Morgunblaðið - 14.08.2007, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÚR VERINU
VERÐBÓLGA mæld á tólf mánaða
tímabili er nú 3,4% og lækkar úr
3,8% frá júlímánuði. Vísitala neyslu-
verðs hækkaði um 0,04% milli mán-
aða og stendur í 273 stigum. Sam-
kvæmt Hagstofunni er þetta lægsta
verðbólga sem mælst hefur síðan í
júlí 2005 þegar hún stóð í 3,5%.
Greiningardeildir Kaupþings og
Landsbankans höfðu almennt spáð
0,1% hækkun neysluverðsvísitöl-
unnar en Greining Glitnis 0,1%
lækkun.
Húsnæði vegur enn þungt
Vísitala neysluverðs án húsnæðis
lækkaði um 3,7% frá í júlí, og mælist
verðbólgan án húsnæðis 0,5% á síð-
ustu tólf mánuðum. Kostnaður
vegna eigin húsnæðis jókst um 1,5%
og eru þar bæði tekin áhrif af hækk-
andi fasteignaverði og auknum
vaxtakostnaði. Hækkandi húsnæðis-
verð heldur því enn aftur af lækkun
verðbólgunnar. Sumarútsölur eiga
sinn þátt í að halda verðbólgunni
niðri þar sem verð á fötum og skóm
lækkar um 6,8%.
Eldsneytisverð lækkaði einnig
meira en búist var við en hingað til
hefur hækkandi eldsneytisverð ver-
ið einn af drifkröftum verðbólgunn-
ar.
Fastskattavísitalan, sem mælir
verðbólgu, hefðu matarskattslækk-
anir hinn 1. mars. sl. ekki komið til,
hefur hækkað um 5,3% síðastliðna
12 mánuði.
Síðustu þrjá mánuðina hefur vísi-
tala neysluverðs hækkað um 0,8%
sem myndi mælast sem 3,1% verð-
bólga yfir árið. Sé húsnæði ekki tek-
ið með í reikninginn væri verðhjöðn-
un hins vegar 1,1%.
Spá hækkandi verðbólgu
Gengislækkun krónu er líkleg til
að hafa áhrif til hækkandi verðbólgu
á næstu mánuðum að einhverju
leyti, að mati greinenda.
Í Tilefni Greiningardeildar Kaup-
þings segir að sú hætta sé fyrir
hendi að gengislækkun krónunnar
síðustu daga geti leyst úr læðingi
talsverðan verðbólguþrýsting í hag-
kerfinu svipað og gerðist vorið 2006.
Greining Glitnis telur verðbólg-
una hafa náð lágmarki sínu um þess-
ar mundir og spáir því að hún verði
á bilinu 3,5%-4% það sem eftir lifir
ársins. Greiningardeild Landsbank-
ans tekur í sama streng í Vegvísi og
telur verðbólguna hafa náð sínu
lægsta gildi á árinu og hún komi til
með að aukast á næstu mánuðum.
Fram kemur í Morgunkorni
Glitnis að nýleg gengislækkun sé
ólíkleg til að hafa mikil áhrif á
hækkun verðbólgu þar sem hin
stutta gengisstyrking krónunnar
hafi ekki nema að litlu leyti komið
fram í verðlækkunum. Gengi krónu
sé svipað og það var í upphafi árs og
því gefi gengislækkun nú ekki tilefni
til verðhækkunar á innfluttri vöru.
Enn dregur úr verðbólgu í sam-
ræmi við væntingar á markaði
Gengislækkun krónu þó talin geta haft áhrif til hækkunar á næstu mánuðum
/
=
/#%' ?
,
!" #$%
&
'(
@
A 9#3B
9
,
Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur
sigrunrosa@mbl.is
FØROYA Banki skilaði uppgjöri fyr-
ir fyrstu sex mánuði ársins í gær.
Þar kemur fram að bankinn hagn-
aðist um 84,2 milljónir danskra
króna á fyrri hluta þessa árs sam-
anborið við 37,7 milljónir danskra
króna á sama tímabili í fyrra. Hagn-
aður annars ársfjórðungs þessa árs
nam rúmum 40 milljónum danskra
króna samanborið við 13 milljónir á
sama tíma síðasta árs. Hreinar
vaxtatekjur jukust um 18% á milli
ára og námu tæpum 137 milljónum
danskra króna á fyrri hluta ársins.
Rekstrarkostnaður nam rúmri 91
milljón danskra króna á fyrri hluta
ársins og jókst um 29%. Markmið
bankans er að kostnaðarhlutfall fari
ekki yfir 50% en hlutfallið var 54% á
fyrri hluta ársins sem er lækkun frá
63%, fyrir sama tímabil síðasta árs.
