Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Hannes Hafsteinsson
✝ Hannes Haf-steinsson fædd-
ist á Ísafirði 17.
september 1951.
Hann lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans 28. júlí síð-
astliðinn og var
útför hans gerð frá
Grafarvogskirkju 9.
ágúst.
stuðning, bæði í starfi
og utan þess. Hann
samgladdist öðrum yf-
ir góðu en var líka allt-
af tilbúinn til að að-
stoða í þrengingum.
Víðtæk þekking og
reynsla auk framúr-
stefnulegra og ferskra
hugmynda gerðu
Hannes að svo áhuga-
verðri og skemmtilegri
persónu. Með hag
heildarinnar að leiðar-
ljósi hlustaði Hannes
þó alltaf á sjónarmið
annarra og átti góð skoðanaskipti.
Fráfall Hannesar er mikill missir,
en allar góðu minningarnar um þenn-
an einstaka og skemmtilega mann
munu lifa með okkur alla tíð og við er-
um þakklát fyrir að hafa orðið þeirrar
gæfu aðnjótandi að þekkja hann.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Með tár í augum og sorg í hjarta
sendum við öllum aðstandendum
Hannesar, okkar innilegustu samúð-
arkveðjur. Elsku Soffía, Nína, Maggi,
Kristín, Haffi og Sigga, megi algóður
Guð gefa ykkur styrk og huggun.
Blessuð sé minning heiðursmanns-
ins Hannesar Hafsteinssonar.
Ykkar vinir,
Diðrik, Viktoría, Karítas
og Kristinn, Lúxemborg.
Þegar við minnumst Hannesar
frænda okkar og vinar, eru minningar
frá uppvaxtarárunum ofarlega í huga.
Á milli æskuheimila okkar voru alla
tíð náin og góð tengsl, þar sem Guð-
mundur Bárðarson, faðir okkar, og
Kristín móðir Hannesar voru systk-
ini. Heimili foreldra Hannesar og for-
eldra okkar stóðu okkur börnunum
öllum ávallt opin. Það má því segja að
við frændsystkinin höfum alist upp
hlið við hlið. Mæður okkar voru góðar
vinkonur og unnu mikið saman, bæði
varðandi heimilin og við vefnað.
Við krakkarnir vorum oft með
þeim í ýmsum verkefnum, svo sem
sláturgerð, berjatínslu og ýmsu varð-
andi vefstofuna, sem móðir okkar rak.
Við systkinabörnin vorum sex og
vegna aldursmunar má segja að við
höfum skipst í tvo hópa, eldri og
yngri, – þrír í hvorum hópi. Hannes
var okkar yngstur, og á milli hans og
Tíminn stoppaði og
ólýsanleg sorg helltist
yfir við andlátsfregn
eins af mínu allra bestu
vinum í lífinu, dr. Hannesar Haf-
steinssonar. Fyrr um daginn höfðum
við rætt saman og allt horfði til betri
vegar, en svo kom höggið, svo snöggt,
svo ótímabært.
Síðan í byrjun júní hafði vinur minn
barist hetjulegri baráttu. Í þessari
baráttu var það hann sem þurfti styrk
og aðhlynningu, en svoleiðis hafði það
ekki verið áður. Hann sem alla tíð var
kletturinn, kletturinn sem studdi alla
aðra, hjálpaði alltaf öðrum fyrst, að-
stoðaði hvern þann sem til hans leit-
aði og var ávallt reiðubúinn að miðla
af sinni miklu reynslu og sérfræði-
þekkingu.
Á þessari sorgarstundu erum við
svo harkalega minnt á hversu verð-
mætt nú-ið og fortíðin eru. Minning-
arnar um heiðursmanninn og góð-
mennið dr. Hannes hrannast upp í
huganum. Alveg frá fyrstu stundu,
sem leiðum okkar bar saman, upplifði
ég hans heiðarleika, hjartagæsku og
einlægan vilja til að hjálpa öðrum.
Það var líka alltaf stutt í glaðværðina,
húmorinn og smitandi hláturinn hans.
Við getum átt marga kunningja og
marga vini, en bara örfáa bestu vini.
Ég og fjölskylda mín erum þakklát
fyrir þau forréttindi og gæfu að hafa
fengið að kynnast, starfa með og
verja frítíma með Hannesi og hans
einstöku fjölskyldu.
Ávallt stóð fjölskyldan hjarta hans
næst og sinnti Hannes einstaklega vel
bæði börnum og barnabörnum og
sýndi sínum aðdáunarverða ræktar-
semi og umhyggju. Síðustu vikurnar
hefur þessi einstaka fjölskylda sýnt
og sannað það sem Hannes lagði
ávallt áherslu á, samhug, umhyggju,
hjálpsemi og væntumþykju.
