Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 27
var nú þekkingin alltaf upp á marga
fiska.
Jónas sagði mér að einu sinni hefði
félagi sinn spurt sig, þar sem þeir
sátu yfir korti: „Heyrðu, Jónas, hvar
er Mexíkóflói?“
Mér fannst Bandaríkjamenn vita
afskaplega lítið um umhverfi sitt.
Það verður að segja hverja sögu eins
og hún er að landafræði var víða ekki
kennd, en hér hefur hún alltaf verið
skyldunámsgrein.
Á þessum árum lagði ég einkum
stund á franskar bókmenntir, ítölsku
og spænsku. Ég fékk einnig brenn-
andi áhuga á leiklist og var eitt ár í
skóla sem nefndist Pasadena Play-
house. Það nýttist mér afar vel þegar
ég hóf að skrifa leikdóma.
Draugar fortíðarinnar
Meintar syndir geta fylgt manni
lengi. Þegar ég varð sjötugur árið
1991 ætluðum við hjónin til Banda-
ríkjanna. Mér var þá synjað um
vegabréfsáritun en konan mín gat
fengið hana umsvifalaust. Fulltrú-
inn, sem fjallaði um málið, var af
írskum ættum. Hann komst að því að
skýringin væri sennilega sú að ég
hefði neitað að gegna herþjónustu á
stríðsárunum. Það var rétt. Ég var
kvaddur í bandaríska herinn en neit-
aði. Mér var þá tilkynnt að ég gæti
aldrei sótt um ríkisborgararétt þar í
landi. Kvað ég það engu skipta enda
hygðist ég setjast að á Íslandi. Ýmsir
Íslendingar gengu í bandaríska her-
inn á þessum árum. Sagði fulltrúinn
að hugsanlega gæti ég fengið und-
anþágu, en þyrfti að bíða í 2-3 mán-
uði.
Ég reiddist þessu og skýrði blaða-
manni Morgunblaðsins frá þessu.
Fréttinni var slegið upp á forsíðu.
Hjálmar Finnsson, kunningi minn
og skólabróðir, hafði þá samband við
sendiráðsfulltrúann og benti honum
á að lögin um herþjónustu útlend-
inga hefðu verið numin úr gildi árið
1952. Þegar ég fór öðru sinni í sendi-
ráðið sagði ég þessum írsk-ættaða
fulltrúa að heilagur Patrekur hefði
rekið snákana frá Írlandi. Þeir hefðu
synt yfir Atlantsála og gengið í lög-
regluna í New York en sumir í utan-
ríkisþjónustuna. Ég viðurkenni að
ég hnuplaði þessu frá Eugine O’Neil.
Honum var oft stungið inn í New
York og sagði þetta um lögregluna
þar.“
Frakkland og Ítalía
Halldór kom heim sumarið 1946
og dvaldist hér í þrjá mánuði. Þá hélt
hann til náms við Sorbonne-háskóla.
„Um þetta leyti voru rúmlega 20
Íslendingar við nám og störf í París,
námsmenn, listmálarar og rithöf-
undar. Nefni ég þar Hörð Ágústs-
son, Thor Vilhjálmsson, Kristján
Davíðsson, Agnar Þórðarson, Drífu
Viðar og Sigríði Magnúsdóttur, sem
kölluð var Sigga franska. Við hitt-
umst oft á kaffihúsi sem hét Select.
Ég var ekki vel fjáður og notaði
því tímann í sumarleyfunum og fór á
Louvre-safnið. Þar var ég a.m.k. tvo
tíma á hverjum degi. Ég las mér til
um þá listmálara sem ég hugðist
kynna mér og skoðaði síðan verk
þeirra. Þetta varð því sjálfsnám í
myndlist.
Ég var við nám í París fram eftir
árinu 1948 en fór þá til Ítalíu og
dvaldist þar í 6 mánuði. Upphaflega
ætlaði ég einn en Thor Vilhjálmsson
slóst í för með mér. Kenndi ég hon-
um undirstöðuatriðin í ítölsku.
Þórbergur og Bjúsi
Þórbergi Þórðarsyni kynntist ég
þegar þau Margrét komu til Parísar
árið 1948. Við Hörður Ágústsson
tókum að okkur að sýna þeim borg-
ina og fórum á Louvre-safnið. Þar
hélt Hörður innblásinn fyrirlestur
um Rubens og sérstaklega eitt verk
hans, mynd sem er 24 fermetrar.
Margrét var ekki hrifin af því og
sagðist ekki mundu koma slíku verki
fyrir á veggjunum í íbúð þeirra
hjóna að Hringbraut 45. Þórbergur
spjallaði við mig um bókmenntir á
meðan þau Hörður skoðuðu mál-
verkin.
Eitt kvöldið fórum við saman út að
borða. Margrét velti mikið fyrir sér
verðlagi. „Hún Margrét mín man
alla prísa frá því að hún fermdist,“
sagði Þórbergur. Í þessu fólst engin
hæðni heldur dáðist hann að minni
hennar.
Björn Bjarnason magister, frá
Steinnesi, var einn af kunningjum
mínum. Þeir voru eitt sinn saman úti
í París, Gunnar Norland og hann, en
Gunnar var þar við framhaldsnám í
frönsku.
Björn var að mörgu leyti mjög
sérstakur maður og leit á tungumál
sem sín einkamál. Hann var elsku-
legur í viðmóti og gat verið afar orð-
heppinn.
