Morgunblaðið - 14.08.2007, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Elsku amma, á
stundu sem þessari
streyma minningarn-
ar fram í hugann. Ég
græt því ekki bara af söknuði heldur
líka af þakklæti fyrir allar þær ynd-
islegu minningar sem ég á um þig og
afa sem koma til með að fylgja mér
ævilangt.
Hamrahlíðin skipar stóran sess í
æskuárum okkar systranna. Það var
alltaf jafn gott að koma til ykkar afa
og við upplifðum okkur svo sannar-
lega eins og prinsessur í höllinni.
Alltaf tókuð þið jafn hlýlega á móti
okkur, sáuð til þess að enginn færi
svangur heim og að við fengjum
skóna okkar ilvolga af ofninum þegar
✝ Guðrún SalómeGuðmundsdóttir
fæddist í Hafnar-
firði 18. júlí 1929.
Hún lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
að morgni 27. júlí
síðastliðins og var
útför hennar gerð
frá Dómkirkjunni í
Reykjavík 3. ágúst.
kalt var úti. Þú hugs-
aðir alltaf svo vel um
alla. Þú hafðir meira að
segja fengið Ragnar
frænda til að útbúa
syllu fyrir utan eldhús-
gluggann svo við gæt-
um gefið fuglunum að
borða á veturna þar
sem þeir væru óáreittir
frá köttunum í hverf-
inu.
Hvort sem það var
rifsberjatínsla á haust-
in, kaffiboð í garðinum
á sumrin, fjölskyldu-
boð á jólunum og áramótunum,
heimsóknir eftir skóla eða hvað ann-
að, það var alltaf jafn notalegt að
koma til ykkar afa. Þið gáfuð ykkur
alltaf tíma til að hlusta á það sem við
systurnar höfðum að segja og höfðuð
gaman af því að spjalla við okkur um
daginn og veginn. Þið vilduð vita
hvernig skólinn gengi, hvernig vinir
okkar hefðu það og voruð vel inni í
hlutunum.
Þið sýnduð ávallt einlægan áhuga
á hverju því sem við systurnar tók-
um okkur fyrir hendur og voruð allt-
af til staðar fyrir okkur hvort sem
það var í gleði eða sorg.
Ein stund nú í seinni tíð sem mér
þykir ofboðslega vænt um var rétt
fyrir jólin 2005. Ég heimsótti þig á
Grandaveginn til að fægja fyrir þig
silfrið því þú varst orðin slæm í
höndunum. Það skipti þig miklu máli
að halda heimilinu snyrtilegu, enda
gerði það enginn betur en þú og sjálf
varstu alltaf glæsileg til fara. Við
sátum heillengi tvær saman og töl-
uðum og töluðum, hengdum upp
jólaljósin og rifjuðum upp gamla
tíma. Þú sagðir mér sögur frá því að
pabbi og systkini hans voru lítil og
mér þótti alltaf jafn gaman að hlusta.
Mér þykir svo vænt um að þú hafir
komið í útskriftina mína í vor, eins
veik og þú varst búin að vera. Þú
sagðir mér að þig hefði dreymt hann
afa nóttina áður og það hlyti að vera
góðs viti því ég hafi alltaf verið svo
mikil afastelpa. Mér líður vel að
hugsa til þess að nú séuð þið saman
að nýju.
Elsku amma, þín er sárt saknað.
Hvíldu í friði.
Þín
Salóme.
Guðrún Salóme Guðmundsdóttir
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
AUÐUR ELIMARSDÓTTIR,
Birkiteig 26,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn
10. ágúst.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn
17. ágúst kl. 14.00.
Sigurður Þorkelsson,
Bjarki Árnason, Berglind Sigurðardóttir,
Hákon Árnason, María Dungal,
Freyja Árnadóttir
og barnabörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug í okkar garð
vegna fráfalls,
HALLDÓRU SVÖVU
BENEDIKTSDÓTTUR CLAUSEN,
Arahólum 2,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks kvennadeildar 21A á
Landspítalanum og líknardeildar Landspítalans í
Kópavogi fyrir hlýja og góða umönnun.