Margt kenndi Hannes okkur með
því að vera fyrirmynd um ósérhlífni,
hógværð, kærleik, vinnusemi, kraft
og eldmóð. Aldrei veigraði hann sér
við að takast á við stór verkefni, þó
svo að verkefnalistinn væri alltaf yf-
irfullur. Í gegnum árin hefur Hannes
tekið mörg verðug málefnin upp á
sína arma og veitt þeim ómældan
Bárðar bróður okkar var árs munur
og voru þeir alla tíð miklir vinir. For-
eldrar okkar voru glaðsinna fólk og
því var oft glatt á hjalla. Jafnvel á al-
vörustundum var stutt í hlátur og
þegar Stína frænka hló á innsoginu
var hlegið enn þá meira. Hannes erfði
þennan hlátur móður sinnar sem
verður í minnum hafður. Það var létt
yfir æskuheimili Hannesar, en þar
var engu að síður festa og reglusemi
og þar var hlúð að hans góðu eigin-
leikum.
Hannes var þéttur á velli, hlátur-
mildur og léttur í lund, viðkvæmur,
en þrautgóður á raunastund. Hann
var ágætur námsmaður, lærði efna-
fræði í Svíþjóð og lauk doktorsnámi í
matvælaverkfræði frá Bandaríkjun-
um. Hannes og Soffía kona hans voru
með þrjú elstu börnin í Bandaríkjun-
um og þegar þau komu þaðan hóf
Hannes að starfa við matvælarann-
sóknir á Íslandi og starfaði við þær æ
síðan. Starfi sínu sinnti hann af áhuga
og alúð. Við barnahópinn bættust tvö
börn. Hannes og Soffía áttu heimili
sitt lengst af í Hraunbæ 162. Tvö
elstu börnin átti Soffía áður en þau
Hannes kynntust. Hannes reyndist
þeim sem sannur faðir og leiddi börn-
in sín fimm til þroska með þéttu og
hlýju handtaki og í kjölfarið barna-
börnin sex. Hannes hugsaði af ljúf-
mennsku og góðvild um heimili sitt og
fjölskyldu. Hann lagði vinum sínum
og vandamönnum allt gott til og var
vinur í raun.
Við systur, og fjölskyldur okkar,
vottum Soffíu, börnunum og fjöl-
skyldum þeirra, Stínu frænku og
systkinum Hannesar, þeim Bárði og
Gunnu og fjölskyldum þeirra, innileg-
ustu samúð. Hannesar verður sárt
saknað, en minningin um góðan og
glaðan dreng mun lifa með okkur öll-
um.
Hólmfríður og Snjólaug
Guðmundsdætur.
Hannes Hafsteinsson vinur minn
og starfsfélagi er látinn langt fyrir
aldur fram. Hann hafði mikil áhrif á
matvælarannsóknir á landinu og
kennslu í matvæla- og næringarfræði
á háskólastigi. Við kynntumst árið
1977 þegar við hófum störf á Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins við svo-
kallaða Kelloggs-áætlun við að
byggja upp matvælarannsóknir. Í
henni fólst líka að taka þátt í að
byggja upp kennslu í matvæla- og
næringarfræði við Háskóla Íslands.
Það var mikil gerjun á RALA. Þar
stóðu jarðræktar- , búfjár- og gróð-
urrannsóknir á gömlum sterkum
merg. Þær höfðu eflst og mikið bæst
við af nýju starfsfólki við þjóðargjöf-
ina 1974. En starfsfólk matvælarann-
sóknanna var fulltrúar nýrra tíma og
viðhorfa. Sjónarmið framleiðenda
áttu nú í fyrsta skipti í langan tíma
undir högg að sækja, bæði vegna of-
framleiðslu og vegna óska um fjöl-
breyttari og hollari matvæli. Nýjar
hugmyndir, ný sjónarmið og nýtt
fjármagn kom til Íslands með fram-
sæknu fólki í íslenskum landbúnaði
og stjórnmálum og vísindamönnum
sem höfðu verið við nám og störf í
Bandaríkjunum og Evrópu.
Það voru bæði forréttindi og mikil
áskorun að byggja upp nýjar rann-
sóknir og kennslu í matvælafræði.
Hannes hafði þar mikil áhrif. Hann
undirbjó og framkvæmdi rannsókn-
arverkefni, samdi kennsluefni, verk-
legar æfingar og tók þátt í kennslu í
matvælavinnslu og matvælaverk-
fræði.Vinnutíminn var langur og
mesta umbunin fólst oft í áhuga og
þakklæti nemenda. Hannes var fyr-
irmynd mín. Báðir vorum við ný-
skriðnir úr skóla. Ég úr grunnnámi í
líffræði en hann úr framhaldsnámi í
matvælaverkfræði. Með glaðværð
sinni og stríðni hafði hann jákvæð
áhrif á fólkið í kringum sig.
