Morgunblaðið - 14.08.2007, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 33
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað, kl. 9-16.30 smíði/
útskurður, kl. 9 leikfimi, kl. 9.45 boccia, kl. 9-16
púttvöllurinn.
Dalbraut 18-20 | Í félagsmiðstöðinni á Dalbraut
18-20 er spiluð félagsvist alla þriðjudaga kl. 14.
Félagsheimilið Gjábakki | Handavinnustofan opin,
leiðbeinandi verður við milli kl. 10-17. Hádegisverð-
ur kl. 11.40. Ganga kl. 14. Heitt á könnunni til kl. 16.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Kl. 9 myndlist og
ganga. Kl. 11.40 hádegisverður. Ávallt heitt á könn-
unni og heimabakað meðlæti.
Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir.
Kl. 9.15-15.30 handavinna. Kl. 11-12 leikfimi Janick
(júní-ágúst). Kl. 11.45-12.45 hádegisverður. Kl.
14.30-15.45 kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Morgunstund kl. 9.30,
leikfimi kl. 10, handavinnustofan opin fyrir alla sem
hafa áhuga fyrir handavinnu og góðum félagsskap.
Félagsvist kl. 14.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin frá kl. 17-
22. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir er til viðtals í
kirkjunni og eftir samkomulagi í s. 858 7282.
Kvöldbænir kl. 20. Allir velkomnir.
Fríkirkjan Kefas | Almenn bænastund í kvöld kl.
20.30. Beðið fyrir innsendum bænarefnum sem
og öðrum. Allir velkomnir.
Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjónusta alla
þriðjudaga kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Tónlistar-
andakt kl. 12. Sr. Bernharður Guðmundsson. Þátt-
takendur í meistaranámskeiði Christopher Her-
rick leika á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju.
www.kirkjulistahatid.is.
KFUM og KFUK | Í sumar verða samfélags- og
bænastundir á þriðjudögum kl. 20 á Holtavegi 20.
Beðið verður sérstaklega fyrir sumarstarfi félags-
ins vítt og breitt um landið, ásamt öðrum bæna-
efnum sem berast.
Vídalínskirkja Garðasókn | Opið hús í sumar í
Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju á þriðjudögum kl. 13-16.
Við spilum vist og brids, röbbum saman og njót-
um samverunnar. Kaffi á könnunni. Vettvangs-
ferðir mánaðarlega, auglýstar hverju sinni. Akst-
ur fyrir þá sem vilja. Upplýsingasími
895 0169.
70ára afmæli. Í dag, 14.ágúst, verður sjötugur
Lárus Arnar Kristinsson,
fyrrverandi sjúkraflutninga-
maður í Keflavík. Í tilefni
dagsins hefur Lárus ákveðið
að bjóða til veislu dagana 17.
og 18. ágúst. Lárus verður á
Hofsósi þar sem hann mun
vera við stjórn útgerðarfélags-
ins Syðri-Óss fram að veisl-
unni sjálfri. Þeir sem vilja
samfagna honum á þessum
tímamótum eru velkomnir á
Kárastíg 14 á Hofsósi þar sem
tjaldstæði verða í boði fyrir þá
sem það vilja.
Hlutavelta | Tveir strákar,
þeir Friðrik Jóhann Róberts-
son og Jakob Breki Ingason
héldu tombólu fyrir utan
Melabúðina, vestur í bæ. Þeir
söfnuðu 6.396 kr. til styrktar
Rauða krossinum sem þakkar
kærlega fyrir stuðninginn.
60ára afmæli. Í dag, 14.ágúst, er Örn Odd-
geirsson sextugur. Af því til-
efni langar hann og Svanhildi
að sjá sem flesta af vinum og
ættingjum í Húnvetningabúð,
Skeifunni 11, laugardaginn 18.
ágúst milli kl. 17 og 21.
dagbók
Í dag er þriðjudagur 14. ágúst, 226. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. (I.Kor. 12, 4.)
Ívetur verður ný námsbrautkennd við Endurmenntunar-stofnun. Námsbrautin nefnistGæðastjórnun og er undir fag-
legri forsjá verkfræðideildar Háskóla
Íslands.
