Morgunblaðið - 14.08.2007, Page 31

Morgunblaðið - 14.08.2007, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 31 Atvinnuauglýsingar Finnst þér gaman að leika þér? Hefur þú gaman af börnum? Í Lágafellsskóla eru lausar stöður í Frístundaseli. Um er að ræða 30-40% stöðuhlutfall. Vinnutími getur verið sveigjanlegur á milli kl. 14-17 og getur starfið því hentað skólafólki vel. Óskað er eftir áhugasömum, jákvæðum og samviskusömum einstaklingum, 17 ára og eldri. Kostur er ef viðkomandi hefur einhverja reynslu af listum, íþróttum eða öðru starfi tengdu frístundum. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst og gott er ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst eftir það. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar. Upplýsingar veita Elísabet Jónsdóttir, deildarstjóri yngsta stigs og Sigríður Sigurðardóttir forstöðumaður frístundastarfs Lágafellsskóla í síma 525 9200, 699 3131 eða á netfangið frístund@lagafellsskoli.is. KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is - www.job.is Frá Salaskóla Okkur vantar eftirfarandi starfsfólk: • Umsjónarkennara á yngsta stig - 100% starf • Textílkennara - 50% starf • Starfsfólk í dægradvöl - hlutastarf Laun samkv. kjarasamningi Launanefndar sveitar- félaga og viðkomandi stéttarfélags. Upplýsingar gefur skólastjóri í s. 570 4600, netfang hafsteinn@salaskoli.is. Hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störfin. Varmalandsskóli í Borgarfirði auglýsir Okkur bráðvantar umsjónakennara á miðstigi fyrir komandi skólaár. Húsnæði í boði. Upplýsingar gefa: Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 847 9262 eða 430 1502, inga@varmaland.is og Guðmundur Þorsteinsson aðstoðarskólastjóri í síma 435 0172 eða 695 1925, marflo@varmaland.is. Vanan háseta vantar á beitningarvélabát. Upplýsingar í síma 896 1844. Sendibílstjóri J.B. Byggingafélag óskar eftir að ráða sendibílstjóra með meirapróf eða bílpróf tekið fyrir júní 1993. Upplýsingar gefa Ingvar Kárason í síma 693 7008. Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu félagsins www.jbb.is. Hjá JB Byggingafélagi er boðið er upp á góða starfsaðstöðu og líflegt starfsmanna- félag. JB Byggingafélag, Bæjarlind 4, s. 544 5333. Ertu skapandi? Langar þig að læra hárgreiðslu? Okkur vantar nema á Salon Reykjavík. Hringdu og hafðu samband í síma 568 5305 eða skilaðu inn umsókn á Grandagarða 5 eða á arnar@salon.is. Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR! Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveit- arfélagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500 eða skoðaðu heimasíðuna, www.hafnarfjordur.is. Kynningarfundur vegna Strandgötu 26-30 Ath. breytta dagsetningu Kynningarfundur varðandi tillögu að breyttu miðbæjarskipulagi fyrir lóðina Strandgötu 26-30 í Hafnarfirði verður haldinn fimmtudaginn 16. ágúst 2007 í Hafnarborg í Hafnarfirði, milli kl. 17-19. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar. Kennsla Fjarkennsla - innritun Fjarkennsla VMA býður nám með tölvusamskiptum til meðal annars stúdentsprófs, sjúkraliðanáms og meistara- stigs. Boðið er upp á tæplega 200 áfanga á framhaldsskólastigi. Innritun er hafin og nánari upplýsingar eru á vefsíðum skólans. Vefslóð: http:// www.vma.is/fjarkennsla. Innritun lýkur 15. ágúst. Kennslustjóri fjarkennslu. Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú getur unnið fyrir öllu sem þig langar að eignast? Það eina sem þú þarft að gera er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag. Besta aukavinna sem þú getur fundið og góð hreyfing í þokkabót! Hringdu núna og sæktu um í síma 569 1440 eða á mbl.is! Sæktu um blaðberastarf – alvörupeningar í boði! HEIMSMEISTARAMÓT lands- liða 16 ára og yngri fór fram í Singa- púr dagana 4.