Morgunblaðið - 14.08.2007, Síða 13

Morgunblaðið - 14.08.2007, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 13 Í HNOTSKURN » Bourse Dubai hefurtryggt sér kauprétt á 27,5% hlutafjár í OMX. » Félagið borgar 230sænskar krónur fyrir hvern hlut í OMX en tilboð Nasdaq hljóðar upp á 208 sænskar krónur á hlut. Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is STJÓRNENDUR Nasdaq, sem m.a. rekur samnefnda kauphöll, eru nú að selja hluta eignar sinnar í kauphöll- inni í London. Ástæðan er að sögn viðskiptavefjarins E24 aukinn áhugi Bourse Dubai, kauphallarinnar í Dubai, á að kaupa OMX, sem meðal annars rekur kauphöllina hér landi. Nasdaq gerði í maí yfirtökutilboð í OMX og vilja þeir hækka tilboð sitt í félagið til þess að mæta samkeppn- inni frá Dubai. Rekstraraðilar kaup- hallarinnar þar í landi hafa gefið í skyn að þeir séu tilbúnir til þess að borga mun betra verð fyrir OMX. Að sögn The Times gæti tilboðs jafnvel verið að vænta í vikunni. Í gær hittu forstjóri og stjórnar- formaður OMX fulltrúa félagsins til þess að ræða þróun mála og enn- fremur segir E24 fulltrúa Bourse Dubai hafa fundað með Mats Odell, ráðherra fjármálamarkaðsmála í Svíþjóð, um málið og kynnt honum sín sjónarmið. Þetta bendir til þess að formlegt tilboð sé væntanlegt, en eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu eru sænsk stjórnvöld í lykilstöðu hvað tilboð í OMX varðar. Þar á bæ hafa menn þó passað sig á að senda markaðnum engin skila- boð um hver afstaða þeirra til tilboðs Nasdaq er. Þó má gera ráð fyrir að úr þessu bíði ráðherrann og sjái hvort tilboð berst frá Persaflóa. Nasdaq íhugar að hækka tilboðið Reuters Einvígi Fjárfestar ræða saman í kauphöllinni í Dubai en rekstrarfélag hennar hefur skorað Nasdaq á hólm í baráttu um OMX. ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA OMXI15 í Kaup- höll Íslands hækkaði í dag um 1,3% eftir lækkanir undanfarna daga. Við lok dags hafði hún aftur farið yfir 8.000 stigin, og stóð í 8.099 stig- um. Mest hækkuðu bréf Landsbank- ans eða um 2,7% og Bakkavarar um 2,6%. Einungis var lækkun á gengi bréfa Eimskipa, sem nam 1,1%. Heildarvelta dagsins var rúmir 17 milljarðar, þar af voru rúmir 9 millj- arðar hennar í viðskiptum með hluta- bréf. Krónan styrktist sömuleiðis lítil- lega eða um rúm 0,5% skv. Glitni. Úrvalsvísitalan fer aftur upp á við ● ODDAFLUG, eignarhaldsfélag í eigu Hannesar Smárasonar, hef- ur bætt tæplega 80 milljón hlutum við eign sína í FL Group og jafngildir það 1% af heildar- hlutafé félagsins. Þetta kemur fram í flöggunartilkynn- ingu til kauphallar OMX á Íslandi. Þar með á félag Hannesar, sem er for- stjóri FL Group, 20,77% í FL Group og er á ný orðið stærsti hluthafi þess. Næststærsti hluthafi er Gnúpur fjár- festingarfélag sem á 20% hlut. Markaðsvirði hlutar Oddaflugs í FL Group er 43,2 milljarðar m.v. loka- gengi félagsins í kauphöllinni í gær. Oddaflug stærsti eigandi FL Group á ný Hannes Smárason forstjóri FL Group. ● SAMKVÆMT nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu heildar- útlán sjóðsins 6,3 milljörðum króna í júlí, sem er minna en í mánuðinum þar á undan. Áætlun sjóðsins gerir ráð fyrir að útlán á þriðja ársfjórðungi verði á bilinu 13-15 milljarðar króna. Íbúðalánasjóður bauð ekki út íbúðabréf í júlí en alls er áætlað að gefa út íbúðabréf að nafnvirði 11-13 milljarða á þriðja ársfjórðungi. Telur Greining Glitnis að hægja verði á útlánum enn meir til að sú