Leiðir okkar lágu aftur saman árið
1992 þegar Hannes varð forstöðu-
maður matvælatæknideildar Iðn-
tæknistofnunar á Keldnaholti eftir að
hafa verið í Bandaríkjunum við fram-
haldsnám við MIT- og Cornell-há-
skóla á árunum 1980-1987 og í vinnu
hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
frá 1987-1992. Deildin var í forustu í
alþjóðavæðingu matvælarannsókna á
Íslandi og tók þátt í fjölda alþjóða-
verkefna og stjórnaði Hannes mörg-
um þeirra. Á þessum tíma unnum við
saman að því að sameina matvæla-
rannsóknir á RALA og Iðntækni-
stofnun. Árið 1998 tók MATRA svo til
starfa undir forustu Hannesar.
Enn lágu leiðir okkar saman þegar
matvælarannsóknir á Íslandi voru
sameinaðar í Matís ohf. í byrjun þessa
árs. Hannes var alþjóðafulltrúi fyrir-
tækisins. Hann var ómetanlegur á
þessum breytingartímum við að leysa
vandamál sem komu upp við að flytja
starfsemi MATRA á Keldnaholti til
Matís á Skúlagötu 4. Við vorum að
mörgu leyti komnir á byrjunarreit og
farnir að vinna aftur saman við að
byggja upp matvælarannsóknir á Ís-
landi. Ég hlakkaði mikið til þess að fá
að vinna með honum næstu árin og
eiga í honum samherja og stuðnings-
mann. Við samstarfsfólk hans og fé-
lagar söknum hans mikið. Við send-
um Soffíu eiginkonu hans og börnum
þeirra, fjölskyldum, systkinum og
móður svo öllum öðrum vinum og
vandamönnum dýpstu samúðar-
kveðjur.
Guðjón Þorkelsson.
Hannes Hafsteinsson, samstarfs-
maður minn til margra ára, er látinn
eftir stutt en erfið veikindi, eitthvað
sem enginn átti von á. Hannes hóf
störf hjá Matís ohf. sl. áramót og við
Hannes byrjuðum þá að vinna saman
aftur eftir nokkurra ára hlé, en við
höfðum áður starfað saman um
margra ára skeið hjá MATRA.
Það var mér mikið gleðiefni þegar
Hannes ákvað að ganga til liðs við
okkur og takast á við það viðamikla
verkefni að láta Matís ohf. verða að
veruleika og taka um leið virkan þátt í
mótun og uppbyggingu matvæla-
rannsókna á Íslandi. Hann vann
markvisst að uppbyggingunni allt þar
til hann veiktist snögglega í júní sl.
Hannes var einn af lykilfólki í mat-
vælarannsóknum hér á landi og leið-
togi á sínu sviði.
Hannes var vandvirkur og leysti úr
öllum málum af mikilli alúð og vand-
virkni. Það kom oft fram hjá honum í
gegnum árin að það væri auðvelt að
gera of mikið úr litlum málum og því
væri nauðsynlegt að líta á málin sem
einstök og afmörkuð verkefni sem
auðveldara væri þá að takast á við.
Hannes var ávallt glaður og léttur í
lundu og fljótur að sjá spaugilegu
hliðar á málunum. Hann gerði góðlát-
legt grín að sjálfum sér og öðrum og
fékk þannig fólk til að sjá skoplegu
hliðarnar á mannlífinu. Við munum
sakna Hannesar sárt úr starfi og leik.
Ég og starfsfólk Matís sendum fjöl-
skyldu hans og vinum innilegar sam-
úðarkveðjur á þessari erfiðu stund.
Sjöfn Sigurgísladóttir,
forstjóri Matís.
Vorið 1980 lögðu fyrstu útskriftar-
nemar í matvælafræði við Háskóla Ís-
lands land undir fót í vísindaferð til
Danmerkur og Svíþjóðar að skoða
matvælafyrirtæki hjá frændþjóðun-
um. Hannes, sem þá var kennari við
HÍ, tók að sér að vera í forsvari fyrir
hópinn og hafði veg og vanda af
skipulagningu ferðarinnar. Hann var
ekki mikið eldri en við, en hafði ný-
lega lokið prófi í matvælaverkfræði
frá Lundi og við nutum góðs af því að
hann þekkti vel til fyrirtækja og stað-
hátta. Í heimsóknum til stórfyrir-
tækja á borð við Nestlé og Findus var
Hannes fyrirmynd okkar og setti
fram faglegar spurningar um ferla,
tækni og vinnsluaðferðir, en við nem-
endurnir fylgdumst af aðdáun með.
