Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Það sem einkennir þetta mál allt er að þaðhefur verið unnið aftur á bak,“ segirStefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins um
skipulag yst á Kársnesinu í Kópavogi. „Það var
byrjað á endinum, ákveðið af fara í þessar
framkvæmdir, og síðan hafa menn verið að
reyna að vinna sig til baka og uppfylla þau skil-
yrði og þær kröfur sem gerðar eru. Það var
ekki byrjað á því að athuga og kanna forsendur
heldur að undirbúa framkvæmdir.“
Stefán segir að milli áranna 2002 og 2006
hafi Kópavogsbær ákveðið að ráðast í landfyll-
ingu upp á 4,8 hektara á Kársnesinu. Bæjar-
yfirvöld hafi litið svo á að þau þyrftu ekki að til-
kynna framkvæmdina til mats á
umhverfisáhrifum vegna þess að hún var undir
5 hektara viðmiðunarmörkum og gert var ráð
fyrir henni í aðalskipulagi. Nú ætli bæjaryf-
irvöld að bæta við öðrum 4,8 hekturum og vilja
breyta aðalskipulagi til þess að geta gert það.
Þau líti svo á að ekki þurfi að tilkynna þá breyt-
ingu heldur af því hún sé líka undir 5 hektara
mörkum. Þetta segir Stefán ekki rétta túlkun.
Bæjaryfirvöldum beri að líta á landfylling-
arnar sem heild, alls um 10 hektara, og þær
eigi að tilkynna til Skipulagsstofnunar. „Þetta
er frekar slæmt dæmi um það sem kallast sa-
lami slicing á ensku. Það er reynt að fara á svig
við stærðartakmarkanir með því að ráðast að-
eins í hluta framkvæmdar í einu.“
Stefán segir að nú sé búið að auglýsa aðal-
skipulagsbreytinguna sem þarf til að mega
halda áfram að gera landfyllingar. Frestur til
að gera athugasemd við hana sé til 21. ágúst.
„Kópavogsbær hefur tilkynnt Skipulagsstofn-
un um þessa framkvæmd og við erum að at-
huga hvort hún þurfi að fara í umhverfismat.
Ástæða þess að bærinn tilkynnti okkur þetta er
ekki landfyllingin, heldur fyrirhuguð stækkun
hafnarinnar. Breytingar á höfnum þarf alltaf
að tilkynna til Skipulagsstofnunar. Málið er
þess vegna til meðferðar hjá okkur þótt Kópa-
vogsbær vilji líta svo á að þess sé ekki þörf
vegna landfyllinganna. Það er þó alveg skýrt
að það verður ekki ráðist í frekari framkvæmd-
ir fyrr en búið er að gefa framkvæmdaleyfi og
það verður ekki veitt fyrr en búið er að klára
aðalskipulagið og meta umhverfisáhrifin.“
Samkvæmt lögum sem sett voru í fyrra þarf
að umhverfismeta breytingar á skipulagsáætl-
unum. Kópavogsbær þurfti að gera það vegna
fyrirhugaðrar breytinga á aðalskipulagi, svæð-
isskiðulagi og deiliskipulagi. Bærinn auglýsti
breytingu á aðalskipulagi í vor. Vegna at-
hugasemda Skipulagsstofnunar við umhverfis-
skýrslur sem bærinn skilaði með breytingar-
tillögunum þurfti að auglýsa skipulagið aftur.
