Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 71
Einleikarar með hljómsveitinni eru:
Elfa Rún Kristinsdóttir, fiðluleikari,
Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari,
ásamt tenórsöngvaranum
Braga Bergþórssyni.
Kammerhljómsveitin Ísafold er skipuð einvalaliði ungs íslensks
tónlistarfólks sem er við nám og störf víðsvegar um heim en hittist
nú á Íslandi og heldur tvenna tónleika í Langholtskirkju
Miðvikudaginn 15. ágúst kl. 20:30 Uppselt
Fimmtudaginn 16. ágúst kl. 20:30
L O N D O N
F R E I B U R GB E R L I N
B A S E L
P A R I S
L Ü B E C K
H E L S I N K I
A M S T E R D A M
N E W Y O R K
R E Y K J A V Í K
Miðaverð kr. 2.500 en kr. 1.500 ef greitt er með VISA kreditkorti.
Miðasala fer fram á midi.is og við innganginn. Menningarsjóður VISA styrkir
tónleikana. Ekki missa af þessum einstaka tónlistarviðburði.
Inga Dóra
stendur fyrir opnun á listasýningunni "Litræn
ásetning" á milli kl. 16-18 laugard. 18. ágúst á
Radisson SAS 1919 Hótelinu, Pósthússtr. 2.
Allir hjartanlega velkomnir
RAUÐI þráðurinn í dagskrá Iceland
Airwaves-hátíðarinnar er óneit-
anlega að stórum hluta útrás og
kynning áhugaverðrar og spenn-
andi íslenskrar hljómlistar. Þá er út-
rásin vitaskuld einnig mikilvæg
kynning á hátíðinni. Í ár hefur
Airwaves til að mynda staðið fyrir
tónleikum á tónlistarhátíðunum go-
North og Rock Ness í Skotlandi,
By:Larm í Noregi og G! Festival í
Færeyjum.
Nú er svo framundan eitt metn-
aðarfyllsta útrásarverkefni hátíð-
arinnar til þessa. Íslensku sveitirnar
Seabear, Reykjavík! og Ultra Mega
Technobandið Stefán stíga á stokk á
sérstöku Iceland Airwaves-kvöldi
næsta fimmtudag, hinn 16. ágúst, á
C/O POP í Köln í Þýskalandi. Dag-
inn eftir leika svo Hairdoctor og FM
Belfast á vegum Airwaves á Public
Service hátíðinni í Kaupmannahöfn.
Ráðstefnan og tónlistarhátíðin
C/O POP er allvirt meðal sambæri-
legra hátíða í Evrópu. Þá þykir Pu-
blic Service-húllumhæið einkar
glæsilegt; og sennilega ein flottasta
og stærsta tónlistarhátíð Norð-
urlanda á sviði rafrænnar tónlistar.
Vonast aðstandendur hátíðarinnar
til þess að spilirí Íslendinganna
verði til þess að breiða út hróður ís-
lenskrar músíkur og efli um leið
tengsl við blaðamenn og fólk úr tón-
listarbransanum ytra.
Morgunblaðið/Eggert
FM Belfast Sveitin kætir útlönd með tápmikilli spilamennsku.
Útrás Iceland
Airwaves á fullu
BANDARÍSKA indípopphljóm-
sveitin The Besties heldur tvenna
tónleika hér á landi á næstunni ásamt
fimm íslenskum hljómsveitum.
Fyrstu tónleikarnir fara fram í dag,
sunnudag, kl. 21 á veitingastaðnum
Paddy’s í Keflavík og munu hljóm-
sveitirnar Vicky Pollard og Hellvar
spila, en Hellvar er með Keflavík-
urmærina Heiðu í broddi fylkingar en
hún var áður í sveitunum Unun og
Heiðu og heiðingjunum auk þess að
syngja Evróvisjónlag eftir doktor
Gunna.
Seinni tónleikarnir eru miðviku-
daginn 15. ágúst á Organ, nýopn-
uðum tónleikastað í miðbæ Reykja-
víkur og þar koma einnig Jan Mayen,
Foreign Monkeys og Dýrðin fram.
The Besties á rætur sínar að rekja
til Flórídafylkis en síðastliðin ár hafa
meðlimir hennar verið búsettir í New
York og gáfu þau út sína fyrstu breið-
skífu í fyrra, Singer. Sveitina skipa
þau Marisa Bergquist og Kelly Wald-
rop sem leika á hljómborð og syngja,
Rikky Walsh sem plokkar gítarinn og
trommarinn Frank sem sinnir störf-
um skurðhjúkrunarfræðings auk
trommusláttar.
Þetta unga léttpönkaða band nefn-
ir Green Day, Archers of Loaf, The
Clash, Elvis Costello, R.E.M. og The
Replacements sem áhrifavalda sína
og hver veit hvort íslenski hesturinn
bætist í þann hóp en sögur herma að
þau séu ákveðin í að bregða sér á bak
í ferðinni.
Bestust? Meðlimir The Beasties valhoppa af spilagleði.
Besties í Keflavík
www.myspace.com/thebesties
www.thebesties.com