Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 28
lífshlaup 28 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ bókasafnið og sátu þar við lestur. Einn þeirra var fræðimaðurinn Benjamín Sigvaldason. Í fyrsta sinn sem ég hitti hann rétti ég honum eyðublað sem hann þurfti að fylla út og sagði eins og mér bar: „Viljið þér gjöra svo vel að fylla út þetta eyðu- blað.“ Benjamín brást ókvæða við, en hann hafði stranglega bannað að hann væri þéraður. Hann fór til Finns Sigmundssonar lands- bókavarðar og kærði mig. Finnur var gamansamur og hélt með Benja- mín á minn fund. Sættumst við á þetta mál. Drottningin og prjónakonan Á Landsbókasafninu var gestabók þar sem fólk átti að skrifa nafn og stétt. Þessi gestabók er enn í gildi. Einu sinni komu á safnið tvær ungar konur, Hjördís Kvaran og Guðrún, dóttir Sverris Kristjáns- sonar. Þær skrifuðu samvisku- samlega í gestabókina. Önnur skráði sig sem drottningu og hin sem prjónakonu. Þarna urðu þær þá samferða inn á safnið, drottningin og prjónakonan. Ástin í lífi mínu Í upphafi 6. áratugarins var Sjálf- stæðishúsið við Austurvöll einn helsti skemmtistaður Reykjavíkur og þar hitti ég ástina í lífi mínu, And- reu Oddsteinsdóttur frá Vest- mannaeyjum. Við giftum okkur 12. ágúst rigningarsumarið mikla árið 1955, en þá skein sólin í þrjá daga. Síðan hefur líf okkar verið sólskin að undanteknum örfáum skúrum eins og gengur. Þær eru hverjum manni nauðsynlegar til þess að halda við lífsblómunum. Andrea fór til náms í Frakklandi og lærði þar að kenna fólki almenna framkomu og háttvísi. Hún setti á stofn skóla sem var um skeið kall- aður Tískuskóli Andreu. Þar kenndi hún almenna fágun í framkomu og mér er óhætt að fullyrða að hún hafi markað djúp spor í framkomu þeirra sem hún kenndi. Andrea var iðulega fengin til þess að flytja fyrirlestra í ýmsum skólum. Árið 1967 keyptum við húsið að Miðstræti 7. Ég hafði málaskólann í kjallaranum en Andrea sinn skóla á fyrstu hæð hússins. Hinn 13. apríl 1969 eignuðumst við dreng sem skírður var Gnúpur. Andrea hætti þá rekstri skólans því að hún vildi helga sig uppeldi drengsins. Þetta gjörbreytti lífi okk- ar og varð okkar mesta gæfa. Gnúpur er nú kvæntur og á tvö börn með konu sinni. Hún á tvö börn af fyrra sambandi. Við hjónin höfum því eignast fjögur, yndisleg og mannvænleg barnabörn. Við áttum heima í Miðstrætinu til ársins 1996 og 7 fyrstu árin áttum við ekki bíl. Ég vann á Lands- bókasafninu og þetta voru ein af okkar bestu árum. Móðir Andreu bjó hjá okkur hjón- um og var bæði góð tengdamóðir, móðir og amma. Ég hef alltaf haft gaman af að herma eftir fólki og hermi stundum eftir Haraldi Björnssyni leikara. Andrea hermir einnig eftir og lista- vel eftir séra Bjarna dómkirkju- presti, þótt rödd hans hafi nú ekki verið beinlínis kvenleg. Einu sinni, þegar við vorum hátt- uð, fórum við að tala saman. Ég hermdi eftir Haraldi og Andrea eftir Bjarna. Við hljótum að hafa farið á kostum því að allt í einu var drepið á svefnherbergishurðina. Tengdamóð- ir mín birtist í dyrunum og spurði hvort eitthvað væri að. En úr því að minnst er á Harald Björnsson, sem var góður vinur minn, þá hitti ég hann einu sinni í Bankastrætinu skömmu eftir að kvikmyndin 79 af stöðinni var frum- sýnd. Ég sagði honum að augnaráð- ið, sem hann sendi sem bensín- sölumaður, hefði verið ógleymanlegt og örlögþrungið. Haraldur svaraði og sagði: „Halldór, þú veist sko að ég er á heimsformat.