Stefán segir: „Við höfðum ýmislegt við það
að athuga hvernig mat bæjarins var unnið. Að
okkar viti hafði bærinn hvorki svarað spurn-
ingum sem vöknuðu né gert grein fyrir ýmsum
áhrifum sem vænta má af svona miklum fram-
kvæmdum. Úr því hefur verið bætt að nokkru,
a.m.k. nóg til þess að við töldum ekki ástæðu til
að standa lengur í vegi fyrir því að að-
alskipulagsbreytingin yrði auglýst.“
Stefán segir að svari sveitarfélög athuga-
semdum sem íbúar gera við auglýstar skipu-
lagsbreytingar og uppfylli önnur formsatriði,
hafi þau nánast frjálsar hendur varðandi fram-
kvæmd skipulags innan sveitarfélagsins. „Það
er ekki til nein regla um hversu margir þurfa
að lýsa óánægju til að breyta þurfi áætlunum. Í
þessu tilliti eru völd sveitarstjórna mikil, þau
hafa lýðræðislegt umboð íbúa og ríkinu er ekki
ætlað að taka þessar ákvarðanir. Ef það er
virkilegur pólitískur vilji hjá sveitarstjórnum
til að halda áfram, þrátt fyrir andmæli íbúa þá
er það hægt.“
Stefán segir að undanfarin ár hafi orðið viss
breyting á því hvernig framkvæmdum og upp-
byggingu er hagað hér á landi. „Nú gengur allt
miklu hraðar til en áður. Áður nálguðust menn
framkvæmdir af meiri varkárni og þess var
betur gætt að allt passaði saman. Nú eru fram-
kvæmdir stærri og grófari, m.a. vegna þess að
miklir fjármunir eru aðgengilegir og verktak-
ar og byggingarfyrirtæki eru öflugri en áður
var. Krafan um hagnað er sterk og sveit-
arstjórnir eru undir miklum þrýstingi að láta
undan arðsemissjónarmiðum. Þá geta heild-
armyndin og hagsmunir íbúa sem fyrir eru
gleymst. Þetta er að gerast víða, án þess að fólk
átti sig endilega á því,“ segir Stefán.
UNNIÐ AFTUR Á BAK
Morgunblaðið/Ómar
Gróðakrafa Stefán Thors, skipulagsstjóri
ríkisins, segir framkvæmdir stærri og gróf-
ari nú en áður og sveitarstjórnir undir mikl-
um þrýstingi að láta undan arðsemissjón-
armiðum framkvæmdaaðila.
SKIPULAGSMÁL
þess sé hávaði við mörg hús við Kárs-
nesbraut meiri en lög leyfa. Bæjaryf-
irvöld hafa stungið upp á því að vinna
gegn hávaðamengun með því að
byggja hljóðveggi og veita íbúum
styrki til að setja þrefalt gler í
glugga. „Við fáum ekki séð að þetta
séu fullnægjandi lausnir,“ segir Arna.
„Við mörg hús er ómögulegt að
byggja hljóðvegg því aðkoman er frá
Kársnesbrautinni og þrefalt gler ger-
ir lítið gagn þegar opna þarf glugga.“
Arna segir Gunnar Birgisson, bæj-
arstjóra Kópavogs, hafa haldið því
fram að umferð vegna atvinnusvæðis-
ins hefði lítil áhrif á íbúa vegna þess
að hún yrði mest á daginn á meðan
íbúar væru við vinnu. „Hann gleymir
því að þeim sem eiga börn á grunn-
skólaaldri er ekki rótt að vita af þeim
við leik í nágrenni við götur þar sem
þungaflutningar eru miklir.“
Sýn íbúa
Að mati Betri byggðar væri best að
nýta lóðirnar vestast á Kársnesinu
undir blandaða íbúabyggð, þjónustu-
Of mikil umferð
Fjórða atriðið sem samtökin Betri
byggð gera athugasemd við er aukin
umferð bíla á Kársnesinu.
Umferðin frá landfyllingasvæðun-
um mun að öllum líkinum að mestu
fara um Kársnesbraut og Vesturvör,
sem eru þröngar íbúagötur.
„Núna keyra rétt rúmlega 8000
bílar um Kársnesbrautina á sólar-
hring. Hafnarstarfseminni fylgja 5000
bílar á sólarhring, m.a. vöruflutninga-
bílar af öllum stærðum og gerðum.
Íbúabyggðinni fylgja fjölmargir bílar
til viðbótar. Í skýrslum Kópavogs-
bæjar er gert ráð fyrir að um 18.000
bílar muni keyra Kársnesbrautina á
sólarhring, og sýnist okkur það ekki
ofætlað,“ segir Arna.
