Morgunblaðið - 14.08.2007, Síða 24

Morgunblaðið - 14.08.2007, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í UPPHAFI hvers skólaárs hefja mörg börn skólagöngu bæði í leik- og grunnskóla. Fyrir foreldra er þetta tímabil kvíða og eftirvæntingar ekki síður en fyrir börnin. Á þessum tímamótum skiptir því miklu máli að hvert og eitt barn fái jákvæða upplifun af þessu nýja um- hverfi sem það dvelur í. Samspil margra þátta stuðlar að þess- ari jákvæðu upplifun barna t.d. að umhverf- ið sé hlýlegt og þrosk- andi, námsefni sé við hæfi, hæfileikar hvers og eins fái notið sín og að börnin upplifi sig sem jafningja þeirra sem í kringum þau eru. Í samanburðarrannsókn Jóns Torfa Jónassonar (Frá gæslu til skóla, 2006) kemur m.a. fram að börn á Íslandi byrja yngst allra barna í Evrópu í leikskóla, eru lengstan vistunardag og þátttaka forelda í atvinnulífinu mest. Sam- fara þessum breytingum hefur á síðustu árum orðið gríðarlega ör þróun í leikskólastarfi þar sem leikskólinn hefur breyst í öfluga menntastofnun þar sem markvisst er unnið að uppeldi og menntun barna. Með tilkomu heildtækrar skóla- stefnu og einstaklingsmiðaðs náms hefur færst í vöxt að börn fari í sinn heimaleikskóla óháð atgervi. Samsetning barnahópanna hefur breyst mikið og sér- kennsla í leikskólum aukist til muna þar sem börnum með þroskafrávik fjölgar stöðugt og einnig börnum af erlendum uppruna. Öllum þess- um ólíku hópum þarf að mæta, oft með sér- tækum úrræðum og krafan um snemmtæka íhlutun veldur því að fyrr er farið af stað með einstaklingsnámsskrá fyrir hvert og eitt barn. Leikskólakennarar hafa því í meira mæli þurft að aðlaga dag- skrá leikskólans og flétta saman sérkennslu og daglegt starf . Þeir þurfa að sýna viðbragðssnilli og hugmyndaflug við að spyrða sam- an hugmyndafræði leikskólans, að börn læra best í samvistum við önnur börn, og skapa aðstæður til að sérkennslan geti farið sem mest fram inni á deildunum. Víða í leik- skólum og grunnskólum landsins er unnið frábært starf, þar sem margar fagstéttir leggjast á eitt við að skapa námsumhverfi sem gagnast öllum börnum. Það er markmið hvers kennara að koma til móts við þarfir allra nemenda og skapa þeim námsaðstæður sem hæfa einstaklingseiginleikum þeirra. Félagar úr Faghópi leikskólasér- kennara hafa sín á milli rætt um nauðsyn þess að hafa vettvang þar sem hægt sé að kynna sér ólíka nálgun, starfshætti og kennslu- gögn í sérkennslu. Einnig hefur verið í umræðunni aukið samstarf milli skólastiga þar sem mikil skörun er á námsefni leikskóla og yngsta stigi grunnskóla og nauð- synlegt að skapa samfellu í námi hjá börnum sem þarfnast sér- kennslu. Þessi umræða var tilurð námstefnunnar Leiðir til árangurs. Sett hefur verið saman spennandi dagskrá þar sem kynntar verða nýjungar í starfi og það helsta sem Með þarfir hvers barns að leiðarljósi Hanna Halldóra Leifsdóttir bendir hér á námstefnu þar sem m.a. verður rætt um skör- un sem er á námsefni leikskóla og yngsta stigi grunnskóla Hanna H. Leifsdóttir » Það er markmiðhvers kennara að koma til móts við þarfir allra nemenda og skapa þeim námsaðstæður sem hæfa einstaklings- eiginleikum þeirra. MIKIL umræða er nú um FIT- kostnað, sem bankar innheimta og segjast vera að dæma við- skiptamenn sína í