Helgi Þór Ingason dósent er einn af
skipuleggjendum námsins: „Gæða-
stjórnun er aðferðafræði í stjórnun sem
miðar að því að haga öllu starfi fyrir-
tækisins, auðlindum, áætlanagerð og
aðgerðum með það að leiðarljósi að
veita á sem skilvirkastan og hagkvæm-
astan hátt viðskiptavininum nákvæm-
lega þá þjónustu eða vöru sem hann
óskar helst eftir,“ útskýrir Helgi Þór.
Námið er til 12 eininga en kennd eru
tvö þriggja eininga námskeið á hvoru
misseri og náminu hagað svo hægt er að
stunda það með starfi: „Fyrst læra
nemendur almennt um gæðastjórnun, í
hverju hún felst og fræðast um helstu
kenningar. Því næst verða teknir fyrir
hinir ýmsu stjórnunarstaðlar sem not-
aðir eru og öðlast nemendur góða yfir-
sýn yfir helstu staðla og notkunarleiðir
þeirra við rekstur,“ segir Helgi Þór. „Á
vormisseri byrjum við á námskeiði þar
sem nemendur öðlast hagnýta þjálfun í
að útbúa stjórnkerfi eða rekstrarhand-
bækur á grundvelli helstu staðla undir
leiðsögn ráðgjafa og sérfræðinga. Loks
er námskeið framvindu gæðastjórnunar
innan fyrirtækis eftir að gæðakerfið
hefur verið byggt upp. Þar verður með-
al annars fjallað um innri og ytri úttekt-
ir og hvernig fyrirtækið getur tekið
frekari skref í gæðastjórnun, til dæmis
með hliðsjón af EFQM líkaninu.“
Helgi Þór segir námið gagnast ein-
staklingum, fagaðilum og fyrirtækjum:
„Fyrirtæki sem eru að stíga skref í átt
til uppbyggingar og endurskipulagn-
ingar innri gæðastjórnunar sjá sér
mörg hag í að senda lykilstarfsmenn í
námið en til okkar koma líka einstakl-
ingar sem vilja styrkja sig og auka
möguleika sína á atvinnumarkaði,“ seg-
ir Helgi Þór. „Með gæðastjórnun gefst
ekki aðeins færi á að bæta starf fyrir-
tækisins og framleiðslu, heldur skapar
gæðavottun aukinn trúverðugleika á
innlendum og alþjóðlegum markaði og
getur aukið sóknarmöguleika og sveigj-
anleika í rekstri.“
Menntun | Endurmenntunarstofnun með 12 eininga nám í gæðastjórnun
Lykilatriði gæðastjórnunar
Helgi Þór Inga-
son fæddist í
Reykjavík 1965.
Hann lauk C.S.
gráðu í vélaverk-
fræði 1989 og
meist.gráðu í véla-
og iðnaðarverk-
fræði 1991 frá HÍ
og doktorsprófi í
vélaverkfræði frá Tækniháskólanum í
Þrándheimi. Helgi Þór starfaði við
rannsóknir og verkefnastjórnun hjá
Íslenska járnblendifélaginu og hefur
frá árinu 2000 starfað við ráðgjöf og
kennslu. Hann hefur verið dósent við
HÍ frá 2002. Sambýliskona Helga Þórs
er Bylgja Scheving félagsráðgjafi og
eiga þau soninn, Andra Snæ.
Tónlist
Hallgrímskirkja | Meistaranámskeið II kl. 9-11 og kl. 14-17.
Christopher Herrick kennir á Klais-orgelið í Hallgríms-
kirkju. www.kirkjulistahatid.is.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Kl. 20.30. Gunnar Kvar-
an, selló og Elísabet Waage, harpa, flytja verk eftir Antonio
Vivaldi, Franz Schubert og Sergej Racmaninoff. Þá frum-
flytja þau „Visions Fugitives“ eftir John Speight. Kaffistofa
safnsins opin eftir tónleika.
Leiklist
Iðnó | Kl. 20.30-22.45. Leikþættir fluttir á ensku, atburðir
úr sögu þjóðarinnar, tónlist, söngur, dans, glíma og margt
fleira.
Kvikmyndir
Hallgrímskirkja | Kl. 20. Málþing með myndbrotum í sam-
vinnu við rannsóknarhópinn Deus ex cinema. Listfræð-
ingar, guðfræðingar og kvikmyndafræðingar flytja stutt er-
indi og leiða umræður. www.kirkjulistahatid.is.