Hún álítur það allt of mikla umferð
fyrir íbúagötu og hefur áhyggjur af
loftmengun, svifryksmengun, slysa-
hættu og hávaðamengun sem fylgja
aukinni umferð. Arna segir mælingar
hafa sýnt að svifryksmengun á Kárs-
nesinu sé þegar yfir mörkum. Auk
kjarna, græn svæði og útivistarsvæði.
„Við erum hlynnt því að tekið verði til
hendinni á Kársnesinu og umhverfið
fegrað. Við höfum ekkert á móti því
að þarna rísi íbúabyggð, en við viljum
að hún verði í samræmi við þá byggð
sem fyrir er,“ útskýrir Arna. „Hér
eru lágreist hús, ein- til fjórbýli, með
garða og vinalegt yfirbragð. Fólk flyt-
ur hingað vegna þess að það vill búa í
svona umhverfi og við teljum það
vægast sagt ósanngjarnt við íbúa að
breyta grundvallarskipulagi hverf-
isins án þess að þeir hafi nokkuð um
það að segja. Þetta kemur líka alveg
aftan að fólki. Engan gat órað fyrir
því að búið yrði til nýtt land út í sjó til
að stækka íbúabyggðina og breyta
byggðarmynstrinu.“
Ekkert samráð við íbúa
Arna segir að íbúar hafi ekki bara
efnislegar athugasemdir við fyrirhug-
aðar framkvæmdir. Þeir hafi yfir
mörgu að kvarta við gerð og kynn-
ingu skipulagsbreytinganna.
„Í nóvember 2005 var haldið íbúa-
þing þar sem kallað var eftir hug-
myndum. Kópavogsbúar lýstu þar
hugmyndum sínum um skipulag
hafnarsvæðisins á Kársnesinu. Þar
kom fram að þeir vildu fegra og
hreinsa þetta svæði. Þeir töldu að iðn-
aðar- og hafnarstarfsemi ætti að víkja
fyrir blandaðri íbúabyggð og þjón-
ustu. Þeir sáu fyrir sér veitingastaði,
gallerí, græn svæði og kaffihús.
Nokkrum mánuðum síðar kynntu
bæjaryfirvöld rammaskipulag þar
sem allar óskir bæjarbúa voru virtar
að vettugi. Í staðinn fyrir að draga úr
iðnaðarstarfsemi var gert ráð fyrir
mun stærri höfn og þrefalt stærra at-
vinnusvæði en nú er við höfnina,“ út-
skýrir Arna.
Í rammaskipulaginu var gert ráð
fyrir fleiri en 1100 íbúðum og háum
hótelturni. Eftir að á annað hundrað
íbúa skiluðu athugasemdum um
skipulagið var kynnt nýtt skipulag
þar sem íbúðum var fækkað niður í
845 og hótelturninn tekinn burt.
Arna segir marga íbúa hafa bæj-
aryfirvöld grunuð um að kynna fyrst
hugmyndir um að byggja mun meira
en nokkru sinni gat orðið. Þá skap-
aðist borð fyrir báru að draga úr
íbúðafjölda og láta íbúa halda að með
því væri komið til móts við þá. „Hugs-
anlega átti þetta að draga athygli
okkar frá stækkun atvinnusvæðisins
og höfninni. Skipulagsyfirvöld í Kópa-
vogi hafa áður leikið svipaðan leik og
við erum farin að kannast við vinnu-
brögðin,“ segir hún.
Arna bendir á að hingað til hafi íbú-
um gefist kostur á að skila inn at-
hugasemdum við deiliskipulagið yfir
háannatíma á jólum og á þeim tíma
sem flestir eru í sumarfríi. Þetta segir
hún draga úr líkum á að fólk skili inn
athugasemdum.
Kópavogsbær hefur gert umhverf-
isskýrslur um breytingu á deiliskipu-
lagi, aðalskipulagi og svæðisskipulagi,
eins og kveðið er á um í lögum sem
sett voru í fyrra. Arna segir að skýrsl-
urnar séu mjög rýrar og hroðvirkn-
islega unnar. Hún bendir á að skipu-
lagsstjóri ríkisins, Stefán Thors, hafa
fundið margt að þeim, þótt hann hafi
að lokum talið að þær nægðu til þess
að auglýsa mætti nýtt aðalskipulag.