refsingar fyrir brot á tékkalögum; jafnframt inn- heimta þeir sektir, stinga í eigin vasa og gera sig þannig bæði að dómsvaldi og framkvæmdavaldi þjóðarinnar. Getur verið, að menn, sem hafa verið til kallaðir af fjölmiðlum að útskýra þetta réttlæti, séu ekki betur að sér, getur verið að þeirra lögfræðingar séu ekki betur að sér í lögum? Var þeirra lögfræð- ingum ekki kennd almenn lög- fræði? Ég starfaði sem lögfræðingur í Útvegsbanka Íslands frá 1954 til 1987. Allan þann tíma rembdist ég við að hafa landslög að leið- arljósi, og ég held, að mér hafi tekist það sæmilega, enda hafði mér í árdaga verið kennd almenn lögfræði. Að sama skapi reyndi ég að hafa einhverjar óljósar siða- reglur að leiðarljósi en tókst það sennilega ekki eins vel. Þegar ég hafði starfað í bank- anum í h.u.b. 30 ár, voru sam- verkamenn mínir og yfirmenn, farnir að halda, að ég sæi ein- hvern mun á réttu og röngu, bæði lagalega og siðferðilega, og því var oft leitað til mín um álit mitt á ólíklegustu hlutum. Eitt sinn var það borið undir mig af yfirviðskiptafræðingi bankans, hvort ekki væri sjálfsagt að innheita gjald fyrir tilkynn- ingar um gjalddaga skuldabréfa og hvað skuldara bæri að greiða í afborgun og vexti. Ég svaraði því til, að skuldabréf væri samningur og skuldara bæri aðeins að greiða umsamdar afborganir og vexti, ef hann greiddi á réttum tíma, en aldrei gjald fyrir tilkynningu. Viðskiptafræðin var fljót að sjá við þessu. Nú var ákveðið að setja ákvæði í prentaðan texta skulda- bréfa bankanna þess efnis, að greiða bæri sérstakt gjald fyrir tilkynningu um gjalddaga. Þegar þetta var borið undir mig, hrukku upp úr mér þau orð, sem eru yf- irskrift þessara hugleiðinga. Þessir mjóu þvengir voru upphaf alls þess siðleysis, sem nú ríkir hjá bönkum, með innheimtu allra hugsanlegra gjalda, m.a. annars er gengið svo langt að taka gjald af viðskiptamanni fyrir að taka út af viðskiptareikningi sínum hjá sínum banka. Verður sokkið dýpra? Axel Kristjánsson Af mjóum þvengjum læra hundarnir að stela Höfundur er lögfræðingur NÚ dynja yfir kröfur fulltrúa fjöl- margra hagsmunaaðila um svokall- aðar „mótvægisaðgerðir“ vegna kvótaskerðingar sem ákveðin var á dögunum. Það er í sjálfu sér ekki einkennilegt, aðeins hver á að borga brúsann, þ.e. skattborg- ararnir. Undanfarinn aldarfjórðung hefur verið hamrað á því að kvóta- kerfið sé til bjargar þorskstofninum og verði til gríðarlegrar hagræð- ingar í sjávarútvegi. Það fyrra hefur sýnt sig að vera rangt og hið síðara ætti að hafa leitt til þess að útvegsmenn ættu að eigaeitthvað til mögru áranna. En þannig er það heldur ekki og það stafar af þeim mistökum sem gerð voru er hin takmörkuðu gæði, sem eftir heilu þorskastríðin má án vafa kalla sameign allra landsmanna, voru færð nokkrum einstaklingum á silfurfati. Í stað þess að selja eða leigja kvótann hæstbjóðanda, eins og Margaret Thatcher hefði vafa- laust gert, fengu Íslendingar ekki neitt fyrir drauminn um stækkandi stofna eða hagræðingu í sjávar- útvegi. Miklu frekar fáum við skatt- borgarar að greiða þetta úr okkar vasa, svona í annað sinn, aðeins ald- arfjórðungi eftir að útgerð- armönnum voru afhent verðmæti sem hafa sýnt sig að vera millj- arðatuga virði. Að Íslendingar skuli bara yppta öxlum og kóa