Morgunblaðið - 14.08.2007, Qupperneq 21
daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 21
Nú húmar að kveldi og kólnar í lofti. Náttúran breytir
um lit og blómin litríku sem glatt hafa augað í sumar
hverfa á braut. Það er þó engin ástæða til þess að ör-
vænta því silkiblóm geta lengt sumarið. Þau lykta reynd-
ar ekki jafnvel, reyndar ekki neitt, en þau geta verið
jafneðlileg og falleg í útliti og lifandi blóm. Þau henta líka
vel á stöðum þar sem umhverfisaðstæður eru ekki kjörn-
ar fyrir ræktun lifandi blóma, t.d. þar sem birta er ekki
næg. Það eru heldur ekki allir með „grænar hendur“ og
umhirða silkiblóma er einföld en best er að strjúka af
blöðunum á nokkurra mánaða fresti til þess að viðhalda
gljáanum.
Möguleikarnir til skreytinga eru endalausir, hvort
sem er utanhúss eða innan. Silkifjólur í fallegum trépotti
eða gerbera í litlum mjólkurbrúsa lífgar upp á garð-
borðið, hvítir silkitúlípanar í glærum vasa eru sígildir á
borðstofuborðið og lítil rósaskreyting er rómantísk á
náttborðið.
uhj@mbl.is
Litríki Hressilega bleik Gerbera lífgar upp á umhverfið.
Morgunblaðið/Frikki
Sumarið lengt með silkiblómum
Fínlegar stjúpur Kuldaboli bítur ekki á þessar.
geisladiska fyrir þá
sem eru annaðhvort
lesblindir, sjónskertir
eða blindir. Sætir það
mikilli furðu því að
aldraðir eru mikill
hluti viðskiptamanna
stofnunarinnar og
sjónskerðing verður
því algengari sem ald-
urinn vex.
Víkverji minnist
einnar vinkonu sinnar
sem hefur háð baráttu
við Tryggingastofnun
ríkisins í nokkur ár.
Hefur konan beðið
stofnunina að senda
sér öll gögn á því sniði
sem hún getur nýtt sér. Eitthvað
hefur orðið fátt um svör þar á bæ
og hafa menn m.a. borið því við að
ekki sé vitað hverjir geti ekki lesið
venjulegt letur.
Í nútíma upplýsingasamfélaginu
eru ástæður þess skráðar að fólk
fái bætur frá TR og því ætti að
vera hægt að flokka þá úr sem geta
ekki lesið bréf stofnunarinnar.
Réttur þeirra, sem eru ólæsir á
venjulegt letur, er sá sami og hinna
sem eru fluglæsir. Hér á landi eru
sennilega um 30.000 manns sem
eiga erfitt með lestur. Opinberar
stofnanir ættu að leggja metnað
sinn í að þjóna þeim betur.
Víkverji hefurfylgst náið með
mótun upplýsinga-
samfélagsins á Íslandi.
Þróun þess hefur orð-
ið ótrúlega ör. Stöðugt
fleiri hafa nú aðgang
að hvers kyns upplýs-
ingum sem snerta
einkahagi fólks. Op-
inberar stofnanir og
fyrirtæki nýta sér
upplýsingatæknina til
þess að ná til svokall-
aðra markhópa undir
því yfirskyni að verið
sé að bæta þjón-
ustuna.
Þó að upplýs-
ingatæknin sé góð og gild er þó
nokkur hópur fólks sem ekki getur
nýtt sér hana. Víkverji hélt í ein-
feldni sinni að nútímatæknin gerði
fyrirtækjum og stofnunum kleift að
ná til þeirra sem ekki geta fært sér
í nyt venjulegt lesmál.
Fyrir skömmu var viðtal í Rík-
isútvarpinu við kynningarfulltrúa
Tryggingastofnunar ríkisins en
stofnunin þjónar sennilega flestum
þeirra sem geta ekki lesið venju-
legt letur. Svo var að heyra að
kynningarbæklingur væri nýkom-
inn úr prentun. Ekki var minnst á
það einu orði að hann hefði verið
lesinn inn með táknmáli eða á
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
RITHÖFUNDURINN Mark Twain
sagði að fötin sköpuðu manninn og
það kann að vera meira vit í því en
margur hyggur ef marka má stríðs-
hetju nokkra sem
kennir við Johns
Hopkins-
háskólann í
Bandaríkjunum.
Stríðshetja
þessi, Matt
Eversmann,
kennir leiðtoga-
færni en hann var
einn þeirra sem
barðist í Mogadishu í Sómalíu1993.
Eversmann er vissulega hermaður
en kannski er sannleikskorn í orðum
hans, því hann vill meina að þeir sem
séu raunverulegir leiðtogar séu alltaf
aðeins betur klæddir, aðeins snyrti-
legri og fágaðri en undirmenn þeirra.
Þetta kemur fram á vef business-
week.com en þar eru að finna mörg
heilræði til þeirra sem lifa og hrær-
ast í viðskiptaheiminum. Og svo virð-
ist vera sem að óaðfinnanlega klædd-
ur leiðtogi njóti meiri virðingar og
tekið sé meira mark á orðum hans.
Ráðgjafi einn sem rekur sam-
skiptafyrirtæki í Bandaríkjunum
gengur svo langt að segja að 60% yf-
irmanna á Fortune 500 listanum séu
leiðtogar vegna þessarar miklu natni
við smáatriðin og auðvitað fötin sem
þeir klæðast. Er leiðtogi er ráðinn í
starf þá spyrja þeir sem ráða hvort
hann valdi starfinu, hvort hann sé
stjórnunarlegur eða álíka – það sem
þeir hins meini sé hvort viðkomandi
sé klæddur til starfans, hvort hann sé
vel snyrtur því það séu hlutirnir sem
fólk tekur ómeðvitað eftir. Leiðtogi
með sósublett á jakkaboðungnum
væri því líklegri til að vera jafn
subbulegur í rekstri fyrirtækisins.
Nú er spurning hvort Evrópubúar
séu jafn grunnhyggnir og fólkið vest-
an hafs. En flest virðist benda til
þess að í stærstu Evrópulöndunum
gildi sömu leikreglur. Leiðtogi fyr-
irtækis á að endurspegla gæðaímynd
fyrirtækisins og verður þar af leið-
andi að vera alltaf aðeins fínni og
flottari en keppinauturinn. Það er
meginreglan.
Að vera
leiðtogi
Ljósmyndari: Gunnar Þór Gunnarsson (Gunnsi)
Nafn myndar: Eldur í Heimaey
Verðlaun fyrir mynd vikunnar eru:
50 fríar 10 x 15 myndir
<< 1.verðlaun
Kodak EasyShare Z712 IS
2.verðlaun
Kodak EasyShare V610
3.verðlaun
Samsung Digimax i6 PMP
,
Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.
Sími 533 4800
180 fm einbýli á einni hæð, þar af 42,3 fm bílskúr. Húsið sem er mjög vel
staðsett í botnlangagötu skiptist í forstofu, eldhús með borðkrók, stofu,
borðstofu, hol, sjónvarpshol, þvottahús, þrjú svefnherbergi og baðher-
bergi. Stór verönd með skjólvegg í suður. Gróinn og skjólgóður garður.
V. 55 millj.
Opið hús í dag milli kl. 17:00 og 19:00.
– Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! –
Krosshamrar 8 – opið hús