-12. ágúst sl. og tóku 34 sveitir þátt í mótinu. Lið frá Íslandi var á meðal keppenda í fyrsta skipti í um áratug. Tefldar voru tíu umferðir og var gengi íslenska liðsins prýðilegt framan af móti þó að það hefði tapað 4-0 í þriðju umferð gegn tilvonandi heimsmeisturum Indverja. Í níundu umferð lagði liðið Víetnama að velli 2½-1½ og með góðum sigri í lokaum- ferðinni hefði liðið lent í einu af tíu efstu sætunum. Það varð ekki raunin þar sem lið Úsbeka reyndist of sterkt fyrir liðsmenn sögueyjunnar góðu úr norðri og ½-3½ tap varð staðreynd. Íslenska liðið fékk samtals 20½ vinning af 40 mögulegum og lenti í 16.-18. sæti. Frammistaða einstakra liðsmanna varð eftirfarandi: 1. borð: Sverrir Þorgeirsson (2.064) 4½ v. af 9 mögulegum. 2. borð: Ingvar Ásbjörnsson (2.028) 3 v. af 9. 3. borð: Daði Ómarsson (1.951) 5½ v. af 8. 4. borð: Helgi Brynjarsson (1.881) 4 v. af 7. vm.: Matthías Pétursson (1.919) 3½ v. af 7. Daði Ómarsson hóf mótið með því að tapa tveimur fyrstu leikjunum en vann svo fimm skákir í röð áður en hann gerði jafntefli í lokaumferðinni gegn Úsbeka með 2.203 stig. Ef mið er tekið af skákstigum var frammi- staða Daða verulega umfram það sem mátti búast við fyrirfram. Ólíkt Daða hófu bæði Sverrir og Ingvar keppni með tveimur sigrum en létu svo undan síga um miðbik mótsins. Í lokin tók Sverrir góðan sprett en ólánið hélt áfram að elta Ingvar. Frammistaða Sverris, Helga og Matthíasar var nokkurn veginn í samræmi við stig þeirra en Ingvar mun tapa þó nokkrum stigum. Skáksamband Íslands fjármagnaði ferð drengjanna að mestu leyti og Skákskóli Íslands sá um þjálfun þeirra. Torfi Leósson var liðsstjóri sveitarinnar og ritaði hann áhuga- verða pistla um mótið á nýju skák- fréttasíðunni, http:// www.skak.blog.is, sem hefur komið í stað www.skak.is. Nánari upplýsing- ar um keppnina er að finna á þessari síðu sem og á heimasíðu mótshald- ara, http://www.singaporec- hess.org.sg/. Róbert í Olomouc FIDE-meistarinn Róbert Lag- erman (2.315) tefldi í lokuðum flokki á alþjóðlegri skákhátíð sem fór fram í Olomoc í Tékklandi fyrir skömmu. Að loknum fjórum umferðum hafði hann einn og hálfan vinning en þá tók hann sig rögg og vann þrjár skákir í röð. Í síðustu fjórum umferðunum fékk hann helming vinninga svo að hann endaði keppni með 6½ vinning af 11 mögulegum og deildi hann fjórða sætinu með tékkneska alþjóðlega meistaranum Vladimir Talla (2.430). Árangur Róberts samsvarar 2.360 stigum svo að hann græddi 11 stig á mótinu. Maxat Alaguzov (2.200) frá Kasakstan og Marcin Tazbir (2.428) frá Póllandi deildu efsta sæti mótsins með 8 vinninga. Nánari upplýsingar um keppnina er m.a. að finna á www.skak.blog.is. Borgarskákmótið í Ráðhúsinu – fimmtudaginn 16. ágúst Hið árlega Borgarskákmót fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur fimmtu- daginn 16. ágúst nk. og hefst það kl. 15. Að mótinu standa Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélagið Hellir og gera mótshaldarar ráð fyrir að marg- ir af sterkustu skákmönnum landsins taki þátt í því. Mótið er öllum opið og er þátttaka ókeypis. Þeir sem hafa hug á að taka þátt eru hvattir til að skrá sig sem fyrst en skráning fer fram á heimasíðu Hellis, www.hellir- .com, á netfanginu hellir@hellir.com eða í síma 866 0116. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsun- artíma. Íslenska ungmennaliðið í miðjum hóp daggi@internet.is Helgi Áss Grétarsson Íslenska liðið á HM Sverrir Þorgeirsson, Ingvar Ásbjörnsson, Daði Óm- arsson og Helgi Brynjarsson við upphaf umferðar gegn liði S-Afríku. SKÁK Singapúr 4.-12. ágúst 2007 HM 16 ÁRA OG YNGRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.