Einu sinni vorum við saman á veit-
ingastað og Björn var orðinn dálítið
hýr. Þá spurði hann: „Halldór, hvar
lærðir þú eiginlega þessi rómversku
mál“? Ég sagðist hafa lært þau í Am-
eríku fyrst. „Huh, það er nú bara
eins og að fara til Tunglsins að stúd-
era Sólina,“ svaraði Björn. Ég sagði
að hann gæti auðvitað trútt um talað
þar sem hann hefði farið til Dan-
merkur að læra ensku.
Björn eða Bjúsi, eins og hann var
kallaður, dáðist mjög að breskri
menningu og talaði Oxford-ensku.
Einu sinni spurði bandarískur her-
maður hvort hann talaði ensku. „Do
you?“ spurði Bjúsi því að hermað-
urinn talaði vitanlega með amerísk-
um hreim.
Tungumálakennslan
Eftir að ég kom heim sumarið
1949 kenndi ég við Kennaraskólann,
Samvinnuskólann, Verzlunarskól-
ann og Menntaskólann í Reykjavík,
en þar kenndi ég frönsku bæði í
mála- og stærðfræðideild. Franskan
var ekki sérstaklega vinsæl í stærð-
fræðideildinni. Einu sinni þegar ég
kom í tíma sögðu strákarnir: „Bæk-
urnar eru bara horfnar, allar bæk-
urnar eru horfnar!“ Ég sagði: Allt í
lagi, piltar mínir. Við deyjum ekki
bókalausir en höfum próf í staðinn.
Kenndi nemendum talmál
Halldór Þorsteinsson stofnaði
Málaskóla Halldórs árið 1953 og
starfrækti hann á ýmsum stöðum til
ársins 1967 er hann flutti starfsem-
ina í Miðstræti 7. Rekstri málaskól-
ans hætti hann fyrir örfáum árum.
Halldór lagði áherslu á að kenna
fólki talmál og hafði ekki fleiri saman
í bekk en 8. Auk þess gat fólk inn-
ritað sig í 5 manna hópa gegn hærra
gjaldi.
„Einu sinni, þegar málaskólinn
var til húsa í gamla kennaraháskól-
anum, tók ég mig til og kveikti og
slökkti ljósið hvað eftir annað. Ég
spurði nemendurna „what am I do-
ing? (hvað er ég að gera?)“ Þá rétti
einn nemandinn upp hönd og spurði:
„Kennari, hvað er að fikta á ensku?“
Starfið í málaskólanum var afar
gefandi. Ég fékk ýmsa til þess að
kenna með mér. Þess má geta að
Vigdís Finnbogadóttir kenndi einu
sinni hjá mér frönsku.
Um tíma var ég með sérstök nám-
skeið handa landsprófsnemendum.
Voru þetta 12 tíma námskeið í hverri
grein og kenndu þær úrvalskenn-
arar. Margir foreldrar þökkuðu okk-
ur fyrir að hafa komið börnum sínum
áleiðis í náminu.
Landsbókasafnið
Á þessum árum kenndi ég myrkr-
anna á milli í ýmsum skólum. Mér
þótti þetta heldur óþægilegt og sótti
því um stöðu bókavarðar við Lands-
bókasafnið þegar hún losnaði. Var ég
síðan viðloðandi safnið til ársins
1995, síðustu árin í hlutastarfi.
Þetta var góður vinnustaður og
þar eignaðist ég marga vini. Mér er
afar hlýtt til þessa húss og þótti mið-
ur þegar ákveðið var að gera það að
þjóðmenningarhúsi. Ég skrifaði um
það margar greinar og tel að ís-
lenska deildin hefði átt að vera þarna
áfram þótt byggt yrði vestur á Mel-
um.
Danskur arkitekt, Johannes Mag-
dahl Nielsen, teiknaði húsið, en Thor
Jensen mun hafa mælt með honum
við Hannes Hafstein. Því var víst
aldrei að fullu lokið því að gert var
ráð fyrir að álmurnar yrðu þrjár.
Fyrsta álman var eingöngu reist.
Kærður fyrir þéringar
Ýmsir skemmtilegir og afar minn-
isstæðir menn komu á Lands-
ið oft á öðru máli
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 27
Nýtt námsframboð Iðnskólans í lýsingarhönnun
er fyrir fagfólk með háskólamenntun á sviði
lista og tækni.
Námið er 30 eininga (ECTS) verkefnabundið nám fyrir
fólk með menntun á sviði arkitektúrs, iðnfræði, tækni-
og verkfæði. Námið er sérhæfing í lýsingarhönnun
sem byggist á samþættingu fagurfræði tækni og
samskiptum. Nemendur á þessu skólastigi fá úthlutað
hönnunar–verkefni sem þeir leysa undir handleiðslu
reyndra kennara. Gert er ráð fyrir að nemendur búi
að góðri undirbúningsmenntun og jafnvel nokkurri
starfsreynslu þegar þeir hefja nám en þurfi þrátt fyrir
það að sækja sér viðbótarþekkingu í formi námskeiða
sem kennd eru í lýsingarfræðihluta námsins.
Námstímanum er skipt í haustönn og vorönn.
Á haustönn eru nemendur undirbúnir fyrir sjálfstæða
verkefnavinnu með aðferðafræðilegum undirbúningi
í formi fyrirlestra og málstofa. Á haustönn vinna
nemendur að tveimur verkefnum undir handleiðslu
kennara og þrjú verkefni eru unnin á vorönn.
Kennsla hefst 18. september.
RafrænumsóknarformeraðfinnaávefLjóstæknifélags
Íslands www.ljosfelag.is
Upplýsingar í síma Iðnskólans í Reykjavík 522 6500
og með því að senda á póstfangið helgib@ir.is
Nám í viðurkenndri
lýsingarhönnun
mbl.issmáauglýsingar