Aukinn kostnaður er m.a. skýrður
með kostnaði við hlutafjárútboð,
breyttum áherslum í rekstri og vöru-
merkjauppbyggingu.
Segir í tilkynningu að gert sé ráð
fyrir að bankinn skili hagnaði upp á
um 145-165 milljónir fyrir skatta á
árinu, í samræmi við fyrri áætlanir.
Tvöföldun
hagnaðar
Uppgjör
P/F Føroya Banki
sigrunrosa@mbl.is
Vestmannaeyjar | Í gærkvöldi kom
nýtt skip, Bergey VE 544, í fyrsta
skipti til heimahafnar í Vestmanna-
eyjum. Hún er smíðuð í Póllandi og
er systurskip Vestmannaeyjar VE
444 sem Bergur-Huginn ehf. fékk
afhenta fyrr á árinu. Magnús Krist-
insson, framkvæmdastjóri Bergs-
Hugins ehf., segir að það hljóti að
vera forréttindi fyrir útgerðarmann
að fá tækifæri til að taka á móti
tveimur nýjum skipum á einu og
sama árinu. „Ég er mjög glaður yfir
að vera fá nýtt skip og það gerir það
enn skemmtilegra að Bergey skuli
vera annað nýja skipið sem við fáum
afhent á þessu ári,“ sagði Magnús.
Gera út þrjú togskip
„Í byrjun árs, eða í mars, fengum
við Vestmannaey, sem hefur reynst
mjög vel. Hún er öflugt skip og hef-
ur fiskað vel þessa tæplega sex mán-
uði sem hún hefur verið í drift hjá
okkur. Bergey er að öllu leyti sams-
konar skip og tæknin sú sama þann-
ig að ég hef sömu væntingar til
hennar.“ Bergur-Huginn ehf. gerir
út þrjú skip, Smáey VE auk Vest-
mannaeyjar og Bergeyjar, allt tog-
skip sem fiska í ís. Fjórða skipið,
gamla Vestmannaey, sem smíðuð
var í Japan 1972, er til sölu og hefur
Magnús góða von um að hún seljist á
næstunni.
Veiðiheimildir Bergs-Hugins ehf.
eru alls tæp 6.500 tonn í þorskígild-
um miðað við úthlutun þessa fisk-
veiðiárs. Eru það 1,59% af öllum út-
hlutuðum aflaheimildum í íslenskri
landhelgi og hafa þær vaxið um
0,35% á síðustu tveimur árum. „Við
erum búnir að fjárfesta í skipum og
aflaheimildum fyrir nær 2,8 millj-
arða á þessum tveimur árum,“ sagði
Magnús.
Ósáttur við skerðinguna
Í þorski á Bergur-Huginn ehf. um
1.200 tonn og 3.400 tonn í ýsu.
„Skerðingin sem sjávarútvegsráð-
herra hefur boðað í þessum tegund-
um á komandi fiskveiðiári mun hitta
okkur illa. Við munum missa um 500
tonn í þorski og um 200 tonn í ýsu og
það verðum við að bæta okkur upp
með einhverjum hætti,“ sagði Magn-
ús sem ekki er sáttur við ákvörðun
ráðherrans.
„Þarna fer hann alveg eftir
drengjunum við Skúlagötuna sem
hlusta ekki á sjómenn sem segja að
mikið sé af fiski í sjónum. Það er al-
gjörlega gengið fram hjá sjómönn-
um og útgerðarmönnum sem eru í
daglegu návígi við það sem er að
gerast á miðunum. Þetta gerist þrátt
fyrir góð orð um að virkja reynslu
sjómannanna sem eru með puttann
á púlsinum þegar fiskur og fiski-
miðin okkar eru annars vegar,“
sagði Magnús að endingu.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Útgerðin Hjónin Magnús Kristinsson og Lóa Skarphéðinsdóttir fagna öðru
nýja skipinu á einu ári. Bergur-Huginn gerir nú út þrjú togveiðiskip.
Ánægður með tvö
ný skip á sama ári
Vestmannaeyjar | Skipstjóri á Bergey
er Sigurður G. Sigurjónsson og var
hann mjög ánægður eftir fyrstu
kynnin þó aldrei hafi reynt á skipið á
heimsiglingunni. Hann segir líka
spennandi verkefni að vera að taka
við nýju skipi en óttast ekki að
áhöfnin muni ekki standast vænting-
ar því valinn maður sé í hverju rúmi.
Útgerðin sé líka til fyrirmyndar sem
hafi sitt að segja.