Arna telur að bærinn þurfi að láta
framkvæma lögboðið umhverfismat á
framkvæmdinni. Hún vísar til þess að
skipulagsstjóri hafi oftsinnis mælst til
þess við Kópavogsbæ að slíkt um-
hverfismat verði gert, en því hafi ekki
verið ansað.
„Okkur finnst með ólíkindum að
engar rannsóknir, athuganir eða
mælingar liggi að baki ákvörðunum
sem eru svona afdrifaríkar. Þessar
skýrslur eru í rauninni huglægt mat
Kópavogsbæjar á aðstæðum.
Þetta er allt saman ótrúlega flókið
og ekki að því hlaupið að glöggva sig á
aðstæðum. Heimildum ber ekki sam-
an og upplýsingar eru gloppóttar.
Þegar miklar breytingar eru gerðar á
íbúabyggð verða íbúar að geta treyst
því að yfirvöld standi vörð um hags-
muni þeirra. Haldbærar og grein-
argóðar upplýsingar eru forsenda
þess að slíkt traust ríki, og þeim er
ekki til að dreifa hér.“
Að lokum spyr Arna hver ávinning-
urinn af þessu öllu saman sé.
Svar hennar er að framkvæmd-
irnar skili gróða í vasa verktaka og
50-150 láglaunastörfum sem alls óvíst
sé að Kársnesingar eða Kópavogsbú-
ar muni vinna. „Að okkar mati er það
allt of dýru verði keypt, og íbúar
Kársnessins gjalda þess.“
Morgunblaðið/Kristinn
Barátta Arna Harðardóttir, formaður Betri byggðar, segir að hingað til hafi ekki verið tekið tillit til sjónarmiða íbúa. Hún vonar að nú verði breyting þar á.
Aðalskipulag
Skipulagsáætlun fyrir tiltekið sveitarfélag
þar sem fram kemur stefna sveitarstjórnar
um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi,
umhverfismál og þróun byggðar í sveitarfé-
laginu á minnst 12 ára tímabili.
Deiliskipulag
Skipulagsáætlun fyrir afmarkaða reiti innan
sveitarfélags sem byggð er á aðalskipulagi og
sýnir nánari útfærslu þess.
Rammaskipulag
Ólíkt öðrum skipulagsstigum er rammaskipu-
lag ekki lögformlegt. Það er fyrst og fremst
tæki sveitarstjórnar til að útfæra eigin stefnu
um byggðarmynstur. Þetta skipulagsstig er
nokkurs konar millistig aðalskipulags og
deiliskipulags.
Svæðisskipulag
Skipulagsáætlun sem nær til fleiri en eins
sveitarfélags. Hlutverk svæðisskipulags er að
samræma stefnu um landnotkun, samgöngu-
og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun
byggðar á svæðinu á minnst 12 ára tímabili.
Lög um mat á umhverfisáhrifum
Þessi lög voru sett 21. maí 1993. Markmið
þessara laga er að tryggja að áður en tekin
er ákvörðun um framkvæmdir sem kunna
vegna staðsetningar, starfsemi sem þeim
fylgir, eðlis eða umfangs, að hafa í för með
sér umtalsverð áhrif á umhverfi, nátt-
úruauðlindir og samfélag hafi farið fram mat
á umhverfisáhrifum. Einnig eiga lögin að
tryggja að slíkt mat verði fastur liður í gerð
skipulagsáætlana.
Lög um umhverfismat áætlana
Þessi lög voru sett 14. júní 2006. Markmið
þeirra er að stuðla að sjálfbærri þróun og
draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Því á
að ná með því að láta stjórnvöld gera um-
hverfismat á skipulags- og framkvæmdaáætl-
unum sem gætu haft mikil áhrif á umhverfið.
SKÝRINGAR
Á HUGTÖKUM