Axel Axelsson Clausen, Kristbjörg Magnúsdóttir,
Kristrún Þóra Clausen,
Svava Viktoría Clausen, Hermann Gunnarsson,
Jenni Guðjón Axelsson Clausen, Ólöf Eir Halldórsdóttir,
Svanfríður Clausen,
Halldóra Jóhannsdóttir, Vilhjálmur Vilhjálmsson,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Elskuleg systir okkar og frænka,
ODDNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR,
Gröf,
Grenivík,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Seli, þriðju-
daginn 31. júlí, verður jarðsungin frá Grenivíkur-
kirkju, miðvikudaginn 15. ágúst kl. 14.00.
Steinunn Guðjónsdóttir,
Kristrún Aðalbjörg Guðjónsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför föður okkar, afa og
langafa,
HLÖÐVERS HELGASONAR,
áður til heimilis
á Vesturgötu 69,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki sjúkradeildar
Hrafnistu í Reykjavik.
Sigurður Hlöðversson,
Hlöðver Hlöðversson,
Sævar Hlöðversson, María Pétursdóttir,
Hjálmar K. Hlöðversson, Elínborg Pétursdóttir,
Guðjón H. Hlöðversson, Björg L. Ragnarsdóttir,
Hafdís Hlöðversdóttir, Sigmar Teitsson,
Gunnar Hlöðversson, Sigurlaug M. Ólafsdóttir,
Valgerður O. Hlöðversdóttir, Pétur Andrésson.
✝
Ástkær unnusti minn, faðir, sonur, bróðir og
tengdasonur,
EIRÍKUR ÓLI GYLFASON,
Skriðuseli 4,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Seljakirkju, fimmtudaginn
16. ágúst kl. 15.00.
Kristjana Ósk Veigarsdóttir,
Benedikt Gylfi Eiríksson,
Gylfi Eiríksson, Stefanía Kristín Jónsdóttir,
Sigríður Gylfadóttir, Hannes Hauksson,
Sverrir Jón Gylfason, Sandra Rós Pétursdóttir,
Veigar Óskarsson, Hallfríður Kristjánsdóttir
og fjölskyldur þeirra
Kæri vinur, Addi á
Gunnarsstöðum.
Ég vil senda þér
hinstu kveðju og þakka þér fyrir
langa og trygga samfylgd, sem aldr-
ei bar skugga á.
Við erum alin upp í sama jarðveg-
inum, aðeins Hafralónsá skilur á
milli bæjanna Gunnarsstaða og
Sigfús Aðalbergur
Jóhannsson
✝ Sigfús Aðal-bergur Jóhanns-
son fæddist í
Hvammi í Þistilfirði
5. júní 1926. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á
Akureyri 2. ágúst
síðastliðinn og var
jarðsunginn frá
Svalbarðskirkju í
Þistilfirði 11. ágúst.
Syðri-Brekkna, þar
sem spor okkar hafa
legið, flesta okkar ævi-
daga.
Ég minnist þess er
þú komst nóvember-
dag árið 1957 og
bauðst fram aðstoð
þína við okkur á Syðri-
Brekkum, þá var faðir
minn nýlátinn og
ósköp þótti mér 14 ára
telpukorni, sem sakn-
aði pabba síns mikið,
vænt um þá heimsókn.
En svona varst þú,
alltaf tilbúinn að aðstoða og leggja
fram liðsinni þitt ef eitthvað bjátaði
á. Ég átti oft eftir að sjá það og reyna
er árin liðu.
Þegar við Úlfar systursonur þinn
tókum saman og stofnuðum heimili
fyrst á Þórshöfn, komstu oft í heim-
sókn og enginn varð glaðari en þú er
við tókum þá ákvörðun að stofna
okkar framtíðarheimili á Syðri-
Brekkum og fara að búa með sauðfé,
þá fylgdist þú með af áhuga og gafst
okkur góð ráð eins og sannir vinir
gera.