Fyrirlestrar og fundir
Hugleiðslu og friðarmiðstöðin | Fyrirlestur um „fókusing“
verður haldinn á Grensásvegi 8, 4. hæð (Zen húsn.) í kvöld
kl. 20. Fyrirlesari er Mr Madudeva frá USA. Frjáls framlög.
Opin hugleiðsla alla miðvikudaga kl. 20.
BÖRN fögnuðu ákaft eftir að hafa kyrjað afmælissönginn
til heiðurs leiðtoga Kúbu, Fídel Castro, í gær. Stóð unga
fólkið í kringum þessa girnilegu afmælisköku í Pioneer-
höllinni í Havana. Á kræsingunum stendur „Til hamingju,
foringi.“
Fídel verður 81 árs á mánudag.
Haldið upp á afmæli Fídels Castro á Kúbu
Heill sé þér, foringi!
Reuters
hlutavelta
ritstjorn@mbl.is
FRÉTTIR
NÚ ER komið aftur að Reykja-
víkurmaraþoni Glitnis. Laugar-
daginn 18. ágúst næstkomandi
geta einstaklingar hlaupið til
góðs með því að safna áheitum
sem munu renna til ýmissa
góðgerðafélaga og eru SOS-
barnaþorpin eitt af þeim.
Í ár hafa stjórnendur hjá SOS-
barnaþorpunum ákveðið að senda
þá fjármuni sem safnast vegna
hlaupsins til Sómalíu.
„SOS-barnaþorpin eru með ým-
is verkefni í þessu stríðshrjáða
landi. Þar starfrækjum við eitt
barnaþorp, einn leikskóla, eitt
ungmennaheimili, tvo grunnskóla,
eina verknámsstöð ásamt einum
spítala og neyðarverkefnum þeg-
ar við á.
Stríð braust út milli pólitískra
fylkinga snemma árs 2006 og það
var einungis í upphafi þessa árs
sem her bráðabirgðastjórnar
Sómalíu náði landinu á sitt vald.
Þrátt fyrir það eru ennþá átök í
gangi, sérstaklega í höfuðborg-
inni Mogadishu. Hinn 8. ágúst
síðastliðinn settu sómalskir her-
menn upp tjaldbúðir 300 metra
frá SOS-barnaþorpinu í Mogad-
ishu og lokuðu öllum vegum að-
þorpinu og SOS-spítalanum sem
sérhæfir sig í mæðravernd. Þessi
spítali er ókeypis öllum mæðrum
og börnum frá nærliggjandi
svæðum. Spítalinn heldur áfram
starfi sínu með því að hugsa um
þá sjúklinga sem eru þegar þar,
en hermennirnir leyfa ekki öðrum
sjúklingum að koma inn á spít-
alann. Starfsfólk SOS-barnaþorp-
anna mun ekki yfirgefa svæðið og
sómölsk yfirvöld hafa lofað að
leyfa starfsfólki að halda áfram
vinnu sinni óhindrað þegar
ástandið skánar. Eins og sést á
þessum nýlegu fréttum er mikil
þörf fyrir aðstoð í Sómalíu. Mikil-
vægt er að SOS-barnaþorpin geti
haldið áfram vinnu sinni óhindrað
af stríðandi aðilum og með þá
fjárhagslegu aðstoð sem þau
þurfa á að halda,“ segir í frétta-
tilkynningu.
Hvetja fólk til að skrá sig
„Við hvetjum áfram þá 26 ein-
staklinga sem hafa skráð sig í
Reykjavíkurmaraþon Glitnis með
það að markmiði að safna fé
handa SOS-barnaþorpunum. Við
hvetjum líka allt SOS-fólk og alla
þá sem áhuga hafa á málefnum
þessa lands til þess að hlaupa eða
heita á þá einstaklinga sem hafa
skráð sig til leiks.
SOS-barnaþorpin þakka öllum
hjá Glitni fyrir þetta frábæra
átak í þágu góðgerðarfélaga og
vilja hvetja alla Íslendinga til að
taka þátt og velja sér góðgerða-
félag til þess að styðja. Látum öll
gott af okkur leiða og hlaupum til
góðs“, segir einnig í frétta-
tilkynningunni.
Hlaupið til
styrktar starfi
SOS-barna-
þorpanna
Fáðu
sms-fréttir
í símann
þinn af
mbl.is
Fréttir í
tölvupósti