Í 30 ár hjá útgerðinni
Sigurður hefur sótt sjó frá 17 ára
aldri og þau eru að verða 30 árin sem
hann hefur verið hjá Bergi-Hugin og
tengdum útgerðum. „Ég var á Bergi
VE í nokkur ár, tæpt ár á Vest-
mannaey VE, tvö ár á gömlu Bergey
VE og svo er ég búinn að vera á
Smáey í 20 ár, og sem skipstjóri frá
árinu 1996,“ sagði Sigurður þegar
hann var spurður um sjómannsfer-
ilinn.
Hann lét mjög vel af nýrri Bergey
eftir heimsiglinguna og sagðist
spenntur að takast á við nýtt verk-
efni. „Þetta verða talsverð viðbrigði
að fara af Smáey yfir á Bergey,
kannski eins og skipta um konu,“
sagði Sigurður hlæjandi. „Þetta er
fallegt skip sem á eftir að fara vel
með okkur. Bergey fékk reyndar lít-
ið að reyna sig í blíðunni sem við
fengum á leiðinni frá Póllandi. Hún
reyndist í alla staði vel og ganghrað-
inn var ellefu og hálf míla og ef það á
ekki eftir að ganga verr á þessu skipi
en Smáey verðum við í góðum mál-
um,“ bætti hann við.
Átján skjáir í brúnni
Tækninni hefur fleygt mikið fram
frá því Smáey var smíðuð og sem
dæmi má nefna að í brúnni á Bergey
eru ekki færri en átján skjáir. Þar er
að finna upplýsingar um allt sem lýt-
ur að skipinu, vélbúnaði, sjónum í
kring og þeir sýna hvort einhvern
fisk er að finna á veiðislóðinni.
„Ég hef verið í því að læra frá því
ég kom um borð og verð að því næstu
daga og vikur. Þetta kemur allt sam-
an og það verður ekki langt í að mað-
ur læri á alla þessa skjái og kunni að
lesa úr þeim upplýsingum koma
fram á þeim.“ En það þarf meira en
gott skip til að ná árangri og þar seg-
ist Sigurður vera í góðum málum.
Góðir karlar og öflug útgerð
„Þú gerir ekkert af viti nema hafa
góða karla og öfluga útgerð. „Þeir
fylgja mér þrír af Smáey, Jón Val-
geirsson stýrimaður, Ríkharður
Stefánsson matsveinn og Óskar
Ólafsson sem er eins konar altmúlíg-
mann. Aðrir eru nýir en allt eru
þetta úrvalsmenn og verður valinn
maður í hverju rúmi. Ekki er heldur
hægt að kvarta yfir útgerðinni. Þar
stendur allt eins og stafur á bók, öfl-
ugt starfsfólk í landi og yfirmenn
sem hafa trú á því sem við erum að
gera,“ sagði Sigurður að endingu.
Yfirvélstjóri á Bergey er Svanur
Gunnsteinsson. Fyrsti stýrimaður er
Jón Valgeirsson og annar stýrimað-
ur Óskar Þór Kristjánsson. Fyrsti
vélstjóri er Pétur Eyjólfsson og ann-
ar vélstjóri Arnar Andersen. Mat-
sveinn er Ríkharður Stefánsson.
Bergey VE 544 er 29 metra löng
og 10,4 metrar á breidd, smíðuð hjá
Norship í Póllandi. Aðalvélin er jap-
önsk, af gerðinni Yanmar, innsigluð
á 710 hestöfl og ljósavélin er Mitsub-
ishi, 350 kW. Aðalspil eru lágþrýst-
ispil, 20 tonn hvort. Íbúðir eru fyrir
fjórtán en gert er ráð fyrir tólf í
áhöfn. Vinnsludekkið er mjög rúm-
gott en búnaðurinn er smíðaður í
Vélsmiðjunni Þór, Vestmannaeyj-
um. Lestin er mjög rúmgóð og tekur
166 kör, eða fjóra gáma sem skiptir
miklu þegar vel fiskast.
Mjög ánægður með skipið
Morgunblaðið/Sigurgeir
Flotinn Bergey, Smáey og Vestmannaey á leið inn til Eyja.
Í brúnni Sigurður skipstjóri við nokkra af skjánum í brúnni. Þeir eru margir.
Í HNOTSKURN
»Bergey VE 544 er 29metra löng og 10,4 metrar
á breidd, smíðuð hjá Norship í
Póllandi. Aðalvélin er japönsk,
af gerðinni Yanmar, innsigluð
á 710 hestöfl.
»Ekki er heldur hægt aðkvarta yfir útgerðinni. Þar
stendur allt eins og stafur á
bók, öflugt starfsfólk í landi
og yfirmenn sem hafa trú á því
sem við erum að gera.