Þú unnir heimahéraði þínu af al-
hug og vildir veg þess sem mestan,
öllu sýndir þú áhuga og studdir þau
fyrirtæki og stofnanir sem hér störf-
uðu má þar nefna Sparisjóð Þórs-
hafnar og nágrennis, Fjallalamb,
Hraðfrystistöð Þórshafnar og Dval-
ar og hjúkrunarheimilið Naust, þar
sem þú dvaldir ásamt eiginkonu
þinni síðustu mánuðina. Ég minnist
margra samverustunda þar sem þú
ræddir um liðna tíð og miðlaðir fróð-
leik til okkar hjóna og barna okkar,
þar var aldrei hallað á neinn, heldur
dregið fram það besta í fari hvers og
eins, oft á glettinn og skemmtilegan
hátt.
Kæri vinur, hafðu þökk fyrir allt
og allt. Innilegar samúðarkveðjur til
Sillu og barna ykkar.
Kristín á Syðri-Brekkum.
Lífið verður oft
öðruvísi en við eigum
von á. Ekkert okkar
býst við að kveðja
snemma. En stundum er reyndin
önnur og mjög sár.
Kynni okkar Gretu hófust árið
2003 þegar hún kom til starfa við
Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi.
Hún tók að sér heimilisfræðikennsl-
una og færði okkur nýja sýn á starf-
ið. Menntun hennar var önnur en
menntun kennara almennt, hún var
Greta Svanlaug
Svavarsdóttir
✝ Greta SvanlaugSvavarsdóttir
fæddist á Selfossi
19. september 1963.
Hún lést á líknar-
deild Landspítalans
í Kópavogi 12. júlí
síðastliðinn.
Útför Gretu var
gerð frá Digra-
neskirkju 19. júlí sl.
meistari á sínu sviði,
matreiðslumeistari.
Greta var hávaxin og
glæsileg ung kona og
klæddist ávallt sínum
hvíta einkennisbún-
ingi við kennsluna.
Ekki var annað hægt
en að taka eftir henni.
Hún fann fljótt að
betra er að hafa
kennslufræðina á
hreinu og dreif sig í
réttindanám við
Kennaraháskóla Ís-
lands meðfram
kennslunni. Námið sóttist vel, hún
var samviskusöm og ef eitthvað blés
á móti gantaðist hún með það við
okkur og var staðráðin í að ljúka
náminu. Því spilltu veikindin, sem
buguðu hana.
Glaðlegt fas og viðmót gerði það
að verkum að auðvelt var að tala við
Gretu og bar margt á góma. Uppeld-
ismálin voru brotin til mergjar sem
og kokkanámið hennar hjá mat-
reiðslumeisturunum Úlfari Ey-
steinssyni og Sigurði Sumarliðasyni.
En augljóst var að fjölskylda hennar
var henni alltaf efst í huga. Henni
var annt um að synirnir fengju sem
besta kennslu og sýndi það sjálf í
sínu kennslustarfi að börnin eru í
fyrsta sæti. Það eru þau sem við eig-
um að koma til manns og hún lagði
sig fram um að hafa kennsluna sem
áhugaverðasta.
Kynnin stóðu stutt en voru góð og
við teljum okkur ríkari eftir þau en
áður. Í hinum erfiðu veikindum
Gretu í vetur og vor sýndi hún mikið
æðruleysi. Hún tók okkur brosandi
þegar við litum til hennar og okkur
þykir vænt um að hafa fundið hlýju
hennar, jákvæðni og kjark við þess-
ar dapurlegu aðstæður. Geymum
allar góðu minningarnar um Gretu.
Guðmundi, sonunum ungu og fjöl-
skyldunni allri vottum við innilega
samúð okkar.
Sigrún L. Baldvinsdóttir,
Rúna Gísladóttir.
Elsku Gréta.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Guðmundur, Óskar, Ingvar
og Oliver. Við sendum innilegustu
samúðarkveðjur og óskir um að góð-
ur Guð styrki ykkur og alla ástvini
Grétu á þessum erfiða tíma. Eftir lif-
ir minning um yndislega konu og
ástkæra móður. Hvíl í friði.
Helga og Ágúst.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Minningargreinar