Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 33
Sumaropnun: Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 11-15.
Síðumúla 3, sími 553 7355
Útsala 30-60% afsláttur
sýni nálægt norðurskautinu. Ísinn, ef
hann finnst, getur gefið mjög miklar
og mikilvægar upplýsingar. Í fyrsta
lagi um hvort þarna sé góður sýna-
tökustaður og í öðru lagi hvort að
bakteríur eða ummerki eftir bakt-
eríur sé að finna í ísnum.“
- Hvað myndi það þýða ef það finn-
ast bakteríur?
„Þá væri heill heimur framundan í
vísindarannsóknum því líkt og grjótið
þá myndu sömu víddirnar opnast hér.
Möguleikarnir á að skoða og bera
saman upphaf lífs, þróun og endalok á
þessum tveimur plánetum með meiri
nákvæmni en hingað til hefur verið
hægt myndu aukast gífurlega. Við
gætum fengið innsýn í þróun lífs í
annarri plánetu í alheiminum.“
Geta gefið vitneskju
um loftslagsbreytingar
- Geta rannsóknir sem þessar
hjálpað okkur að fá vitneskju um
loftslagsbreytingar á jörðinni?
„Þær geta það, já. Vísindamenn og
veðurfræðingar nota líkön af lofthjúpi
jarðar í rannsóknum sínum og áætl-
unum af loftlagsbreytingum. Það eru
fjölmargt sem hefur áhrif á hegðun
lofthjúpsins og veðurfarslegar breyt-
ingar. Það geta verið þúsundir atriða
og því miður höfum við takmarkaða
vitneskju um hvað skiptir nákvæm-
lega meginmáli. Þegar vitneskjan er
ófullkomin verða líkönin það líka. Ef
við getum nálgast upplýsingar um
það sem gerst hefur í fortíðinni, hvort
sem það er fyrir eða á jarðsögulegum
tíma, hjálpar það okkur að sannprófa
þau líkön sem við höfum smíðað af
veðurfarslegum ferlum og loftslags-
breytingum nú. Vitað er að á norður-
hveli Mars er ís í yfirborðslaginu, síf-
reri, og ætlunin er að lenda á svæði
þar sem vitað er að upp undir helm-
ingurinn af jarðveginum er ís. Þess
mun verða freistað að láta vélmenni,
sem stýrt er frá jörðu, grafa niður á
þennan ís og með hátæknigeimvísind-
um fara rannsóknir á sýnunum fram í
geimfarinu Phoenix á Mars. Sýnin
munu aldrei koma til jarðarinnar.
Markmiðið er að greina lagskiptingu
jarðvegsins, tímasetja jarðlögin og
þar með tímasögu Mars auk ýmissa
annarra kemískra rannsókna.“
Mælir vindinn á Mars
Haraldur hefur sérstakan áhuga á
hversu vindasamt er á Mars enda
hefur hann lagt dag við nótt að hanna
ásamt teymi sínu við Háskólann í Ár-
ósum sérstakan vindmæli á Phoenix-
farið, sem nú er í loftinu. Hann á að
fanga hvert einasta vindstig á Mars.
„Hópurinn sem stendur að Phoe-
nix-geimfarinu er að miklu leyti sá
hópur sem ég starfaði með að Path-
finder-geimfarinu, og þegar þá vant-
aði mann sem gæti tekið yfir vind-
mælingarnar á Phoenix leituðu þeir
til mín. Ég fékk sem sagt það verk-
efni.“ Það tók Harald og um 10 hönn-
uði, vísindamenn og smiði tvö ár að
búa til hinn einfalda vindhraðamæli.
„Já, þetta lítur út fyrir að vera ein-
falt en er það auðvitað ekki. Að-
stæður á yfirborði Mars eru auðvitað
allt aðrar en á yfirborði jarðar. Á
jörðinni er loftþrýstingur um 1000
mb en á Mars er hann 7 mb. Háskól-
inn í Árósum hafði smíðað vindgöng,
þar sem líkt var eftir aðstæðunum á
Mars og þannig gátum við prófað
okkur áfram.“
- Hverjar voru helstu hindr-
anirnar?
„Aðalvandamálið var skortur á
loftatómum, til að fá virka hlutann á
vindmælinum til að hreyfast undir
kringumstæðum á Mars. Þegar við
fengum verkefnið á sínum tíma, hóf-
umst við handa við að prófa okkur
áfram í vindgöngunum á Árósum. Á
þessum tíma gekk vinnan mest út á
að föndra, prófa eitthvað og verða ör-
lítið vitrari. Nota það svo til að bæta
eitthvað við föndrið eða föndra eitt-
hvað nýtt og prófa aftur.“
Vindmælirinn var tilbúinn að mati
teymisins vorið 2006 og NASA hafði
samþykkt hönnunina. ,,Þá fóru fram
prófanir í Kanada þar sem líkt var
eftir hristingnum sem geimfarið
þurfti að þola við geimskotið. Hér
kom í ljós að tækið þoldi engan veg-
inn hristinginn sem leiddi til þess að
endurhanna þurfti alla hluta þess.
Þetta var mjög lærdómsrík prófun,
hristingurinn í geimskotinu og reynd-
ar lendingunni er óhugnanlegur.
Maður gerir sér ekki grein fyrir þeim
kröftum sem eiga sér stað fyrr en
maður sér þá.“
Kraftmikið geimskot
Vísindamennirnir unnu að endur-
hönnuninni í kappi við tímann „Nið-
urstaðan varð sú að málmhlutar tæk-
isins eru úr títan sem er nokkuð
sterkara og léttara en stál en áskor-
unin fólst í því að gera hreyfanlega
hlutann á vindmælinum, pendúlinn,
eins léttan og mögulegt er en hann
vegur ekki nema 1/100 úr grammi.
Þræðirnir eru úr sterku efni sem
heitir Kevlar og eru m.a. notuð í skot-
held vesti og neðst í þá er hengt rör
sem er gert úr mjög þunnu plastefni
sem heitir Kapton og er minna en
hundraðasti hluti úr millimetra að
stærð. Þetta hafðist að lokum og tæk-
ið stóðst endurteknar prófanir í des-
ember 2006 og situr núna á geim-
farinu sem er í loftinu og lendir
vonandi á Mars í maímánuði 2008 ef
allt gengur að óskum.“
- Ætlarðu að halda upp á það þegar
uppfinningin lendir á Mars?
„Það verða engin meiriháttar
veisluhöld. Veislan var núna í ágúst
þegar geimfarinu var skotið af stað.
Um leið og lendum byrjar vinnan, að
sjá til þess að fá eins mikið út úr til-
rauninni og mögulegt er. Þar má ekk-
ert fara úrskeiðis. Um leið og fyrstu
gögn berast þarf að finna leiðir til að
fá sem mest út úr mælingunum. Við
viljum gefa eins fljótt og auðið er upp-
lýsingar um hinn daglega vindstraum
við lendingarfarið til að finna megi
réttan tíma dags til að grafa eftir sýn-
um og setja þau í tilraunirnar á borð í
farinu,“ segir Haraldur sem segja má
að sé einn af fáum jarðarbúum sem
vinni á Mars. Vinna sem honum þykir
svo sannarlega ekki leiðinleg.
www.marslab.dk phoneix.lpl.ari-
zona.edu/
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 33
STÓRÚTSALA
Laugavegi 63 • S: 551 4422
skoðið sýnishornin á www.laxdal.is
Kvenlegar dragtir í úrvali
i • :
Fréttir á SMS