áætlun standist innan fjórðungsins. Útlánsvextir sjóðsins eru óbreyttir, þ.e. 4,80% fyrir lán án uppgreiðslu- ákvæðis og 5,05% fyrir lán með upp- greiðsluákvæði. Hægir á útlánum ÍLS MAREL kynnti uppgjör sitt í gær. Hagnaður annars ársfjórðungs nam 7,4 milljónum evra eftir skatta, eða um 670 milljónum króna, samanborið við 797 þúsund evrur á sama tímabili í fyrra. Samanlagður hagnaður beggja ársfjórðunga nam 8,5 milljón- um evra, en var 1,4 milljónir í fyrra. Um 78% af heildarhagnaði þessa árs voru vegna eignarhaldsfélagsins LME, sem er stærsti einstaki hlut- hafi hollenska félagsins Stork, Marel á 20% í LME. Ljóst er að Marel er í miklum vexti, en velta fyrri árshelmings jókst um 83% milli ára. Eigið fé nam í júnílok 158 þúsund- um evra og var eiginfjárhlutfall 40,8%, sem er svipað hlutfall og í árs- byrjun. Þá var EBITDA á fyrri árs- helmingi 11,5 milljónir evra. Einskiptiskostnaður á fyrra helm- ing ársins nam 4,9 milljónum evra og er gjaldfærslu hans lokið. Marel stefnir að 15-20% markaðs- hlutdeild á 3-5 árum og 400-500 millj- óna evra veltu. Vöxtur síðustu tveggja ára er í samræmi við mark- mið. Samlegðaráhrif með kaupum á Scanvægt og AEW Delford hafa þó flýtt fyrir rekstrarmarkmiðum. Horfur eru almennt taldar góðar, sterk staða fyrirtækisins þykir styðja við frekari yfirtökur. Þá kemur fram í kynningu Marel að órói á fjármála- mörkuðum geti falið í sér tækifæri fyrir vel fjármögnuð skráð félög. halldorath@mbl.is Tífaldur hagnaður Uppgjör Marel Food Systems hf. CDE ) CDE *     , , CDE + , 6E      , , F%G (% H  I    ! , , 0J : FKE      , , CDE - CDE .     , ,            !" #$$% /0 1 (" " 1 ! K% 1 %3! "' 6 &$ 1 %3! "' :;  "' 0> 1 %3! "' 1  9  "' /' :  ! 'L # ?  MN  1 %3! "' 2 3! # 9  "' > 9  ?  "' D% N 0 " % "'  3 3 B63   0 '9 "' J "' O3 "' 2 ! 03#    "' KN &  1 %3! "' K'N "' K  N ) %3 )P0 : 6  0 # 1 %3! "' 0Q % 6  MN  N 1 %3! "' D  "' HR"  "' J ## # $  "' A 3$  "' / .45   .3  K3  3 .% /6 1  "' / !   "' # 678 " #                                                                              A  !  #  J 9%  %  #= 2 3!   4 5  555 5    B B  4 B  5  45  B B B 44 B B 5     4 5  5  5      4 4       5 5  5 4  5   4  4 5 5 4  5      4 5      54 5 4  5       0$ &  !  4    4 B B  B   B B B B B F # # &  &  4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4   4 4 4 54 4 4 4 54 54   4 4   ALAN Greenspan, fv. seðlabanka- stjóri Bandaríkjanna, hefur verið ráðinn sem ráðgjafi til þýska bank- ans Deutsche Bank. Greenspan er orðinn 81 árs en enn í fullu fjöri. Hann hætti sem seðlabankastjóri í byrjun síðasta árs, eftir að hafa setið í þeim stóli frá árinu 1987. Samkvæmt upplýs- ingum frá Deutsche Bank mun Greenspan bæði veita viðskipta- vinum á viðskiptabankasviði sem og fjárfestingabankasviði ráðgjöf sem og starfsmönnum bankans. Hann mun einnig starfrækja sitt eigið ráðgjafarfyrirtæki áfram. Greenspan til Deutsche Bank ● TVÖ félög hafa síðustu daga verið endanlega afskráð úr kauphöll OMX á Íslandi. Actavis Group var afskráð eftir lokun viðskipta í gær og Mosaic Fashions sl. föstudag. Novator hefur sem kunnugt tekið yfir Actavis og fyr- ir helgina lauk yfirtöku Tessera Hold- ing á Mosaic. Þegar endanlega verð- ur gengið frá afskráningu félaganna verða 12 á Aðallista OMX á Íslandi. Actavis og Mosaic komin úr kauphöllinni ● HLUTABRÉFAVÍSITÖLUR hófu að jafna sig um allan heim í gær. Óveru- legar breytingar urðu á bandarísku vísitölunum. Breska