annars vegar með milljarðamæringunum, sem gera nú út í kauphöllum eftir að hafa skilið eftir sviðna jörð á landsbyggðinni, og hins vegar með stjórnmálamönn- um sem samþykktu allt klabbið þá og nú, sýnir aðeins það að samráðs- seggurinn hjá olíufélaginu hafði rétt fyrir sér: Við erum fífl. GAUTI KRISTMANNSSON, Langholtsveg 87, Reykjavík. Frá Gauta Kristmannsyni Af mótvægisaðgerðum VILT þú eða getur þú hlaupið Glitnishlaup á þágu þeirra fjöl- mörgu landa okkar sem búa við fátækt? Að- búnaður fátæks fólks á Íslandi hefur verið mitt hjartans mál sl. 11 ár. Nú er tækifæri til að styðja Fjöl- skylduhjálp Ís- lands sem út- hlutar yfir tonni af matvælum vikulega að Eskihlíð 2-4 í Reykja- vík en nýtur enn sem komið er lít- illa sem engra styrkja frá hinu op- inbera. Árlega hafa á milli 15 og 16 þúsund einstaklingar notið mat- araðstoðar. Við erum með 1.300 fátækar fjölskyldur á skrá sem sumar þurfa á aðstoð að halda í nokkra mánuði í senn en aðrar skemur. Nú er tækifæri fyrir Glitnishlaup- ara að styðja við bakið á starfsemi Fjölskylduhjálpar Íslands sem birtir ár hvert ársreikning sinn op- inberlega. Það starfa allt að 17 manns í sjálfboðastarfi hjá okkur og nýtist hver króna í þágu fátæks fólks á Íslandi. Matarúthlutun hefst aftur eftir sumarfrí miðvikudaginn 15. ágúst nk. kl. 15.00 að Eskihlíð 2-4, R. Gerðu góðverk með því að hjálpa okkur við að hjálpa þeim sem minna mega sín hér á landi. ÁSGERÐUR JÓNA FLOSADÓTTIR, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Fjölskylduhjálp Íslands styður fátæka Frá Ásgerði Jónu Flosadóttur Ásgerður Jóna Flosadóttir Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í GREIN minni sem birtist hér í Morgunblaðinu í gær skýrði ég af- stöðu mína til fyrirhugaðs sjóðs SPRON sem ætlað er að fjárfesta í menningar- og mannúðarmálum. Ástæða er til að leita í sarp ann- arra þjóða um hugmyndir og fyr- irmyndir, nú þegar slíkur stór- sjóður gæti orðið að veruleika. Hér verður horft til Bretlands. Þar er einkafjármagni til samfélagsverk- efna skipt í þrjá mismunandi flokka og hefur hver flokkur sín einkenni. Framlög einstaklinga Framlög einstaklinga vega þungt í árlegum einkastuðningi til menn- ingar og líknar í Bretlandi. Á síðustu árum hafa svokallaðir „venture philanthropists“ látið að sér kveða í Bretlandi. Þetta eru ein- staklingar sem hafa ákveðið að fjár- festa hluta af auð sínum í menningu og mannúðarmálum. Þeir velja sér verkefni sjálfir og eru virkir þátt- takendur í stefnumótun þeirra verkefna sem þeir leggja fé í. Þeir sækjast ekki eftir fjárhagslegum arði en leggja þeim mun meiri áherslu á arðsemi í gegnum árang- ur. Tom Hunter er dæmi um einn slíkan. Hann er skoskur kaupsýslu- maður, tæplega sextugur að aldri, sem hefur lýst því yfir að hann ætli að yfirgefa þennan heim jafn- „slyppur og snauður“ og hann fæddist í hann. Tom Hunter hefur þegar fjárfest tuttugu af hundraði auðæfa sinna í menntun ungra barna í Skotlandi. Framlög fyrirtækja Tvær meginástæður eru fyrir því að fyrirtæki fjárfesta í menningar- og mannúðarmálum. Fyrst er að telja að fyrirtæki líta svo á að þau beri samfélagsábyrgð og siðferð- islega skyldu til að styrkja þörf verkefni. Á hinn bóginn búa að baki beinar viðskiptaástæður, það er, fyrirtækin ætlast til að