn-
arsvæðinu hafi ekki verið færðar
hafnarsjóði til tekna heldur hafi
þær runnið beint í bæjarsjóð.
Hann segist vera þess fullviss að
3 til 4 skipakomur á mánuði séu
fullnægjandi tekjugrundvöllur fyrir
stækkaða höfn. Áætlaður komu-
fjöldi byggist á því að Byko, sem
sýnt hafi áhuga á að landa í Kópa-
vogshöfn, miði við að á ári hverju
komi 30 til 40 skip á þeirra vegum.
Í hafnalögum er kveðið á um
móttökuskyldu hafna eftir því sem
rými og aðstaða leyfa, og Gunnar er
spurður hvernig takmarka eigi
skipakomur ef fleiri en Byko kjósa
að landa í Kópavogshöfn. „Okkur er
heimilt að velja og hafna í því,“
svarar hann. „Við getum nátt-
úrulega sagt að höfnin sé upp-
tekin.“
Þótt Gunnar telji mikilvæg tæki-
færi felast í hafnarstarfsemi segir
hann þó vel koma til greina að
hætta við stækkun hafnarinnar séu
íbúar almennt á móti henni.
Snyrtilegt atvinnusvæði
Gunnar segir ekki rétt að fyr-
irhugað sé að þrefalda atvinnusvæði
á Kársnesinu, en hefur þó ekki á
takteinum nákvæmar tölur um
stækkunina.
Hann er þess fullviss að um-
gengni á hafnarsvæðinu batni þegar
fyrirtæki verða flutt út á landfyll-
inguna yst á nesinu.
„Fyrirtæki sem flytjast í glæsi-
legar nýbyggingar vilja hafa snyrti-
legt í kringum sig. Gamalt og nið-
urnítt húsnæði verður rifið og sum
sóðalegasta starfsemin flyst burt,“
segir hann.
Gunnar segir það skila Kópa-
vogsbæ meiri fjármunum að selja
lóðir undir atvinnustarfsemi en
íbúðalóðir. „Menn eru alltaf að tala
um að þetta séu svo verðmætar lóð-
ir, en þær yrðu ekki margar ef
landið yrði nýtt undir einbýli eða
tvíbýli.“
Hann segir að atvinnuhúsnæðið
verði að mestu einingahús sem auð-
velt sé að taka niður og því verði í
framtíðinni hægt að byggja íbúðir í
þeirra stað, að gefnu leyfi bæjaryf-
irvalda.
Auk þess telur hann atvinnu-
svæði hentuga viðbót við íbúasvæði
með tilliti til umferðar. Hann segist
skilja áhyggjur íbúa af mikilli
þungaumferð sem fylgi atvinnu-
svæði. Hann er þess þó fullviss að
hún muni ekki trufla íbúa mikið því
hún verði mest á daginn meðan þeir
Vil vera í sátt við íbúa
Morgunblaðið/ÞÖK
Sáttfús Gunnar Birgisson segir til greina koma að hætta við stækkun hafnarinnar og lofar að ekki verði byggt mikið yst á nesinu á komandi árum.