“ Ég sagði honum að hann þyrfti endilega að koma í skólann hjá And- reu. Þar væri mikill speglasalur og hann mundi njóta sín þar. „Hvað segirðu. Tískuskóli And- reu. Er það eitthvað ósiðlegt,“ spurði hann á móti. Við höfðum keypt Miðstræti 7 af Sigurði Magnússyni sem kallaður var Siggi sæti. Eitthvað var konan mín að gantast með þetta og þær vinkonurnar kölluðu mig Dóra draum. Þau Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur keyptu af okkur húsið og sagði Andrea þá Lilju frá þessu. Lilja svaraði: „Dóri draumur keypti húsið af Sigga sæta og Baltas- ar Beauty af Dóra draum“. Leikdómarnir Upp úr 1950 fór ég að skrifa leik- dóma í blöð. Ég lét hiklaust í ljós skoðanir mínar á sérhverju leikriti sem ég dæmdi og féllu þær í mis- jafnan jarðveg. Ég tel hverjum leik- listargagnrýnanda nauðsynlegt að vera sjálfum sér samkvæmur. Það fór fyrir brjóstið á sumum að ég skyldi ekki vera hrifinn af leik- ritum Halldórs Laxness. Ég skrifaði m.a. leikdóma sem ég kallaði Silf- urtunglið veður í skýjum og skraut- fjaðrir undir Jökli. Halldóri mislík- aði dómurinn um Silfurtunglið. Skömmu eftir að dómurinn birtist kom hann á Landsbókasafnið. Þegar hann sá mig sagði hann: „Vinnið þér ennþá hérna?“ Við höfðum nú samt orðið dús úti í París nokkrum árum áður. Halldór Laxness var stórkostleg- ur skáldsagnahöfundur, en afleitt leikskáld. Hann reyndi víst að koma Silfurtunglinu á framfæri erlendis, en það var einungis sýnt í Finnlandi og Sovétríkjunum. Ég held að það hljóti að hafa legið til þess pólitískar ástæður. Silfurlampinn og silfurtappinn Ýmsir leikarar voru góðir vinir mínir og nefni ég sérstaklega Bald- vin Halldórsson. Mér sárnaði dálítið þegar hann slökkti á silfurlampanum hér um árið. Hann taldi okkur leik- listargagnrýnendur óábyrga gerða okkar og þótti mér það fulldjúpt í ár- inni tekið. Við höfðum m.a. gagnrýnt leikritaval Guðlaugs Rósinkranz og veit ég að fjölmargir úr hópi leikara voru okkur sammála. Skömmu eftir þennan atburð efndi ríkisútvarpið til samkeppni um silfurtappann og vorum við leiklist- argagnrýnendur fengnir til að skrifa hver sinn gamanþátt. Skyldi tekið mið af málum þeirra Ragnheiðar Brynjólfsdóttur og Daða. Í dóm- nefnd sátu Sveinn Einarsson, Vigdís Finnbogadóttir og Þorsteinn Ö. Stephensen. Minn þáttur hét Lykkjufallið og fjallaði um ýmislegt í samtíðinni. Þegar hann var fluttur sagði Sveinn: „Ég er viss um að þetta er eftir Halldór Þorsteinsson.“ „Nei, þetta er allt of vel skrifað,“ svaraði Þorsteinn. „Þetta er áreið- anlega eftir strákana á Þjóðvilj- anum“. Það voru þeir Sverrir Hólm- arsson og Þorleifur Hauksson. Fyrir þennan leikþátt hlaut ég Silfurtapp- ann og eru það einu bókmenntaverð- launin sem ég hef fengið um ævina. Íslenskt leikhús í fremstu röð Ég reyndi eftir því sem hægt var að fylgjast með leiklist í Evrópu. Við hjónin fórum því iðulega til Lundúna og einu sinni sáum við 8 leikrit á einni viku, þar af tvö sama daginn. Í annað skipti afrekuðum við að sjá leikritið Hver er hræddur við Virginíu Woolf? í Reykjavík, Lund- únum og París í sömu vikunni. Sýn- ingin hér á landi var ekki síst og stóðst fyllilega samanburðinn við hinar erlendu, glæsilegu uppfærslur. Leiðsögumaðurinn Halldór Á sjöunda áratugnum gerðist ég leiðsögumaður á sumrin og fór með erlenda ferðamenn um landið, eink- um Ítali. Það koma ýmis atvik upp í hugann. Einu sinni var ég með ítalskan hóp við Gullfoss. Það var glaðasólskin og 20 stiga hiti. Ég tilkynnti að stansað yrði í 20 mínútur. Ítalirnir mót- mæltu og töldu það allt of langt stopp. Þeir voru nú ekki stundvísari en svo að við stönsuðum í hálftíma. Þegar ég kom upp í rútuna tók ég eftir því að einn Ítalinn hafði aldrei farið út úr bílnum og spurði ég hvers vegna hann hefði ekki farið að skoða þennan foss sem þúsundir manna kæmu til að sjá. Hann kvaðst þá hafa séð foss á Norður-Ítalíu og það nægði sér. Ég sagði þessum ferðamanni að við ættum ekkert sameiginlegt. Ef ég kynntist fallegri konu merkti það ekki að ég hefði ekki áhuga á að kynnast fleiri, fallegum konum. Þessi Ítali hafði fyrst og fremst áhuga á matargerð Íslendinga. Og úr því að við minnumst á mat- inn þá ráku hjón nokkur Hótel Blá- fell á Breiðdalsvík. Konan var ættuð frá Borgarfirði eystra og hafði á boð- stólum íslenska kjötsúpu. Það var sama hvaðan ferðamennirnir voru, allir dásömuðu þeir kjötsúpuna um- fram annan