Hannes hafði tekið að sér kennslu
við nýstofnaða matvælafræði innan
HÍ og studdi vel við gerð námsefnis
og skipulag. Á þeim tímum var ekki
hægt að senda tölvupóst til að koma
síðbúnum upplýsingum frá kennur-
um til nemenda. Þá skipti máli að
menn eins og Hannes voru til staðar
og þeyttust milli bygginga HÍ með
nýskrifaða fyrirlestra og námsefni,
glóðvolgt úr ljósritunarvélunum.
Hann hafði sérstakt lag á að sjá
skemmtilegar hliðar á málefnum og
litaði oft frásögnina örlítið og í kjöl-
farið fylgdi dillandi, smitandi hlátur.
Hann var ekki bara kennari okkar
heldur líka félagi og vinur. Eftir þessi
upphafsár matvælafræðinnar í HÍ
hafa leiðir okkar legið saman í
tengslum við samstarf í rannsóknar-
verkefnum, á fundum og við nefnd-
arstörf um matvælafræði. Hann var
líka vinur sem við hittum á förnum
vegi eða á hliðarlínu sem foreldrar
fótboltakappa í Fylki og alltaf var
Hannes hress og stutt í hláturinn.
Fyrir hönd útskriftarárgangs mat-
vælafræðinga 1980 kveðjum við góð-
an félaga og þökkum Hannesi fyrir
hans þátt í að móta og setja svip á
matvælafræðina með kennslu, störf-
um í iðnaði og rannsóknum. Soffíu,
börnum og fjölskyldu Hannesar
sendum við innilegar samúðarkveðj-
ur.
Birna Guðbjörnsdóttir,
Guðrún Ólafsdóttir og
Ragnheiður Héðinsdóttir.
Ég kynntist Hannesi þegar hann
réð mig til starfa á Iðntæknistofnun
vorið 1997, en þá var ég nýskriðinn úr
háskóla. Hannes sagðist eingöngu
ráða til sín Ísfirðinga eða Árbæinga,
og ég var svo heppinn að tilheyra
seinni hópnum og var því ráðinn á
staðnum.
Sýndi það sig strax að glettnin var
aldrei langt undan hjá deildarstjór-
anum, sem átti það til að gera góðlát-
legt grín bæði að vinnufélögum og
sjálfum sér. Bjartsýnin og jákvæðnin
sem fylgi honum þegar hann tókst á
við öll sín verkefni hafði einnig áhrif á
alla þá sem unnu með Hannesi. Hjá
sumum er glasið alltaf hálffullt.
Þegar glímt var við styrkumsóknir
og leita þurfti lausna á einhverjum
þeirra fjölmörgu verkefna sem í
gangi voru á þessum tíma var Hannes
ávallt fljótur að sjá hlutina í réttu ljósi
og gat oft bent á leiðir sem aðrir komu
ekki auga á, jafnvel sá hann lausnir
þar sem aðrir sáu hindranir. Ótrauð-
ur hélt hann áfram þrátt fyrir áföll
stór sem smá, hann var sannarlega
klettur sem báran ekki braut.
Ekki komst maður heldur hjá því
að taka eftir hve stóran sess börn og
barnabörn Hannesar skipuðu í lífi
hans, en ósjaldan rötuðu þau inn í
samræður yfir kaffibolla á skrifstof-
unni. Alltaf var líka gott að leita til
hans og verður hjálpsemi Hannesar,
sem oft hefur komið sér vel, seint full-
þökkuð. Ég átti samtal við Hannes
snemma í sumar þar sem ég bað hann
um meðmæli er ég var í atvinnuleit.
Eitthvað hefur hann haft gott um mig
að segja því starfið fékk ég um hæl.
Skömmu síðar frétti ég af veikindum
Hannesar, og ætlaði ég að hringja í
hann og þakka fyrir mig um leið og
hann færi að hressast. Því miður varð
ekki af því.
Ég minnist góðs og vandaðs manns
sem ég tel mig lánsaman að hafa
kynnst. Ég og fjölskylda mín sendum
Soffíu og börnunum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Guðmundur Örn Arnarson.
Okkur setti hljóð þegar þær fréttir
bárust að Hannes Hafsteinsson hefði
látist nú um mitt sumar, aðeins 55 ára
að aldri. Við vissum um veikindi hans
en enginn átti von á svo snöggum
endi. Hannes hafði staðið fyrir fundi
með fjölmörgum erlendum þátttak-
endum í lok maí og þá bar ekki á öðru
en hann hefði fulla starfsorku. Hann
Vönduð og persónuleg þjónusta
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj.,
s. 691 0919
! "# $!% & '
(!!%
! $)
(!!*% !! +! (
(!!*% , ( '$
(!!*% - $ .! $
(!!*% / 0
(!!*% 0 1 !
(!!*%