FTSE-vísitalan stökk um 3,2% sem er mesta hækk- un hennar í 4 ár. Franska CAC 40 hækkaði um 2,2% og þýska DAX um 1,8% sem er mesta hækkun hennar í ár. Rekur fréttaveitan Bloomberg hækkanirnar m.a. til þess að vísi- tala smásölu fyrir júlímánuð í Banda- ríkjunum hefði hækkað, þvert á spár vegna húsnæðiskreppunnar þar. Auk þess sem metinnspýting seðla- banka heimsins hafi náð að róa markaði. Er haft eftir sérfræðingi hjá Morgan Stanley að nú sé rétti tíminn til að kaupa og hefur bankinn breytt ráðgjöf sinni úr hlutleysi í yfirvogun á evrópsk hlutabréf. Markaðir að jafna sig BANDARÍSKI fjárfestingarbank- inn Goldman Sachs hefur safnað liði til þess að „bjarga“ hlutabréfa- sjóði sínum, Goldman Global Equity Opportunities. Til stendur að bæta 3 milljörðum Bandaríkjadala í sjóð- inn sem er mjög illa staddur eftir fall á hlutabréfamörkuðum heims- ins. Bloomberg segist hafa heim- ildir fyrir því að verðmæti sjóðsins hafi minnkað um 28% á síðasta mánuði. Umræddur sjóður er tölvustýrð- ur, þ.e. allar fjárfestingarákvarð- anir byggjast á háþróuðum stærðfræðilíkönum og tölva sér um allar fjárfestingar. Líkönin virðast ekki hafa gert ráð fyrir þróuninni á fjármálamörkuðum undanfarnar vikur. Þar af leiðandi hefur eitt- hvað farið framhjá tölvunum sem hafa ekki brugðist við til þess að verja sjóðina og tapið er staðreynd. Fulltrúar Goldman Sachs segja fjárinnspýtinguna til marks um trú bankans á sjóðnum og að aukið ráð- stöfunarfé veiti honum möguleika á að hagnast á þeirri aðstöðu sem upp er komin á mörkuðum. Þó er fullvíst að með þessu vilji þeir einn- ig koma í veg fyrir að fjárfestar dragi fé sitt úr sjóðnum. Sjóði bjargað www.utflutningsrad.is P IP A R • S ÍA • 71494 Viðtalstímar sendiherra í ágúst Sendiherrar Íslands í Kaupmannahöfn, Moskvu, Stokkhólmi og Peking eru til viðtals í ágústmánuði sem hér segir: Svavar Gestsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, þriðjudaginn 14. ágúst Umdæmislönd sendiráðsins eru auk Danmerkur: Ísrael, Rúmenía, Slóvenía og Tyrkland Benedikt Ásgeirsson, sendiherra í Moskvu, þriðjudaginn 21. ágúst Auk Rússlands er umdæmi sendiráðsins: Armenía, Aserbaídsjan, Georgía, Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kirgisía, Moldóva, Tadsjikistan, Túrkmenistan og Úsbekistan Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra í Stokkhólmi, miðvikudaginn 22. ágúst Umdæmislönd sendiráðsins eru auk Svíþjóðar: Albanía, Írak, Kúveit, Kýpur, Sádi-Arabía, Serbía og Sýrland Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra í Peking, mánudaginn 27. ágúst Auk Kína eru átta önnur ríki í umdæmdi sendiráðsins: Ástralía, Kambódía, Laos, Mongólía, Norður-Kórea, Nýja-Sjáland, Suður-Kórea og Víetnam Fundirnir eru ætlaðir fyrirtækjum sem vilja ræða viðskiptamöguleika, menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál í umdæmum sendi- skrifstofanna, þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. Þau fyrirtæki sem hafa hug á að bóka viðtöl eru hvött til að gera það sem fyrst. Gert er ráð fyrir að fundur sendiherra með hverju fyrirtæki standi í hálfa klukkustund, nema annars sé óskað. Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Útflutningsráðs Íslands, Borgartúni 35, og má bóka þá í síma 511 4000 eða með tölvupósti, utflutningsrad@utflutningsrad.is Nánari upplýsingar veitir Svanhvít Aðalsteinsdóttir: svanhvit@utflutningsrad.is www.utn.stjr.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.