fjárfestingin skili ágóða líkt og önnur fjárfesting. Sá ágóði getur verið með ýmsu móti. Fyr- irtæki kaupa sér „góða ímynd“ með því að leggja fé í menningar- og samfélagsstarfsemi og verðleggja framlag sitt ákveðnu verði. Fjár- festingin getur líka verið ætluð sem verkfæri til að hafa áhrif á stjórn- valdsákvarðanir. Í Bretlandi hafa verið deildar meiningar um hversu langt fyrirtæki hafa gengið í að beita ofangreindum aðferðum. Framlög sjóða Í þriðja lagi eru framlög sjóða eða „Trust and fo- undations“ sem nýr sjóður SPRON myndi falla undir. Sjóðirnir eru ætíð sjálfseign- arstofnanir að bresk- um hætti. Áætlað er að um 9.000 slíkir sjóðir séu til í Bretlandi og er það mat þeirra sem hafa rannsakað þróun einkafjármögnunar samfélagsmála að sjóðirnir séu í dag mun framsæknari en aðrir á þessum markaði og skiptir sjálfstæði þeirra þar höfuðmáli. Þeir eru engum háðir, hvorki hluthöfum, viðskiptavinum, kaup- endum né stjórnvöldum. Þetta gef- ur þeim frelsi til að vera raunveru- legt mótvægi við aðrar fjármögnunarleiðir þar sem hags- munir annarra eru ætíð í húfi. Þeir hafa sett fram ný viðmið í stuðningi við samfélagsverkefni og gert kröfu um skýrari markmið verkefna en aðrir. Þeir gera ekki kröfu um fjár- hagslega arðsemi af þeim verk- efnum sem þeir taka þátt í en leggja ríka áherslu á árangur og áhrif verkefnanna. Í auknum mæli taka þeir upp verkefni sem enginn er að sinna, skapa ný verkefni og eru í forystu í umræðu um sam- félagsbreytingar. Dæmi um verkefni slíkra sjóða eru fjölmörg Michael Young var frumkvöðull að mörgum samfélagsverkefnum á 20. öld í Bretlandi og stofnaði meðal annars Bresku neytendasamtökin og Opna háskólann sem í dag er rekinn af breskum stjórnvöldum. Sjóður sem ber hans nafn einbeitir sér að rannsóknum á breyttu sam- félagi og að nýta þær rannsóknir til framfara. Impetus Trust er dæmi um stóran sjóð sem einbeitir sér að fé- lagslegum fjárfest- ingum. Fjárfestingar hans í hverju verkefni nema tugum milljóna króna. Sjóðurinn tekur þátt í nýjum verk- efnum í afmarkaðan tíma, oftast í 3-5 ár. Hann fjárfestir beint og veitir rekstrarlega aðstoð. Sjóðurinn ætl- ast til þess að verkefn- unum sé lokið að ákveðnum tíma liðnum eða að þau verði sjálfbær og lifi áfram án stuðnings Impetus. Þriðja dæmið er Esmée Fairbarin- sjóðurinn sem árlega ver 3,6 millj- örðum íslenskra króna til sam- félagsverkefna, þar af um 800 millj- ónum króna til lista. Nýr sjóður SPRON Samantektin hér að ofan um breskt menningar- og mann- úðarstarf á einkamarkaði er sett fram til að skýra muninn á mismun- andi fjárfestingaleiðum á þessum markaði. Sams konar þróun hefur átt sér stað meðal annarra þjóða en Bretar hafa, ásamt Bandaríkja- mönnum, rutt veginn. Nýr sjóður SPRON verður algjör nýjung á Íslandi og henni fylgja spennandi möguleikar og tækifæri en jafnframt mikil ábyrgð. Það skiptir öllu máli að vel takist til frá upphafi. Einkafjármögnun menningar- og mannúðarmála í Bretlandi Ása Richardsdóttir skrifar um hugmyndir og fyrirmyndir að nýjum sjóði SPRON »Nýr sjóður SPRONverður algjör nýjung á Íslandi og henni fylgja spennandi möguleikar og tækifæri. Ása Richardsdóttir Höfundur starfar í listum og er viðskiptavinur SPRON.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.