mat. Ítalska orðan Auk þess að fara með ítalska ferðamenn um landið kenndi ég ítölsku um árabil. Vigdís Finnbogadóttir fór einu sinni í opinbera heimsókn til Ítalíu. Þegar hún kom þaðan aftur hafði hún meðferðis tvær orður, aðra handa Þuríði Pálsdóttur söngkonu og hina handa mér. Okkur var boðið að Bessastöðum að taka við orð- unum og fórum við hjónin þangað ásamt syni okkar. Þuríður var þar fyrir og fengum við orðurnar. Þuríður varð okkur samferða heim og sagðist ekkert vita hvers vegna sér hefði verið veitt þessi orða. Ég sagðist heldur ekki vita fyr- ir hvað hún hefði fengið orðuna, en ég hefði fengið mína fyrir söng. Fjalla-Eyvindur á frönsku Morgunblaðið skýrði frá því 23. mars 2003 að Fjalla-Eyvindur hefði þá í fyrsta sinn komið út á frönsku. Ragnheiður Ásgeirsdóttir og maður hennar þýddu verkið. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikritið hefur verið þýtt á franska tungu. Eftir stríð var hér á landi um skeið franskur sendikennari, Duroque að nafni. Hann var einnig þekktur kvik- myndaleikari. Hann fékk áhuga á að láta kvik- mynda Fjalla-Eyvind og tók ég að mér að þýða leikritið. Ég fékk ritara og las honum fyrir um leið og ég þýddi verkið. Duroque kom síðan hingað til lands ásamt leikstjóra og kvik- myndatökumanni til þess að und- irbúa verkið. Fórum við m.a. upp í Herðubreiðarlindir til þess að skoða aðstæður. Maria Casares, sem lék í þjóðleikhúsi Frakka, átti að leika Höllu. Skömmu síðar, þegar ég var á ferð í Frakklandi, var okkur nokkrum boðið heim til hennar kl. 11 að morgni og vísað beint inn í svefn- herbergi Maríu. Þar var okkur boðið koníak en mér þótti það heldur snemmt. Undirbúningur var kominn það langt að allir helstu leikarar höfðu verið valdir. En ekkert varð af fram- kvæmdum. Gunnar Hansen leik- stjóri hafði eignast höfundarréttinn eftir Jóhann Sigurjónsson, en þeir voru vinir. Áður en Gunnar lést ánafnaði hann Jóni Leifs höfund- arréttinn að Fjalla-Eyvindi. Jón krafðist svo hárrar greiðslu fyrir verkið að ákveðið var að hætta við allt saman. Aldraðir og öryrkjar Ég hef ekki verið mikill félags- málamaður um ævina. Ég var þó í stjórn Félags eldri borgara um tíma og í aðgerðahópi aldraðra. Mér hefur blöskrað hvernig aldr- aðir og öryrkjar hafa verið leiknir. Ekki mátti ræða skattamál á svo- kölluðum samráðsfundum aldraðra og ríkisstjórnarinnar og samn- inganefnd félagsins var snupruð þegar ég hafði skrifað einhverja grein um Davíð Oddsson. Þeir hefðu betur gengið í skrokk á mér í stað þess að níðast á alsaklausum fé- lögum mínum. Ég fylgist vel með þjóðmála- umræðunni og hef skrifað talsvert í Morgunblaðið undanfarin ár. Ég hætti að fara með ferðamenn um landið fyrir tveimur árum. Það kemur enn fyrir að hringt sé til mín og ég beðinn að fara með hópa, en heilsan leyfir það varla. Ég er enn í stjórn Stofnunar Árna Magnússonar og uni því afar vel. Þangað fór bókasafn föður míns, en það mun vera eitthvert mesta bóka- safn sem nokkur Íslendingur hefur átt. Þegar það var metið mældist það um 240 hillumetrar enda var íbúð foreldra minna við Eskihlíð í Reykjavík full af bókum. Í eldhúsinu voru bækur, hvað þá annars staðar. Ég hef aldrei tilheyrt neinu trú- félagi enda tel ég að einstrengings- leg trúarbrögð hafi fært mannkyni mikið böl. En ég trúi á hið góða í manninum.“ Dreymdi um að verða leikari „Líf- ið er leiksvið mitt og Dverghamrar einn fegursti hluti þess“. » „Einu sinni vorum við 14 fjörupúkar saman og þá varð ég tunnukóngur, þótt ég væri yngstur, en ég var þá 7 ára. Þetta var sennilega stoltasta stund ævi minnar.“ Sólríkt hjónaband „Við giftum okkur rigningarsumarið mikla 1955.“ Gnúpur „Það varð okkar mesta gæfa að eignast son. Hann starfar sem verkefnisstjóri hjá Atlanta.“ Leiðsögumaðurinn „Einu sinni háðu íslensk tröll þing í Dimmu- borgum. Þau tóku ekki eftir sól- arupprásinni og dagaði því uppi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.